Morgunblaðið - 05.05.2007, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 49
MINNINGAR
SUNNUDAGINN eftir málþingið
um skáksnilld Friðriks Ólafssonar á
síðasta ári bauð Friðrik nokkrum
gestum til málsverðar á Skólabrú.
Þar fóru fram athyglisverðar um-
ræður sem ekki verða raktar hér. Þá
fór Boris Spasskí að tala um afleiki
sem hefðu breytt skáksögunni. Ekki
fór á milli mála að Spasskí taldi sig
hafa leikið nokkra slíka um dagana.
Upp í hugann kom biðstaðan úr
skák Spasskí við Mikhail Tal í loka-
umferð Sovétmeistaramótsins 1958,
sem haldið var í heimaborg töfra-
mannsins, Riga. Almennt var talið að
Spasskí ætti vinningsstöðu. Á úrslit-
um þessarar skákar réðst hvaða
fjórir skákmenn myndu verða
fulltrúar Sovétríkjanna á milli-
svæðamótinu í Portoroz í Slóveníu.
Allt sem máli skipti var komið í kring
og aðeins þessi biðskák eftir. Staðan
þessi:
1. Petrosjan 12 v.
2. Tal 11 ½ v. og biðskák.
3. Bronstein 11 ½ v.
4. Averbakh 11 v.
5. Spasskí 10 ½ v. og biðskák.
Spasskí var úfinn og sveittur að
morgni biðskákardagsins. Hann hafi
legið yfir biðstöðunni alla nóttina.
Þegar hann gekk til tafls að nýju
hitti hann fyrir Tigran Petrosjan í
anddyri skáksalarins og mælti hin
fleygu orð: “Í dag verður þú Skák-
meistari Sovétríkjanna.“
Staða Tal hékk á bláþræði en hann
fann ávallt leið til að halda taflinu
gangandi. Upp kom staða þar sem
við blasti að ekki var meira en jafn-
tefli að hafa en Spasskí teygði sig of
langt, Tal vann eftir 74 leiki og varð
Sovétmeistari annað árið í röð.
Þetta var heilmikil dramatík á sín-
um tíma en þó var þetta ekki skákin
sem Spasskí hafði í huga heldur
þessi:
Skákþing Sovétríkjanna 1962,
Spasskí – Polugajevskí
Spasskí hafði teflt þessa skák af
mikilli hugmyndaauðgi og nú þurfti
hann aðeins að leika 34. Kf6! Dxd4+
35. Kf7! – Tjaldið.
Þess í stað valdi hann 34. Kh5?? en
eftir 34. .. Db5+! 35. Kh4 Be7+ 36.
Kh3 Dg5! 37. Dxg5 Bxg5 38. Hxg5
Hd8! var Polu skyndilega kominn
með betra hrósendatafl sem hann
vann að lokum.
Og hvernig breytti svo afleikurinn
34. Kh5 skáksögunni? Jú, Spasskí
hefði með sigri tryggt sér sæti á
millisvæðamótinu í Stokkhólmi 1962.
Það hefði nú kannski ekki breytt
miklu með sigurvegarann þar, hinn
18 ára gamla Bobby Fischer sem
varð 2 ½ vinningi fyrir ofan sovésku
hersveitina. En á eyjunni Curacao í
karabíska hafinu þar sem áskor-
endamótið fór fram nokkrum mán-
uðum síðar hefði Spasskí, að eigin
sögn, aldrei látið Petrosjan komast
upp með að vinna mótið og réttinn til
að skora á Mikhael Botvinnik heims-
meistara.
HM-einvígi í Moskvu 1984–́85; 37.
skák:
Karpov – Kasparov
Maraþoneinvígi Karpovs og Kasp-
arov 1984–85 stóð í meira en fimm
mánuði og var slitið þegar staðan var
5:3 fyrir Karpov. Fyrirkomulag ein-
vígisins var þannig að jafntefli voru
ekki talin og sá teldist sigurvegari er
fyrr ynni sex skákir. Karpov komst í
5:0. Hann var með hartnær unnið
tafl í 31. skákinni. Kasparov minnk-
aði muninn í 1:5 með sigri í 32. skák-
inni.
Í síðasta sinn í þessu einvígi brosti
skákgyðjan til Karpovs. Hann gat nú
leikið 33. a6! t.d. 33. .. Bb3 34. Rxb3
Hxb3 35. a7 Ha3 36. He8+ ásamt 37.
a8(D) og endataflið með hrók gegn
biskup er léttunnið. Þetta hafði þýtt
að Karpov hefði haldið heimsmeist-
aratitlinum næstu þrjú árin a.m.k.
Efnishyggjumaðurinn Karpov lék
hinsvegar 33. Hxd1?, Kasparov svar-
aði með 33. .. Bd4! og náði jafntefli í
71. leik.
Þremur árum síðar háðu þeir sitt
fjórða einvígi í Sevilla á Spáni. Nú
áttu skákirnar aðeins að vera 24 tals-
ins og þegar hér er komið sögu er
lokaskákin í fullum gangi, Karpov er
yfir 12:11 en er í bullandi tímahraki.
Honum dugir jafntefli en vinni Kasp-
arov heldur hann titlinum á jöfnu:
HM-einvígi í Sevilla 1987; 24.
skák:
Kasparov – Karpov
Kasparov hafði komið mönnum
mjög á óvart í upphafi tafls: í stað
þess að reyna að knésetja Karpov
með snarpri atlögu strax í byrjun,
valdi hann hægfara byrjun og náði
að byggja upp mikla spennu í mið-
taflinu. Hann var nýbúinn að missa
af vænlegri leið.
Enn einu sinni brosti skákgyðjan
við Karpov sem gat nú leikið 33. ..
Rc5! því eftir 34. Dd8+ Kh7 35. Dxc8
Da1+! 36. Kg2 Dxe5 hefur hann
unnið manninn til baka og getur ekki
tapað. Hann lék hinsvegar 33. ..
Re7?? og eftir 34. Dd8+ Kh7 35.
Rxf7 Rg6 36. De8 De7 37. Dxa4 Dxf7
38. Be4! Kg8 39. Db5 Rf8 40. Dxb6
var hvítur peði yfir. Skákin fór i bið
og Kasparov vann eftir 64 leiki og
hélt heimsmeistaratitlinum á jöfnu.
Morgunblaðið/Ómar
Aufúsugestur Boris Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari í skák, á málþingi
um arfleifð Friðriks Ólafssonar stórmeistara í Landsbankanum í fyrra.
Afleikir sem breyttu
skáksögunni
SKÁK
helol@simnet.is
Helgi Ólafsson
Kjördæmamótið á Ísafirði
19.–20. maí
Spilarar eru þessa dagana í óða
önn að búa sig undir kjördæmamótið
í bridds sem verður að þessu sinni í
kjördæmi Vestfirðinga og spilað
helgina 19.–20. maí.
Spilastaður verður Menntaskólinn
á Ísafirði. Keppnisgjald er 32.000 kr.
á kjördæmi.
Dagskráin verður sem hér segir
(ath. – breytt tímaáætlun til að ljúka
spilamennsku fyrr á sunnudegi):
Laugardagur
Setning 10:00
1. umferð 10:15 -11:45
Matur 11:45- 12:30
2. umferð 12:30 - 14:00
3. umferð 14:10 - 15:40
4. umferð 15:50 - 17:20
5. umferð 17:30 - 19:00
6. umferð 19:10 - 20:40
Matur 20:40
7. umferð 10:30 - 12:00
8. umferð 12:15 - 13:45
9. umferð 14:15 - 15:45
Gullsmárinn
Briddsdeild FEBK Gullsmára
spilaði tvímenning á 11 borðum
fimmtudaginn 3. maí. Miðlungur 220.
Efst NS:
Guðrún Gestsd. - Bragi V. Björnsson 280
Elís Kristjánsson - Páll Ólason 275
Guðm. Magnúss - Leifur Kr. Jóhanness. 271
Karl Gunnarss. - Gunnar Sigurbjörnss. 259
Efst AV:
Sigtr. Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 268
Bragi Björnsson - Viðar Jónsson 265
Björn Björnsson Jens Karlsson 245
Eysteinn Einarss. - Jón Stefánsson 241
Aðaltvímenningur BR og
Topp 24 einmenningur
Bræðurnir Hrólfur og Oddur
Hjaltasynir skoruðu grimmt síðasta
kvöldið í aðaltvímenningi BR og
sigruðu af öryggi. Fróðir menn telja
að ekkert par hafi unnið aðaltví-
menning BR jafn oft og þeir bræð-
ur!! Lokakvöld BR verður 8. maí þar
sem 24 efstu spilarar vetrarins í
bronsstigum spila einmenning með
veglegum verðlaunum.
Efstu pör urðu eftirtalin:
Hrólfur Hjaltas. - Oddur Hjaltason 60,7%
Guðm. Baldurs. - Steinberg Ríkarðs. 56,7%
Vilhjálmur Sigurðsson - Jón Ingþórsson/
Sigurbjörn Haralds 54,0%
Rúnar Einars. - Haraldur Gunnlaugs. 52,6%
Ómar Olgeirsson - Kristján Blöndal/
Ragnheiður Nielsen 52,1%
Gylfi Baldursson - Arnar G. Hinrikss. 52,0%
Næsta föstudagskvöld telur með í
bronsstigum vetrarins svo enn er
von fyrir þá sem ekki eru búnir að
tryggja sig inn á topp 24 listann sem
gefur þátttökurétt í einmenningnum
næsta þriðjudag. Ef einhver getur
ekki mætt þá er farið niður listann
svo þeir sem eru rétt fyrir neðan
24.sætið eiga ágæta möguleika að
spila með.
BRIDDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
✝ Benedikt Sigurðsson fæddistá Þiðriksvöllum í Stein-
grímsfirði 22. nóvember 1922.
Hann lést á Sjúkrahúsinu á
Hólmavík 27. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
rún J. Jónatansdóttir f. 29.1
1896, d. 5.12 1988 og Sigurður
Helgason f. 21.8. 1895, d.
9.11.1975 Systkinin voru 10 og
eru þau Margrét f. 6.8.1918, d.
Björn f. 18.10. 1919, látinn,
Helgi f. 8.8.1921, Sigríður f.
7.10.1924, látin, Jón 14.4 1927,
látinn, Jónatan f. 19.12 1929,
Þuríður Sigurrós f. 22.4 1931,
látin Maggi Sigurkarl f. 20 3
1933, látinn og Haukur Heiðdal
f. 30.12 1936. Benedikt átti tvær
hálfsystur, þær Svanhildi Kjart-
ans og Maríu, sem er látin.
Benedikt ólst upp við öll
venjuleg sveitastörf. Síðar á æv-
inni vann hann alla venjulega
verkamannavinnu á Hólmavík
og síðustu árin var hann um-
sjónarmaður með kirkjugarð-
inum á Hólmavík. Hann hafði
mjög gaman af að spila brids.
Benedikt verður jarðsunginn
frá Hólmavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Mig langar að kveðja Benedikt eða
Bensa eins og hann var oft kallaður.
Mér brá mikið að heyra af andláti
hans. Enginn veit sína ævi fyrr en
hún er öll. Enda get ég ekki annað en
skrifað til þín nokkur orð, til svona
hörku manns eins og þú varst og ert á
nýja staðnum.
Hörkutól, já það varstu, elsku
Bensi minn, þótt þér fyndist það ekki,
þá fannst mér og öðrum það. Dugn-
aðurinn í þér, ég á bara ekki orð yfir
orkuna sem þú hafðir. Ég kynntist
Bensa eða vissi hver hann var í gegn-
um Ragnheiði Ingimundardóttur og
Sigurð Gunnar Sveinsson því dóttir
mín Aníta var svo mikið hjá Ragn-
heiði og Sigga í sveitinni á sumrin.
Hrófá var hennar staður, þar sá
Ragnheiður um kræsingarnar handa
Hrófárbræðrum á því heimili. Ég
kom stundum í heimsókn þar, þegar
við komum til Hólmavíkur. En ég var
frekar gjörn á það að ruglast á þeim
Bensa og Bubba því mér fannst
bræðurnir svo líkir. En það lærðist
með tímanum að þekkja þá í sundur.
Þegar ég byrjaði að vinna hjá
Hólmarvíkurhreppi við ræstingar
var mér úthlutað lista yfir fólkið sem
ég átti að þrífa hjá. Ég var svo lánsöm
að Bensi var á blaði hjá mér og þann-
ig kynntist ég honum miklu betur.
Bensa hitti ég alltaf á mánudögum og
þá spjölluðum við saman eftir að ég
var búin að þrífa og var farin að
kunna vel á hann Bensa minn. Hon-
um fannst ég alltaf gera of mikið hjá
sér og var því búinn að setja bláan
kaffibolla sem ég átti hjá honum á
borðið og heitt kaffi, ásamt molum og
kandís, allt tilbúið. Svo settist hann
niður og beið eftir að ég kæmi og
drykki með honum kaffi.
Þegar hann gerði þetta fannst hon-
um nóg vera komið af þrifum.
Það var reglulega gaman að spjalla
við þig, Bensi, við gátum talað um
allt, alveg sama hvað það var. Þú tal-
aðir mikið um Jón Þór, son Gunnars
Jónssonar, hann átti mikið pláss í
hjarta þínu og þú saknaðir hans ef
hann var ekki á svæðinu. Þú varst
mjög ánægður þegar hann bað þig
um afnot af bílskúrnum þínum. Það
gladdi þig að hann skyldi leita til þín
með það. Hvað þú varst stoltur af
þeim strák segir líka margt um þig,
Bensi minn, þú varst líka góður mað-
ur.
Mér finnst erfitt að þurfa að kveðja
þig. Það er nú eitt við starf eins og
það sem ég var í, að það gefur manni
svo mikið að getað hjálpað en um leið
er erfitt að kveðja, því náttúrulega
tengist maður öllum sem maður þríf-
ur hjá og er búinn að kynnast ykkur
heilmikið. Svo þegar kemur að þessu,
þá er svo erfitt að kveðja.
Ekki get ég ráðið þessu en ég get
átt yndislega fallegar minningar um
góðar samverustundir með þér,
Bensi minn. Mig langaði oft að koma
til þín upp á spítala en ég kunni ekki
við það en mig langaði samt að kíkja á
þig. Svona getur maður verið tregur,
mér fannst ég bara vera að klína mér
með að fara, en ég veit að þú hefðir
ekki tekið því þannig.
Takk fyrir allt, Bensi minn, þín
verður sárt saknað og ég veit núna að
þér líður betur. Það sem huggar mig
mest er það að ég veit að þú vildir
ekki lifa svona eins og þú varst orð-
inn. Elsku Bensi minn, Guð blessi
minningu þína. Ég kveð þig nú samt
með sorg í hjarta og mun aldrei
gleyma þér. Takk fyrir að leyfa mér
að kynnast þér. Takk fyrir kaffið.
Takk fyrir allt spjallið. Takk fyrir
allt.
Ég votta öllum ættingjum og vin-
um samúð mína
María Antonía Jónasdóttir.
Benedikt Sigurðsson
Elsku mamma. Ég
sá á símanum mínum
að Svava systir mín
væri að hringja og ætl-
aði að grínast í henni. Fía systir þín
stoppaði mig af, tilkynnti mér að þú
hefðir dáið skyndilega. Nei, ekki þú,
elsku mamma, ég elskaði þig, ég fann
rosalega til, nýbúinn að missa pabba
líka, en nú ert þú komin til pabba.
Þú varst búin að vera lengi veik,
annað eins æðruleysi fyrirfinnst ekki
og ætla ég að taka mér það til fyr-
irmyndar, en aldrei grunaði mig að
þú myndir yfirgefa okkur svo
snemma. Ég átti eftir að sýna þér al-
mennilega ársgamlan son minn, nýja
húsið mitt og fyrirtækið mitt.
Þú skilur eftir son í mikilli sorg.
Löngu eftir áfallið renna enn tár á
koddann minn. Ég veit að þú sérð
mig mikið ósáttan.
Ég man svo margt, svo ótal margt.
Hólmfríður
Sigurðardóttir
✝ Hólmfríður Sig-urðardóttir
fæddist á Akureyri
23. september 1939.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 3. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Akureyrar-
kirkju 16. mars.
Manstu öll spilakvöld-
in á Kleppi, þar varst
þú að vinna og kenndir
okkur systkinunum að
umgangast alla sem
jafningja. Ísbúðina á
Lækjartorgi sem þú
rýmdir af því að þú
varst með 3 börn.
Endalausar minningar
er hægt að rifja upp af
syni sem leit upp til
mömmu sinnar.
Ég hef alltaf viður-
kennt að ég sé einn
mesti mömmustrákur
sem til er. Ástæðuna veistu mætavel,
þú umgekkst mig alltaf sem son þinn,
þrátt fyrir erfiðleika heima fyrir.
Þegar við systkinin uxum úr grasi
varstu svo stolt af því hvað hafði orðið
úr okkur. En veistu mamma, að þetta
var að mestu leyti þér að þakka?
Nú, með mjög stuttu millibili, hafa
börnin ykkar misst báða foreldra
sína, það er bara ekki auðvelt. En ég
veit að þið pabbi fylgist með okkur.
Mamma mín, ég held áfram að
kenna börnunum mínum allt það
góða sem þú og pabbi kennduð mér.
Því ég veit að það mun reynast þeim
vel.
Mamma mín, þú varst góð mamma.
Þinn elskandi sonur,
Lúther.