Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 14

Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 14
BAUGUR Group hefur lagt fram óformlegt tilboð í allt hlutafé Mosa- ic Fashions fyrir hönd nýs félags, Newco, sem Baugur og fleiri fjár- festar ætla að stofna. Stjórn Mosaic tilkynnti þetta til kauphallarinnar, OMX á Íslandi, í gær. Fram kemur í tilkynningunni að tilboðið svari til 17,5 króna á hlut. Þá segir að þessi mál séu á frumstigi og ekki tryggt að formlegt yfirtökutilboð komi fram. Lokagengi bréfa Mosaic í kauphöllinni í fyrradag var 16,30 krónur á hlut. Viðskipti voru stöðvuð með hlutabréf Mosaic í kauphöllinni í gærmorgun skömmu áður en til- kynning stjórnar félagsins um óformlegt yfirtökutilboð Baugs var birt þar. Síðar voru bréfin færð á athugunarlista. Breska blaðið The Times sagði frá því áður en tilkynning stjórnar Mosaic var birt, að blaðið hefði heimildir fyrir því að ætlunin væri að afskrá félagið úr kauphöllinni. Ástæðan væri sú að Baugur vildi vinna að frekari sameiningu starf- semi Mosaic og Rubicon, en félögin tvö voru sameinuð í júní á síðasta ári, í hæfilegri fjarlægð frá fjár- festum og sérfræðingum. Mosaic Fashions var skráð í kauphöllinni fyrir tæpum tveimur árum, en það er móðurfélag tísku- vöruverslananna Coast, Karen Mil- len, Oasis, Odille, Principles, Shoe Studio, Warehouse og Whistles. Yfirtökutilboð í Mosaic Morgunblaðið/Sverrir Sýning Mosaic á Oasis með meiru. 14 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 0(1 0(1 789 : ;<7 5=5 >5=< 2 2 0(1 '31 4 ;;< 788 >5=7 >5=: 2 2 4&56& 7 " 8 :4 ;<? ; ?@; >5=; >5=4 2 2 .9:; 4<1 < <57 @ ?:@ >:=5 >5=? 2 2 0(1( 0(1) @ 8?9 : 475 >5=? >5=: 2 2             !""# *"  "   +/ <  ! & +/ < / +/ < ! = &  =>. <&   & +/ 3    & +/ .? & +/  !! , !+/ /;!! /@ 'A " B %!', !+/ ? ", !A "+/ (  +/ (& ! . +!&+/ :  C3 ) D.ED /,+/ F +/ +!!,-.   ;G! +/ . '  & +/ H  " !  &  & "!'+/ H  "!  & +/ 7I+ E!+/ 0(1<3 9J!+/ 9 J''!' !))!+/ K! )!+/ / ,0 # 1  : D /@ ': ) "/ *  )0 -2  !3 3 "!+/  !)E +/ 4  1 5 6  4=<5 @9=75 7=84 @@?=55 @=:; <@=75 ;9=?5 ;@=:? 47=85 :584=55 4?=<5 @?=<5 :@=;5 ;5=<5 ::?=?5 4:=@5 ;=;? ;@=:5 <=@@ :@=<5 7=<? 4@=95 @=4@ :=8? :;=55 @=;5                                                          ! " C !)! ! " ' 9! ,&) &" ' B :                             C  C    C   C  $ $ $  $ $ $ $ $ $ $  $ $ $ $   $  $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $  $  $  $  $  $ $  $ $  $ $  $ $ $ $ $  $ $ $ K!)! ! # <9 L<+ '  !! .E "! !)!                C  C   C C 4 ' !) )                                                                                FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÓHEPPILEGT er að veita yfir- tökunefnd lagaheimildir að mati þeirra Viðars Más Matthíassonar, formanns nefndarinnar, og Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra Fjármála- eftirlitsins (FME). Þeir segja að með því væri verið að gera nefndina að eftirlitsaðila á markaði og telur hvor- ugur þeirra þörf á fleiri slíkum að- ilum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær telur viðskiptaráð- herra að stjórnvöld verði að grípa inn í hafi nefndin ekki mátt til þess að sinna sínu hlutverki. Viðar Már telur ekki tímabært að svo stöddu að nefndinni verði veittar heimildir í lögum. „Ég held að menn eigi að reyna til þrautar að tryggja upplýsingagjöf til nefndarinnar af fúsum og frjálsum vilja, þ.e. að markaðsaðilar veiti þær upplýsing- ar, í samræmi við þær forsendur sem lágu að baki stofnun nefndarinnar. Það sem að mínu mati þarf til er fyrst og fremst það að Samtök fjár- málafyrirtækja (SFF), einn stofn- aðila nefndarinnar, tryggi að yfir- tökunefnd fái allar upplýsingar um viðskipti á borð við þau sem urðu í Glitni banka. Við höfum þegar gert samkomulag við samtökin um að í öllum framvirkum samningum sé ákvæði sem felur í sér að þeir sem gera slíka samninga fallast á það fyr- irfram að yfirtökunefndinni séu veittar upplýsingar um samningsað- ild og fjárhæðir og ég vil láta reyna á það til þrautar hvort SFF vill ekki setja slíka skilmála inn í alla samn- inga sem eru gerðir vegna viðskipta á borð við Glitnisviðskiptin. Öll svona stærri viðskipti fara í gegnum fjármálafyrirtækin,“ segir Viðar og bætir því við að hann sé þeirrar skoðunar að efla eigi FME. Á því sé brýn þörf. Jónas segir að fái nefndin laga- heimildir lúti hún stjórnsýslulögum og þá væri hætt við að aðalmarkmið- ið um skjóta úrlausn mála næði ekki fram að ganga. „Ég fæ heldur ekki séð að það sé réttlætanlegt að kosta því til sem þyrfti þegar þekking og reynsla af eftirliti á verðbréfamark- aði er þegar fyrir hendi innan FME. Þá set ég spurningamerki við það að fela einkaaðila sem starfar á vegum markaðsaðila heimild til að grípa til stjórnvaldsúrræða,“ segir Jónas. Segir veitingu laga- heimildar ótímabæra Morgunblaðið/Eyþór Fjármálaeftirlitið Ekki er þörf á fleiri eftirlitsaðilum á fjármálamarkaði að mati forstjóra FME og formanns Yfirtökunefndar. ● FINNSKA flug- félagið Finnair, sem FL Group og Straumur-Burðar- ás eiga stóra hluti í, skilaði 13,4 milljarða evra hagnaði á fyrsta fjórðungi ársins. Það jafn- gildir tæplega 1,2 milljörðum króna en á sama tímabili í fyrra skilaði fyrirtækið 346 milljóna króna tapi. Sala jókst á milli tímabila og sömuleiðis tekjur á hverja einingu, bæði í farþega- og vöruflutningum, en kostnaður á hverja einingu dróst að sama skapi saman. Hald- ist sú þróun er ljóst að næstu fjórðungar verða fyrirtækinu góðir en benda ber á að tekjur vegna sölu á dótturfélaginu Fly Nordic koma líklega í uppgjöri yfirstand- andi fjórðungs. FL Group á liðlega 22% hlut í Finnair en hlutur Straums-Burðar- áss er undir 5%. Finnair hagnast vel STJÓRNENDUR Citigroup, stærsta banka heims, óttast að um- breytingavogunarsjóðir gætu beint sjónum að bankanum með það í huga að skipta honum upp. Til þess að koma í veg fyrir þetta telja stjórn- endurnir mikilvægt að bankinn bæti fjárfestatengsl sín og skýri út fyrir hluthöfum virðið sem falið er í því að halda bankanum sem einni einingu. Það sem valdið hefur þessum óróa er að sögn Financial Times baráttan sem nú stendur um hollenska bank- ann ABN Amro en vitað er að vog- unarsjóðir höfðu augastað á honum. Reyndar eru margir sagðir telja að Citigroup sé of stór til að vog- unarsjóðir geti náð völdum í honum en stjórnendurnir eru ekki sammála því. Gengi hlutabréfa bankans hefur þó lítið hreyfst að undanförnu og segja sumir sérfræðingar að stjórn- un bankans sé orðin of flókin. Hefur FT eftir sérfræðingum að fyrirtæki í þeirri stöðu vekji einmitt oft áhuga umbreytingavogunarsjóða. Sjóðir valda ótta ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni hækkaði um 0,5% í gær og er loka- gildi hennar 7.859 stig, en það er hæsta lokagildi hennar til þessa. Mest hækkun varð á hlutabréfum Mosaic Fashions, en þau hækkuðu um 5,5%. Bréf 365 hf. hækkuðu um 4,3% í gær og Eimskipafélagsins um 1,5%. Mest lækkun varð í gær á hlutabréfum Össurar og Teymis, en þau lækkuðu um 0,4%. Met í kauphöllinni FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur fengið öll þau gögn sem eft- irlitið fór fram á frá þeim sem tengj- ast nýlegum viðskiptum með 19,46% hlut í Glitni. Samkvæmt upplýsing- um frá FME gekk greiðlega að fá allar þær upplýsingar sem farið var fram á. Frá því var greint hinn 10. apríl síðastliðinn að Einar Sveinsson, Karl Wernersson og tengdir aðilar hefðu selt 19,46% hlut í Glitni. Kaupþing banki hafði milligöngu um viðskiptin, en kaupendur voru Jötunn Holding ehf., Elliðatindar ehf., Sund Holding ehf., Saxbygg Invest ehf. og Glitnir banki hf. Fjármálaeftirlitið taldi ástæðu til þess að taka þessi viðskipti til frekari skoðunar með tilliti til ákvæða laga um fjármálafyrirtæki um heimild til að fara með virkan eignarhlut. Nið- urstaða eftirlitsins, sem kynnt var síðastliðinn mánudag, var á þá leið að þau tengsl séu milli Jötuns Hold- ing, Elliðatinda, Sunds Holding og FL Group að félögin teljist í sam- starfi um meðferð virks eignarhlutar í Glitni. Þar sem framangreindir aðilar hafa ekki hlotið samþykki FME til meðferðar á hinum virka eignarhlut tók FME ákvörðun um að takmarka atkvæðisrétt þeirra í Glitni við að há- marki 32,99%, samanber lög um fjár- málafyrirtæki. Greiðlega gekk að fá upplýsingar ERLENDIR fjölmiðlar, aðal- lega bresk fag- blöð, fjölluðu um niðurstöðu Hér- aðsdóms í Baugs- málinu. Í Financial Times í gær segir að Jón Ásgeir Jó- hannesson, for- stjóri Baugs, hafi fengið þriggja mánaða skilorðs- bundinn fangels- isdóm fyrir rangfærslur í bókhaldi til að fegra afkomu Baugs árið 2001 þegar fyrirtækið var enn almenn- ingshlutafélag en að verjendur Jóns Ásgeirs undirbúi áfrýjun málsins. Umfjöllun ytra um Baugsdóm Umfjöllun Fin- ancial Times. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.