Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 39
TVEIR stórir stjórnmálaflokkar
héldu landsfundi sína helgina 18.–20.
apríl sl. Ég fylgdist með umræðum
fundanna í gegnum fjölmiðla eins og
svo margir aðrir. Margt áhugavert
kom fram og mörg fög-
ur fyrirheit hjá báðum
flokkum. Mikið er rætt
um umhverfismál í að-
draganda kosninga og
má segja að það „að
vera grænn“ sé í tísku.
Það sem kemur mér
mest á óvart er hversu
lítið er rætt um heil-
brigðismálin. Á lands-
fundi sjálfstæðismanna
var gefin út yfirlýsing
um að þeir vilji fá heil-
brigðisráðneytið undir
sinn hatt ef þeir ná því
að vera áfram í rík-
isstjórn, en hvað svo?
Þau 16 ár sem ég hef starfað sem
hjúkrunarfræðingur man ég ekki eft-
ir öðru en ráðamenn þessa lands hafi
fyrirskipað niðurskurð í heilbrigð-
iskerfinu. Framsóknarmenn hafa
stjórnað heilbrigðismálunum sl. 12 ár,
og þau hafa verið á niðurleið þessi ár,
bæði heilbrigðismálin og Framsókn.
Hvað ætla stjórnmálaflokkarnir að
gera eftir komandi kosningar í vor
varðandi þá manneklu sem nú blasir
við í heilbrigðisþjónustunni. Skortur
á hjúkrunarfræðingum er alvarlegt
vandamál hér á landi og fer versn-
andi. Ég er hrædd um að stjórnendur
þessa lands séu að sofna á verðinum.
Þeir virðast ekki átta sig á ástandinu
og er það kannski vegna þess að þeir
fá sjálfir bómullarmeðferð þegar þeir
þurfa að nýta sér heilbrigðiþjón-
ustuna: Fara í forgang, fá einbýli með
nettengingu og einkasjónvarpi, og
tala síðan um það opinberlega hversu
góð þjónustan er. Sú meðferð sem
ráðamenn þjóðarinnar fá gefur ekki
rétta mynd af raun-
veruleikanum. Ef sú
mannekla heldur fram
sem horfir verður að
manna hjúkr-
unarstöður sjúkrahús-
anna að miklu leyti með
erlendu vinnuafli og
jafnvel fólki sem ekki
hefur tilskilin leyfi. Það
kallar á mikið óöryggi
fyrir skjólstæðinga heil-
brigðisþjónustunnar, og
aukin hætta verður á
mistökum. Öryggi
skjólstæðinga er grund-
vallaratriði til að
tryggja gæði þjónustunnar. Mennt-
un, reynsla og þekking hjúkr-
unarfræðinga er mikilvægur þáttur
til að tryggja þessi gæði.
Nýlega var gerð greining á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi á stöðu
hjúkrunarmönnunar sem sýnir að
það vantar á annað hundrað stöðu-
gildi hjúkrunarfræðinga til að sinna
verkefnum sjúkrahússins og til að
mæta fjarvistum vegna orlofs og
veikinda. Einnig ber að hafa í huga að
á næsta áratug fara 40% starfandi
hjúkrunarfræðinga á eftirlaun.
Landlæknisembættið hefur látið
þetta mál sig varða í ljósi þess að slík-
ur skortur ógnar gæðum heilbrigð-
isþjónustu og öryggi sjúklinga.
Alþingi samþykkti nýlega fjárveit-
ingu sem gerir Háskóla Íslands og
Háskólanum á Akureyri kleift að
auka nemendafjölda í hjúkrun frá og
með þessu ári. Það er ekki nóg að
fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræð-
ingum, þeir verða líka að skila sér út
á vinnumarkaðinn, þ.e. í heilbrigð-
isþjónustuna. Einnig er mikilvægt að
missa ekki þá hjúkrunarfræðinga
sem fyrir eru til annarra starfa en
það er að gerast vegna lágra launa og
mikils vinnuálags.
Kæru stjórnmálamenn, það er ekki
nóg að gefa fögur fyrirheit um að
auka lífsgæði aldraða og sjúkra með
því að byggja ný hjúkrunarheimili og
fjölga hjúkrunarrýmum eða leyfa
öldruðum að dvelja lengur heima
með aðstoð heimahjúkrunar ef ekki
fæst hjúkrunarfólk í þessi störf. Ég
veit að staðan er þannig í dag að það
eru til laus pláss á einhverjum dval-
arheimilum en ekki er hægt að nýta
þau pláss vegna manneklu.
Ég auglýsi hér með eftir stjórn-
málaflokki sem ætlar að beita sér í
þessum málum, þann flokk kýs ég.
Fleiri hjúkrunarrými
– en hvaða starfsfólk?
Guðrún I. Gunnlaugsdóttir
skrifar um manneklu í
heilbrigðisþjónustunni
»Hvað ætla stjórn-málaflokkarnir að
gera eftir komandi
kosningar í vor varðandi
þá manneklu sem nú
blasir við í heilbrigð-
isþjónustunni.
Guðrún I.
Gunnlaugsdóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
mbl.is
ókeypis
smáauglýsingar
>> www.khi.is
P
IP
A
R
S
ÍA
7
0
7
8
1
Við Kennaraháskóla Íslands eru
nemendur búnir undir leiðtoga- og
stjórnunarstörf
Nám við Kennaraháskólann veitir
starfsréttindi á sviði kennslu, uppeldis og
umönnunar og er einnig góður
undirbúningur fyrir margvísleg önnur
störf
Kennaraháskólinn er leiðandi á sviði
fjarkennslu og um helmingur nemenda
stundar fjarnám
Í námi við Kennaraháskóla Íslands er lögð
áhersla á tengsl við væntanlegan
starfsvettvang, rannsóknir, sköpun og
miðlun
Umsóknarfrestur um
grunnnám er til 18. maí
B.Ed. nám í grunnskólakennarafræði
B.Ed. nám í leikskólakennarafræði
B.Ed. nám í íþróttafræði
B.S. nám í íþróttafræði
B.A. nám í þroskaþjálfafræði
B.A. nám í tómstunda-
og félagsmálafræði
>> Kennaraháskóli Íslands
sími 563 3800 > www.khi.is
Mótaðu framtíð Íslands
>
>
>
>
LAUGARDAGINN 5. MAÍ KL 10.00 – 17.00
Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ
Grillaðar SS pylsur og Appelsín
SKIPULÖGÐ DAGSKRÁ FRÁ KL. 13.00 - 15.00.
Trúðarnir
Búri og Bína
Sonny skemmtir sér og krökkunum
Andlitsmálning og blöðrur
Skoppa og Skrýtla
Ratleikur Óperuídívurnar
Davíð og Stefán
Allir velkomnir!
FRÍR A
ÐGAN
GUR
FRÍTT
Í ÖLL
TÆK
I