Morgunblaðið - 05.05.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.05.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 43 MÓÐIR mín var grunnskólakenn- ari þar til hún komst á eftirlauna- aldur. Á síðkvöldum sat hún við borð- stofuborðið og undirbjó verkefni morgundagsins, lagði hart að sér kvöld eftir kvöld, ár eftir ár. Þegar ég stálpaðist undraðist ég oft samviskusemi hennar. Líklega var það hugsjónin um „að koma einhverjum til þroska“ sem hvatti hana áfram, það var a.m.k. ekki launaseðillinn. Gamlir nemendur eiga það til að stoppa mig úti á götu og segja mér hvernig þau búi enn að grunnskólakennslu og aga móður minnar. Þau biðja að heilsa, með þakklæti. Konur eins og mamma Móðir mín var vinnukona kerf- isins. Hún var ein af þessum mátt- arstólpum íslensks velferðarsam- félags. Hinar konurnar allar eru það með henni, samviskusamar vinnu- konur. Það eru þær sem halda mennta- og heilbrigðiskerfinu gang- andi. Á lágum launum eins og vinnu- konum sæmir. Þær sjá um allt það dýrmætasta sem við eigum eins og þær hafa gert í gegnum aldirnar. Þær hugsa um börn, unglinga, afa og ömmu. Og þær hugsa um hina sjúku. Þetta eru konurnar sem segja ekki nei við meiri vinnu, svokölluðum aukavöktum sem verða æ fleiri, þótt þær hafi margt þarfara við tímann að gera. Þær redda þannig manneklu „hátæknisjúkrahússins“ fyrir horn í hverri viku með samviskusemi í hjarta. En hversu lengi halda þær það út? Steinsteypulausnir eða betri kjör? Á meðan vinnukonur kerfisins stunda vinnu sína af samviskusemi hrjáir samviskubitið aðra. Nú keppir hver um annan þveran að lofa fleiri hjúkrunarrýmum, stærri deildum, nýjum viðbyggingum. Meiri stein- steypa virðist vera sú lausn sem lík- legust er til vinsælda. Vissulega er þörf á brýnum úrbótum í þeim efn- um. En hvernig á að búa að vænt- anlegum starfsmönnum sem nýju rýmin kalla á? Hver ætlar að ganga um hallir steinsteypunnar þegar manneklan herðir að og sam- viskusemi kvenna annar ekki eft- irspurn? Tæplega 600 hjúkrunarfræðinga vantar til þess að leysa úr þeirri erf- iðu manneklu sem við blasir í heil- brigðisgeiranum. Það er líka alvar- legur skortur á sjúkraliðum. Í framtíðinni blasir einnig við alvarleg mannekla í öðrum störfum, fag- lærðra sem ófaglærðra. Þessi staða er alls staðar uppi á borðinu innan heilbrigðisþjónustunnar. Fagfólk flýr lág laun á barna- og unglinga- geðdeild LSH og iðjuþjálfun er í upp- námi vegna láglaunastefnu ríkisins. Enginn tekur á rót vandans. Reynslan í öðrum löndum sýnir að það felst engin töfralausn í því að setja stofnanir velferðarkerfisins í annan rekstrarbúning eða með einkavæðingu. Vissulega rauk út- varpsstjóri upp í launum þegar Rík- isútvarpið varð ohf. Ætli ræstitækn- ar RÚV hafi gert það líka? Uppstokkun! Það er deginum ljósara að nýrrar og róttækrar hugsunar, breyttra áherslna og bættra kjara er þörf inn- an velferðarkerfisins. Lausnir á náð- ugu ævikvöldi aldraðra og góðri umönnun sjúkra felast ekki í aukinni stofnanavæðingu heldur betri ein- staklingsmiðaðri þjónustu. Betri þjónusta merkir m.a. bætt kjör og aðlaðandi vinnuaðstæður þeirra sem hana veita. Mikill fjöldi aldraðra vill búa heima hjá sér eins lengi og þeir mögulega geta. Það á að vera for- gangsverkefni að byggja upp öfluga og víðtæka heimaþjónustu og draga úr stofnanavæðingu og steinsteypu- hugsun eins og kostur er. Hér er rót- tækrar og nýrrar nálgunar þörf jafnt í málefnum aldraðra sem öryrkja. Ef við eigum að geta rekið metn- aðarfulla og skapandi heilbrigð- isþjónustu og skólakerfi verður að horfast í augu við þá staðreynd að láglaunastefna til handa vinnukon- ustéttum velferðar gengur ekki upp til lengdar. Hið sjúka verðmætamat sem lýsir sér í því að mikilvægustu umönnunar- og uppeldisstörf sam- félagsins eru láglaunastörf sem hrekja öflugt og gott starfsfólk í burtu er ólíðandi. Hér þarf að koma til einörð sannfæring og ástríðufullur vilji til breytinga. Vinnukonur velferðar Eftir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur Höfundur skipar 2. sæti Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Það er fimmtudagskvöld og ég er tilbúinn að spá í spilin núna þegar enn eru tíu dagar til kosninga. Ég geng út frá því að kosningaþátttakan verði að meðaltali 85%. Samkvæmt því ættu að koma upp úr kjörkössunum tæp- lega 190.000 at- kvæðaseðlar. Ég ætla að sleppa öllum málalengingum: Númer eitt tel ég augljóst að Ís- landshreyfingin nái ekki inn manni. Ég tel líklegt að þeir verði með um 3% atkvæða á landsvísu en hvergi nægilega mikið til að ná inn manni. Ég met það svo að Frjálslyndir muni fá um 7% atkvæða á landsvísu og tvo menn kjörna, annan í dreifbýl- inu og hinn á höfuðborgarsvæðinu. Þeir gætu hugsanlega bætt við þriðja manninum á kostnað Fram- sóknar. Sjálfstæðisflokkurinn mun vænt- anlega fá um 35,5% atkvæða á lands- vísu eða um 66.000 atkvæði og 24 menn kjörna, þar af 10 á landsbyggð- inni og hina 14 á höfuðborgarsvæð- inu. Samfylkingin ætti að hala inn 18 þingmenn, sjö í dreifbýlinu og 11 á höfuðborgarsvæðinu, með rúmlega 47.000 atkvæðum, sem er um 25% kjörfylgi. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð fær samkvæmt mínum kokka- bókum um 16% kjörfylgi og 10 menn kjörna, þar af fjóra í dreifbýlinu og hina sex á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarflokkurinn stendur allvel úti á landsbyggðinni, þar sem hann ætti að ná inn sjö þingmönnum, en á höfuðborgarsvæðinu met ég það svo að flokkurinn fái tvo menn kjörna. Heildarkjörfylgi flokksins yrði þá tæp 13% með 24.000 atkvæð- um. Ef niðurstöðurnar verða þessar mun stjórnin halda velli með þriggja þingmanna meirihluta. Mér virðist samt víða mjótt á munum og smá- vægilegar breytingar á því sem hér er áætlað geta sett strik í reikning- inn. Hins vegar tel ég ólíklegt að stjórnarandstaðan nái því markmiði sínu að fella ríkisstjórnina. Tíu-daga kosningaspá Eftir Braga Jósepsson Höfundur er rithöfundur og fv. prófessor. Hraustir menn… …og hörkutól! Í dag kl. 12 kynna Einar og Sverrir Þorsteinssynir ævintýraferð sína, Round the world – rtw.is í verslun MotorMax að Kletthálsi 13. Eins og nafnið bendir til verður farið hringinn í kringum hnöttinn. Ferðin tekur 90 daga og verða kapp­ arnir fyrstir Íslendinga til að keyra torfærur og vegleysur svo vikum skiptir á framandi slóðum til að ná þessu ótrúlega markmiði. Líttu við og hittu kappana og sjáðu græjurnar sem koma eiga þeim hringinn í kringum hnöttinn. Það er engin tilviljun að þeir bræður velja Yamaha 660 XT fyrir þessa mögnuðu ferð. Hér er einfaldlega hjól sem hægt er að bjóða öfgafullar aðstæður fjarri mannabyggðum. Einfalt, öruggt og óbilandi gæði. Yamaha 700 Raptor fjórhjól – magnað leiktæki. Yamaha 660 XT          l! Starcraft RT fellihýsin – fyrir þá sem vilja komast ótroðnar slóðir. Og fleiri hörkutól! MotorMax er verslun þeirra sem vilja fara alla leið. Hér er smá brot af úrvalinu okkar, en sjón er sögu ríkari. MotorMax . Klettháls 13 . 110 Reykjavík . Sími 563 4400 www.motormax.is MotorMax Egilsstöðum ­ MotorMax Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.