Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 2
Drengurinn var utan sjón- sviðs eftirlitsmyndavéla Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is STAÐURINN þar sem 15 ára pilt- ur fannst meðvitundarlaus á botni Sundlaugar Kópavogs 26. apríl var utan sjónsviðs eftirlitsmyndavéla sundlaugarinnar, að sögn Sigur- björns Víðis Eggertssonar, aðstoð- aryfirlögregluþjóns hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, sem fer með rannsókn málsins. Sigurbjörn sagði ekki hægt að segja til um hvenær rannsókn málsins lyki. Jón Júlíusson, íþróttafulltrúi Kópavogs, sagði að fimm yfirlits- myndavélar, sem ná yfir þau svæði sundlaugarinnar sem talin eru hættulegust, væru tengdar upp- tökubúnaði. Þar af ná tvær yfir stóru sundlaugina. Jón sagði að ákveðin svæði sundlaugarinnar væru utan sýnisviðs þessara véla, þar á meðal ákveðin horn og miðj- an. Sex eftirlitsmyndavélar, ótengdar upptökubúnaði, eru í veggjum sundlaugarkersins og sýna myndir af lauginni undir vatnsyfirborðinu á sjónvarps- skjáum. Jón sagði að svæðið þar sem pilturinn fannst hefði ekki ver- ið skilgreint sem hættulegt. Bæði væri það uppi við bakka og laugin þar grunn. Væri skólasund í laug- inni væru sundkennarar þar yfir- leitt við störf. Staðurinn hefði átt að sjást í vél sem sýnir laugina undir yfirborðinu, en laugin sé 25 metra löng og sjónlínan í gegnum vatnið. Myndin geti því verið farin að dofna, einkum ef yfirborðið er gár- að. Skilgreind hafa verið verkferli fyrir starfsfólk sundlaugarinnar. Sagði Jón tvo starfsmenn á hverri vakt vinna eingöngu við að vakta laugarsvæðið. Hvor um sig eigi ekki að horfa á eftirlitsskjáina lengur en í 20 mínútur hverju sinni og þá á hinn að taka við. Þá fer sá sem sat við skjáina í eftirlitsferð um bakka laugarinnar og laugarsvæðið. Eft- irlitið sé meira við sundkennslu því sundkennarar líti einnig eftir sínum nemendum. Jón sagði að það yrði kannað hvort hægt væri að bæta enn frekar eftirlitiðmeð sundlauginni. „Mark- miðið með eftirlitinu er að svona at- vik eigi sér ekki stað,“ sagði Jón. Líðan piltsins var óbreytt í gær, að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Í HNOTSKURN » Fimmtán ára piltur fannstmeðvitundarlaus á botni Sundlaugar Kópavogs 26. apr- íl sl. Hann er nú á gjörgæslu- deild Landspítalans. » Fannst hann við bakka ígrynnri enda laugarinnar en það svæði er ekki skilgreint sem hættusvæði. Það er utan sjónsviðs eftirlitsmyndavél- anna. Morgunblaðið/ÞÖK Slysstaðurinn Drengurinn fannst við bakka í grynnri enda laugarinnar. 2 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NÝTT hlutafélag, Keilir, var stofnað í gær um miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs í gömlu varnarstöðinni í Keflavík og mun starfsemin hefjast á mánudag í nýstandsettu húsnæði er hét Kapella ljóssins í tíð bandaríska herliðsins. Hlutafé er rúmar 300 milljónir króna, meðal hluthafa eru Háskóli Íslands og stórfyrirtæki í út- rás atvinnulífsins erlendis, einnig fyrirtæki og félög á Suðurnesjum. Fram kom að hluti þess fjár sem fékkst fyrir sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja nýverið mun renna til HÍ. Nýja félaginu er ætlað að byggja upp háskólasamfélag á gamla varnarsvæðinu og verður námið auglýst í næstu viku. Framkvæmdastjóri Keilis er Run- ólfur Ágústsson. „Þetta verður þrí- skipt, í fyrsta lagi frumgreinadeild sem miðar að því að hækka mennt- unarstig á Suðurnesjum og veita fólki með reynslu úr atvinnulífinu tækifæri til háskólanáms í samvinnu við HÍ. Í öðru lagi er það starfsgreinaháskóli og þar byrjum við á flugakademíu sem skrifaði und- ir viljayfirlýsingu í dag við Flugskóla Íslands og Icelandair Group. Þar ætlum við að safna saman á einn stað öllu flugtengdu námi. Í þriðja lagi er svo háskólanám í samstarfi við Há- skóla Íslands, þar horfum við fyrst og fremst á alþjóðlegt háskólanám á ýmsum sviðum,“ sagði Runólfur. Keilir vill vísa vísinda- mönnum veginn Ljósmynd/Ellert Grétarsson Fjölmenni Ráðherrar menntamála, fjármála og viðskipta voru viðstaddir í gær eins og Árni Sigfússon, en hann er formaður stjórnar Keilis. GUÐNI Ágústs- son landbún- aðarráðherra varpaði fram þeirri hugmynd á fundi með skógræktarfólki við Elliðavatn í vikunni, að gefa ætti öllum Ís- lendingum ein- hvern tímann á ævinni tækifæri til að vinna við landgræðslu eða skógrækt. „Hugmynd mín er sú að á aldr- inum 14–18 ára, eða kannski í lok grunnskólanámsins, kæmi tími þar sem allt þetta fólk yrði kallað til skógræktarstarfa í 1–2 mán- uði. Þetta unga fólk ynni þá með skógræktarfélögum og Land- græðslunni og fengi tækifæri til að kynnast landinu,“ sagði Guðni. Guðni sagði að þessi hugmynd byggðist ekki á því að ungmennin færu að vinna þegnskylduvinnu heldur fengju þau þóknun fyrir störf sín. Eins kæmi til greina að þau ynnu þetta fyrir skólann sinn. Guðni sagði að einn af kost- unum við þessa hugmynd væri að ungmennin kæmust nær landinu og fengju nýja sýn á Ísland. Allir taki þátt í skógrækt Guðni Ágústsson HALLDÓR Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi, segir styttast í að samkomulag náist milli Vegagerðarinnar og félagsins Greiðrar leiðar um Vaðlaheiðargöng. Forsvarsmenn Greiðrar leiðar sögðu í fyrradag að aðkoma ríkisins þyrfti að verða umtalsvert meiri en þær 300 milljónir sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun á næstu þremur árum og ljóst að fram- kvæmdir myndu dragast frá upphaf- legum áætlunum þeirra. „Ég hafði samband við Greiða leið og Vegagerðina í [gær]morgun og það er skoðun beggja aðila að þeir muni ná samkomulagi um Vaðlaheið- argöngin, jafnvel á næsta fundi,“ sagði Halldór í gær. „Þeir þurfa að ná samkomulagi um tæknileg atriði og framkvæmda- og rekstraráætlun ganganna sem síðan verður lagt fyr- ir samgönguráðherra og ríkis- stjórn.“ Að því loknu segir Halldór nauð- synlegt að leggja málið fyrir Alþingi vegna eftirgjafar á virðisaukaskatti til ganganna og ríkisábyrgð vegna lánanna. „Þeir þurfa að gera það upp við sig hvort veitt verði ríkisábyrgð fyrir lánunum eða hvort menn vilja heldur veita hærra framlag úr rík- issjóði. Hvort heldur sem er þarf málið að koma fyrir Alþingi og líka vegna virðisaukaskattsins þannig að sömu reglur gildi um Hvalfjarðar- göngin á sínum tíma og Vaðlaheið- argöngin nú.“ Styttist í að sam- komulag náist Halldór Blöndal um Vaðlaheiðargöngin TÍMAMÓT urðu í fjarskiptamálum neyðarþjónustuaðila í gær þegar tekinn var í notkun fyrsti áfangi af þremur í TETRA-neyðar- og ör- yggisfjarskiptakerfinu en það mun ná því sem næst til landsins alls. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra opnaði kerfið og í kjölfarið var haldin æfing til kynningar. TETRA-kerfi fyrir allt landið Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.