Morgunblaðið - 05.05.2007, Page 31
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 31
Ekki hefur farið framhjá neinum að
framundan eru kosningar og því fjöl-
menntu Þórshafnarbúar og nær-
sveitungar á fund þar sem frambjóð-
endur allra flokka voru
samankomnir í félagsheimilinu
Þórsveri til að boða fagnaðarerindi
sitt.
Heimamenn taka öllu slíku núorð-
ið með fyrirvara enda orðnir lang-
þreyttir á fögrum fyrirheitum sem
flest eru svo svikin æ ofan í æ og
þykir þeim því lítið til kosningalof-
orða koma.
Þó nánast hefði verið fullt hús í fé-
lagsheimilinu þá hefði mátt búast við
enn fleirum ef fundarboðið hefði ver-
ið greinilegra en allmargir urðu af
fundinum vegna þessa.
Mörg mál brunnu á fólki og höfðu
gestirnir því ærinn starfa við að
svara spurningum á þeim nauma
tíma sem þeim var skammtaður. Það
var álit heimamanna að æskilegra
hefði verið að frambjóðendur hefðu
gefið sér ögn meiri tíma til heim-
sókna á landsbyggðinni almennt,
komið oftar og frá færri flokkum í
einu. Á einni kvöldstund gefst ekki
mikill tími til að ræða mál og svara
spurningum sem beint er til allra
flokka.
Fundurinn var málefnalegur og
snerust umræður og spurningar
heimamanna ekki aðeins um lands-
hlutabundin hagsmunamál, svo sem
jöfnun námskostnaðar og fjar-
skiptamál.
Mannúðarsjónarmið komu einnig
fram, svo sem hvort Ísland yrði
áfram á ,,lista hinna staðföstu
þjóða“, sem lýstu yfir stuðningi við
innrásina í Írak en einnig var rætt
um vaxtastefnuna í landinu og
taumlausan gróða bankanna meðan
almenningi blæðir en þegar stórt er
spurt verður fátt um svör, einkum
þegar tíminn er naumur.
Vegamál og samgöngur eru eitt af
stóru málunum hér á svæðinu. Fyr-
irhuguðum vegabótum hefur sífellt
verið frestað, til dæmis Norð-
austurvegi um Hólaheiði og Hófa-
skarð, einnig er margbúið að fresta
vegagerð á Brekknaheiði.
Íbúar líta því ekki á það eins og
einhverja náðargjöf að loks sé komið
að útboði á Hólaheiðarveginum –
reyndar bara fyrsta áfanga – heldur
sjálfsögð og löngu tímabær réttindi
enda er núverandi leið líkust göml-
um kerruslóða og Melrakkaslétta
lítið betri.
Það rifjuðust því upp fyrir fund-
argestum orð sem sögð voru á fram-
boðsfundi hér fyrir átta árum, ,,að
jafnvel köttur ætti á hættu að fót-
brotna“ ef hann hætti sér út á þessa
vegi og ástandið enn óbreytt eftir
tvö kjörtímabil, þó það standi loks til
bóta.
Morgunblaðið/ Líney Sigurðardóttir
Vorveður Veðurblíða síðustu daga hefur nú vikið fyrir vorhreti og brælu
svo illa viðrar fyrir grásleppukarla og smábáta.
ÞÓRSHÖFN
Líney Sigurðardóttir fréttaritari
Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd veitir því athygli
að talað er um að fá konur til að
leigja leg sín undir barnsburð og svo
eru leiksýningar í „legunum“ líka:
Nútíminn með fjöri fleygu
frelsið vill í öllu tjá.
Enda bæði leg til leigu
og Leg til þess að horfa á!
Hann bætir við um norðlenskuna:
Norðlenskan í munni manns
markar stöðuvísi,
eins og bundinn orðakrans
upp frá tungu rísi.
Auðunn Bragi Sveinsson las í
blöðum á Akranesi að kattahald
væri bannað, en að samt sæjust
kettir þar. Honum kom í hug:
Þarna kattabannið brást;
bæjarfólkið veit það.
Einhver kisa enn mun sjást,
ef að vel er leitað.
Guðmundur Guðmundsson sendir
vísu vegna Landsvirkjunar:
Nú Valgerður allar veitingar toppar
svo valdamenn flesta setur hljóða.
Er hvolpurinn niður úr kjöltunni hoppar
og krafsar sig upp í stólinn góða.
Kristján Bersi Ólafsson yrkir:
Mörgum þykir um malbikið vænt
og moka í það ógrynni af krónum.
En við skulum muna að grasið er grænt
og gott til að hafa í skónum.
Í Axarsköftum Jóa í Stapa má
finna lyfseðil sem hann sendir til
vinar síns með vínflösku:
Lyf þetta bætir úr böli og nauðum,
bætandi geðið hjá ríkum og snauðum,
blóðstreymi örvar og bjartsýni vekur,
bægir frá kvíða og leiða burt hrekur,
meltingu bætir og bægir frá kvefi,
brjóstþyngslum eyðir, menn léttast í
skrefi,
liðina mýkir og lúa það eyðir,
laðar fram gleði, úr vandræðum greiðir,
raddböndin liðkar og lifandi óma
lætur í eyrunum mætavel hljóma.
VÍSNAHORNIÐ
Leg til leigu
og á leiksviði
pebl@mbl.is
OKKAR FÓLK
Í FRAMBOÐI TIL ALÞINGISKOSNINGA 2007
REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI – NORÐUR
1. Katrín Jakobsdóttir 2. Árni Þór Sigurðsson 3. Paul Nikolov 4. Steinunn Þóra Árnadóttir 5. Kristín Tómasdóttir 6. Þröstur Brynjarsson 7. Lísa Kristjánsdóttir 8. Kári Páll Óskarsson
9. Sjöfn Ingólfsdóttir 10. Alexander Stefánsson 11. Bergljót Stefánsdóttir 12. Birna Þórðardóttir 13. Steinar Harðarson 14. Ásdís Benediktsdóttir 15. Hrefna Sigurjónsdóttir 16. Rúnar
Sveinbjörnsson 17. Reynir Jónasson 18. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir 19. Halldór Halldórsson 20. Einar Már Guðmundsson 21. Lena M. Rist 22. Hjörleifur Guttormsson
REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI – SUÐUR
1. Kolbrún Halldórsdóttir 2. Álfheiður Ingadóttir 3. Auður Lilja Erlingsdóttir 4. Guðmundur Magnússon 5. Jóhann Björnsson 6. Halldóra Björt Ewen 7. Elín Sigurðardóttir 8. Árni
Stefán Jónsson 9. Ásta Arnardóttir 10. Ársæll Másson 11. Guðrún Yrsa Ómarsdóttir 12. Friðrik Atlason 13. Sveinn Rúnar Hauksson 14. Drífa Snædal 15. Ósk Uzondu Ukachi Anuforo
16. Sigríður Kristinsdóttir 17. Víkingur Kristjánsson 18. Elías Halldór Ágústsson 19. Jón Viktor Gunnarsson 20. Halldóra H. Kristjánsdóttir 21. Einar Laxness 22. Margrét Guðnadóttir
SUÐVESTURKJÖRDÆMI
1. Ögmundur Jónasson 2. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 3. Gestur Svavarsson 4. Mireya Samper 5. Andrea Ólafsdóttir 6. Karl Tómasson
7. Svala Heiðberg 8. Thelma Ásdísardóttir 9. Emil Hjörvar Petersen 10. Wojciech Szewczyk 11. Ásdís Bragadóttir 12. Hafdís Hannesdóttir
13. Þórir Steingrímsson 14. Birgitta Jónsdóttir 15. Þorleifur Friðriksson 16. Erlendur Jónsson 17. Þóra Elfa Björnsson 18. Sigurður Flosason
19. Sveinbjörn Markús Njálsson 20. Jóhanna B. Magnúsdóttir 21. Anna Þorsteinsdóttir 22. Höskuldur Þráinsson 23. Kristín Halldórsdóttir
24. Benedikt Davíðsson
ALLT ANNAÐ LÍF
- með vinstri grænum