Morgunblaðið - 05.05.2007, Page 41

Morgunblaðið - 05.05.2007, Page 41
Vandað 4 stjörnu hótel í nágrenni við Vatikanið. Hótelið er nýuppgert og vel búið með góðu sundlaugasvæði, fallegum herbergjum og skemmtilegri sameiginlegri aðstöðu. Hotel Ergife Palace Sól og borg í frábærum pakka! 1 vika: 26. júní –3. júlí Frá 69.577,- Verð á mann m.v. 2 fullorðna Duke er sérstaklega fallegt og vandað hótel á frábærum stað í miðborg Rómar. Herbergin eru stór og það er framúrskarandi þjónusta á þessu gæðahóteli. Duke Hotel Roma Glæsihótel í hjarta Rómar 1 vika: 7.–14. ágúst Frá 77.900,- Verð á mann m.v. 2 fullorðna VIKA Í MIÐBORG RÓMAR Á ÓTRÚLEGU VERÐI Ótal veitingastaðir, fjörugt næturlíf og ein skemmtilegasta verslunarborg heims! Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500,- fyrir hvern farþega. Sumarferðir Laugavegi 26 (gengið inn Grettisgötumegin) Farðu inná www.sumarferdir.is eða hringdu í síma 575 1515. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500,- fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 41 MA-nemendur í hagnýtri menning- armiðlun við Háskóla Íslands kynntu í vikunni hugmyndir sínar um menntatengda ferðaþjónustu á Vest- fjörðum. Hópur sem valdi sér Núp í Dýrafirði sem verkefni leggur til að þar verði sett á stofn alþjóðleg fjöl- menningarmiðstöð sem hafi það að markmiði að safna öllum fáanlegum upplýsingum um samskipti mismun- andi menningarheima, stunda rann- sóknir og mennta og fræða þá sem eiga hlut að máli í þeim tilgangi að auðvelda aðlögun nýbúa og að menn af öllum þjóðernum geti lifað og starfað saman í sátt og samlyndi. Æðsta markmiðið verði að Ísland verði í fremstu röð í heiminum á sviði rannsókna og menntunar á sviði fjöl- menningar. Nú þegar eru margir að fást við málefni innflytjenda hér á landi en svo virðist sem heildarsýn vanti, ein- hvern aðila sem haldi utan um verk- efnið. Hópurinn leggur til að á Núpi verði í bland rannsóknar- og fræðslu- miðstöð og ferðaþjónusta þar sem hin einstaka náttúra, saga og kyrrð Vestfjarða ásamt íslenskri menningu tengist uppbyggjandi alþjóðlegum námskeiðum. Hópurinn minnir á að á Íslandi lifum við þegar í fjölþjóða- samfélagi, yfirleitt í sátt og samlyndi við þá ágætu útlendinga sem búa hér, en þegar þeim fer snögglega fjölg- andi er mikils virði að sú sátt ríki áfram. Móta þarf strax faglega og já- kvæða stefnu og framkvæma hana. Í tengslum við eflt Fjölmenning- arsetur á Ísafirði yrði safnað öllum hugsanlegum upplýsingum um mál- efni útlendinga á einn stað og á Núpi yrðu haldin námskeið fyrir kennara, heilbrigðisstéttir, stéttarfélög, fyr- irtæki og aðra sem vinna með inn- flytjendur og þar yrðu aðlög- unarnámskeið af ýmsu tagi fyrir þá sem ætla að setjast hér að. Þarna væru skólabúðir þar sem íslensk ung- menni myndu vinna að verkefnum með erlendum jafnöldrum sínum og þau myndu læra hvert af öðru. Þarna myndu listamenn, fræðimenn og hag- leiksmenn af öllum þjóðernum vera með fræðslu, fyrirlestra, tónleika eða sýningar. Þarna yrðu haldin þjóð- arkvöld, alþjóðlegar hátíðir og ráð- stefnur svo eitthvað sé nefnt. Ekki má gleyma því að í Dýrafirði er þegar töluverð uppbygging og möguleikar sem nýtast myndu vel í tengslum við fjölmenningarmiðstöðina. Húsnæði er fyrir hendi á Núpi sem myndu lág- marka stofnkostnaðinn og mikil þekking og reynsla á málefnum inn- flytjenda er til staðar á Vestfjörðum. ÁSA M. VALDIMARSDÓTTIR, MAGNÚS ASPELUND, RAGNHEIÐUR JÓSÚADÓTTIR, SIF JÓHANNESDÓTTIR, MA-nemar í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ. Alþjóðlega fjölmenningarmiðstöð á Núp Frá Ásu Maríu Valdimarsdóttur, Sif Jóhannesdóttur, Ragnheiði Jós- úadóttur og Magnúsi Aspelund UNDANFARIN misseri hafa staðið yfir geysimiklar byggingarfram- kvæmdir allt í kringum Samtún, Miðtún og Hátún, þar sem mesti fyr- irgangurinn hefur verið, er á svo- kölluðum Höfðatorgsreit. Þarna á að byggja skýjakljúfa í óþökk íbúa, í þessu rótgróna hverfi, sem er eins og vin í miðri borg, mikil friðsæld, sem hefur verið rofin með stöðugum sprengingum. Yfir okkur íbúa þess- ara gatna hafa dunið sprengingar alla virka daga, rétt eins og við vær- um stödd á vettvangi styrjaldar- átaka, þvílíkur er djöfulgangurinn. Húsin eru flest byggð á árum seinni heimsstyrjaldar, í kringum 1941, og þola illa þennan gauragang. Fyrir utan áreitið sem þessi gauragangur veldur íbúum þessara gatna þá eru lagnir í jörðu og pípulagnir í stór- hættu. Það eru dæmi um að pípu- lagnir hafi gefið sig í nokkrum hús- um. Þegar mest gengur á eins og verið hefur undanfarna daga, rúður nötra, veggir og gólf ganga í bylgj- um og myndir skekkjast á veggjum, þá er manni nóg boðið. Ég hafði samband við lögreglu höfuðborgarsvæðisins en var svarað að þeir gætu ekkert gert en mér var bent á að hafa samband við Vinnu- eftirlit ríkisins, sem hefur eftirlits- skyldu gagnvart verktökum sem sjá um sprengingar. Sem sagt, lög- reglan getur ekkert gert fyrr en slys verður. Ég hafði samband við Vinnu- eftirlitið og jú, þeir höfðu samband við undirverktaka Eyktar, Eykt er byggingarverktakinn á Höfðatúns- reitnum, og úr varð að mælir var festur á mitt hús og mér tilkynnt af starfsmanni Jarðvéla, að starfs- maður Vinnueftirlits myndi verða viðstaddur sprengingu á tilteknum tíma, sem og varð. Það skal tekið fram að umræddur mælir er í eigu Jarðvéla, ekki Vinnueftirlits. Mér var síðan tilkynnt að bylgjur og titr- ingur vegna ofangreindrar spreng- ingar hafði verið innan marka og að sjálfsögðu var mælitækið fjarlægt, eftir þessa einu sprengingu. Hvers konar vinnubrögð eru þetta? Auðvit- að var hleðslan 1⁄3 af því sem gengið hafði á undanfarna daga og svo virð- ist sem eftirlitið sé í höndum þeirra sem á að hafa eftirlit með. Hvað gerði Vinnueftirlið í málinu? Ekkert. Ef þetta eru stöðluð vinnu- brögð Vinnueftirlits ríkisins þá er al- veg óhætt að leggja það niður og spara stórfé í launakostnað o.fl. Næst hafði ég samband við félags- málaráðuneytið en Vinnueftirlitið heyrir undir það ráðuneyti og hvað gerðu þeir? Ekkert. Því næst hafði ég samband við dómsmálaráðu- neytið sem hefur jú yfirumsjón með meðferð sprengiefna í borginni og víðar. Hvað gerðu þeir? Ekkert. Það er gjörsamlega óþolandi að almennir borgarar séu algjörlega varnarlausir fyrir yfirgangi stórra bygg- ingaverktaka hér í borg og hver ein- asta eftirlitsstofnun sem við höfum eða öllu heldur teljum okkur hafa, vísa allri ábyrgð frá sér þangað til eitthvað fer úrskeiðis. Ég krefst þess að meðferð þessa málaflokks verði tekin til endurskoðunar af hálfu Reykjavíkurborgar og þessir verktakar, þó stórir séu, komist ekki upp með það að fara sínu fram, eft- irlitslaust. HJÖRLEIFUR M. JÓNSSON, Samtúni 12, Reykjavík. Bréf til borgarstjóra Frá Hjörleifi M. Jónssyni ÉG HEF haft þau forréttindi að búa erlendis, í þeim skilningi að geta horft á þjóðina mína frá öðru sjón- arhorni. Marga góða hluti hef ég séð en líka marga slæma. Eitt af því sem ég hef séð og lesið í gegnum fjölmiðlana undanfarið er græðgi ís- lensku þjóðarinnar og gæti ég bent á margar bækur og ævintýri um hvernig persónur hafa verið brennd- ar á báli fyrir álíka græðgi. Efna- hagur þjóðarinnar er ekki góður, við flytjum inn meira en við getum flutt út. En efnahagurinn er ekki það sem mig langar að skrifa um, heldur siðferði þjóðarinnar almennt. Mig langar að byrja á olíufélögunum, það var sannað samráð á milli þeirra, ekki satt? Hver var refs- ingin? Og hvaða fyrirtæki voru kos- in mests trausts verð af fyr- irtækjum landsins? Þrátt fyrir að olíufélögin hafi haft alla landsmenn að fíflum og auk þess haft milljarða af þjóðinni. Hvað þá með „múltí kúnstnerinn“ Árna Vestmannaeying Jonsen? Honum var veitt uppreisn æru til þess að geta komist á þing! Þá spyr ég hvað um ákærða í Geir- finnsmálinu sem voru dæmdir sak- lausir og vildu bara fá að lifa í friði? Ekki kæmust þeir á þing. Hvað verður það næsta? Að gera „múltí kústnerinn“ að dómsmálaráðherra? Ég vænti þess ekki að allir Íslend- ingar myndu sætta sig við það. Nú, ekki má gleyma göngum á milli bæj- arfélaga sem kosta þjóðina álíka mikið og að reka góða háskóla til þess eins að stytta vegalengdir um ca tvo km. Bankar þjóðarinnar sýna meiri og meiri hagnað, ekki neitt sem þjóðin finnur fyrir en við getum montað okkur á erlendri grundu af því að „við“ séum að kaupa allt. Eins og ég hef oft heyrt frá löndum mínum „við erum að kaupa upp Evrópu“! Við er- um ekki að kaupa neitt, við erum bara peð í leikfléttu nokkurra aðila sem eru drifnir áfram af græðgi. Og það sem er sorglegt er að stór hluti íslensku þjóðarinnar hefur smitast af græðginni eða réttara sagt telur sig vera hluta af „kaupunum“. Sjálfstæðismenn hafa gleymt uppruna sínum, hvernig þeir urðu til og fyrir hvað þeir voru stofnaðir. Og það eru ekki bara sjálfstæðismenn heldur virðist meirihluti flokkanna hafa horfið frá þeirri ábyrgð sem stjórnmálamenn eiga að hafa og þurfa að gjalda fyrir ef þeir gera mistök, eins og hvarvetna erlendis. Þeir eiga að passa upp á að þjóðin missi sig ekki í spillingu og fáfræði. En þetta er ekki hægt þegar flestir ef ekki alli stjórnmálamenn eru ekk- ert skárri en verstu stjórnendur Rússlands ef þá ekki Úganda. Því eitt er víst að spilling er það sem fyrirfinnst á Íslandi. Hún er ekki langt frá því sem fyrirfinnst í t.d. Rússlandi eða öðrum kúguðum löndum. Stærsta vandamálið okkar er að við stöndum ekki saman, þ.e.a.s. mótmælum ekki. Við getum staðið saman ef það á að safna sam- an í fiðlu fyrir einn hljóðfæraleikara en þegar málefni sem skipta okkur, börnin okkar og barnabörn og fram- tíðina máli verðum við spéhrædd og tölum hvert í sínu horni. Kannski er það af því að þá gætum við verið sett út í kuldann og við gætum ekki montað okkur af því að við værum rík þjóð. Rík þjóð er ekki bara það sem telst í peningum heldur þjóð sem stendur saman. Þjóð sem lætur ekki vaða yfir sig. Ég er viss um að forfeður okkar sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar hafa oft snúið sér við í gröf sinni vegna þessara ömurlegu aðstæðna okkar í dag. Það finnst mörgum að Danir hafi mis- notað okkur á árum áður og við sættum okkur ekki við það og kröfð- umst þess vegna sjálfstæðis. En í dag erum við okkar verstu óvinir á margan hátt þegar til framtíðar er litið. Ég spái því að við munum verða ein fátækasta þjóð veraldar eftir svona 20 ár hvað virðingu, við- skipti og sjálfstæði varðar og þá er ég ekki að tala um peninga. GUÐMUNDUR ÞÓR SIGURÐSSON kennari og býr í Horsens í Danmörku. Er þjóðin siðferðislaus? Frá Guðmundi Þór Sigurðssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.