Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 36
36 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIKLAR umræður hafa verið
meðal fólks og félagsmanna HRFÍ
um einangrunarstöð fyrir gæludýr í
Reykjanesbæ sem tók til starfa 1
des. 2005.
Þar hefur verið
fjallað mest um gjald-
skrá einangr-
unarstöðvarinnar og
okurstarfsemina sem
þetta fólk telur fara
þarna fram í skjóli ein-
okunar. Ingibjörg Þór-
hallsdóttir birti grein í
Mbl. 1. apríl sl. og svo
aftur í síðasta tbl.
Sáms, blaði HRFÍ.
Las ég fundargerð
frá fulltrúaráðsfundi
HRFÍ sem haldinn var
10 apríl sl. á vegum Hundarækt-
arfélags Íslands.
Þar kemur skýrt fram að sett var
saman nefnd til að kanna þessi mál
betur.
En enginn hefur haft samband við
mig um starfsemi einangrunarstöðv-
arinnar, né gefið mér færi á að reyna
að útskýra starfsemina betur.
Fólk þetta hefur myndað sér skoð-
anir án þess að kanna málið nánar.
Svo ég ákvað að rita þetta bréf og
birta hér.
Samkeppnisstofnun barst ábend-
ing um ,,okurstarfsemina“ og hef ég
skilað inn gögnum til þeirra.
Engar athugasemdir hafa komið
frá þeim.
Einangrunarstöð er lögbundin hér
á landi, og undirrituð á og rekur, eins
og er, þá einu sem starfar hér á
landi.
Miklu var kostað til, til að koma
upp svona stöð, og af einskærum
áhuga á dýrum, og með mikilli þraut-
seigju tókst þetta á endanum.
Í fyrstunni var stuðst við gjald-
skrá sem var lögbundin hér fyrir, og
rétt áður en stöðin var opnuð bætt-
ust við sýnatökur vegna hestainflú-
ensu sem getur smitast yfir í hunda,
sem herjar á dýr erlendis.
Þessu var bætt við gjaldið. Í fyrstu
hafði ég það tvískipt en svo setti ég
það inn í gjaldskrána hjá stöðinni.
Sá ég fljótlega að gjaldskráin stóð
ekki undir rekstrarkostnaði stöðv-
arinnar, þannig að ég gaf út tilkynn-
ingu á heimasíðu stöðvarinnar að
gjaldskráin myndi hækka í febrúar
2007.
Tilkynningin kom út rúmum
þremur mánuðum áður en nýja
gjaldskráin tók í gildi.
Það eru mikil útgjöld í rekstri
stöðvar sem þessarar, og ég sá mér
ekki annað fært en að
hækka gjaldskrána,
eða leggja hana niður.
Stöðin er vöktuð all-
an sólarhringinn, fjórir
starfsmenn eru í fastri
vinnu við stöðina, og
stundum fleiri.
Það er rangt að
rekstraraðili hafi
hækkað gjaldskrána
þrisvar frá stofnun fyr-
irtækisins.
Það hefur aðeins
gerst einu sinni, fyrir
utan það að ég bætti við
10.000 kr. á allra stærstu hundana,
vegna mikilla útgjalda.
Og ekki má gleyma því grettistaki
sem var lyft í einangrunarmálum á
Íslandi, og hvað ferðalag dýranna
styttist mikið.
Álag á dýr er oft mikið, og að
þurfa ekki að fara þvert yfir landið
til að dvelja í einangrun, er stórt
skref.
Allur aðbúnaður er til fyr-
irmyndar, og úrvals starfsfólk sem
vinnur við starfsemina.
Reglugerð sem unnið er eftir er
ströng, og allt eftirlit til fyr-
irmyndar.
Miklar kröfur eru gerðar, og þeim
er framfylgt af alhug.
En ég vil aðeins minnast á félag
HRFÍ, og þá ,,okurstarfsemi“ sem
þar fer fram.
Finnst stjórnarmeðlimum félags-
ins ekki þeirra gjaldskrá óeðlilega
há? Öll þjónusta félagsins kostar
pening, t.d. að sýna einn hund, sem
tekur aðeins 4 mínútur í hring, kost-
ar 4.400 kr. og þar kostar þá mínútan
aðeins 1.100 kr.
Fyrir utan það sem er selt inn í
áhorfendastúkuna.
Á síðustu sýningum félagsins hafa
verið sýndir yfir 700 hundar, þannig
að innkoma félagsins er mikil, og
augnskoðun, sem tekur 2 mínútur,
kostar 4.500 kr. með augndropum.
Ættbækur eru á bilinu 7.300 kr.
upp í 23.400 kr.
Að ég tali ekki um breytingu í ætt-
bók, og ef þú flytur inn hund sem
kemur að utan með fullgilda ættbók,
þá kostar umskráning á henni yfir í
ísl. ættbók 7.800 kr.
Að reka félag sem HRFÍ kostar
pening, og til að geta gert vel, þarf
innkoman að vera góð. Máske er tími
til kominn að félagsmeðlimir fái að
njóta uppsveiflunnar sem hefur ver-
ið í starfsemi félagsins, ss. eins og við
skráningu hunda í ættbækur, vel
sóttra hundasýninga og félagsgjalda,
námskeið og margt fleira.
Þarna er mikil innkoma, enda er
HRFÍ ört stækkandi félag.
Þannig að árás á Einangr-
unarstöðina í Reykjanesbæ kemur
úr hörðustu átt.
Ég get ekki annað en minnst á það
sem má ekki gleyma, það er hvolpa-
verð á Íslandi, en það er á bilinu
150.000 kr. upp í 350.000 kr.
Algengasta verðið á smáhundum
er í kring um 200.000 kr.
Ræktun getur verið kostn-
aðarsöm, HRFÍ gæti stuðlað að
lækkun á hvolpaverði með lækkun á
kostnaðarliðum ss. ættbókum o.fl.
Oftast eru andvirði hvolpa skatt-
frjálsar tekjur hjá flestum, það er
undantekningarlaust þannig, nema í
einstökum tilfellum.
Þetta talar enginn um. Það væri
athyglisvert fyrir skattinn að skoða
ættbókarskráningar hjá HRFÍ, og
sjá hversu margar færslur eru á
suma meðlimina sem þarna eru.
Árásir sem Einangrunarstöðin
hefur verið að fá eru allar settar
þannig upp að þetta sé einok-
unarstarfsemi, sem er ekki rétt, því
það er öllum frjálst að feta í mín spor
og setja á stofn einangrunarstöð, svo
lengi sem sá aðili uppfyllir þær kröf-
ur sem settar eru upp um slíkan
rekstur.
Samkeppni er aðeins af hinu góða.
Opið bréf til stjórnar HRFÍ og
Ingibjargar Þórhallsdóttur
Kristín Jóhannsdóttir
skrifar um gæludýr og
einangrunarstöðvar
»Miklu var kostað til,til að koma upp
svona stöð, og af ein-
skærum áhuga á dýrum
og með mikilli þraut-
seigju tókst þetta á end-
anum.
Kristín Jóhannsdóttir
Höfundur er eigandi og rekstraraðili
Einangrunarstöðvarinnar í
Reykjanesbæ ehf.
SÝSLUMAÐURINN á Selfossi
sendi undirrituðum bréf hinn 30.
mars sl. og tilkynnti að embætti hans
myndi ekki bjóða upp á utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu á Sólheimum
fyrir komandi alþingiskosningar.
Það sem vekur athygli er að und-
irritaður hafði þá ekki óskað eftir að
utankjörfundaratkvæðagreiðsla færi
fram á Sólheimum.
Sýslumaður tók það
upp hjá sjálfum sér að
loka fyrir þennan
möguleika.
Í sveitarstjórn-
arkosningum árið 2006
eða fyrir aðeins 11
mánuðum var utan-
kjörfundaratkvæða-
greiðsla á Sólheimum,
eins og verið hefur áð-
ur bæði við sveit-
arstjórnar- og alþing-
iskosningar. Sú
kosning var kærð.
Skipuð var sérstök
kjörnefnd til að fjalla
um málið. Í nefndinni
voru Anna Birna Þrá-
insdóttir sýslumaður,
Björn Jóhannesson
héraðsdómslögmaður
og Erlingur Sigtryggs-
son dómstjóri. Nið-
urstaða kjörnefndar
var að kröfu kærenda
var hafnað. Kærunni
var þá vísað til félags-
málaráðuneytis sem
komst að sömu nið-
urstöðu.
Í áliti félagsmála-
ráðuneytisins kemur
m.a. fram:
„Jafnframt skal bent á, með vísan
til a-liðar 1. mgr. 58. gr. laga um
kosningar til alþingis nr. 24/2000, að
sýslumaður getur ákveðið að utan-
kjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram
á öðrum stöðum í umdæmi hans en á
skrifstofu hans. Hefði því verið hægt
að ákveða atkvæðagreiðslu á Sól-
heimum með stoð í því ákvæði.
Skiptir því ekki höfuðmáli varðandi
hina efnislegu niðurstöðu hvort Sól-
heimar væru skilgreindir sem stofn-
un fyrir fatlaða eða ekki samkvæmt
2. mgr. 58 gr. laga nr. 24/2000 en
ráðuneytið ítrekar það sem áður er
sagt að Sólheimar eru almennt ekki
skilgreindir sem stofnun fyrir fatl-
aða heldur byggðahverfi þar sem
fatlaðir og ófatlaðir blandist.“
Þegar sýslumaður var spurður út í
þá ákvörðun sína að bjóða ekki upp á
utankjörfundaratkvæðagreiðslu á
Sólheimum í Morgunblaðinu hinn 1.
maí sl. vísar hann til þess að það sé á
skjön við jafnræðisreglu stjórn-
arskrár að bjóða einu byggðahverfi
þjónustu í þessum efnum umfram
önnur. Vísar hann einnig til þess að
Sólheimar séu byggðahverfi en ekki
stofnun.
Það er rétt ályktað hjá sýslumanni
að Sólheimar eru byggðahverfi rétt
eins og Selfoss, Hveragerði og aðrir
þéttbýlisstaðir í Árnessýslu. Engu
að síður hefur sýslumaður fulla
heimild til að láta utankjörfund-
aratkvæðagreiðslu fara fram að Sól-
heimum. Staðreynd málsins er einn-
ig sú að í engu öðru byggðahverfi í
Árnessýslu búa fleiri einstaklingar
með þroskahömlun en í byggða-
hverfinu að Sólheimum. Það verður
seint talið brot á jafnræðisreglu að
koma til móts við þarfir þeirra. Aldr-
ei hefur verið óskað eftir að fleiri
greiddu atkvæði í utankjörfund-
aratkvæðagreiðslu en
þeir einir. Sérstöðu
þessara íbúa virðist
sýslumaður ekki
þekkja og ekki meta.
Athyglisvert er að
sýslumaður haldi nú á
lofti jafnræðisreglu
stjórnarskrár. Það er
eins og sú regla hafi
fyrst núna nýverið bor-
ist austur á Selfoss.
Ekki var hún nefnd í
úrskurði félagsmála-
ráðuneytis, né í úr-
skurði sérskipaðrar
nefndar er hafði til um-
fjöllunar kæru vegna
sveitarstjórnarskosn-
inga í Grímsnes- og
Grafningshreppi á síð-
asta ári, sem atriði er
hamlað gæti óskorð-
uðum rétti sýslumanns
til að hafa utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu
að Sólheimum. Braut
sýslumaður þessa reglu
fyrir 11 mánuðum síðan
þegar hann heimilaði
utankjörfund-
aratkvæðagreiðslu að
Sólheimum?
Það eru grundvall-
armannréttindi hvers
einstaklings að hafa rétt á að greiða
atkvæði í kosningum og að allir hafi
jöfn tækifæri til þess að nýta þann
rétt sinn. Meginþorri fólks hefur að-
stöðu, þekkingu og þor til að nýta
kosningarétt sinn á tilgreindum
kjörstöðum.
Það eru einstaklingar í íslensku
samfélagi sem ekki hafa sömu að-
stöðu, þekkingu og þor. Þeirra at-
kvæði eru þrátt fyrir það jafnmik-
ilvæg og eiga jafnmikinn rétt á sér
og atkvæði annarra íbúa þessa lands.
Það er í anda nútímahugsunar og
-blöndunar að einstaklingar með
fötlun eigi að sækja hefðbundna
kjörstaði eins og aðrir þjóðfélags-
þegnar. En er það endilega alltaf
rétt að hinn fatlaði lagi sig að því sem
samfélag ófatlaðra býður upp á – er
ekki stundum rétt að samfélag hinna
ófötluðu lagi sig að veruleika hinna
fötluðu, þar kynnu að vera aðrar og
ólíkar þarfir?
Réttindabarátta fatlaðra snýst
ekki eingöngu um að hinn fatlaði lagi
sig að þörfum, skipulagi og for-
sendum þess samfélags sem byggt
er upp af og stjórnað af hinum ófatl-
aða. Það er réttur hins fatlaða að
honum sé mætt á sínum forsendum
og við þær aðstæður þar sem hann
finnur til öryggis.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á
Sólheimum er leið til að mæta fötl-
uðum einstaklingum á eigin for-
sendum og við þær aðstæður þar
sem hver og einn finnur til öryggis.
Þetta er spurning um þjónustulund
og vilja til góðra verka.
Fróðlegt verður að fylgjast með
viðbrögðum frambjóðenda í Suður-
kjördæmi til þessa máls.
Sýslumaðurinn á Selfossi segir nei
við utankjörfundaratkvæðagreiðslu
á Sólheimum þrátt fyrir heimild til
þess að halda kjörfund á Sólheimum
og gegn viðtekinni venju. Svona eiga
sýslumenn ekki að vera.
Geta allir kosið? –
Svona eiga sýslu-
menn ekki að vera
Guðmundur Ármann Pétursson
skrifar um utankjörfundar-
atkvæðagreiðslu á Sólheimum
Guðmundur Ármann
Pétursson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sólheima ses.
» Það erugrundvall-
armannréttindi
hvers ein-
staklings að
hafa rétt á að
greiða atkvæði í
kosningum og
að allir hafi jöfn
tækifæri til þess
að nýta þann
rétt sinn.
Á LISTAVERKAUPPBOÐI í
vetur var málverkið Telpur í bolta-
leik, sem Þorvaldur Skúlason málaði
1941, slegið á kr.
6.500.000.
Af þessu tilefni
vakna upp gamlar
minningar frá París.
Vorið 1956 dvaldist
Þorvaldur um nokk-
urn tíma á Signubökk-
um, en hann hafði þá
ekki komið til borg-
arinnar síðan 1950.
Fjárhagslega var
þungur róðurinn hjá
honum eins og mörg-
um listamönnum á
þessum árum, en góð-
ur maður hafði keypt málverk af
honum á verði sem stóð undir ferða-
kostnaði til Parísar. Þorvaldur sagði
okkur margt frá dvöl sinni í París á
árunum fyrir seinni heimstyrjöldina,
en sérstaklega er mér minnisstæð
frásögn af flótta þeirra hjóna og
dóttur þeirra, sem þá var korna-
barn, undan innrásarher Þjóðverja,
fyrst til Tours og þaðan á síðustu
stundu til Bordeaux. Í Tours skildu
þau hjónin allar eigur sínar eftir á
hröðum flótta og voru þær eflaust
seldar fyrir lítið, sagði Þorvaldur.
Á mildu vorkvöldi, 30. apríl, sátu
vinir Þorvaldar hóf hon-
um til heiðurs á fimm-
tugsafmæli hans. Leif-
ur Þórarinsson,
tónskáld,var helsti
hvatamaður hófsins.
Ég sé enn fyrir mér
langborðið þar sem við
sátum í góðu yfirlæti.
Hófið sátu Þorvaldur
og við hlið hans Nína
Tryggvadóttir, þá Val-
gerður Hafstað, list-
málari, Gerður Helga-
dóttir, myndhöggvari,
Helga Kalman, ritari í
íslenska sendiráðinu í París, Albert
Eyjólfsson, fræðimaður, Sigfús
Daðason, skáld og konan hans, Anna
Brynjólfsdóttir, Jón Nordal, tón-
skáld, og konan hans, Sólveig Jóns-
dóttir, Rafn Júlíusson, deildarstjóri
hjá Pósti og síma, Hreinn Stein-
grímsson, tónlistamaður, Magnús Á.
Árnason, listmálari, og að lokum
undirritaður.
Magnús orti Afmælisbrag og vís-
an um Þorvald hljóðar svo:
Æfinlega ófullur
er minn kæri Þorvaldur.
Hann er Íslands besti bur
en bara fjandi abstraktur.
Að lokum nokkur orð um fyrr-
nefnda málverkasölu. Núverandi
söluverðmæti málverksins hefði gert
listamanninum kleift að dveljast í
París í mörg ár og fylgiréttargjaldið
í marga mánuði. Þorvaldur hefði
getað leigt sér bjarta vinnustofu í
stað þess að kúldrast í litlu hótelher-
bergi með pensla sína og striga.
Sárt er að gera sér grein fyrir
þessu beiska óréttlæti, en gott er að
minnast ljúflingsins og listamanns-
ins Þorvaldar Skúlasonar og dvalar
hans í París vorið 1956.
Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt.
Á markaðstorgi
málaralistar
Jes Einar Þorsteinsson skrifar
hugleiðingar um sölu á mál-
verki Þorvaldar Skúlasonar,
Telpum í boltaleik
Jes Einar Þorsteinsson
»Núverandi söluverð-mæti málverksins
hefði gert listamann-
inum kleift að dveljast í
París í mörg ár og
fylgiréttargjaldið í
marga mánuði
Höfundur er arkitekt.