Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FALSKT ÖRYGGI
Ekki er hægt að ítreka nógsam-lega nauðsyn þess að örygg-isbúnaður og eftirlit í sund-
laugum sé virkt. Þegar eitthvað ber
út af verður að vera hægt að bregð-
ast samstundis við. Í öllum sund-
laugum er krafa um að verðir geti
vaktað þær, meðal annars með hjálp
eftirlitsmyndavéla.
26. apríl fannst 15 ára piltur með-
vitundarlaus á botni Sundlaugar
Kópavogs. Í Morgunblaðinu í dag
kemur í ljós að staðurinn, sem hann
var á, er utan sjónsviðs eftirlits-
myndavélanna á sundstaðnum. Þar
er um að ræða tvær vélar, sem horfa
yfir stóru sundlaugina, en sýna ekki
öll horn hennar eða miðjuna, eins og
segir í fréttinni. Sex eftirlitsmynda-
vélar eru undir vatnsyfirborði laug-
arinnar og eiga að sýna það sem fram
fer ofan í henni. Jón Júlíusson,
íþróttafulltrúi Kópavogs, segir í við-
tali við Morgunblaðið í dag að stað-
urinn þar sem pilturinn fannst hefði
átt að sjást, en laugin sé 25 metra
löng og sjónlínan í gegnum vatnið og
myndin geti því verið farin að dofna,
sérstaklega ef yfirborðið er gárað.
Ávallt er fylgst með eftirlitsskjám,
sem tengdir eru myndavélunum.
Skiptast verðirnir á og fylgjast með
tuttugu mínútur í senn til þess að
halda athyglinni. Slíkt eftirlit má sín
hins vegar lítils þegar slys verða á
svæði sem myndavélarnar ná ekki
til.
Atvikið í Sundlaug Kópavogs sýnir
hversu mikilvægt er að eftirlit sé í
lagi í sundlaugum. Komið hefur fram
að áhersla er lögð á þjálfun starfs-
fólks í lauginni og reglulega farið yf-
ir það hvernig að verki skuli staðið í
neyðartilfelli.
Í fréttinni í dag kemur fram að
ekki hafi verið litið svo á að sá stað-
ur, sem pilturinn fannst á, hafi verið
hættulegur. Nú er hið gagnstæða
komið í ljós og sýnir það í raun að í
eftirliti á sundstöðum má vart blett-
ur vera undanskilinn.
Atvikið í Sundlaug Kópavogs hlýt-
ur að verða til þess að stjórnendur
sundstaða fari almennt yfir það
hvernig eftirliti er háttað og sérstak-
lega verði tekið fyrir hvort eftirlits-
myndavélum hafi verið komið fyrir á
fullnægjandi hátt. Það þarf að leggja
áherslu á að hægt sé að fylgjast með
öllu, sem gerist í sundlauginni burt-
séð frá veðri, vindum og gáruðu
vatni. Ef ekki er hægt að greina það
sem gerist í vatninu lengst frá
myndavélunum verður einfaldlega
að bæta við myndavélum. Einnig er
athugunarefni hvort ekki þurfi að
vera upptökubúnaður tengdur öllum
eftirlitsmyndavélum. Enginn upp-
tökubúnaður er tengdur eftirlits-
myndavélunum undir yfirborðinu í
Sundlaug Kópavogs og ekki er hægt
að nota upptökur vélanna, sem horfa
yfir laugina.
Nánast öll börn á Íslandi fara í
skólasund og mörg börn hafa mikla
ánægju af því að stunda laugarnar.
Það er nauðsynlegt að börn séu
örugg í sundi og að foreldrar þeirra
geti reitt sig á að svo sé, en búi ekki
við falskt öryggi.
HVAÐ ÆTLA EIGENDUR
FLUTNINGABÍLA AÐ GERA?
Hvenær kemur að því að almennirvegfarendur fá einfaldlega nóg
af slysahættu af völdum stórra flutn-
ingabíla og krefjast þess að umferð
þeirra verði bönnuð eða takmörkuð?
Fréttir af skeytingarleysi ökumanna
þessara stóru ökutækja og virðing-
arleysi þeirra fyrir lögum og reglum í
umferðinni eru nánast daglegt brauð.
Bílar með hættulegan farm velta
vegna gáleysislegs aksturs. Slík slys
hafa valdið bæði mengunar- og slysa-
hættu. Einnig eru dæmi um að öku-
menn þekki ekki reglur um með-
höndlun hættulegra efna.
Þungur farmur dettur af bílum
vegna þess að hann er ekki festur
rétt. Ökumenn fólksbíla hafa þurft að
horfast í augu við fljúgandi stórgrýti,
málmrör, risastórar glerrúður og
fleira af því tagi, sem fólk vill ekki
mæta á miðjum vegi en dettur af
flutningabílunum þegar minnst varir.
Umferðarmannvirki skemmast
vegna þess að flutningabílstjórar
gæta ekki að því að farmur þeirra sé í
réttri hæð og reka hann í. Flutninga-
bílar sitja fastir í Hvalfjarðargöng-
unum.
Iðulega eru almennir vegfarendur í
lífshættu. Það má heita kraftaverki
líkast að ekki skuli hafa orðið alvar-
legri slys á fólki.
Í fyrradag skall enn hurð nærri
hælum þegar svokölluð hæðarrá féll
niður á Miklubrautina í Reykjavík
eftir að flutningabíll með of háan
krana rakst á hana. Fólk í bílunum,
sem á eftir komu, slapp naumlega við
meiðsli en eignatjón varð talsvert.
Auðvitað hefur eitthvað verið að
frágangi rárinnar, sem á (að gefnu
tilefni) að vara ökumenn flutninga-
bíla við þannig að þeir aki ekki á
skilta- og göngubrýr. Hitt er svo ann-
að mál að líkast til þarf að aka á slíka
rá á talsverðum hraða til að hún losni
úr festingunum og falli niður á ak-
brautina.
Gáleysi einstakra manna kemur
óorði á alla stétt flutningabílstjóra.
Eigendur flutningabílanna, sumir
hverjir stór og virðuleg fyrirtæki,
sitja í sömu súpunni.
Almenningur spyr hvort þeir, sem
nota þessi stóru, þungu og hættulegu
tæki, hafi ekki fengið nægilega þjálf-
un til að umgangast þau. Hvort öku-
kennslu þeirra sé með einhverjum
hætti ábótavant. Hvort fyrirtækin
brýni ekki fyrir starfsmönnum sínum
að ganga rétt frá bílum og farmi og
aka varlega. Hvort eigendur flutn-
ingabílanna læri lítið sem ekkert af
reynslunni.
Hvernig ætla ökumenn og eigend-
ur flutningabíla að bregðast við í
þessari stöðu? Augljóslega þarf eitt-
hvert mikið átak í öryggismálum at-
vinnugreinarinnar.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
E
r hægt að draga
ályktanir um líklega
útkomu í kosning-
um út frá því hvern-
ig fylgi flokkanna
þróaðist síðustu vikurnar fyrir
kosningarnar 2003? Staða flokk-
anna er talsvert önnur nú en fyr-
ir fjórum árum, en stóra spurn-
ingin er hins vegar hvort þeir
sem unnu á í lok kosningabarátt-
unnar vorið 2003 muni gera það
aftur nú.
Skoðanakannanir hafa sýnt að
skýrt samhengi er á milli fylgis
Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna. Þegar öðrum flokknum
gengur illa má ganga út frá því
að fylgi hins flokksins er tiltölu-
lega hátt. Veturinn 2001–2002
var fylgi Samfylkingarinnar t.d. í
mikilli lægð og fór niður í 16% í
nóvember 2001 í könnun Capa-
cent. Þá var fylgi VG 25%. Í kjöl-
farið fór Samfylkingin að rétta
úr kútnum og samhliða minnkaði
fylgi VG. Þegar dró að kosning-
um vorið 2003 var fylgi VG kom-
ið niður í 10%. Fylgi Samfylk-
ingar var þá komið upp í rúmlega
30% og fór upp í 40% í skamman
tíma um það leyti sem ákveðið
var að Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir tæki sæti á lista Samfylk-
ingar í Reykjavík og yrði for-
sætisráðherraefni flokksins.
Samfylkingin missti flugið
en náði góðum endaspretti
Staðan í upphafi kosningabar-
áttunnar fyrir fjórum árum var
því þannig að Sjálfstæðisflokkur
og Samfylking mældust með 36–
40% fylgi hvor flokkur. Fram-
sóknarflokkur var með 12–13%
fylgi, VG mældist með 8–10% og
Frjálslyndi flokkurinn var með
tæplega 3% fylgi.
Segja má að fylgi Samfylking-
arinnar hafi verið á stöðugri nið-
urleið mestalla kosningabarátt-
una. Þegar innan við tvær vikur
voru til kosninga var fylgið kom-
ið niður í 26%, en flokkurinn náði
sér hins vegar á strik síðustu
dagana fyrir kosningar með góð-
um endaspretti.
Samfylkingin hefur einnig tap-
að fylgi fyrir kosningarnar sem
verða 12. maí en þó ekki eins
hratt og fyrir fjórum árum. Síð-
asta könnun gefur til kynna að
fylgi flokksins sé farið að vaxa
aftur og því vaknar sú spurning
hvort fylgið muni þróast á svip-
aðan hátt og síðast, þ.e. upp á
við. Ef sú verður þróun má draga
þá ályktun að Samfylkingarmenn
sem hafa verið óánægðir eða af
einhverjum öðrum ástæðum
horfið frá stuðningi við flokkinn,
séu að snúa heim.
VG tapaði á síðustu
metrunum
Fylgi VG breyttist ekki mikið
framan af kosningabaráttunni
vorið 2003. Flokkurinn var með
10% fylgi og stefndi í að hann
bætti við sig 1–2 þingmönnum.
Síðustu dagana fyrir kosningar
minnkaði hins vegar stuðningur
við flokkinn og hann fékk jafn-
marga menn og í kosningunum
1999.
Vinstri grænir hafa verið á
mikilli siglingu í vetur. Kannanir
Capacent hafa sýnt flokkinn með
24–28% fylgi í febrúar til apríl
sem er umtalsvert meira en
Samfylkingin fékk á sama tíma.
Kannanir undanfarið hafa hins
vegar sýnt að fylgi við VG er að
minnka. Flokkurinn mælist nú
með 7% minna fylgi en hann fékk
fyrir einum mánuði. Núna er
vika í kosningar og í síðustu
könnun mældist fylgi VG 9%
Hvað gerist síðu
dagana í baráttu
!" #
$
%
&
$!'
!!
"
!'
#
"
!" #$%"""& '"&"
((
ÁHUGI kjósenda á samstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænn
hefur minnkað verulega og sömuleiðis á stjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna. Flestir kjósendur styðja núverandi stjórn-
armynstur, þ.e. stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Þetta kemur fram í könnun sem Capacent gerði fyrir Morg-
unblaðið og RÚV.
Í könnun sem gerð var 8.–13. mars lýstu flestir stuðningi við
samstjórn Samfylkingar og VG (28,1%), því næst stjórn Sjálfstæð
isflokks og VG (22,4%), og Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk
(24,2%).
Nú er mestur áhugi á stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks (31,7%), því næst Sjálfstæðisflokks og VG (22,0%), þá
stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar (15,7%) og stjórn Sjálf-
stæðisflokks og VG (12,3%). Áhugi á samstjórn Sjálfstæðisflokks
Samfylkingar er mun meiri nú en fyrir mánuði.
Hafa aukinn áhuga á stjórn með Sjálfstæðisflokki
Í mars var næstmestur stuðningur við stjórn Sjálfstæðisflokks
VG. 35,4% sjálfstæðismanna sýndu þessu stjórnarmynstri áhuga o
20,3% stuðningsmanna VG. Það sem er athyglisvert við nýjustu
könnun Capacent er að áhugi sjálfstæðismanna á samstjórn þess-
ara flokka hefur minnkað (úr 35,4% í 14,6%), en áhugi VG á slíkr
stjórn hefur aukist (úr 20,3% í 25,9%).
Heldur færri kjósendur VG sýna stjórn VG og Samfylkingar
áhuga, en það er þó sú stjórn sem þeir vilja helst (56,5%). Áhugi
Samfylkingar á slíkri stjórn hefur hins vegar minnkað umtalsver
fer úr 65,4% í 49,5%.
Ennfremur hefur sú breyting orðið að fleiri sýna stjórn Samfy
ingar og Sjálfstæðisflokks áhuga. Heldur fleiri sjálfstæðismenn
sýna slíkri stjórn áhuga og áhugi samfylkingarmanna á henni
eykst verulega, fer úr 12,3% í 28,7%.
Sú stjórn sem sjálfstæðismenn vilja helst er þó núverandi stjór
armynstur. 61,6% sjálfstæðismanna vilja slíka stjórn, en 42,6%
nefndu hana í mars. 77% framsóknarmanna vilja óbreytta stjórn,
sem er sama hlutfall og í mars.
Könnunin var gerð 25. apríl til 1. maí. Úrtakið, 1.225 manns, v
tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 62,3%.
Mestur áhugi á
núverandi stjórn
Morgunblaðið/Sverr