Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku litla dísin mín. Í dag hefðir þú orðið tveggja ára. Ég man svo vel þennan dag fyrir tveimur ár- um þegar ég fékk hringingu um það að mamma þín væri komin upp á spítala. Ég og Hulda Sif frænka þín vorum svo spenntar, drifum okkur til lang- ömmu þinnar, Huldu, og biðum þar eftir frekari fréttum. Þú valdir svo sannarlega flottan dag, 05.05.05. Allt gekk svo vel og allt var svo gaman. Ég man svo vel eftir símtali frá ömmu þinni (Birnu) þar sem hún var að segja mér frá því að þú hefð- ir verið svo dugleg hjá sjúkraþjálf- aranum og allt liti svo vel út. Morg- uninn eftir, hinn 6. desember, fékk ég aftur hringingu sem var ekki eins góð. Þú hafðir veikst um nótt- ina og varst komin á spítala í Reykjavík og enginn vissi hvað var að. Stundum finnst manni læknavís- indin komin svo langt en stundum svo stutt. Þú vaknaðir aldrei aftur til meðvitundar, en samt vitum við sem vorum í kringum þig að þú varst svo sannarlega með okkur. Bryndís Eva Hjörleifsdóttir ✝ Bryndís Eva varfædd 05.05.05. Hún lést 6. sept- ember 2006 og var jarðsett 18. sept- ember 2006. Það var svo greinilegt hvað þú þekktir mömmu þína og pabba, ömmur og afa vel. Ég man til dæmis í eitt skipti þegar ég var hjá þér og afi þinn (Viðar) kom til þín. Hann var í nokkurra klukkutíma stoppi frá sjónum og brunaði beint til þín, það var svo gaman að sjá hvað þú ljómaðir. Ég man að amma þín (Birna) fékk einu sinni flensu eftir að þú veiktist og mátti þar af leiðandi ekki fara til þín og það sem hún saknaði þín. Hún fór til þín um leið og hún mátti það, setti bara á sig grímu. Já þú hafðir sko mikið aðdráttarafl. Einhvern veginn fór það þannig að ég fékk að vera hjá þér á fimmtudögum, þá skruppu mamma þín og pabbi kannski aðeins frá. Það var yndislegur tími, ég var svo montin af þér þegar ég fór með þig í göngu á göngum spítalans, þú varst svo yndisleg. Við horfðum líka á ýmislegt saman, bæði þætti og myndir. Ég spjallaði við þig á með- an og sagði þér frá því sem var að gerast. Enn þann dag í dag finnst mér erfitt að sjá þætti sem við vor- um vanar að horfa á saman. Gunni frændi þinn fór svo að koma með mér til þín, og auðvitað heillaðir þú hann svo upp úr skónum, sem end- aði þannig að hann tímdi ekki að sleppa úr fimmtudegi. Elsku litla nafna mín, þú gafst mér svo mikið og ég sakna þín svo mikið. Ég sé þig fyrir mér syngj- andi og dansandi í fallega hvíta kjólnum þínum með fullt af álfum og englum í kringum þig. Elsku Bebba og Hjörleifur, takk fyrir að treysta mér fyrir gullmolanum ykk- ar, það gaf mér svo óendanlega mikið. Þín frænka, Bryndís Kjartansdóttir Að heilsast og kveðjast er lífsins saga, en að kveðja vini sína í hinsta sinn er erfitt. Elsku Ragna mín, einhvern veginn finnst mér eins og ég hafi alltaf þekkt ykkur Baldur, þótt ekki séu nema tæp átta ár frá því að við hittumst fyrst. Það var haustið 1999 að við Pálína, sem þá var bara fjögurra ára, fluttum í Laugar- gerði og vissum í raun ekkert hvað biði okkar. Kynni okkar hófust á því að þú tókst að þér að gæta Pál- ínu á meðan ég var að vinna. En það var svo miklu meira en pössun því að í ykkur Baldri eignaðist hún nýja ömmu og nýjan afa, sem var henni mjög dýrmætt. Vinátta ykk- ar var mér líka mjög mikils virði, eins og ég hef oft sagt ykkur. Það er sérstakt að búa á lítilli torfu eins og samfélagið okkar í Laug- argerði var. Við stofnuðum t.d. matarklúbb og hittumst reglulega utan vinnutíma. Það var frábært. Að vinna með ykkur Baldri var líka einstakt, alltaf tími til að ræða málin og ef eitthvað þurfti að gera var aldrei spurning hjá ykkur að Ragna María Sigurðardóttir ✝ Ragna MaríaSigurðardóttir fæddist í Gíslabæ í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi 1. ágúst 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Bústaðakirkju 23. mars. vera með og taka þátt í öllu, alveg sama hvað það var. Eftir að við fluttum aftur í Hveragerði voruð þið okkur alltaf jafn góð, eins og þeg- ar ég fékk þá hug- mynd að setja nýjan sólpall við húsið, eða þegar ég þurfti að setja upp nýja eld- húsinnréttingu. Þá mættuð þið, Baldur var yfirsmiðurinn, ég handlangarinn og þú, Ragna mín, sást um að allir fengju nóg að borða. Fyrir allt er ég ykk- ur óendanlega þakklát. Í haust þegar þú hringdir í mig og sagðir mér frá veikindum þínum, sagðist þú vilja segja mér frá þessu sjálf. Ég dáðist að því af hve miklu hug- rekki þú tókst þessum tíðindum. Þegar ég orðaði það við þig sagðist þú vera svo þakklát fyrir lífið sem þú hefðir lifað og hversu góðan mann, góða fjölskyldu og góða vini þú ættir að þú hefðir ekki yfir neinu að kvarta. Að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig og mína og vona að allir englarnir dansi og syngi í kringum þig þegar þú ert komin til himna. Elsku Baldur minn, kletturinn í lífi Rögnu, ég bið góðan Guð að gæta þín og allrar fjölskyldunnar og veit að góðar minningar um Rögnu munu ylja ykkur í framtíð- inni. Margret Ísaksdóttir og fjölskylda. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Þegar Hermann Lundholm garðyrkju- maður er kvaddur í hárri elli er mörgum Kópavogsbúum þakklæti í huga og áreiðanlega öllum sem þekktu þennan vandaða mann. Hann var frumkvöðull í garð- yrkjustarfi hér í bænum, kom á fót fyrsta opinbera skrúðgarði Kópa- vogs og sá yfirleitt um fegrun og gróður í bænum á frumbýlings- árunum. Því fór fjarri að mulið væri undir embætti hans hjá bæn- um og á veturna gerði garðyrkju- ráðunautur Kópavogs sér að góðu að blanda sér í hóp verkamanna bæjarins og sinna öllum almennum störfum, þar með talinni sorp- hirðunni og var einn af þeim þol- inmóðu og hyggnu mönnum sem þar mynduðu vinnuflokk með ung- um mönnum sem gott höfðu af að- haldi og uppeldi. Slíkir vinnuflokk- ar sjást ekki lengur eftir að einkavæðingarlúðurinn hefur verið látinn gjalla um bæjarfélögin þver og endilöng. Hjálpsemi Hermanns var óháð öllum embættum og skyldustörf- um. Þar sem hann átti leið um göt- ur bæjarins, langoftast gangandi, var venja hans að eiga orðastað við fólk þegar það var að starfi í görð- um; mér þykir meira en líklegt að hann hafi oft ávarpað ræktunar- menn að fyrra bragði en sannar- lega var gott að eiga hann að. Hann gaf fúslega ráð um gróður- inn og oft stakk hann að okkur ná- grönnunum plöntum og afleggjur- um. Hann áminnti okkur líka í fullri vinsemd ef honum sýndist ill- gresi leika lausum hala eða ef fal- Hermann Lundholm ✝ Hermann Lund-holm fæddist í smábænum Spring- forbi á Sjálandi 3. ágúst 1917. Hann lést á Vífilsstöðum föstudaginn 27. apr- íl síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 4. maí. leg jurt fékk ekki viðunandi atlæti. Okkur nágrönnum Hermanns hlýnaði um hjartaræturnar þegar við sáum hann fara um veg, vinnu- klæddan á virkum dögum en prúðbúinn á sunnudagsmorgn- um á leið til kirkju sinnar, Kópavogs- kirkju. Árin beygðu bak hans en náunga- kærleikur hans og lítillæti hélt fullum styrk alla sjö daga vikunnar ævina á enda. Ég þakka honum fyrir mig og ekki síður fyrir áratuga stuðning við foreldra mína í þeirra garð- rækt. Aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Bjarni Ólafsson Kveðja frá Garðyrkjufélagi Íslands Látinn er í góðri elli Hermann Lundholm, fyrrum garðyrkjustjóri Kópavogs, eftir langt og farsælt starf í þágu íslensks gróðurs. Danskir ræktunarmenn hafa sett mikið mark á íslenska garðyrkju allt frá því að Schierbeck land- læknir stofnaði Garðyrkjufélag Ís- lands árið 1885. Hermann var einn sá fremsti í þeim góða hópi og helgaði Íslandi og íslenskri ræktun krafta sína í meira en hálfa öld, hann gerðist fóstursonur Íslands af heilum hug. Hermann var einstakur maður og hjartahlýr. Hann var örlátur maður, örlátur á sjálfan sig, tíma sinn, þekkingu, góð ráð, jurtir, allt var sjálfsagt hjá Hermanni, nei var ekki til í hans orðabók. Starfs- orka Hermanns var lengi ótrúleg. Auk þess að vera garðyrkjustjóri Kópavogs vann hann sjálfur mikið fyrir aðra og þeir voru margir, sem leituðu alltaf til Hermanns um garðavinnu svo sem klippingar, jafnvel þótt að hans formlega starfsdegi væri lokið. Þrátt fyrir langan vinnudag gaf Hermann sér tíma til að vera sjálfur með til- raunir, hann var stöðugt að prófa nýjar og nýjar jurtir, blóm, tré og runna. Gleði hans yfir hverri velheppn- aðri tilraun var fölskvalaus. Það sem gafst vel hjá honum var látið berast til vina og kunningja og þannig auðgaði hann garðflóru okkar stöðugt og færði út hugtakið yfir hvað unnt væri að rækta á okkar kalda landi. Garður Hermanns var nánast eins og grasagarður og það var á við háskólafyrirlestur að ganga með honum um garðinn, hlusta á hann segja frá, spyrja og njóta. Hermann var líka ötull að safna fræi og gaf óhemju mikið af því í fræbanka Garðyrkjufélagsins. Ef innleggið hans hefði verið fært í krónum og aurum hefði það verið drjúgur sjóður, en Hermanni var nóg að gefa öðrum og ætlaðist aldrei til neins sjálfum sér til handa. Hermann var óhemju fróður um ræktun og margar greinar eftir hann hafa birst á síðum Garð- yrkjuritsins og í Blómi vikunnar. Greinarnar voru eins og Hermann, léttar og skemmtilegar. Hann var tíður gestur á skrifstofu Garð- yrkjufélagsins og kom nokkuð reglulega bara til að spjalla. Það var eins og við manninn mælt, ýmsir af gömlu félögunum litu við eins og af tilviljun, en erindið var oftar en ekki að hitta Hermann. Lengi var varla haldinn fræðslu- fundur hjá Garðyrkjufélagi Íslands án þess að Hermann væri við- staddur, það var eins og þá fyrst yrði messufært þegar hann var kominn. Iðulega dýpkaði hann líka umræðuefnið með fyrirspurnum og fróðleiksmolum. Hermann var sæmdur gullmerki Garðyrkjufélags Íslands á aðal- fundi félagsins 1998. Það var að- ferð okkar til að tjá honum þakk- læti félagsmanna fyrir hans ómetanlega starf. Félagar í Garð- yrkjufélagi Íslands minnast nú lát- ins vinar. f.h. Garðyrkjufélags Íslands Sigríður Hjartar fyrrv. formaður. ✝ Björgvin Brynj-ólfsson fæddist á Sauðá í Borgar- sveit í Skagafirði 2. febrúar 1923. Hann lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 28. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Danivalsson, frá Litla-Vatnsskarði í Laxárdal, f. 17. júní 1897, d. 14. september 1972, og Steinunn T.F. Han- sen, heimasæta á Sauðá, f. 21. febrúar 1880, d. 21. október 1958. Hálfbræður Björgvins sammæðra voru 1) Garðar Haukur Hansen verkamaður á Sauðárkróki, f. 12. júní 1911, d. 30. október 1982 og 2) Málfreð Friðrik Friðriksson skó- smíðameistari á Sauðárkróki, f. 4. ágúst 1916, d. 13. júlí 1990. Systkini Björgvins samfeðra voru 3) Sveinn Brynjólfsson verkstjóri í Keflavík, f. 6. nóv- ember 1929, 4) Ragnheiður Brynjólfsdóttir ljósmóðir í Kefla- vík og Sauðárkróki, f. 30. októ- ber 1930, d. 16. október 1986, 5) Stefanía Brynjólfs- dóttir húsfrú, f. 1. mars 1932, 6) Jó- hanna Brynjólfs- dóttir hjúkrunar- fræðingur í Kefla- vík, f. 30. júní 1933 og 7) Erla Brynj- ólfsdóttir öryrki á Sauðárkróki, f. 24. mars 1935, d. 30. ágúst 1990. Sambýliskona Björgvins var Rósa Pétursdóttir frá Vatnshlíð í Austur- Húnavatnssýslu, f. 26. maí 1918, d. 10. október 1998. Börn henn- ar með Málfreð Friðrik Friðriks- syni eru: 1) Erna, búsett í Knox- ville í Bandaríkjunum, f. 3. mars 1935, 2) Friðrik Jón útgerð- armaður á Hvammstanga, f. 30. nóvember 1936, d. 8. október 2000, 3) Ragna Hrafnhildur hús- móðir á Skagaströnd, f. 1. októ- ber 1938 og 4) Hans Birgir, f. 22. desember 1939, d. 8. júní 1949. Útför Björgvins var gerð frá Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd laugardaginn 10. mars. Fyrir hönd stjórnar Siðmenntar – Félags siðrænna húmanista á Ís- landi – vil ég senda Björgvin Brynjólfssyni okkar hinstu kveðju. Björgvin var einstakur og hugheill fríþenkjari, fyrirmynd og fé- lagslegur umbótamaður. Hann var stofnfélagi í Siðmennt árið 1990 og varð síðar heiðursfélagi. Hann var ötull baráttumaður fyrir raunveru- legu trúfrelsi á Íslandi. Skömmu eftir að ég skipulagði fyrstu borgaralegu ferminguna á Íslandi sagði Björgvin frá því í blaðagrein að hann hefði neitað að fermast sem unglingur en að ef borgaraleg ferming hefði þá verið í boði hefði hann tvímælalaust kosið hana. Ég hringdi strax í hann og það var upphafið að vináttu fylltri gagnkvæmri aðdáun. Ég sagði honum að sum okkar sem hefðum unnið að borgaralegri fermingu værum að koma á fót húmanistafélagi og bauð honum að vera með, sem hann þáði umsvifa- laust. Á fyrstu árum Siðmenntar leit- aði Björgvin til margra lands- manna sem ekki voru í neinu trú- félagi og bauð þeim að ganga í Siðmennt. Hann komst þannig í kynni við hundruð manna og fann þannig út að þörf væri á sérstök- um samtökum helguðum aðskiln- aði ríkis og kirkju. Fólk með ólíkar lífsskoðanir og trúarbrögð hefði ekki endilega áhuga á að ganga í húmanistafélag eins og Siðmennt en gæti sameinast um að vinna að fullkokmnun trúfrelsis á Íslandi. Í febrúar 1993 voru SARK stofnuð og leiddi Björgvin þau samtök um árabil. Siðmennt og SARK störf- uðu náið saman að sameiginlegu markmiði. Björgvin hélt góðu sam- bandi við Siðmenntarfélaga gegn- um síma og sagði alltaf frá starf- semi Siðmenntar á borð við borgaralega fermingu í ársriti SARK. Ég man vel hinn fallega sumar- dag fyrir nokkrum árum þegar við Björgvin gengum um kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins og tókum myndir af legsteinum prýddum hinum ýmsu táknum öðrum en krossi. Björgvin birti sumar þessara mynda í næsta riti SARK til að sýna fólki að krossinn væri ekki eina táknið sem hægt væri að hafa á legsteini. Eftir að Björgvin gaf út ævi- minningar sínar árið 2004 gaf hann Siðmennt afgang upplagsins til að nota til fjáröflunar. Björg- vins verður lengi minnst af vinum og aðdáendum í Siðmennt fyrir hinn ötula baráttuanda sinn fyrir lýðræði, trúfrelsi og réttlátu þjóð- félagi. Hope Knútsson, formaður Siðmenntar. Björgvin Brynjólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.