Morgunblaðið - 05.05.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 45
Svo tók við hefðbundin uppbygging í
formi hvatningar. Þegar ég kvaddi
ömmu þennan dag var mikill friður
yfir henni. Við höfðum talað um eitt
og annað, hluti sem maður tekur með
sér áfram í lífinu. Þetta var falleg
stund, stund sem ég mun aldrei
gleyma.
Ég kveð ömmu fullur af þakklæti
og ég veit að amma mun færa þeim
gleði sem hún situr hjá núna.
Guð geymi þig amma.
Kristján Aðalsteinsson.
Nú er amma dáin og minningarnar
streyma fram. Stundirnar með henni
voru ómetanlegar, bæði í Grafar-
bakka og síðar á Akureyri, einkum
stundirnar í eldhúsinu. Þar var setið
og spjallað og kapall lagður með hálf-
um huga á meðan heimsmálin voru
rædd. Kannski gripið í krossgátu.
Stundum gat umræðan orðið pólitísk,
stundum voru það bókmenntirnar, en
mest þó lífið almennt. Og hún saknaði
afa þótt hún talaði ekki mikið um það.
Minningar um ömmu og afa í Graf-
arbakka skipa stóran sess í mínu lífi.
Það hvíldi einhver andi yfir Grafar-
bakka sem ekki er hægt að útskýra
með orðum. Það var gott að vera lítill
drengur og dvelja hjá þeim nokkra
daga í senn, taka út lífið og tilveruna
og ræða heimsmálin. Grafarbakki
var sálarhospital og þar hlóðust batt-
eríin hratt. Svo fékk maður líka
heimatilbúinn ís og uppbúið rúm í
austurherberginu; uppbúið eins og
amma gerði það. Þarna ríkti mikil
hlýja en um leið gleði og húmor. Þeg-
ar afi sat inni í stofu við sjónvarpið
gat hann séð að amma var að leggja
kapal við eldhúsborðið, því hún spegl-
aðist í örbylgjuofninum. Þá kallaði
hann stundum og sagði að hún væri
að svindla í kaplinum. En það var allt
í lagi, því amma gat þá bara snúið ör-
bylgjuofninum. Amma og afi voru
skemmtileg.
Amma var ákaflega hjartahlý kona
og kom það fram í öllu hennar at-
gervi. Fyrir henni voru allir menn
jafnir og hún stóð ætíð með þeim sem
minna máttu sín. Sókn eftir verald-
legum gæðum var aldrei ofarlega í
hennar huga; fyrir henni var það vel-
ferð náungans sem máli skipti. Ég
veit henni þótti hraðinn orðinn mikill
í samfélaginu en hún vonaði bara að
fólk gleymdi ekki uppruna sínum.
Það eru forréttindi að hafa átt
svona ömmu.
Atli Hafþórsson.
Jæja, elsku amma, þá ertu komin
til hans afa. Ætli sá gamli hafi ekki
verið farinn að bíða svolítið eftir þér.
Okkur langar til að þakka þér inni-
lega fyrir allar þær stundir sem við
áttum saman. Ógleymanlegar eru all-
ar stundirnar sem við áttum með
ykkur afa í Grafarbakka. Þar var allt-
af líf og fjör og margar minningar
sem koma upp í hugann þegar við
hugsum til þess ævintýraheims sem
Grafarbakki var. Þar lærðum við að
spila Ólsen-Ólsen, fengum að heyra
ótalmargar sögur, til dæmis Er Hó?
eftir Jónas Árnason, og mikið var
spjallað. Eftir að þú fluttir á Akur-
eyri urðu Hanna Sigrún og Inga
Steinunn báðar þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að búa hjá þér í nokkra
mánuði, Inga Steinunn veturinn 2002
og Hanna Sigrún síðastliðið sumar.
Það var lúxus hinn mesti og engin
hætta á að maður kæmist nálægt því
að vera svangur. Á morgnana beið
morgunmaturinn á borðinu þegar
maður skreið framúr rúminu og þú
strax farin að huga að því hvað þú
ættir nú að gefa okkur að borða í há-
deginu, í kaffinu og um kvöldið. Ína
Rúna minnist þess þegar þú passaðir
hana eftir skóla þegar hún var í
fyrsta bekk. Þá var nú gott að koma
heim til ömmu, fá hressingu og taka í
spil eða lesa bók. Toppurinn var samt
þegar þið lögðuð ykkur saman seinni
partinn ef þið voruð þreyttar. Helgi
Flóvent, eða Hjartakóngurinn eins
og þú kallaðir hann, sótti alla tíð mik-
ið til þín enda ömmustrákur mikill.
Eftir að við fluttum til útlanda voru
stundirnar okkar með þér alltof fáar.
En þær stundir sem við áttum saman
voru þó nýttar vel. Við urðum m.a.
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá þig út
til Cuxhaven til að eyða með okkur
jólunum 2002. Það var ógleymanlegt
og gaf okkur svo mikið. Þú talaðir
mikið um þessa ferð alveg fram á
þinn síðasta dag. Þar var mikið brall-
að og hlegið. Minningarnar um
ömmu í Actionary munu t.d. lifa að ei-
lífu. Önnur eins túlkun á Lækjar-
torgi, geimfara og biðskyldu hefur
aldrei sést.
Elsku amma, minningin um ótrú-
lega konu sem gaf svo mikið af sér,
sama hvað bjátaði á, mun lifa áfram í
hjörtum okkar. Skilaðu kærri kveðju
til afa frá okkur systkinunum.
Hanna Sigrún, Inga Steinunn,
Helgi Flóvent og Ína Rúna.
Langamma Jóhanna.
Amma Jóa var einhver besta
langamma sem hugsast getur! Hún
var alltaf svo góð og yndisleg og alltaf
að hrósa manni. Mér finnst hún alltaf
hafa verið öðruvísi en allar aðrar
ömmur. Hún var ekki svona rólega
amman, hún var brjálaða hressa
amman sem gerði allt til að manni liði
vel! Alltaf þegar ég var í heimsókn
hjá henni leið mér eins og prinsessu.
Hún dekraði svo við mig. Ég sá hana
heldur aldrei reiða eða leiða. Alltaf
þegar ég kom til hennar var hún í
góðu skapi. Hún var líka voðalegur
grínisti og sagði margt fyndið. Eitt er
mér ofarlega í huga, það var fyrir
svona hálfu ári. Ég var að fara á tón-
leika og var að taka mig til. Amma
var í heimsókn og svo byrjaði ég að
grínast í henni og sagði: „Amma, þú
vilt kannski bara koma með?“ Þá
sagði hún: „Nei, ég vil ekki taka alla
athyglina frá þér.“ Svona var hún
alltaf. Hún leit alltaf á björtu hlið-
arnar á öllu og mér leið alltaf vel með
henni. Þegar ég var 6 ára og bjó á
Húsavík, þá fór ég alltaf í heimsókn
til ömmu og afa í Grafarbakka eftir
skóla. Það kom bara ekki annað til
greina, mér fannst alltaf lang-
skemmtilegast að vera þar! Alltaf
stuð og grín. Ég held að amma hafi
verið hressasta og skemmtilegasta
langamma sem fundist getur. Hún
var svo ótrúleg! Hún mun alltaf eiga
stóran stað í hjarta mér og ég mun
alltaf hafa hana í huga mér. Ég elsk-
aði hana mjög mikið og geri enn.
Hvíldu í friði, elsku amma, og von-
andi líður þér vel þarna uppi.
Þín langömmustelpa
Ása Karen.
Í fyrsta skipti sem ég hitti Jóhönnu
Aðalsteinsdóttur var ég nýtekin sam-
an við Ragnar Inga, yngsta bróður
hennar og var á ferðalagi með honum
og foreldrum mínum, Guðrúnu Ein-
arsdóttur og Davíð Davíðssyni frá
Sellátrum í Tálknafirði. Við heimsótt-
um Jóhönnu og Helga Bjarnason
mann hennar á Húsavík. Ég man
ekki betur en okkur væri borin kjöt-
súpa og síðan kaffi í stofunni. Sam-
ræðurnar voru fjörugar og skemmti-
legar og þetta fólk varð fljótlega eins
og það hefði þekkst alla ævi. Þau áttu
öll auðvelt með að kynnast fólki, áttu
fjölmörg áhugamál og deildu sumum
þeirra. Við gistum þarna um nóttina
og héldum ferðalaginu áfram daginn
eftir. Löngu seinna sýndi Jóhanna
mér lítinn hlut sem móðir mín hafði
gefið henni að skilnaði og sagði mér
að henni þætti svo vænt um að hafa
kynnst foreldrum mínum að hún
passaði vel upp á þetta. Þetta atvik
og eftirmálar þess hefur mér alltaf
fundist lýsandi fyrir Jóhönnu. Hún
var höfðingi heim að sækja, afskap-
lega ræktarleg, fróð og skörp, og
ekki síst afar skemmtileg kona. Af
hennar fundi fór ég alltaf heldur rík-
ari en ég kom. Jóhanna var af þeirri
kynslóð sem lá ekki endilega í um-
fangsmiklum ferðalögum um heim-
inn, heldur bjó að sínu í heimasveit.
Samt sem áður var hún heimsborgari
af bestu gerð, víðsýn og skilningsrík
og þegar hún ferðaðist, vissi hún
hvers hún leitaði og hvað var ein-
hvers virði.
Jóhanna hefði getað haslað sér völl
á því sem næst hvaða sviði sem var,
hæfileikar hennar hefðu dugað henni
til margvíslegra starfa. Meðal þeirra
var ritfærnin. Fáa hef ég þekkt sem
lét eins vel að koma hugsun sinni til
skila í meitluðum texta svo að enginn
stóð upp frá lestrinum ósnortinn. En
hún undi sér vel á því sviði sem hún
valdi sér, sjúkrahússtörf, verkalýðs-
barátta, sveitarstjórnarmál og heim-
ilishald á stóru heimili.
Nú erum við Ragnar Ingi orðin ein
eftir af hópnum sem hittist á Húsavík
forðum daga. Ég ímynda mér að ef
þau geta hist hinum megin verði þar
mikið fjör. Ég sakna þeirra allra.
Sigurlína Davíðsdóttir.
Mig langar til að kveðja fyrrver-
andi tengdamóður mína með nokkr-
um minningarorðum.
Ég minnist þess með hlýju er ég,
vorið 1977, kom í fyrsta sinn í Graf-
arbakka til þeirra hjóna, Jóhönnu og
Helga. Þar var góður andi sem ekki
fór framhjá neinum sem þangað kom;
skemmtilegur húmor og léttleiki
réðu ríkjum enda var þar gestkvæmt
og ýmsir sem litu þar inn til að
spjalla. Þangað leituðu einnig margir
á erfiðum stundum því gott var að
sækja til þeirra hjóna styrk og öllum
var tekið á jafningjagrundvelli. Heit-
ar umræður um landsmálin fengu
sinn skerf og sömuleiðis skemmtileg-
ar pælingar um menningarmálin. Við
Jóhanna tókum m.a. yfirleitt púlsinn
á bókmenntunum þegar við hittumst
og fylgdist hún vel með fram á síðasta
dag. Ég á eftir að sakna þessara góðu
stunda með henni.
Jóhanna var afar merk kona sem
gott var að leita til því hún sá æv-
inlega jákvæðar og skemmtilegar
hliðar á málunum og hún var einstak-
lega uppbyggjandi í samskiptum sín-
um við fólk.
Einstök kona hefur nú kvatt okk-
ur. Ég þakka henni samfylgdina og
fyrir það skjól og leiðsögn sem hún
og Helgi veittu börnum mínum.
Öllum aðstandendum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Laufey Sigurðardóttir.
Þegar ég frétti lát Jóhönnu Aðal-
steinsdóttur hvarflaði hugur minn til
þess tíma þegar ég var að stíga mín
fyrstu skref í pólitíkinni. Hún var þá
virk í verkalýðsbaráttunni og reynd
sveitarstjórnarkona, en þær voru
sannarlega ekki svo margar í þann
tíð. Við hittumst og kynntumst á vett-
vangi Alþýðubandalagsins í kjör-
dæminu á ýmsum fundum og sam-
komum og hún var ósínk á heilræði
og stuðning. Ég hafði heyrt af bar-
áttu og framsýni þeirra jafnaðar-
kvenna á Húsavík við uppbyggingu
leikskóla og gat leitað í smiðju til
hennar. Hún lét sér fátt fyrir brjósti
brenna, var meðvituð um óréttlæti
heimsins, full réttlætiskenndar, jafn-
réttissinni og áköf í baráttu sinni fyr-
ir réttlátara samfélagi. Leiðir okkar
lágu svo aftur saman í Samfylking-
unni þar sem hún sýndi mér jafnan
bæði vináttu og stuðning. Ég var
stolt af því að leiða lista Samfylking-
arinnar með Jóhönnu Aðalsteinsdótt-
ur í heiðurssætinu.
Saga stjórnmálaþátttöku kvenna
er ekki löng. Konur eins og Jóhanna
Aðalsteinsdóttir voru einskonar und-
anfarar fyrir okkur hinar sem á eftir
komum. Þær auðvelduðu okkur hin-
um yngri þátttökuna með stuðningi
sínum, þær ruddu burt hindrunum
og þær sýndu fram á að ráðum er
betur ráðið ef bæði kynin koma að
málum. Það munaði sannarlega um
Jóhönnu Aðalsteinsdóttur í barátt-
unni fyrir frelsi og jafnrétti.
Afkomendum Jóhönnu votta ég
innilega samúð.
Svanfríður Jónasdóttir.
Jóhanna Aðalsteinsdóttir kom til
dyra eins og hún var klædd – heil og
sönn í hverju sem hún tók sér fyrir
hendur og tjáði sig um. Sem ungling-
ur í nágrannasveit vissi ég af þessari
konu sem var upprunnin í hálendinu
fyrir austan og varð hluti af einni af
stórfjölskyldunum á Húsavík. Seinna
flutti ég til bæjarins hennar og hóf að
kenna unglingum.
Jóhanna tók vel á móti okkur og
SJÁ SÍÐU 46
Takk fyrir samverustund-
irnar í Grafarbakka og um-
ræðurnar um það sem skipti
máli.
Hvíl í friði.
Helgi Ben og Kristín.
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
VILHJÁLMUR RÚNAR HENDRIKSSON,
Kristnibraut 57,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 30. apríl.
Aðalheiður A. Oddsdóttir,
Dagbjartur Kr. Vilhjálmsson, Þórdís Sveinsdóttir,
Jón Ragnar Vilhjálmsson, Anna Kristín Guðnadóttir,
Aðalheiður Ósk Dagbjartsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn og bróðir okkar,
AXEL GUÐMUNDSSON,
Kleppsvegi 6,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 24. apríl, verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. maí kl. 13.00.
Rannveig Jónsdóttir
og systkini hins látna.
✝
Föðurbróðir okkar,
HALLBJÖRN GÍSLASON,
Tröðum,
Hraunhreppi,
lést fimmtudaginn 3. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigrún Helgadóttir,
Kristín Helgadóttir,
Sigurbjörg Helgadóttir,
Heiða Helgadóttir.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORBJÖRN JÓNSSON
frá Grjótá,
Fljótshlíð,
lést á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, miðvikudaginn 2. maí.
Útförin auglýst síðar.
Ágúst Þorbjörnsson,
Arnar Þorbjörnsson, Margrét Jónsdóttir,
Ásdís Þorbjörnsdóttir,
Ásrún Þorbjörnsdóttir,
Ásta Þorbjörnsdóttir,
barnabörn og langafabarn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR EYFELD,
Laugavegi 65,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn
3. maí.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
11. maí kl. 15.00.
Þórdís Eyfeld Pétursdóttir,
Pétur F. Eyfeld, Guðbjörg E. Karlsdóttir,
Njála Vídalín, Gísli Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÖNNU GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Eystri-Skógum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins
Lundar, Hellu, fyrir frábæra umönnun.
Sólveig Guðmundsdóttir, Sigþór Sigurðsson,
Ólafur A. Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir,
Jón I. Guðmundsson, Jóhanna Hannesdóttir,
Pétur M. Guðmundsson, Alda Guðmundsson,
Gunnar Guðmundsson, Sigurjóna Björgvinsdóttir,
Sigríður Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.