Morgunblaðið - 05.05.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 47
✝ Níels JensenKristjánsson
fæddist í Hvera-
gerði 23. júlí árið
1955. Hann lést í
Calgary, Kanada,
17. apríl síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Önnu
Kristínar Jóns-
dóttur frá Ísafirði, f.
30. ágúst 1919, d. 5.
júlí 1978 og Krist-
jáns Friðriks Jensen
skrúðgarðyrkju-
meistara frá Dan-
mörku, f. 2. maí 1920, d. 13. sept-
ember 1972. Systur Níelsar eru
Anna María, f. 28. apríl 1958 og
Karen Soffía, f. 24. maí 1961. Hálf-
systkini hans, sammæðra eru
Daníel J. Kjartansson, f. 12. janúar
1940, Alda Kjartansdóttir, f. 27.
júlí 1942, Edda M. Kjartansdóttir,
f. 5. ágúst 1945. Eftirlifandi eigin-
kona Níelsar er Shannon Lee
Dunning, f. 8. október 1963. Sonur
þeirra er Kristján Laural Krist-
jánsson, f. 4. október 1991. Níels
stundaði nám við Iðnskólann í
Reykjavík og lauk þaðan prófi í út-
varps- og sjónvarpsvirkjun. Að því
námi loknu starfaði hann m.a. hjá
Hljómbæ í Reykjavík og Radio-
búðinni. Árið 1988 hélt hann til
náms í Calgary í Kanada og út-
skrifaðist þaðan
með próf í flugra-
feindavirkjun (Avi-
onics Electronics).
Auk þess bætti
hann síðar við sig
prófi í almennri
flugvirkjun. Eftir
námið í Kanada
starfaði hann stutt-
an tíma hér heima
en flutti síðan til
Kanada þar sem
hann bjó síðan. Þar
átti hann glæsilegan
starfsferil sem
flugrafeindavirki hjá Canadian
Avionics, Canadian Regional Air-
lines, Air Atlanta, Sunwest Avi-
ation og Air Canada Jazz. Níels
var mikill áhugamaður um flug og
hafði, auk sérþekkingar sinnar,
einkaflugmannspróf og próf í svif-
flugi. Hann var hafsjór af fróðleik
um flugsögu og allt sem varðaði
málefni flugsins. Hann var í Félagi
Íslenskra radioamatöra og átti
áratugum saman samskipti og
samvinnu við áhugafólk um þessi
efni víða um heim. Auk þess var
hann sérfróður um morse-fjar-
skiptamálið og virkur í hópi þeirra
sem notuðu það.
Útför Níelsar verður frá Hvera-
gerðiskirkju í dag, laugardag og
hefst athöfnin kl. 11.00.
Það var mikið áfall þegar ég frétti
að æskuvinur minn og uppeldisbróð-
ir Nilli hefði andast í Calgary í Kan-
ada 17. apríl sl. langt fyrir aldur
fram. Kynni okkar Nilla, eins og
hann var alltaf kallaður, ná frá blautu
barnsbeini í Laufskógum í Hvera-
gerði þar sem við slitum barnskón-
um, hann var 2 mánuðum yngri en ég
og aðeins nokkur hús skildu á milli
æskuheimila okkar. Við vorum sam-
an frá morgni til kvölds alla daga við
leiki og lífsins nám. Mér eru í fersku
minni könnunar- og ævintýraferðir
upp í Hamar eða upp með Varmá á
björtum vor- og sumardögum, sigl-
ingar uppí stíflu, stóru fallegu augun
hans og dillandi hlátur, endalaus
fíflalæti og lífsgleði saklausra
drengja á morgni lífsins, drengja
sem ætluðu að sigra heiminn og gera
svo margt þegar þeir yrðu stórir. Við
10 ára aldur flutti ég frá Hveragerði
og minnist ég þess enn hversu sárt
ég saknaði Nilla lengi á eftir og
hversu tóm og tilganglaus tilveran
var án hans. Við héldum góðu sam-
bandi og gistum oft hvor hjá öðrum
næstu árin. Var þá gjarnan „húkkað
far“ í bæinn og heim aftur. Nilli átti
sér mörg áhugamál en rafeindatækni
og allt sem sneri að flugi heillaði
hann þó mest. Hann byrjaði snemma
að fljúga, fyrst svifflugum uppá
Sandskeiði, seinna vélflugum. Við
vorum miklir áhugamenn um mód-
elflug og óteljandi eru ferðirnar þar
sem flogið var á fallegum sumar-
kvöldum ýmist svif- eða vélflugum,
brotlent og heim aftur að smíða.
Liðlega tvítugur flutti hann til
Reykjavíkur þar sem hann var í námi
við Iðnskólann og var samgangur
okkar mikill og gömul áhugamál end-
urvakinn. Nilli fór til framhaldsnáms
til Kanada í þeirri grein rafeinda-
virkjunar er snýr að flugvélum, og
svona í leiðinni tók hann flugvirkjun
líka. Þar kynntist hann eftirlifandi
eiginkonu sinni Shannon. Eftir að
námi lauk, fluttu þau til Calgary og
stofnuðu þar heimili og eignuðust
soninn Kristján. Eftir að hann flutt-
ist til Kanada trosnuðu vinaböndin
mikið. Ég hitti Nilla síðast þegar
hann kom við hérna á Íslandi á leið
frá Saudi-Arabíu til síns heima. Það
var á 17.júni í miðbæ Reykjavíkur,
þar gengum við fram á hvor annan án
þess að vita að hinn væri á landinu.
Voru það miklir fagnaðarfundir. Mig
langar í lokin á þessari fátæklegu
samantekt um kynni mín af Niels, að
þakka Nilla vini mínum og bróður
samfylgdina á þessari stuttu göngu
okkar félaganna í heimi hinna lifandi,
fullviss um að við munum hittast aft-
ur á öðrum stað á öðrum tíma og
hlaupa þá hlæjandi út í vorbjarta
nóttina, rétt eins og við gerðum á
morgni lífsins. Farðu vel bróðir og
vinur, minningin um þig mun lifa
með mér meðan mér endist ævin, og
eitt er víst, þín verður sárt saknað af
mér og félögunum. Úr Hávamálum.
Deyr fé, deyja fændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Elsku Shannon og Kristján, Anna
María, Karen og fjölskyldur, ykkar
missir er mikill, en verum minnug
þess að það voru forréttindi að fá að
kynnast Nilla og ganga með honum,
og geymum með okkur minningu um
góðan dreng.
Jón Sverrir og fjölskylda.
18. apríl vakti mig með sól og ynd-
islegu veðri.
Ég var nýkomin til vinnu þegar
síminn hringdi.
Slæmar fregnir.
Skyndilega dró fyrir sólu hjá mér
og allt varð svart og drungalegt í
hjarta mínu.
Nílli, elskulegur vinur minn, varð
bráðkvaddur um nóttina.
Minningarnar tóku að streyma um
huga minn og sorgin tók öll völd .
Nei, þetta getur ekki verið.
Nílli, sem alltaf var svo hress og
kátur, bara 52 ára, af hverju? Alltaf
hélstu tryggðinni þó svo að þú byggir
í Kanada og lést alltaf vita af þér þeg-
ar þú varst væntanlegur á Frónið.
Auðvitað gáfum við okkur tíma til
að hittast og skrafa saman um lífið og
tilveruna.
Tölvupóstarnir gengu líka reglu-
lega á milli okkar eftir að við hættum
að skrifast á með gamla og góða
mótinu.
Mikið er ég þakklát að hafa hitt
ykkur feðgana síðastliðið sumar. Þá
komuð þið í heimsókn og það var set-
ið við eldhúsborðið og mikið skrafað
og hlegið.
Gamlar minningar og ný ævintýri
sögð með skemmtilegri frásagnar-
gleði þinni.
Það var alltaf svo gaman að hlusta
á það sem Nílli tók sér fyrir hendur.
Það vantaði bara Shannon til að
fullkomna þessa heimsókn .
Nílli hafði alveg einstaklega næmt
og gott auga fyrir ljósmyndun. Á
heimili mínu trónir ein mynd eftir
hann af kríu á flugi, einstaklega fal-
leg mynd sem allir taka eftir. Núna
verður hún mér ennþá kærari.
Þetta er allt eitthvað svo erfitt og
sárt.
Sagt er að tíminn lækni öll sár,
þetta sár verður lengi að gróa.
Nú ertu kominn heim á Frónið aft-
ur, en ekki í þeim tilgangi sem ég
hefði kosið.
Það er komið að kveðjustund sem
er svo ótímabær og óréttlát.
Elsku hjartans vinur, það er
þrautin þyngri að kveðja þig.
Farðu í friði, Nílli minn, og þakka
þér fyrir allar stundirnar sem ég
fékk að eiga og njóta með þér.
Elsku Shannon mín og Stjáni
minn. Missir ykkar er mikill og þung
verða skrefin aftur heim til Kanada.
Ykkur sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið Guð að vera
með ykkur og geyma.
Ástvinum og vandamönnum sendi
ég mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hallveig Sigurðardóttir (Halla).
Fallinn er frá, langt fyrir aldur
fram, einn okkar góðu félaga í Svif-
flugfélagi Íslands.
Níels Kristjánsson var virkur í fé-
lagsskap okkar frá því hann var ung-
lingur. Lagði hann á sig ferðalög frá
heimabæ sínum Hveragerði, hvenær
sem færi gafst til flugæfinga á Sand-
skeiði, oftast stöðvaði hann bifreiðar,
sem voru á leið til Reykjavíkur og
fékk að sitja í að Sandskeiði og svo til
baka seint að kvöldi, gekk oftast verr
að komast heim en að heiman, því að
ekki var eins mikil umferð um Suður-
landsveg í þá daga og er um þessar
mundir. Það urðu því einatt mikil og
tímafrek ferðalög, sem hinn ungi
sveinn lagði á sig, en ekki lét hann
deigan síga, heldur mætti manna
best til þátttöku í félagsstarfinu.
Þessi ósérhlífni og dugnaður ein-
kenndu síðan líf mannsins allt, bæði í
starfi og leik. Störfum sínum við við-
gerðir flugvéla sinnti hann af þeirri
kostgæfni að hann naut trausts
vinnuveitenda og ekki síður þeirra,
sem urðu aðnjótandi verka hans,
enda var maðurinn þjóðhagi. Áhuga-
málin voru mörg, þótt flugið heillaði
hann mest, einkum var áhuginn mik-
ill á gömlum flugtækjum, sem hann
tók þátt í að gera við og koma í flug-
hæft ástand. Minnast má í því sam-
bandi á, er hann stóð fyrir og lagði
mest að mörkum við að gera upp
gamla Grunau Baby svifflugu, sem
nú er til varðveislu hjá Flugsögu-
félagi Íslands. Fyrir nokkrum árum
flutti Níels búferlum til Kanada, þar
sem hann starfaði sem flugvirki,
sýndi hann sínu gamla félagi mikla
rækt, kom og heimsótti okkur á
hverju sumri, flaug og skemmti sér
og ekki síður okkur hinum, er urðum
aðnjótandi samvista hans, enda var
maðurinn gæddur næmi fyrir hinum
skemmtilegri þáttum mannlífsins og
var hrókur alls fagnaðar, hvar sem
hann bar að garði.
Nú er skarð fyrir skildi, frábær fé-
lagi og góður vinur hefur kvatt, en
við sem eftir lifum yljum okkur við
góðar minningar og kveðjum hann
með virðingu og þökk fyrir samveru-
stundirnar.
Við félagar Svifflugfélags Íslands
vottum eiginkonu, syni og aðstand-
endum öllum dýpstu samúð okkar.
Kristján Sveinbjörnsson.
Níels J. Kristjánsson
✝ Jón Geir Guðna-son fæddist á
Akranesi 20. októ-
ber 1954 og lést
föstudaginn 4. apríl
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Guðna Jóhannesar
Ásgeirssonar, f. 1.3.
1930, d. 18.5. 2005,
og Sigríðar G.
Hjartardóttur, f.
26.10. 1933. Systkini
Jóns Geirs eru El-
ísabet, f. 6.1. 1951,
Hjördís, f. 22.6.
1952, Ásta Sigríður, f. 22.9. 1955,
Rannveig, f. 27.6. 1957, óskírður,
f. 12.12. 1961, d. 13.12. 1961, og
Hjörtur Líndal, f. 16.12. 1963.
Jón Geir bjó með Ólínu Elísa-
betu frá árunum 1970 til 1977 og
eru börn þeirra tvö: Sigríður
Björk, f. 12.4. 1974, maður hennar
er Sigurður Einarsson, fæddur
27.9. 1962, og eiga þau einn son,
Berg Sigurlinna, f. 29.6. 2004, en
fyrir átti Sigríður tvö börn með
fyrri sambýlismanni sínum, Einari
Viðari Finnssyni, f. 11.7. 1972. Þau
eru Björgvin Viðar
Einarsson, f. 3.10.
1992, og Elísa Björk
Einarsdóttir, f. 16.9.
1996. Sonur: Brynj-
ar Freyr Jónsson, f.
5.5. 1977, og á hann
eina dóttur, Katrínu
Silvíu, f. 29.7. 2004.
Jón Geir giftist 1980
Emilíu Ingadóttur,
f. 11.1. 1960. Slitu
þau samvistir 1983.
Þau eignuðust tvo
syni, Sigurð Að-
alstein, f. 23.10.
1980, og Inga Pál, f. 14.4. 1983.
Jón Geir ólst upp og bjó á Akra-
nesi til ársins 1997 en þá greindist
hann með sjúkdóm og hætti í kjöl-
farið störfum. Hann vann lengst
hjá útgerðinni HB & co. þar sem
hann starfaði sem háseti og mat-
sveinn í 27 ár. Bjó Jón Geir hjá
dóttur sinni í Hveragerði meira og
minna síðastliðin fimm ár þar til
hann lést.
Útför Jóns Geirs Guðnasonar
fór fram frá Akraneskirkju í gær,
4. maí.
Jæja pabbi minn, nú er komið að
kveðjustund, miklu fyrr en ég vonaði.
Undanfarin 7 ár hefur þú verið mikið
hjá okkur og verið okkur innan hand-
ar og gætt mikið yngsta sonar okkar,
sem mun nú sakna afa og kerrunnar
sem kom að sækja Berg á leikskól-
ann. Þær voru ófáar ferðirnar sem afi
kom og komuð þið alltaf við í bak-
aríinu því sá stutti tók ekki annað í
mál en að koma við þar. Auðvitað réði
sá stutti alveg yfir afa sínum og ég
tala nú ekki um þegar sá stutti náði
afa sínum í Bónus, líkt og þegar við
hjónin fórum til Kanarí og þú varst að
passa.
Þegar við komum til baka þá var sá
stutti búinn að græða 4 dvd myndir
og tölvuleik ásamt öðru. Þú sagðir að
það hafi ekki verið hægt annað en að
láta eftir honum því annars hefði sá
stutti orðið brjálaður. Lífið hjá þér
var nú enginn dans á rósum og varstu
sjálfum þér verstur, má ég þá til með
að nefna matseldina hjá þér sem voru
þínar ær og kýr þú varst listakokkur
og ljómaðir alla tíð þegar við sögðum
þér hvað maturinn væri góður, þú
gerður kóngakræsingar úr tómum
ískáp og engu hráefni. Þú varst hjá
okkur síðustu 3 mánuði og í hvert
skipti þegar við komum heim úr vinnu
voru dýrindis kræsingar á borðum og
voru allir meðlimir fjölskyldunnar
himinsælir. Þetta gladdi þig óskap-
lega og okkur líka. Þú varst tónlist-
armaður í húð og hár, sjaldan var ekki
öll fjölskyldan allt í einu farin að
tromma við matarborðið með hnífa-
pörum á diska og glös. Þú máttir ekki
heyra lag þá varst þú farinn að taka
undir, hvort sem það var með mat-
aráhöldum eða bara með bumbuslag-
ara. Bumban þín var nú orðin svolítið
stór þannig að það kom bara ágætis
hljómur. Gítarinn var nú samt þitt
uppáhald en vegna sjúkdóms þíns þá
áttir þú nú orðið erfitt með að spila á
gítarinn síðastliðin ár og var það þér
mikill missir því að það var þitt tján-
ingarform.
Ég gæti skrifað alveg endalaust um
allar þær góðu minningar sem við átt-
um með þér á okkar yngri árum; spil-
in sem við spiluðum dag og nótt þegar
þú komst í land. Þú varst kannski
ekki þessi dæmigerði pabbi sem upp-
alandi, að reyna að tukta okkur til og
setja okkur lífsins reglur. Það bara
klæddi þig ekki, þú varst leikfélagi og
vinur okkar. Og þegar upp er staðið
þá er það frábær pabbi sem fer í felu-
leiki, stendur út í vatni í vöðlum upp í
nára með dorgveiðistöng fasta við
tóman olíubrúsa að draga brúsann í
land trekk í trekk þó við værum löngu
farinn í felur og vegfarendur héldu að
þarna stæði einkver „kú kú-maður“
en þér var alveg sama, þú varst líka
svo mikill húmoristi að það var ekki
hægt að vera í vondu skapi þegar þú
varst nálægt. Hann Bergur litli segir
núna að hann sé að fara með afa Jón
Geir í Bónus að kaupa súrmjólk og
skyr.is. Hann kyssir myndina af þér
góða nótt á hverju kvöldu og segir að
afi sé núna hjá Jesú sem er besti vin-
ur barnanna. Og pabbi, þú varst besti
vinur barnanna. Elsku pabbi minn,
það er sárt að kveðja en ég vil kveðja
þig með þessum orðum því við vorum
svo miklir vinir.
Því ég geymi allaf vinur það allt er
gafstu mér, góða ferð kæri vinur góða
ferð.
Sigríður Björk Jónsdóttir
Jón Geir Guðnason
Elsku amma.
Mánudaginn 19.
mars sá ég þig í hinsta
sinn í þessari tilvist
sem þú hafðir kvatt
þann 7. mars síðastlið-
inn. Þú skildir eftir
minningar, kærleika, fegurð, dulúð
og spaug um hinn „rétta“ skilning.
Þú aðstoðaðir mig við að læra marg-
földunartöfluna og íslensku, kenndir
mér m.a. að það væri rangt segja
„ógeðslega fallegt“. Þú skammaðir
mig sex ára og frænku mína með því
að spyrja hvað þetta háttalag ætti að
þýða hjá hálffullorðnum manneskj-
um. Þar sem ég tók orð þín bókstaf-
lega þá og síðar tvöfaldaði ég sex og
fékk út tólf en fannst það heldur
Sigurrós Lárusdóttir
✝ Sigurrós Lárus-dóttir fæddist
31. maí 1921. Hún
lést 7. mars síðast-
liðinn. Útför hennar
fór fram frá Graf-
arholtskirkju mánu-
daginn 19. mars sl.
snemmt til að verða
fullorðin. Þú eldaðir
góðan mat og valdir
frekar vatn en gos. Þú
viðraðir róttækar hug-
myndir, skapandi
hugsun og ímyndunar-
afl. Þú sagðir mér
myndríkar sögur frá
uppvaxtarárum þínum
í Reykjavík og einnig
af seinni tíma reynslu
og ferðum. Þú varst
viðkvæm en seig og
áttir það til að fara eig-
in leiðir. Þú leist á
Krist sem byltingarsinna í kærleiks-
boðskap sínum og sagðir hann læri-
meistara eins og Búdda og að maður
uppskæri það sem maður sáði.
Þú ert hjá mér í huga og hjarta og
hjá mér er púði með útsaumaðri rós
eftir þig og harpa sem ég á eftir að
gera við. Vertu blessuð amma mín og
þakka þér fyrir allt. Ég vona að við
hittumst nær ljósinu, í kærleika
þrátt fyrir allan misskilning.
Eyrún Rós Árnadóttir.