Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 26
Njarðvík | Systrafélag Ytri- Njarðvíkurkirkju afhenti nýlega tómstundastarfi eldri borgara að gjöf kr. 100.000. Sigurbjörg Björns- dóttir afhenti Jóhönnu Arngríms- dóttur forstöðumanni gjöfina við athöfn í Hvammi. Ákveðið hefur verið nýta styrk- inn til þess að kaupa ný hljómflutn- ingstæki fyrir leikfimi eldri borg- ara og dansæfingar. Einnig verða keyptar teygjur sem notaðar eru við leikfimiæfingar, svo og útskurð- arjárn. Gjöf til tómstundastarfs 26 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Eyrarbakki | Menningarsamningur fyrir Suðurland til ársins 2009 var undirritaður í Húsinu á Eyrarbakka í vikunni. Tilgangur menningar- samningsins er að efla menningar- starf á Suðurlandi og beina stuðningi ríkis og sveitarfélaga við slíkt starf í einn farveg. Jafnframt eru áhrif sveitarfélaga á forgangsröðun verk- efna aukin. Framlög ríkisins verða 30 milljón- ir króna í ár, 35 milljónir á næsta ári og 36 milljónir árið 2009 en sveit- arfélögin leggja jafnframt fram fé til sameiginlegra verkefna hvort heldur er með framlögum frá einkaaðilum eða með eigin framlögum. Árið 2008 mun framlag sveitarfélaga nema 17,5% af heildarfjárhæð sem veitt er til verkefnastyrkja og 25% árið 2009. Sérstakt fimm manna menningar- ráð var skipað á fundi stjórnar Sam- taka sveitarfélaga og er formaður þess Jóna S. Sigurbjartsdóttir, odd- viti í Skaftárhreppi. Ráðið hefur meðal annars það hlutverk að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menning- armálum, úthluta fjármagni til menningarverkefna og verkefna á sviði menningartengdrar ferðaþjón- ustu á Suðurlandi jafnframt því að annast framkvæmd samningsins. Starfsmaður til stuðnings Að sögn Þorvarðar Hjaltasonar, framkvæmdastjóra SASS, mun samningurinn færa verulega meira fé til menningarstarfsemi á Suður- landi en áður var. Hægt væri að sækja um stuðning við einstök verk- efni til menningarráðsins sem hefði það hlutverk að úthluta fé til ein- stakra verkefna. Gert væri ráð fyrir því að menningarráðið réði sér starfsmann sem gæti lagt fjölmörg- um menningarverkefnum lið og það væri líka mikill ávinningur. Gunnar Þorgeirsson formaður SASS sem undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna þakkaði góða samstöðu sveitarstjórnar- manna í þessu máli og sagði hana mundu skila sér áfram við fram- kvæmd samningsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra sagði góða samstöðu gefa fyrirheit um farsæl verkefni í menn- ingarmálum sem samningurinn fæli í sér. Hún sagði sveitarfélögin axla mikla ábyrgð við uppbyggingu menningar á Suðurlandi og öruggt væri að samningurinn myndi skila sér til grasrótarinnar í menningar- málum á svæðinu. Hún sagði að und- anfarin ár hefðu sams konar samn- ingar verið gerðir við aðra landshluta og Suðurnes væru næst. Allt samfélagið græðir Hún hvatti sveitarfélögin til að líta innávið og laða fram sérstöðu hvers staðar. „Þannig græðir samfélagið allt,“ sagði Þorgerður Katrín. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagðist sannfærður um að samningurinn yrði til góðs til fram- tíðar. „Þessum peningum er vel var- ið,“ sagði Árni. Meira fé til menningar- starfs á Suðurlandi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Menning Árni M. Mathiesen, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Gunnar Þorgeirsson samfögnuðu menningarsamningi við Húsið á Eyrarbakka. Árborg | Dagur umhverfisins í Ár- borg var tengdur upphafi hreins- unarátaks í sveitarfélaginu sem íbúar eru hvattir til að taka þátt í og að huga að nánasta umhverfi sínu. Verðlaun voru afhent í Tryggvagarði og eftir það hófst hreinsunarátakið formlega með því að Ragnheiður Hergeirsdóttir bæj- arstjóri og bæjarstjórnarfólk hreinsaði til á Austurveginum í kringum miðbæinn. Sigríður Jónsdóttir frá Björk hlaut umhverfisverðlaun sem ein- staklingur fyrir virðingarverða umgengni um náttúruna svo og fyr- ir hinn athyglisverða og umhverf- isvæna ferðamáta sinn. Sigríður ferðast um á reiðhjóli og hefur gert lengi. Olís á Arnbergi þar sem er bens- ínstöð og myndarleg ferða- mannaverslun og þjónustustöð hlaut verðlaun fyrir góðan frágang á lóð og umhverfi. Stöðin er felld inn í landslagið og rómuð fyrir góð- an frágang. Ingvar Guðmundsson tók við verðlaununum fyrir Olís. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Umhverfi Ingvar Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir, María Hauksdóttir formaður umhverfisnefndar og Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri. Veitt umhverfisverðlaun Þorlákshöfn | Ung listakona, Helga Halldórsdóttir, hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu. Sýningin er í Gallerí undir stiganum á bókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Helga hefur mestan hluta ævi sinnar búið í Þorlákshöfn. Frá því hún man eftir sér hefur hún haft áhuga á listsköpun og myndlist en byrjaði þó ekki að mála fyrr en fyrir fjórum árum. Hún hefur sótt myndlistarnámskeið. Efnivið í verkin sækir Helga í náttúruna við Þorlákshöfn. Sýnir í fyrsta skipti Reykjanesbær | Stjórn Byggða- stofnunar hefur ákveðið að lána allt að 200 milljónum til uppbyggingar á fyrsta áfanga Iceland Motopark svæðisins í Reykjanesbæ. Um er að ræða langtímafjár- mögnun á þessum fyrsta áfanga verkefnisins og gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt í lok ársins, samtals um 7 hektarar, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Í þessum fyrsta áfanga aksturs- íþróttasvæðisins verður meðal ann- ars byggð körtubraut á heimsmæli- kvarða ásamt þjónustubyggingu sem hýsir m.a. kennslustofur, að- stöðu fyrir ökukennara, veitinga- sölu ofl. Hönnun brautarinnar hefur nú þegar hlotið samþykki CIK-FIA, alþjóðasambands akstursíþrótta. Ökugerði verður með tilheyrandi brautum til þjálfunar aksturs við mismunandi aðstæður í samræmi við reglugerð sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2008 og kveður á um að allir sem taka ökupróf verði að hafa hlotið viðhlítandi kennslu í ökugerði. Forsvarsmenn verkefnisins telja ákvörðun Byggðastofnunar mikil- vægan áfanga í langtímafjármögn- un þessa hluta svæðisins og að það muni einnig hafa jákvæð áhrif á verkefnið í heild. Akstur Reiknað er með að fyrsti áfangi akstursíþróttasvæðis verði tekinn í notkun fyrir lok ársins. Lána til akstursíþróttasvæðis í Reykjanesbæ SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.