Morgunblaðið - 05.05.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 05.05.2007, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is TÍU stærstu sjávarútvegsfyrirtækin ráða nú yfir 52% aflaheimilda við landið talið í þorskígildum. Við út- hlutun um kvótaáramótin síðastliðið haust voru þau tíu stærstu með 51% og kvótaáramótin haustið 2005 var hlutur hinna tíu stærstu 47,7%. Fiskistofa hefur tekið saman stöð- una nú í maí og samkvæmt henni er HB Grandi með langmestar afla- heimildir, 11,67% af heildinni. Leyfi- legt hámark samkvæmt lögum er 12%. Hlutdeild HB Granda eykst Litlar breytingar eru á lista hinna kvótahæstu frá því í haust. Tvö fyrir- tæki koma þó inn, en það eru Síldar- vinnslan og Ísfélag Vestmannaeyja. SVN fer úr 2,15% í 11. sæti í haust í 4,25% í 4. sæti nú. Ísfélagið fer úr 12. sæti með 2,04% í 7. sæti með 4,03%. Skinney Þinganes og hraðfrystihús- ið Gunnvör falla út af þessum lista. Loks er að geta þess að hlutdeild HB Granda hefur aukizt úr 9,65% í 11,67% vegna sameiningar við önnur félög. Á þessum lista kemur einnig fram að hlutdeild Brims hafi lækkað úr 7,17% í 5,74%. Það er vegna flutn- ings aflaheimilda á milli fyrirtækja í eigu Guðmundar Kristjánssonar, að- aleiganda Brims. Breytingarnar stafa af kaupum á aflahlutdeild eða sameiningu fyrir- tækja. Töluvert hefur verið um slíkt að undanförnu. Þeir stærstu með 74,5% karfans Hámarkshlutdeild í einstökum fiskitegundum er 20% nema í karfa, þar er hámarkið 35%. HB Grandi er nálægt hámarkinu fyrir heildina, sem er 12%. Það vantar aðeins 0,33% upp á að félagið reki sig upp í þakið. Það þýðir í raun að félagið getur ekki lengur aukið heimildir sínar svo nokkru nemi. HB Grandi er með langmesta hlutdeild allra í karfa, tæp 32% og nálgast því þakið þar líka. Næstu fyrirtæki eru Samherji með 8,21% og Brim með 8,1%. Tíu kvótahæstu fyrirtækin eru með 42% heildarinnar í karfa. Mesta aflahlutdeild í þorski hefur Samherji, en hann er með 6,85% Brim kemur þar fast á eftir með 6,70%. Í þriðja sætinu er Vísir með 5,14%, Þorbjörn er í því fjórða með 5,04% og HB Grandi er með 4,97%. Tíu kvótahæstu fyrirtækin eru sam- tals með 41,6% af þorskinum. HB Grandi er með mesta hlutdeild í ýsu, 6,60%, Brim er með 6,01%, Vís- ir með 5,87% og Þorbjörn 5,06%. Hlutdeild hinna tíu stærstu í ýsunni er 45,5%. Í ufsanum er HB Grandi með langmesta hlutdeild, 17,56%. Þor- björn er með 6,54%, Brim er með 5,87%, Samherji með 5,64% og Vinnslustöðin 5,39%. Stærstu tíu fyrirtækin eru samtals með 56,4% ufsans. Brim er með mestan grálúðukvóta, 20,74% heildarinnar. Samherji er næstur með 13,39% og HB Grandi er með 13,17%. Hlutdeild hinna tíu stærstu í grálúðunni er 78,5% Þrjú með 40% síldarinnar Samherji, Síldarvinnslan og Skinney Þinganes eru með mesta hlutdeild í síld, 13,31% hvert félag fyrir sig. HB Grandi er með 11,09% og loks Gjögur með 10,23%. Tíu stærstu fyrirtækin eru með samtals 57,5% hlutdeild í síldinni. HB Grandi er með mesta hlutdeild í loðnunni 18,68%. Ísfélag Vestmannaeyja kemur næst með 15,47%. Síldar- vinnslan er í þriðja sæti með 10,48% og Samherji er með 9,19%. Hlutdeild hinna stóru í loðnunni er 62%. Tíu stærstu fyrirtækin með 52% kvótans HB Granda vantar 0,33% til að reka sig upp í kvótaþakið Í HNOTSKURN »Mesta aflahlutdeild íþorski hefur Samherji, en hann er með 6,85%. Brim kem- ur þar fast á eftir með 6,70% »Samherji, Síldarvinnslanog Skinney Þinganes eru með mesta hlutdeild í síld, 13,31% hvert félag fyrir sig »Hámarkshlutdeild í ein-stökum fiskitegundum er 20% nema í karfa, þar er há- markið 35%                    !"#  !  $"%  &  !   ' #   ('  % #" ) %$    $ * '$ + $ '  $$  % #" "%,   -%$   ". ' /   01  $  $%$ $&$,  2 %$%$  "'' ' % #" )   -  "  $   3 45"6"$                                                                                                                         ! " #!$ %& '! "!$ &               !  "#   $ %!!  $ %!!  " &  !  ' !  (   )  !      $ %!!  *  ,# -  !   !    $ %!!  !    $ %!!  .  !    ! - "- "       !"# "  (!) ) !)!'" !     &'%* + "! "! , "  !)! %! % " ' !! "-.!!&/ ÚR VERINU Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „„STJÓRNARKREPPA“. „Stjórn- armyndunarviðræður“. „Stjórn- armyndunarumboð“. Þetta eru hug- tök sem áður voru á hvers manns vörum eftir kosningar en eru núna nánast horfin úr huga landsmanna.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur á málþingi um stjórnarmyndanir í gær. Margir velta nú fyrir sér hver verður atburðarás stjórnarmynd- unarviðræðna að loknum kosning- unum 12. maí. 20 ár eru liðin frá seinustu stjórnarkreppu, eftir kosn- ingarnar vorið 1987 en þá liðu 74 dagar frá því að fráfarandi rík- isstjórn baðst lausnar þar til ný rík- isstjórn tók við. Í millitíðinni höfðu þrír flokksformenn farið með stjórn- armyndunarumboð í tilraunum til stjórnarmyndunar. 29 daga tók að mynda ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 1983 og þá höfðu einnig þrír formenn farið með um- boð forseta til myndunar stjórnar. Jafn marga daga tók að mynda vinstri stjórnina árið 1971 og 57 dag- ar liðu áður en tókst að mynda rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks 1974. Þá má rifja upp að 66 dagar liðu áður en ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tók við árið 1980 og stjórnarmyndunin 1978 tók jafnmarga daga. Höfðu þá fjórir for- menn spreytt sig sem handhafar stjórnarmyndunarumboðs forseta. Raunar hafa aðeins tvö löng tíma- bil liðið án þess að stjórnarkreppa kæmi upp, þ.e. tímabil Viðreisn- arstjórnarinnar 1959–1971 og tím- inn frá 1991. Helgi Skúli Kjart- ansson sagnfræðingur líkti þessum tveimur 12 ára tímabilum við ,,ey- lönd stöðugleikans í ólgusjó ís- lenskra samsteypustjórna“ á mál- þinginu í gær. Frá 1971 tók við óróaskeið í tvo áratugi. Guðni benti á að þessa tvo áratugi hefðu alls 8 ríkisstjórnir ver- ið við völd og einungis tvær þeirra sátu heilt kjörtímabil. Stjórn- armyndanir voru oftast langar og strangar. ,,Árið 1991 varð svo breyt- ing á. Stjórnarskipti gengu hratt fyrir sig þá, enn hraðar fjórum árum síðar og síðan hafa núverandi stjórn- arflokkar unnið saman. Stór breyt- ing hefur því átt sér stað,“ sagði Guðni. Davíð Oddsson, þáverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins, leiddi stjórnarmyndanir hratt til lykta á árunum 1991 og 1995. Hann fór einn með umboðið og liðu 7 dagar á milli ríkisstjórna 1991 og 5 dagar 1995. Guðni dró þá ályktun að á tíma- bilinu frá 1971 til 1991 hefði suma stjórnmálaforingja ,,skort viljann til valda“ og ekki alltaf sótt fast að setj- ast í ríkisstjórn. „Of margir flokks- formenn útilokuðu fyrirfram of marga stjórnarmyndunarkosti.“ Yfirskrift málþingsins í gær var: „Stefnir í stjórnarkreppu? Fordæmi úr fortíðinni“ Að því stóðu Sagn- fræðingafélag Íslands, Stofnun um stjórnsýslu og stjórnmál og Morg- unblaðið. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur fjallaði um myndun ríkisstjórna 1944–1959 og vakti athygli á að tímabilið og raun- ar allt til þjóðarsáttarinnar 1990 hefði einkennst af ríkisafskiptum við stjórn efnahagsmála. Að mati henn- ar ýttu þessar aðferðir undir stjórn- málalegan óstöðugleika sem end- urspeglaðist í tíðum stjórnar- skiptum og skammlífum ríkis- stjórnum. Helgi Skúli rifjaði m.a. upp ýmis dæmi úr sögunni þar sem úrslit kosninga skiptu litlu um stjórnarskipti, sem áttu sér stað. Eftir 1971 hafi þó tengsl kosninga og stjórnarskipta orðið meiri. Í 80 ár, eða frá 1927, hefur aðeins einu sinni gerst að stjórnarandstaða fái umboð kjósenda til að mynda starf- hæfan meirihluta en það var 1971. Telur að forseti Íslands muni ekki geta setið á sér Agnes Bragadóttir blaðamaður velti fyrir sér stjórnarmynd- unarkostum í kjölfar kosninga. Sagðist hún ekki vera sannfærð um að Framsókn hefði mikinn áhuga á áframhaldandi samstjórn með Sjálf- stæðisflokki, nema flokknum tækist að laga stöðuna upp í svona 13% til 15% fylgi, „og ég er nokkuð sann- færð um að 40% Sjálfstæðisflokkur hefði afar takmarkaðan áhuga á helmingaskiptareglu á ráðuneytum á móti 10% Framsókn,“ sagði hún. Agnes sagði að ef Samfylking og Vinstri græn fengju svipaða útkomu í kosningunum og í könnunum, sem sýnt hafa jafna stöðu þessara flokka, myndi það auðvelda þessum flokk- um að mynda vinstri stjórn. Sagði hún að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon myndu líkast til bæði gera kröfu um að leiða slíka ríkisstjórn og hvorugt virtist geta hugsað sér að starfa í rík- isstjórn undir forsæti hins. ,,Hugs- anlega myndu þau Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J. ná saman á nótum Salómons, að skipta kjörtímabilinu á milli sín á forsætisráðherrastól, eða þá að bjóða Jóni Sigurðssyni for- sætisráðherrastólinn í slíkri vinstri stjórn og tryggja þar með stjórn- armyndun, þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn væri í stjórnarand- stöðu. Ég ætla reyndar ekkert að útiloka að slíkt tilboð hafi þegar ver- ið lagt fram við Framsókn, svona vandlega og djúpt á bak við tjöldin.“ Vék hún einnig að hlutverki for- seta Íslands og sagði m.a. „[…]en það er nú einu sinni þannig, að ég er ekki ein um að treysta forsetanum ekki til þess að reyna ekki að vera með puttana í stjórnarmyndun. Ég hef sterka sannfæringu fyrir því, að ef núverandi ríkisstjórn heldur ekki velli, eða ef Geir H. Haarde getur ekki farið strax á fund forsetans mánudaginn 14. maí og tilkynnt hon- um að hann sé búinn að mynda rík- isstjórn, hvort sem samstarfsaðilinn verður Framsókn, Vinstri græn eða Samfylking, að forseti Íslands muni ekki geta setið á sér. Hann mun hrifsa umboðið til sín og afhenda það Ingibjörgu Sólrúnu eða Steingrími J. Raunar finnst mér ekki ólíklegt að forystumenn bæði úr Samfylkingu og Vinstri grænum hafi nú þegar haft samband við forsetann og óskað eftir slíkri íhlutun hans.“ Stöðugleiki og stjórnarkreppur Morgunblaðið/RAX Málþing. Stefanía Óskarsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Agnes Bragadóttir og Helgi Skúli Kjartansson fjölluðu um stjórnarmyndanir og stjórnarkreppur á málþingi í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands í gær. Í HNOTSKURN » Nú eru liðin 20 ár frá síð-ustu stjórnarkreppu en þá tóku stjórnarmyndunarvið- ræður 74 daga. » Aðeins er unnt að tala umtvö „stöðugleikatímabil“ að þessu leyti en þau eru dag- ar Viðreisnarstjórnarinnar 1959–1971 og síðan tímabilið frá árinu 1991.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.