Morgunblaðið - 05.05.2007, Page 20

Morgunblaðið - 05.05.2007, Page 20
20 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING EDDA Þórey Kristfinns- dóttir opnar sýningu sína Vistaskipti á Café Karól- ínu á Akureyri kl. 14 í dag. Um sýningu sína segir Edda: „Vistaskipti er upp- spretta verka minna sem ég sýni á Café Karólínu. Við mannfólkið erum á ei- lífu ferðalagi. Hús úr húsi, sveit úr sveit, borg úr borg, land úr landi, úr einni vist í aðra. Vistin getur verið frá því að vera góð til þess að vera nöturleg. Við ráðum ekki alltaf för. Verkin eru skúlptúrar, lág- myndir, vídeó, textavek og ljósmyndir á striga.“ Sýningin stendur til 8. júní. Opnun Edda Þórey sýnir vistaskipti Vistaskipti VOX academica flytur Ein Deutsches Requiem eftir Jo- hannes Brahms á tónleikum í Langholtskirkju kl. 16 í dag. Jón Leifs Camerata leikur undir og einsöngvarar eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Kristinn Sigmundsson barí- tón. Stjórnandi kórsins frá upphafi hefur verið Hákon Leifsson en kórinn er nú að ljúka sínu 11. starfsári. Forsala aðgöngumiða fer fram í 12 Tónum, Skólavörðustíg 15, Tónastöðinni, Skipholti 50d og hjá kórfélögum. Miðaverð er 3.000 kr. í forsölu og 3.500 kr. við innganginn. Tónleikar Vox academica flytur Brahms Vox academica ÞÓRUNN Eymundardóttir opnar sýningu sína Hornberi í Gallerí Boxi við Kaupvangs- stræti 10 á Akureyri kl. 16 í dag. Í fréttatilkynningu segir um sýninguna: „…nær aldrei fullum skýrleika á yfirborðinu. Þú þarft að fara ofan í líka til að sjá. Hvernig kemstu framhjá farartálmunum, hvernig kemstu eitthvert þar sem er ekki pláss fyrir þig? Þú ert of stór. Verund þín breytir öllu óhjákvæmi- lega. Stærðir missa gildi sitt, stórt verður pínulít- ið í raun en reynist svo enn stærra…“ Opið er á laugardögum og sunnudögum frá 14–17. Myndlist Þórunn opnar í Boxi á Akureyri Þórunn Eymund- ardóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „Hugmyndin kemur frá finnsku listakonunum, Agnetu og Kristiinu. Þær langaði að setja saman nor- rænan textílhóp sem myndi sýna saman á Norðurlöndunum. Við byrjuðum í Forum Box í Finnlandi, næst sýndum við í Þrándheimi, og nú erum við komnar hingað,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir textílkona, spurð um sýningu sem opnuð verð- ur í Listasafni ASÍ í dag. Yfirskrift sýningarinnar er Frá einum til óendanleika, en náttúran, tíminn og eilífðin eru eins konar þemu sýningarinnar. „Þetta tengir okkur veð- urfræðilega, og hugmynda- fræðilega,“ segir Guðrún, og spurn- ingunni um veðrið og hvernig það birtist í verkunum verður ekki svarað nema með því að skoða. Tónverk fyrir hvern sal „Þær finnsku fengu þá frábæru hugmynd að fá tónskáld til að vinna með okkur og hefur hann samið sitt verk útfrá verkunum okkar. Við er- um með mismunandi tónverk í söl- unum þremur í ASÍ, og tónlistin spilar mjög vel með verkunum.“ Þemað um óendanleikann er við- eigandi á textílsýningu, því upphaf textílsins hlýtur að vera í þræð- inum sem spunninn er, ofinn, hnýtt- ur, meitlaður eða leiddur haminn með öðrum hætti. „Textíll hefur fylgt okkur frá örófi alda, frá því manneskjan varð til og fór að búa eitthvað til úr plöntum eins og tág- um.“ Guðrún segir að unga kyn- slóðin nú til dags noti textíl á allt annan hátt en hefðin hefur kennt hingað til, blandi honum meira við aðra list og kalli ekki endilega text- íl. „Samt er verið að nota þráð og efni, þótt efnið sé ekki kjarninn, heldur hugmyndin sem kallar á slíkt efni. Það að nota textíl er ekki að detta upp fyrir, þótt minna sé um að fólk læri að vefa og þrykkja og leggi stund á hefðbundið text- ílnám.“ Sýning textílkvennanna stendur til 27. maí, og opið er í ASÍ 13–15, alla daga nema mánudaga. Fimm textíllistamenn og eitt tónskáld í Listasafni ASÍ Þráðurinn í óendanleikanum Í HNOTSKURN » Anna Þóra Karlsdóttir:verk úr þæfðri ull, með vísanir í náttúruna. » Guðrún Gunnarsdóttir:með málmþræði spyr hún hvernig við umgöngumst nátt- úruna og tortímum henni. » Agneta Hobin: málmtext-íll er lýsir undrun yfir stjörnum í ljósára fjarlægð en virka samt svo nálægar. » Kristiina Wiherheimo:beinir athyglinni að hinu smágerða í musmunandi efn- isgerðum hlutum, og skapar nýja heima. »Marianne Mansåker: klass-ískur góbelínvefnaður, huglæg myndefni er vísa til þess hlutlæga, byggingarlistar og náttúru. »Paola Livorsi: semur tón-list byggða á textílverk- unum og frumefnin eldur, jörð og vatn spila með sem hljóð- gervingar málms, trés, skinns og ullar. Morgunblaðið/Ásdís Textílkonur Kristiina, Anna Þóra, Agneta og Guðrún tóku sér hvíld frá uppsetningu verka sinna í gær. Á myndina vantar Mariönnu og tónskáldið Paolu Livorsi. KAMMERKÓR Erics Ericsons frá Stokkhólmi hlýtur Tónlist- arverðlaun Norðurlandaráðs í ár en kórinn á sér langa sögu og hefur notið viðurkenningar sem einn besti kór sem starfar í heiminum í dag. Í umsögn dómnefndar sagði: „Kammerkór Eric Ericsons gegnir mikilvægu hlutverki og er fyrirmynd kóra í Svíþjóð, á Norð- urlöndum og um allan heim vegna framúrskarandi listrænnar tján- ingar og frábærra gæða. Með sín- um háþróaða hljómi er Kammerkór Eric Ericsons nánast orðinn sam- heiti fyrir „Norræna hljóminn“. Hæfileiki kórsins til að draga fram, lifa sig inn í og blása lífi í verk- efnaskrá sem nær til verka frá end- urreisnartímanum til vorra daga, er einstakur. Með nýstárlegri fjöl- radda sönglist hefur Kammerkór Erics Ericsons veitt mörgum kyn- slóðum tónskálda innblástur. Með stöðu sinni í sænsku tónlistarlífi hefur kórinn sífellt víkkað út starf- semi sína og í dag starfar kórinn með mörgum af fremstu hljóm- sveitum heims. Jafnframt eru upp- tökur Kammerkórs Eric Ericsons á fjölmörgum verkum eftir sænsk og norræn tónskáld, mikilvægt fram- lag til skráningar norræns menn- ingararfs.“ Árið 2007 hlýtur kór verðlaunin í fyrsta sinn. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Tónlistarverðlaunanna að kórar eru tilnefndir en stofnandi kórsins, Eric Ericsson fékk sjálfur þessi verðlaun sem túlkandi sígildr- ar tónlistar árið 1995. Alls voru 12 kórar tilnefndir til verðlaunanna í ár. Kammerkór Erics Ericsons hefur sungið á Íslandi og haft náin tengsl við íslenska kóra. Norræni hljómurinn Kammerkór Eric Er- icsons hlýtur Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2007 Verðlaunakórinn TENGLAR .............................................. www.eekk.se Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „FRANZ er svo æðislegur. Hann er svo frábær, að hann gat ekki legið óbættur hjá garði,“ segir Sigurður Flosason um það tiltæki hans og Kjartans Valdimarssonar píanóleikara að snara sönglögum Schuberts yfir á mál spunans og djassins, en þeir leika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Er ykkur ekkert heilagt? „Nei, alls ekki. Þetta er hugmynd sem hefur verið mörg ár að gerjast og við erum búnir að vinna í þessu í nokkra mánuði. Þetta er dálítið mál, en mjög skemmtilegt. Þessi músík inni- heldur margt sem getur lagt sig ágætlega í spuna, eins og áhugaverða hljómrænu, hljómaganga og tóntegundaskipti; mikið drama og tilfinningalegt innihald. Ég veit ekki hvers spunamenn gætu óskað sér meira. Við Kjartan höfum báðir bakgrunn og innsýn í klassískri músík, þannig að þetta er eitt- hvað sem er fyrst og fremst gaman að takast á við.“ Þið hljótið að gera ráð fyrir því að ljóðaelskendur setji spurningarmerki við þetta tiltæki. „Mikið vona ég að einhverjir geri það, og það verður þá bara að hafa það. Það hafa verið sett spurningarmerki við annað það sem maður hefur gert áður. Ég er á þeirri skoðun að ef tónlist er sterk, þá þoli hún allt, geti tekið við ýmsu og eflist við hverja raun. Ósköp væri heimurinn takmarkaður ef ekki mætti gera neitt annað en það venjulega. Eru Lind- enbaum, Du bist die Ruh og An die Musik ekki oft sungin á sinn hátt? Mér þætti spennandi ef einhverjir tækju mín lög og gerðu eitthvað nýtt við þau.“ Við elskum þig, Franz Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is NÁTTÚRA, vald og verðmæti heitir ný bók eftir Ólaf Pál Jónsson heim- speking sem kom út í gær í nýrri rit- röð Hins íslenska bókmenntafélags um umhverfismál. Í verkinu glímir Ólafur Páll við ýmsar grundvall- arspurningar um samband manns og náttúru, með- ferð valds í lýð- ræðissamfélagi og rætur þeirra verðmæta sem gefa mannlegri til- veru gildi, eins og segir á bókarkápu. Bókin skiptist í fjóra kafla eftir efni kaflanna, „Náttúra“, „Vald og verðmæti“, „Lýðræði“ og „Vinskap- ur, vatn og mold“. Í meginköflunum skiptast á léttari kaflar, fræðikaflar og kaflar sem fara bil beggja. En það eru einmitt ein skilaboð Ólafs Páls að umræðan um umhverfismál hérlend- is hafi ekki alltaf verið á viðunandi plani. „Það hefur skort forsendur til þess að ræða þessi mál af fullu viti. Þar hafa fjölmiðlar brugðist en ekki síður fræðimenn sem hafa ekki verið nægilega duglegir við að leggja um- ræðunni til hugtök.“ Ólafur bendir til dæmis á að ýms- ar hugmyndir um lýðræði hafi verið áberandi í umræðunni svo sem þátt- tökulýðræði, samræðulýðræði, full- trúalýðræði og íbúalýðræði en þær skorti kjölfestu í fræðilegri hugsun. „Vandinn er sá að þessar hug- myndir hafa ekki fengið að þroskast í rökræðu heldur hafa þær orðið kappræðu stjórnmálanna að bráð,“ segir Ólafur Páll en hann telur að í umfjöllun um umhverfismál hér hafi hið lýðræðislega ferli verið ófullkom- ið. „Fræðimenn voru til dæmis gagn- rýndir fyrir að leggja sitt til málanna sem lýsir skorti á lýðræðislegum skilningi. Gagnrýni ætti að vera eðli- legt innlegg í lýðræðislega umræðu. Þannig fer rökræða um hlutina fram en hér leggja menn frekar stund á kappræðu sem lýtur öðrum lögmál- um, eins og ég fjalla um í bókinni,“ segir Ólafur Páll. Náttúra og vald Ólafur Páll Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.