Morgunblaðið - 05.05.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.05.2007, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT www.smjor.is London. AFP. | Flokkur skoskra þjóð- ernissinna, SNP, varð sigurvegari þingkosninganna í Skotlandi í gær og hlaut hann 47 sæti, einu meira en Verkamannaflokkur Tonys Blairs forsætisráðherra sem verið hefur öflugasti flokkurinn í Skot- landi í 50 ár. Einnig var kosið til landsþings í Wales, þar sem Verka- mannaflokkurinn missti meirihlut- ann og kosið um 10.000 sæti í sveit- arstjórnum í Englandi utan Lundúnasvæðisins. Virðist sem litl- ar breytingar hafi orðið á fylgi flokkanna miðað við síðustu sveit- arstjórnarkosningar. Blair bar sig vel þrátt fyrir ósig- urinn í Skotlandi og benti á að spár um miklar hrakfarir flokksins í Englandi hefðu ekki gengið eftir. „Það slær ávallt í bakseglin á miðju kjörtímabili [hjá stjórnarflokkum] en þessi úrslit eru prýðilegur stökk- pallur fyrir sigur í næstu þingkosn- ingum,“ sagði hann. Íhaldsmenn fengu 17 sæti í Skot- landi, Frjálslyndir demókratar 16 og Græningjar tvö. Leiðtogi SNP, Alex Salmond, hefur heitið því að berjast fyrir þjóðaratkvæði um fullt sjálfstæði árið 2010. Forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands er nú Verkamanna- flokksmaðurinn Jack McConnell og sagðist hann myndu huga að „öllum möguleikum“ varðandi myndun meirihluta. Ljóst er að þrátt fyrir sigur SNP-manna er ekki víst að þeir muni fara fyrir næstu heima- stjórn. Reuters Ber sig vel Tony Blair í aðalstöðvum Verkamannaflokksins í London í gær. Hann sagði hrakspár um mikinn ósigur flokksins hafa brugðist. Skoskir þjóðernissinnar unnu VIKTOR Jústsjenkó, forseti Úkra- ínu, og Viktor Janúkovítsj forsætis- ráðherra náðu í gær samkomulagi um að efnt yrði til þingkosninga í landinu. Vonast er til að samkomu- lagið bindi enda á hatramma valda- baráttu leiðtoganna tveggja eftir að forsetinn leysti upp þing lands- ins 2. apríl. Janúkovítsj staðfesti þetta þegar hann ávarpaði þúsundir stuðnings- manna sinna á Sjálfstæðistorginu í miðborg Kíev eftir fund með forset- anum. Óljóst er hvenær kosning- arnar verða haldnar. Forsetinn og forsætisráðherrann ákváðu að skipa nefnd til að ræða lagaleg álitamál og ákveða kjördag. Niður- staða nefndarinnar á að liggja fyrir í byrjun næstu viku, að sögn Ja- núkovítsj. Jústsjenkó forseti boðaði fyrst til kosninga í maí en frestaði þeim til 24. júní eftir mótmæli stuðnings- manna Janúkovítsj forsætisráð- herra. Samið um kosningar Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÍKI heims hafa næga fjármuni og tækniþekkingu til að bjarga heimin- um frá verstu afleiðingum loftslags- breytinga en þau þurfa að láta til skarar skríða strax til að ná því markmiði. Þetta er niðurstaða fimm daga viðræðna stjórnskipaðra full- trúa 120 landa á ráðstefnu um lofts- lagsmál í Bangkok í Taílandi. Fulltrúarnir samþykktu nýja skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Er þetta þriðja skýrsla nefndarinnar í ár og hún fjallar um kostnaðinn og ávinninginn af að- gerðum til að draga úr losun loftteg- unda, sem valda gróðurhúsaáhrifun- um, með það að markmiði að stemma stigu við hlýnun jarðar. Niðurstaða skýrslunnar er að hægt sé að afstýra stórfelldum lofts- lagsbreytingum með því meðal ann- ars að nýta betur endurnýjanlega orkugjafa, sporna við skógareyðingu og bæta orkunýtingu. Kostnaðurinn sé viðráðanlegur og ekkert því til fyrirstöðu að grípa til aðgerða þegar í stað. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um 70% frá árinu 1970 og gert er ráð fyrir að hún aukist um 25–90% á næstu 25 árum verði ekk- ert að gert. Er þá gengið út frá því að notkun jarðefnaeldsneytis haldi áfram að aukast. „Ef við höldum áfram á sömu braut stöndum við frammi fyrir miklum vanda,“ sagði Ogunlade Davidson, einn af aðalhöfundum skýrslu vísindanefndarinnar. „Söguleg stund“ Umhverfisverndarsamtök fögn- uðu skýrslunni sem sigri vísindanna yfir pólitískum hagsmunum og sögðu að ráðamönnum þjóða heims bæri nú skylda til að gera þegar í stað ráðstafanir til að afstýra lofts- lagsbreytingum sem hefðu hörmu- legar afleiðingar fyrir mannkynið. „WWF telur að þetta sé söguleg stund,“ sagði Stephen Singer, sér- fræðingur World Wide Fund for Nature (WWF) í loftslags- og orku- málum. „Nú hefur verið sýnt fram á í fyrsta skipti að það kostar ekki of fjár að stöðva loftmengunina með metnaðarfullum hætti. Engin ríkis- stjórn hefur nú þá afsökun að þessar aðgerðir leiði til efnahagshruns.“ Í skýrslunni er miðað við það markmið að meðalhitinn í heiminum hækki ekki meira en um 2,0–2,4° C, en flestir sérfræðingar telja að verði hlýnunin meiri en það hefjist alvar- legustu afleiðingar loftslagsbreyt- inganna. Aðgerðirnar, sem nauðsyn- legar eru til að ná þessu markmiði, ættu ekki að minnka hagvöxtinn í heiminum meira en um 0,12% á ári, að mati vísindanefndarinnar. Til að ná þessu markmiði þurfa ríki heims að sjá til þess að losun gróðurhúsalofttegunda byrji að minnka ekki síðar en árið 2015 og minnki um 50–85% fyrir árið 2050 miðað við losunina um aldamótin síð- ustu. Nefndin hvetur til þess að lögð verði áhersla á að auka notkun end- urnýjanlegra orkugjafa, svo sem sól- ar-, vind- og vatnsorku. Nefndin telur einnig að ríki heims þurfi að íhuga aukna notkun kjarn- orku. Þá er hvatt til þess að fólk og fyrirtæki verði látin greiða hærra verð fyrir jarðefnaeldsneyti og gerð- ar verði ráðstafanir til þess að end- urnýjanlegir orkugjafar verði miklu ódýrari. Í skýrslunni segir að einstaklingar geti lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum með því að breyta lífsháttum sínum og vísinda- nefndin leggur áherslu á að því fyrr sem hafist verði handa þeim mun meiri verði ávinningurinn. Mætti andstöðu Fulltrúar, sem sátu ráðstefnuna í Bangkok, sögðu að skýrsludrög vís- indanefndarinnar hefðu mætt and- stöðu Kína, Indlands, Brasilíu og fleiri ríkja sem vildu að gert yrði ráð fyrir því að losun gróðurhúsaloftteg- unda gæti aukist meira en vísinda- nefndin gekk út frá áður en gripið yrði til aðgerða. Kínverjar óttuðust að róttækar aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum stefndu miklum hagvexti í landinu í hættu en fulltrúar á ráðstefnunni sögðu að Kínverjar hefðu dregið úr andstöð- unni við skýrsluna. Samningamenn og fulltrúar um- hverfisverndarsamtaka sögðu að þrátt fyrir þessa andstöðu hefði skýrslan ekki verið útvötnuð af póli- tískum ástæðum. „Niðurstaðan var miklu betri en við héldum,“ sagði Stephen Singer, sérfræðingur WWF. „Þetta er sigur vísindanna yf- ir þeim sem hafa hagsmuni af jarð- efnaeldsneytum og þeim sem spáðu efnahagshruni.“ Hafa alla burði til að minnka mengunina Vísindanefnd SÞ segir að ríki heims hafi fjármuni og tækni til að afstýra hörmungum vegna loftslagsbreytinga Reuters Framkvæmanlegt Rajenda Pachauri, formaður vísindanefndar SÞ (t.v.), og skýrsluhöfundarnir Ogunlade Davidson (fyrir miðju) og Bert Metz. Í HNOTSKURN » Framkvæmdastjórn Evr-ópusambandsins krafðist þess að skýrslu vísinda- nefndar SÞ yrði fylgt eftir með alþjóðlegum samningi um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofftegunda. » Aðalfulltrúi Bandaríkja-stjórnar fagnaði skýrsl- unni. Umhverfisvernd- arsamtök sögðu að framganga samningamanna Bandaríkj- anna á ráðstefnunni hefði komið þægilega á óvart. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EISTNESKA sendiráðið í Moskvu var opnað á ný í gær eftir þriggja daga þrátefli vegna harðra deilna sem spruttu þegar ráðamenn í Eistlandi létu fjarlægja styttu af sovéskum her- manni í höfuðborginni Tallinn. Rúss- um og rússneskumælandi minnihlut- anum í Eistlandi finnst að um svívirðilega móðgun sé að ræða. Einn maður féll í vikunni í átökum vegna deilunnar í Tallinn. Hópur rússneskra ungmenna efndi í vikunni til háværra mótmæla við eistneska sendiráðið og var því lokað á miðvikudag enda nánast í herkví, múgurinn gerði m.a. aðsúg að sendi- herra Svía og einnig sendiherra Eist- lands. Rússneskir ráðamenn gagn- rýndu í gær Evrópusambandið fyrir að stöðva ekki það sem þeir kalla illa meðferð á rússneskumælandi þjóðar- brotinu í Eistlandi, afkomendum fólks sem flutt var til landsins á sov- étskeiðinu. Mikill hiti er víða í fólki í Rússlandi vegna deilnanna við sovét- lýðveldið fyrrverandi og alið á andúð í garð Eista sem eru um 1,5 milljónir, þar af um 30% rússneskumælandi. Rússar eru rösklega 140 milljónir. „Við vorum ekki fær um að vernda stríðsminnismerkið okkar. Getum við verndað samlanda okkar í Eistlandi?“ spurði dagblaðið Ízvestía. Olíu- og gasvopninu beitt? Rússneska flutningafyrirtækið Se- verstaltrans sagðist í vikunni hafa frestað áformum um að reisa bíla- verksmiðju í Eistlandi. Rússar stöðv- uðu einnig í vikunni olíuflutninga með lestum um eistneskt land en fullyrtu að aðgerðin tengdist ekki stjórnmála- deilum. Stjórnmálaskýrendur sögðu hins vegar að með aðgerðum af þessu tagi ýttu Rússar undir áhyggjur vest- rænna þjóða af því að ráðamenn í Kreml hygðust nota olíu- og gas- birgðir sínar sem pólitískt vopn. Stór hluti af öllu gasi sem notaður er í Vestur-Evrópu kemur frá Rússlandi. Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins hafa mót- mælt framkomu rússneskra stjórn- valda í málinu. Bandaríkjamenn lýstu í gær fullum stuðningi við Eista. „Eistland er frábært dæmi um það hvernig frelsið hefur umbreytt þjóð- um mið- og austurhluta Evrópu og fært þjóðum svæðisins öryggi og hag- sæld,“ sagði Tony Snow, talsmaður George W. Bandaríkjaforseta. Opna aftur sendi- ráð sitt í Moskvu Reuters Reiði Ungmenni í Moskvu mót- mæltu í gær við skrifstofu ESB.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.