Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 32
innlit
32 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að var 1989 sem Guð-
munda Elíasdóttir
keypti neðri hæðina að
Vesturgötu 26B, þar
sem hún býr enn. Um
þessar mundir er verið að lesa í Rík-
isútvarpinu, rás I, ævisögu Guð-
mundu, Lífsjátningu eftir Ingólf
Margeirsson.
„Við fluttum inn 24. febrúar fyrr-
nefnt ár, á föstudegi – til frægðar,
segir máltækið. Efri hæðina keyptu
dóttir mín og tengdasonur og við
eigum ennþá hvor sína hæðina,“ seg-
ir Guðmunda þegar Daglegt líf fékk
að líta inn í heimsókn til hennar á
Vesturgötuna fyrir skömmu.
„Ég er algjör Vesturgötukona, ég
átti áður íbúð á efri hæð Vesturgötu
4, þar sem Gerður í Flónni var með
verslun á neðri hæð og Blómálfurinn
er núna.
Þegar ég var stelpa leigði móðir
mín eitt herbergi og eldhús að Vest-
urgötu 32. Ég er því vel hagvön hér
á þessum slóðum.“
– Hvernig leist þér á þetta hús
þegar þú komst inn í það fyrst?
„Við vorum búin að leita töluvert
og ég hef alltaf þá tilfinningu að ef
ég kann við mig þegar ég kem inn í
forstofuna þá sé komið rétta hús-
næðið. Þegar ég kom inn í forstof-
una hér og horfði inn í stofuna, á
bjálkana í loftinu, þá var eins og
hvíslað að mér: „Þetta er húsið!“ Við
funduðum svo, ég, dóttir mín og
tengdasonur og ákváðum svo að
þetta væri það sem við værum öll
ánægð með.“
Áður var verkstæði í húsinu og
því þurfti milu að breyta
– Þurfti miklu að breyta?
„Já, miklar breytingar biðu því
hér hafði áður en við keyptum verið
verkstæði og nú þurfti að breyta
húsinu aftur í íbúðarhús. Þetta er
mjög gamalt hús. Hér hafði endur
fyrir löngu verið söðlasmíðaverk-
stæði á neðri hæðinni og lengi brá
enn fyrir leðurlykt, einkum ef frost
hafði verið og hlánaði.“
– Hvað er þessi neðri hæð stór?
„Hún er 98,5 fermetrar, stofa og
tvö svefnherbergi og rúmgott eldhús
– en baðherbergið þurfti að láta búa
alveg til frá grunni. Stofunni hef ég
seinna skipt til þess að fá gesta-
herbergi og eldhúsið minnkaði ég
líka til að fá eitt herbergi í viðbót
þannig að nú er íbúðin stofa og þrjú
herbergi.“
– Er ekki mikið viðhald á svona
gömlum timburhúsum?
„Einmitt núna er verið að endur-
nýja framhlið hússins, setja nýtt
járn og nýja glugga, sem og fékk ég
nýjar og traustar útidyr. Ég hef ekki
garð en ég hef sett grænan dregil á
útitröppurnar og hengt blóm á vegg-
ina við útidyrnar, þetta hefur hlýjað
mörgum næturhröfnum á leið heim
frá miðborgarlífinu. Sumir hafa
meira að segja verið svo hrifnir af
blómunum að þeir hafa tekið þau
með sér.“
– Finnst þér ekkert óþægilegt ná-
býlið við miðbæinn?
„Ég held að ég gæti ekki unað
mér nema vera rétt við miðbæinn.
Síðan ég kom til Íslands 1968 eftir
áratuga dvöl í útlöndum þá hef ég
búið hér á þessu svæði, í Garða-
strætinu og Grjótaþorpinu en lengst
af hér á Vesturgötunni. Héðan er
líka örstutt í Landakotskirkju en ég
fermdist til kaþólskrar trúar eftir að
ég kom til Íslands aftur og ég fer til
kirkju svo framarlega sem það er
ekki glerhált að ganga.“
Safnari af Guðs náð!
– Ertu með mikið af munum sem
hafa fylgt þér lengi?
„Ég er safnari af Guðs náð og
vissir hlutir hafa fylgt mér gegnum
allt mitt flakk, vestanhafs og í
Frakklandi og Danmörku. Ég á til
dæmis munk sem píanóstillarinn
minn í New York gaf mér, tvær litlar
myndir sem Alice Abson málaði og
gaf mér af væntumþykju. Hún var
listmálari í New York. Svo er ég með
mynd af dóttur minni sem ég missti,
henni Berþóru sálugu sem dó rúm-
lega tveggja ára úr lungnabólgu.
Einnig er ég með ótal myndir af
börnunum mínum, þeim Hans Al-
bert og Siv, tengdabörnunum og
barnabörnunum fjórum, mökum og
börnum þeirra.
Ég er mikið gefin fyrir fjölskyldu-
myndir og hef uppi við myndir af
móður minni og föður og systrum.
Ég hef í fjölda ára tekið upp fyrir
sjálfa mig síðasta lag fyrir fréttir,
einnig á ég talsvert nótnasafn og
safna óperum, ég á yfir 600 vídeó-
spólur með óperum. Stundum finnst
mér eins og ég þurfi að fá stærra
húsnæði!“
– Ertu hætt að fara til útlanda?
„Nei, ég fer yfirleitt yfir jól til
Luxemborgar, þar býr helmingur af
fjölskyldu minni en oftast er þá ein-
hver í íbúðinni á meðan, kunningjar
og vinir.“
Miklu skipti að koma flyglinum
vel fyrir vegna kennslunnar
– Var dýrt á sínum tíma að koma
þessu húsnæði í horf?
„Já, það kostaði talsverðan pen-
ing. Ég þurfti að hafa tækifæri til að
kenna og koma flyglinum fyrir, þetta
var það sem ég lagði hvað mesta
áherslu á þegar húsnæðið var inn-
réttað. Ég hef kennt framundir
þetta, það er erfitt að hætta alveg.“
– Ég sé að þú ert með kött, er ekki
erfitt að hafa húsdýr hér í mið-
bænum?
„Nei, það er það eiginlega ekki,
kettir rata alltaf heim til sín. Hund-
urinn sem dótturdóttir mín á, Schae-
ferhundurinn Ronja, dvelur núna á
efri hæðinni, fyrir hann hefur hún
búið til lítinn krika norðan megin við
húsið, þar sem inngangurinn á efri
hæðina er. Þar getur hann viðrað sig
og svo er farið með hann út að
ganga. Ég passa Ronju stundum,
dýrin eru mér mikill félagsskapur.
Sjálf átti ég hund í Danmörku og í
Ameríku, reyndar bæði hunda og
ketti. Tíkin Tico, sem ég átti þegar
ég bjó í Holte í Kaupmannahöfn
hafði nánast mannsvit. Ég saknaði
hennar mikið þegar hún dó.“
– Hefur mikið breyst hjá þér síðan
Ingólfur Margeirsson skrifaði end-
urminningar þínar?
„Allt sem gerst hefur hér í þessari
íbúð hefur gerst síðan þær minn-
ingar voru ritaðar. Það hefur auðvit-
að ýmislegt drifið á dagana síðan,
mest hefur það verið ánægjulegt.
Hér varð ég langamma sem hefur
verið mér mikil gleði. Ég hef haft
talsvert saman við langömmubörnin
mín tvö að sælda, enda hafa bæði bú-
ið hér um tíma og oft verið glatt á
hjalla.
Ég fer ekki héðan ótilneydd. Mér
líkar götulífið á Vesturgötunni, íbúð-
in sjálf og að hafa mína nánustu í
kallfæri.“
gudrung@mbl.is
Óperur Tónlistin setur mikinn svip á heimili Guðmundu. Hún hefur til dæmis í gegnum tíðina
safnað yfir 600 vídeóspólum með óperum sem hún horfir mikið á.
Stofan Stofan hennar Guðmundu er bæði björt og falleg og þar er gnótt mynda á veggjum
eftir vini og af ættingjum, enda lýsir hún sjálfri sér sem safnara af Guðs náð.
Morgunblaðið/Sverrir
Kíkt út Guðmundu líkar vel götulífið á Vesturgötunni og getur ekki hugsað sér að búa annars staðar.
Fálkaorðan Efri myndin sýnir Guð-
mundu unga söngkonu, fyrir neðan
er bréf þar sem henni er veitt fálka-
orðan fyrir störf sín í þágu tónlistar.
Líkar vel
Vestur-
götulífið
Vesturgatan hefur lengi verið „kjörlendi“ Guð-
mundu Elíasdóttur söngkonu. Daglegt líf fékk að
líta í heimsókn til hennar að Vesturgötu 26B. Nú er
verið var að lesa úr endurminningum hennar Lífs-
játningu í Ríkisútvarpið og nýlega fékk hún heið-
urslaun listamanna frá Alþingi.