Morgunblaðið - 05.05.2007, Page 24
Eftir Karl Á. Sigurgeirsson
Hrútafjörður | Fjölmenni var í Stað-
arflöt í Hrútafirði við athöfn þegar
undirritaðir voru tveir menningar-
samningar á milli ríkisins og sveitar-
félaga á Vestfjörðum og Norðurlandi
vestra.
Fyrir hönd hins opinbera áritaði
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra samningana, en menntamála-
ráðuneytið er einnig aðili að samn-
ingnum. Anna Guðrún
Edvardsdóttir, formaður Fjórðungs-
sambands Vestfjarða, og Adolf
Berndsen, formaður Samtaka sveit-
arfélaga á Norðurlandi vestra, árit-
uðu þá fyrir hönd sinna samtaka.
Var viðburður þessi hátíðlegur, með
ræðuhöldum og tónlistaratriðum.
Jákvæð áhrif
Adolf Berndsen segir áhrifin af
samningi þessum mjög jákvæð.
Segir hann meginávinning samn-
ingsins vera aukna fjármuni til
menningar- og ferðamála í þessum
landshlutum og að forysta og fram-
kvæmd verði í höndum sveitarfélag-
anna
Sveitarfélögin í Skagafirði og
Húnavatnssýslunum, sjö alls, ásamt
Siglufirði, eru aðilar málsins af hálfu
heimamanna, en menntamálaráðu-
neyti og samgönguráðuneyti af hálfu
hins opinbera.
Menningarráð SSNV hefur verið
skipað og er ætlað að vinna að mál-
inu í framhaldinu í samstarfi við
stjórn SSNVog sveitarfélögin. Á
næstunni verður gerður samstarfs-
samningur um framkvæmd verkefn-
isins.
Samningurinn við SSNV hljóðar
upp á tæpar 100 m. kr. og er hann til
næstu 3 ára. Segir Adolf að vænt-
anlega verði hægt að auglýsa eftir
umsóknum í haust.
Samningurinn við Fjórðungssam-
band Vestfjarða er með líku sniði.
Frumkvæði og fram-
kvæmd í héraði
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
Samningar Fjölmenni var við athöfn á Staðarflöt þegar tveir menningarsamningar voru undirritaðir.
Tveir samningar um menningu
24 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
AFTURELDING í Mosfellsbæ
meira en þrefaldaði getraunasölu
sína umfram sölumarkmið á fyrstu
mánuðum ársins. Sigraði félagið í
getraunaleik sem Ungmennafélag
Íslands og Íslenskar getraunir efndu
til og miðar að því að auka tekjur
ungmennafélaganna af getrauna-
sölu.
Sextán félög tóku þátt í leiknum.
Afturelding jók sölu sína á tíma-
bilinu um 264%. Höttur varð í öðru
sæti með 54% umfram markmið,
Kjölur í þriðja sæti, HSV í því fjórða
og Fjölnir í því fimmta. Sextán félög
tóku þátt í leiknum.
Þrjú efstu félögin fengu peninga-
verðlaun og þau fimm efstu að auki
ferð á leiki í Englandi, í meistara-
keppni Evrópu. Umsjónarmönnum
getraunastarfs í þessum félögum var
boðið á leiki Manchester United og
Roma og Liverpool og PSV Eindho-
ven.
Afturelding sigraði í
getraunaleik UMFÍ
LANDIÐ
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Sinfón-
íuhljómsveitar Norðurlands á
kirkjulistaviku verða í Akureyrar-
kirkju á morgun, sunnudag, kl.
16.00. Einleikari á orgel er Björn
Steinar Sólbergsson og einsöngv-
arar Hanna Dóra Sturludóttir og
Ágúst Ólafsson. Kór Akureyrar-
kirkju og Kammerkór Norður-
lands syngja einnig. Stjórnandi er
Guðmundur Óli Gunnarsson.
Á efnisskrá tónleikanna er Róm-
eó og Júlia, fantasíuforleikur eftir
P.I. Tchaikowsky, Orgelkonsert
eftir F. Guilmant og Te Deum eftir
A. Dvorak.
Forleikinn samdi P.I. Tchai-
kowsky að áeggjan kollega síns Bo-
rodins, sem lagði að Tchaikowsky
að taka eitt rómantískasta leikrit
allra tíma, Rómeó og Júlíu, til með-
höndlunnar. Það tók Tchaikowsky
aðeins nokkrar vikur að ljúka verk-
inu, sem var frumflutt árið 1870.
Hann ákvað þó að endurgera verk-
ið og tók það tónskáldið ein 10 ár að
ljúka því. Árangurinn var vægast
sagt góður því forleikurinn er að
margra mati eitt best heppnaða
verk höfundar og hefur notið mik-
illa vinsælda allt fram á þennan
dag.
Felix Alexandre Guilmant samdi
sinfóníu nr. 1 fyrir orgel og hljóm-
sveit árið 1879. Tónskáldið vann
sinfóníuna upp úr sónötu fyrir org-
el í d-moll frá árinu 1874 og er sin-
fónían sem er í ítölskum stíl eitt
hans alvinsælasta verk.
Te Deum ópus 103 eftir Anton-
ins Dvoráks er síðasta og jafnframt
merkasta trúarlega tónsmíðin úr
smiðju hans. Verkið var samið eftir
að tónskáldið fluttist vestur um haf
þar sem hann tók við stöðu rektors
við Tónlistarskólann í New York.
Þar í borg var verkið frumflutt í
októbermánuði árið 1892. Tónlistin
er frjálsleg og glaðleg lofgjörð til
náttúrunnar í anda heilags Frans-
iskusar.
Björn Steinar Sólbergsson var
ráðinn organisti við Akureyrar-
kirkju haustið 1986 og hefur í 20 ár
unnið markvisst að uppbyggingu
tónlistarstarfs við kirkjuna. Sl.
haust var Björn Steinar ráðinn í
starf organista við Hallgríms-
kirkju. Hann var skipaður skóla-
stjóri við Tónskóla þjóðkirkjunnar
frá 1. september s.l. til eins árs þar
sem hann kennir jafnframt orgel-
leik.
Hanna Dóra Sturludóttir hefur
sungið með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands við mörg tækifæri, haldið
fjölda ljóðatónleika, sungið í upp-
setningum Íslensku óperunnar
(„Töfraflautan“ 2001 og „Tökin
hert“ 2005) og sungið Vínartón-
leika með Salónhljómsveit Sigurð-
ar Ingva Snorrasonar.
Í haust mun Hanna Dóra syngja
titilhlutverkið í „Ariadne á Naxos“
eftir Richard Strauss sem sett
verður upp í Íslensku óperunni.
Ágúst Ólafsson debúteraði
haustið 2004 í Íslensku óperunni í
titilhlutverkinu í óperutryllinum
Sweeney Todd, en hann er nú fast-
ráðinn einsöngvari við þá stofnun
til sumarsins 2008. Nýlega söng
hann þar hlutverk Nick Shadow í
Flagaranum í Framsókn.
Guðmundur Óli Gunnarsson hef-
ur starfað sem hljómsveitarstjóri
með Sinfóníuhljómsveit Íslands,
bæði á tónleikum og við upptökur.
Hann hefur verið aðalhljómsveit-
arstjóri Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands frá stofnun hennar.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og ýmsir aðrir á hátíðartónleikum í kirkjunni
Rómeó, Júlía og fleiri á stjá
Morgunblaðið/Golli
Kirkjulist Björn Steinar Sólbergsson er einleikari á tónleikunum.
Í HNOTSKURN
»Kjarni SN eru kennarar viðTónlistarskólann á Ak-
ureyri og hljóðfæraleikarar á
landsbyggðinni. Á tónleik-
unum á morgun koma hljóð-
færaleikarar af höfuðborg-
arsvæðinu til liðs við sveitina.
» Tónlist í guðsþjónustunniflytja Hymnodia – Kamm-
erkór Akureyrarkirkju, Sigríð-
ríður Aðalsteinsdóttir, Ólöf
Sesselja Óskarsdóttir, Ülle
Hahndorf og Hörður Áskels-
son, söngmálastjóri þjóðkirkj-
unnar. Stjórnandi er Eyþór
Ingi Jónsson.
AIM festival, fjögurra daga alþjóðleg
tónlistarhátíð, verður haldin á Akureyri
31. maí til 3. júní og miðasala hefst á
mánudaginn á www.midi.is, en miða-
verð fyrir alla hátíðina er 5.900 kr.
Ekki verður hægt að kaupa miða á ein-
staka viðburði fyrr en á hátíðinni
Þetta er í annað skipti sem hátíðin er
haldin. Í fyrra var hún tileinkuð blús,
en að þessu sinni er boðið upp á flestar
tónlistarstefnur; tangó, jass, rokk, popp,
raftónlist, klassík og pönkrokk.
Á hátíðinni koma fram meðal annars:
Orquesta tipica Fernandez Fierro (Arg-
entínu), Hilario Duran Trio (Kanada),
Tarwater (Þýskalandi), The Go Find
(Belgíu), Isan (Bretlandi) og íslensku
listamennirnir Benni Hemm Hemm,
Seabear, Blúskompaníið, Æla, Morðingj-
arnir og VilHelm. Tónleikarnir fara
fram á nokkrum stöðum á Akureyri.
Fjölbreytt, alþjóð-
leg tónlistarhátíð
TENGLAR
.......................................................
www.aimfestival.is
EYFIRSKI safnadag-
urinn er í dag. Margt
er í boði; ókeypis að-
gangur að öllum söfn-
um og safnarútur
verða á ferðinni eins
og greint var ítarlega
frá í blaðinu í fyrra-
dag. Báðar leggja af
stað kl. 10 frá Umferð-
armiðstöðinni í Hafn-
arstræti; önnur fer á
Smámunasafn Sverris Hermannssonar,
Safnasafnið og Gamla bæinn í Laufási
og kemur til baka kl. 15. Hin fer á
Byggðasafnið Hvol á Dalvík, Nátt-
úrugripasafnið í Ólafsfirði og Síld-
arminjasafnið á Siglufirði. Heimkoma kl
16.
Mjög margt í boði
á safnadeginum
Ekkert smá Í Smá-
munasafni Sverris.
HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA í tilefni Kirkjulistaviku verður í Akureyr-
arkirkju á morgun, sunnudag 6. mars, kl. 11.00. Dr. Gunnar Krist-
jánsson prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi predikar, sr. Óskar Haf-
steinn Óskarsson og sr. Svavar Alfreð Jónsson þjóna fyrir altari. Í
guðsþjónustunni verður m.a. flutt tónlist eftir Jakob Tryggvason fyrr-
verandi organista í Akureyrarkirkju, en í ár eru liðin 100 ár frá fæð-
ingu hans.
Hátíðarguðsþjónusta
Frábært vöruúrval
opið til 22:00
öll kvöld!
opið til kl. 22.00 öll kvöld