Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 50
50 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR Á MORGUN
AKUREYRARKIRKJA Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 11. Dr. Gunnar Kristjánsson, pró-
fastur í Kjalarnesprófastsdæmi, predikar.
Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og sr.
Svavar A. Jónsson þjóna. Hymnodia
kammerkór syngur undir stjórn Eyþórs
Inga Jónssonar. Einsöngvari: Sigríður Að-
alsteinsdóttir. Organisti: Hörður Áskels-
son.
ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11.
Eldri meðlimir Fóstbræðra syngja nokkur
lög. Fundur með foreldrum fermingar-
barna vorsins 2008 eftir messu. Létt-
messa kl. 20. Gospelkórinn syngur. Sr.
Guðni Már Harðarson skólaprestur flytur
hugleiðingu.
ÁSKIRKJA Guðsþjónusta kl. 14 með þátt-
töku Átthagafélags Sléttuhrepps. Kór Ás-
kirkju syngur, organisti Kári Þormar.
Ræðumaður: Erna Guðmundsdóttir. Kaffi-
veitingar á vegum félagsins í safnaðar-
heimili Áskirkju að guðsþjónustu lokinni.
BESSASTAÐASÓKN Kaffihúsamessa kl.
11 í hátíðarsal íþróttahússins á Álftanesi.
Álftaneskórinn syngur gospellög undir
stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. Sr. Þór-
hildur Ólafs predikar og þjónar með Grétu
Konráðsdóttur, djákna. Veitingar í boð
sóknarnefndar. Allir velkomnir.
DIGRANESKIRKJA Messa kl. 11. Prestur
sr. Yrsa Þórðardóttir. Organisti Kjartan
Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B hópur.
Súpa í safnaðarsal eftir messu. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma. Kvöldmessa kl.
20 í umsjá æskulýðsfélagsins Meme.
www.digraneskirkja.is
DÓMKIRKJAN Vorhátíð barnanna í umsjá
sr. Þorvaldar Víðissonar og barnafræðara
kirkjunnar fer fram sunnudaginn 6. maí kl.
11. Barnakór Vesturbæjarskóla syngur
undir stjórn Nönnu Hlífar. Ýma tröllastelpa
kemur í heimsókn. Sunnudagaskólalögin
sungin. Pylsur, blöðrur og andlitsmálun.
Allir velkomnir.
ELLI- og hjúkrunarheimilið Grund Guð-
þjónusta með altarisgöngu verður sunnu-
daginn 6. maí nk. kl. 14. Drengjakór Þor-
finnsbræðra kemur í heimsókn. Organisti:
Kjartan Ólafsson. Prestur: Sveinbjörn
Bjarnason.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Prestar sr. Svavar Stef-
ánsson og sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son. Barna og unglingakór Fella- og Hóla
syngja undir stjórn Lenku Mateovu og Þór-
dísar Þórhallsdóttur. Börn spila á hljóð-
færi. Börn úr barnastarfinu taka þátt í dag-
skránni. Boðið verður upp á pylsu og djús.
Velkomin.
FÍLADELFÍA Brauðsbrotning kl. 11.Ræðu-
maður Jón Þór Eyjólfsson. Bible studies at
12.30. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræð-
um. Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladel-
fíu leiðir söng. Fyrirbænir. Aldursskipt
barnakirkja 1-12 ára. Allir velkomnir. Bein
úts. á Lindinni og www.gospel.is. Sam-
koma á omega kl. 20.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði Hin árlega fjöl-
skylduhátíð verður í Kaldárseliog hefst
dagskráin kl. 11. Þeim sem ekki koma á
eigin bílum er bent á rútuferð frá kirkjunni
kl. 10.30. Skemmtileg dagskrá fyrir alla
fjölskylduna. Leikir, grill og kaffiveitingar.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Kl. 14 Almenn
guðsþjónusta. Hjörtur Magni Jóhannsson,
þjónar. Barn borið til skírnar. Um tónlistina
sjá Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möll-
er.
FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl.
11 fyrir alla krakka! Sögur, söngur, leikir
og brúðuleikhús. Vitnisburðarsamkoma
kl. 14. Lofgjörð og fyrirbænir fyrir þá sem
vilja. Barnagæsla meðan á samkomu
stendur og kaffisala að henni lokinni. Allir
hjartanlega velkomnir! Ath. að næsta
samkoma verður kl. 20.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ Laug-
ardaginn 5 maí kl. 20 verður kvöldvaka á
Færeyska Sjómannaheimilinu. Efni er fær-
eyska Fólkakirjan verður Færeysk. Sunnu-
dagin 6 mai kl. 15 er Færeysk Guðstjón-
usta í Háteigskirkju. Á eftir Guðstjónustu
er kaffi á Færeyska. Þetta er samtímis
síðasta samkoma fyrir sumarið. Öll vel-
komin.
GARÐAKIRKJA Messa kl.14. Barn borið
til skírnar. Sr. Þórhildur Ólafs þjónar fyrir
altari. Gideomenn kynna starf Gideon-
hreyfingarinnar. Flutt verður messa eftir
Robert Führer af kór Vídalínskirkju undir
stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Akstur frá
Vídalínskirkju kl.13.40 með viðkomu á
Hleinum. Allir velkomnir.
GRAFARVOGSKIRKJA Guðsþjónusta kl.
11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti: Gróa Hreinsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA Guðsþjónusta
kl.11. Ræðuefni: Þjóðkirkjan og samkyn-
hneigðir. Prestur sr. Þórhallur Heimisson.
Organisti Guðmundur Sigurðsson. Kór
kirkjunnar leiðir söng.
HALLGRÍMSKIRKJA Að lokinni messu fá
börnin ís og blöðrur. Aðalsafnaðarfundur
hefst kl. 12.30.
HALLGRÍMSKIRKJA Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartsson prédikar og
þjónar ásamt sr. Báru Friðriksdóttur og
messuþjónum. Drengjakór Reykjavíkur í
Hallgrímskirkju og Barna- og unglingakórar
kirkjunnar syngja. Stjórnandi Friðrik Krist-
insson. Organisti Lára B. Eggertsdóttir
Leikritið Eldfærin sýnt í barnastarfinu.
HÁTEIGSKIRKJA Messa og barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Veitingar eftir messu. Um-
sjón með barnaguðsþjónustu Erla Guðrún
Arnmundardóttir og Þóra Marteinsdóttir.
Organisti Douglas A. Brotchie. Prestur
Tómas Sveinsson.
HJALLAKIRKJA Lofgjörðarguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Þor-
valdur Halldórsson, tónlistarmaður, leiðir
léttan safnaðarsöng. Við minnum á bæna-
og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá
einnig á www.hjallakirkja.is).
HJARÐARHOLTS- og Hvammsprestakall
Á sunnudag, 6. maí, kl. 12 verður guðs-
þjónusta Í Hjarðarholtskirkju. Fermt verður
í athöfninni. Séra Óskar Ingi Ingason þjón-
ar fyrir altari. Kirkjukór Hjarðarholtspresta-
kalls leiðir sönginn undir stjórn Halldórs Þ.
Þórðarsonar, organista. Allir velkomnir.
Sóknarprestur.
HJÁLPRÆÐISHERINN Samkoma sunnu-
dag kl. 20 í umsjá Anne Marie Reinholdt-
sen. Heimilasamband fyrir konur mánu-
dag kl. 15. Samkoma fimmtudag kl. 20.
Umsjón: Fanney og Guðmundur. Opið hús
daglega kl. 16-18 nema mánudaga.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri Sunnu-
daginn 6. maí er fjölskyldusamkoma kl.
11. Kl. 20 verður lofgjörðarsamkoma í
umsjá unga fólksins. Allir eru velkomnir
HVERAGERÐISKIRKJA Fermingarmessa
kl. 10.30.
Íslenska kirkjan í Lundúnum Sunnudag-
inn 6. maí verður íslensk guðsþjónusta í
St. James kirkjunni í Grimsby og hefst hún
klukkan 14. Félagar úr Íslenska kórnum í
Lundúnum syngja undir stjórn Gísla
Magnasonar og Eyjólfur Eyjólfsson syngur
einsöng. Kirkjukaffi á St. James hótelinu
eftir guðsþjónustuna.
KÓPAVOGSKIRKJA Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Skólakór Kársness syngur
undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kór-
stjóra. Sóknarprestur predikar og þjónar
fyrir altari. Barnastarf kl. 12.30. Umsjón
Sigríður, Þorkell Helgi og Örn Ýmir. Bæna-
stund þriðjudag kl. 12.10.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN Fjölbreytt og
skemmtilegt barnastarf kl. 11. Fræðsla
fyrir fullorðna. Friðrik Schram kennir. Tón-
listarsamkoma kl. 20. Einnig fyrirbænir og
Heilög kvöldmáltíð. Samkoma á Eyjólfs-
stöðum á Héraði kl. 20.
KFUM og KFUK Samkoma í húsi KFUM og
KFUK að Holtavegi 28 kl. 20. Ræðumaður
er sr. Íris Kristjánsdóttir, Keith Reed sér
um tónlistina. Gospelkórinn Femína syng-
ur. Söngur og lofgjörð. Samfélag og kaffi
eftir samkomuna. Verið öll velkomin.
KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga
heilög Mormónakirkjan Ásabraut 2 Garða-
bæ.
Sunnudaga: 11.15 sakramentissam-
koma.
12.30 sunnudagaskóli.
13.20 prestdæmis- og líknarfélagsfundir.
Þriðjudaga:
17:30 trúarskóli yngri
18:00 ættfræðisafn opið
18:30 unglingastarf
20:00 trúarskóli eldri
Allir eru alltaf velkomnir www.mormonar.is
Landspítali háskólasjúkrahús: Landakot
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Vigfús Bjarni Al-
bertsson, organisti Birgir Ás Guðmunds-
son.
LANGHOLTSKIRKJA Messa kl. 11. Prest-
ur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón
Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. Barna-
starfinu lauk síðasta sunnudag.
LAUGARNESKIRKJA Kl. 11 messa. Sr.
Bolli Pétur Bollason prédikar og þjónar
ásamt Auði Pálsdóttur, meðhjálpara og
fulltrúum lesarahóps. Gunnar Gunnars-
son verður við orgelið og stjórnar kirkju-
kórnum. Sunnudagaskóli á sama tíma í
safnaðarheimilinu í umsjá Andra, Þorra,
Stellu og Maríu Rutar. Kaffi og djús eftir
messu.
LAUGARNESKIRKJA Kl. 13. Messa í sal
Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Prestur sr. Bolli
Pétur Bollason, meðhjálpari Kristinn Guð-
mundsson, djákni Guðrún K. Þórsdóttir,
organisti Gunnar Gunnarsson.
LÁGAFELLSKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti: Jón-
as Þórir. Prestur sr. Jón Þorsteinsson.
LINDASÓKN í Kópavogi Fjölskylduguðs-
þjónusta í Safnaðarheimili Lindasóknar,
Uppsölum 3 kl. 11. Allir velkomnir.
NESKIRKJA Messa og barnastarf kl. 11.
Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti
Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður
Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Börnin byrja í messunni en fara síðan í
safnaðarheimilið. Kaffi og spjall í safn-
aðarheimilinu eftir messu. Messa í sam-
vinnu við Ísfirðingafélagið kl. 14. Kirkjukór
Ísfirðingafélagsins syngur. Organisti
Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn
Bárður Jónsson.
SELFOSSKIRKJA Messa kl. 11. Fermdur
Ólafur Oddur Marteinsson, Tröllhólum 3.
Sóknarbörn hvött til þess að sækja kirkju
og samfagna fermingarbarninu. Barna-
samkoma kl. 11.15. Börnin gera sér
dagamun; síðasta samvera á þessu vori.
Miðvikudagur 9. maí: Foreldramorgunn kl.
11.
SELJAKIRKJA Sunnudagur 6. maí. Kirkju-
reið í Seljakirkju. Guðsþjónusta hefst kl.
14. Sigurður A. Magnússon rithöfundur
prédikar. Sr. Valgeir Ástráðsson annast
guðsþjónustuna. Kór Seljakirkju leiðir
sönginn. Organisti Jón Bjarnason
SELTJARNARNESKIRKJA Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Trúðar koma í heimsókn,
söngur og leikur. Blöðrur, uppblásin leik-
tæki og andlitsmálning. Pylsur og svali fyr-
ir alla. Lúðrasveit leikur undir stjórn Kára
Einarssonar. Nú eru allir í stuði með Guði.
Verið velkomin. Organisti, leiðtogar og
prestar.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA Miðdalssókn í
Laugardal. Fermingamessa verður í Skál-
holtskirkju sunnudaginn 6. maí kl. 14.
Fermd verða sex börn úr Laugardal.
SÓLHEIMAKIRKJA Guðsþjónusta sunnu-
dag kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir
altari og prédikar. Organisti er Ester Ólafs-
dóttir. Verið öll hjartanlega velkomin að
Sólheimum.
STOKKSEYRARKIRKJA Messa 6. maí kl.
11. Ferming.
Vegurinn kirkja fyrir þig Kl. 11 Fjölskyldu-
samkoma, lofgjörð, kennsla, ungbarna-
starf, Skjaldberar, barnakirkja, létt máltíð
að samkomu lokinni. Jón G. Sigurjónsson
kennir.
Kl. 19 Samkoma. Bryndís Rut Stefáns-
dóttir predikar. Brauðsbrotning lofgjörð,
fyrirbænir og samfélag í kaffisal á eftir. All-
ir velkomnir.
VÍDALÍNSKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Prestarnir Jóna Hrönn Bolla-
dóttir og Hans Guðberg Alfreðsson þjóna
ásamt Ármanni H. Gunnnarssyni æsku-
lýðsfulltrúa, Jóhönnu Guðrúnu Ólafsdóttur
djákna og Hjördísi Rós Jónsdóttur. Hress-
ing í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu.
Allir velkomnir.
Guðspjall dagsins:
Sending heilags anda.
Jóh. 16.
Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonGlerárkirkja á Akureyri.
Vorhátíð í
Seltjarnarneskirkju
Fjölskylduguðsþjónusta hefst á
morgun kl. 11. Þar verður mikið
sungið og trallað. Trúðar koma í
heimsókn með uppbyggjandi skila-
boð handa börnum og fullorðnum.
Lúðrasveitin alkunna blæs af mikl-
um krafti undir stjórn Kára Ein-
arsson. Pylsur og svali fyrir alla.
Upplásin rennibraut fyrir börnin.
Blöðrur og leikir. Verið hjartan-
lega velkomin. Presta og leiðtogar
barna- og æskulýðsstarfsins.
Þjóðkirkjan og
samkynhneigðir í
Hafnarfjarðarkirkju
EINS og alþjóð veit hefur staða
samkynhneigðra innan Þjókirkj-
unnar verið mikið í umræðunni eft-
ir nýliðna prestastefnu á Húsavík.
Næstkomandi sunnudag verður
staða samkynhneigðra í Þjóðkirkj-
unni ræðuefni dagsins í Hafnar-
fjarðarkirkju. Litið verður á sögu
samskipta kirkju og samkyn-
hneigðra í gegnum tíðina. Einnig
verður leitast við að varpa ljósi á
kenningu Jesú Krists um fram-
komu manna gagnvart náunga sín-
um óháð kynferði, kynhneigð, skoð-
unum og litarhætti og gildi þeirrar
kenningar í samtímanum.
Guðsþjónustan hefst kl. 11.
Prestur er sr. Þórhallur Heimisson
en organisti Guðmundur Sigurðs-
son. Allir velkomnir
Ísfirðingar í Neskirkju
ÁRLEG guðsþjónusta í samstarfi
við Ísfirðingafélagið verður í Nes-
kirkju á morgun, sunnudag kl. 14.
Ísfirðingurinn, séra Örn Bárður
Jónsson, prédikar og þjónar fyrir
altari. Kirkjukór Ísfirðingafélags-
ins leiðir söng undir stjórn Stein-
gríms Þórhallssonar, organista.
Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu
að guðsþjónustu lokinni.
Ísfirðingar og þeirra fylgdarfólk
er boðið velkomið í Neskirkju við
Hagatorg.
Hátíðarguðsþjónusta
í Akureyrarkirkju
DR. Gunnar Kristjánsson prófastur
í Kjalarnesprófastdæmi predikar,
sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og
sr. Svavar Alfreð Jónsson þjóna
fyrir altari.
Í guðsþjónustunni verður flutt
tónlist eftir Dietrich Buxtehude en í
maí eru 300 ár liðin frá dánardegi
hans. Flutt verður Missa Brevis fyr-
ir kór og Kantatan Jubilate Domino
fyrir einsöngvara og fylgirödd.
Flytjendur tónlistar eru Hymnodia-
Kammerkór Akureyrarkirkju, Sig-
ríðríður Aðalsteinsdóttir, mezzó-
sópran, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir,
gömbuleikari, Ülle Hahndorf selló-
leikari og Hörður Áskelsson, söng-
málastjóri þjóðkirkjunnar leikur á
orgel. Stjórnandi er Eyþór Ingi
Jónsson.
Í guðsþjónustunni verður einnig
flutt tónlist eftir Jakob Tryggvason
fyrrverandi organista í Akureyrar-
kirkju, en í ár eru liðin 100 ár frá
fæðingu hans.
Vorhátíð í
Hallgrímskirkju
SUNNUDAGINN 6. maí verður
vorhátíð í Hallgrímskirkju. Messa
og barnastarf hefst kl. 11. Sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Báru
Friðriksdóttur og messuþjónum.
Drengjakór Reykjavíkur í Hall-
grímskirkju, Barnakór Austur-
bæjarskóla og Hallgrímskirkju og
Unglingakór Hallgrímskirkju
syngja undir stjórn Friðriks S.
Kristinssonar. Organisti Lára
Bryndís Eggertsdóttir. Barna-
starfið er í umsjá Magneu Sverr-
isdóttur djákna. Í barnastarfinu
verður flutt leikritið Eldfærin eftir
H.C. Andersen af Stopp leikhópn-
um. Að lokinni messu og barna-
starfi fá börnin ís og blöðrur. Kl.
12.30 hefst aðalfundur safnaðarins
með venjulegum aðalfundarstörf-
um og er safnaðarfólk hvatt til að
koma.
Safnaðarferð
Breiðholtssóknar
SAFNAÐARFERÐ Breiðholtssókn-
ar verður að þessu sinni nk. sunnu-
dag 6. maí. Brottför verður frá
Breiðholtskirkju kl. 10.30. Ekið
verður fyrir Hvalfjörð að Saurbæj-
arkirkju, þar sem haldin verður
helgistund með þátttöku barnakórs
Breiðholtskirkju. Eftir helgistund-
ina verður síðan haldið upp í Vatna-
skóg, þar sem borðaður verður há-
degisverður. Að því loknu verður
ekið til Akraness, þar sem safna-
svæðið verður skoðað.Að endingu
verður svo drukkið kaffi í safnaðar-
heimilinu Vinaminni áður en við
ökum Hvalfjarðargöngin heim. Við
áætlum að vera komin aftur að
Breiðholtskirkju um kl. 17. Ferðin
kostar 1.300 kr. fyrir fullorðna, en
ókeypis er fyrir börn 14 ára og
yngri. Allar veitingar eru innifald-
ar.
Viljum við hvetja sem flesta sókn-
arbúa til þátttöku.
Kirkjureið í Seljakirkju
HIN árlega kirkjureið verður
sunnudaginn 6. maí. Það er nokkur
viðburður þegar farið er í hópum
frá hesthúsahverfunum að Selja-
kirkju. Við kirkjuna verður komið
upp traustu gerði fyrir hrossin. Að
lokinni guðsþjónustunni sest hesta-
fólk og aðrir kirkjugestir að kirkju-
kaffi í safnaðarsalnum. Lagt er af
stað kl. 13. Í Víðidalnum frá skilt-
inu, Í Andvara við félagsheimilið og
í Gustshverfinu við reiðskemmuna.
Guðsþjónustan í Seljakirkju hefst
kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson ann-
ast guðsþjónustuna. Sigurður A.
Magnússon, rithöfundur, prédikar.
Birgir Hólm Ólafsson syngur ein-
söng. Hestafólk ásamt öðrum er vel-
komið til guðsþjónustunnar í Selja-
kirkju sunnudaginn 6. maí.
Kaffihúsamessa
í Bessastaðasókn
SUNNUDAGINN 6. maí kl.11 verð-
ur kaffihúsamessa í hátíðarsal
íþróttahússins á Álftanesi. Álfta-
neskórinn mun flytja hrífandi gosp-
elsálma undir stjórn Bjarts Loga
Guðnasonar organista. Sr. Þórhild-
ur Ólafs mun prédika og þjóna fyrir
altari ásamt Grétu Konráðsdóttur
djákna. Sóknarnefndin býður upp á
veitingar svo að gott er að koma á
fastandi maga. Fermingarbörn
næsta vetrar eru boðin sérstaklega
velkomin ásamt foreldrum sínum.
Klukkan 12.15 er síðan fundur í
safnaðarheimili Vídalínskirkju fyr-
ir fermingarbörnin og foreldra
þeirra. Á þeirri samveru verður far-
ið yfir starfið næsta vetur. Einnig
verða fermingarathafnir vorsins
2008 kynntar og skráning í þær.
Stór stund í
Vídalínskirkju
SUNNUDAGINN 6. maí kl. 11 verð-
ur fjölskylduguðsþjónusta í Vídal-
ínskirkju. Í þeirri guðsþjónustu
verður tekið á móti fermingar-
börnum næsta vetrar og foreldrum
þeirra. Prestarnir Jóna Hrönn
Bolladóttirog Hans Guðberg Al-
freðsson leiða stundina ásamt Ár-
manni H. Gunnarssyni æskulýðs-
fulltrúa, Jóhönnu Guðrúnu Ólafs-
dóttur djákna og Hjördísi Rós
Jónsdóttur. Í guðsþjónustunni verð-
ur tónlist, fræðsla og fyrirbænir. Í
messukaffi (eftir athöfnina) verður
boðið upp á samlokur, safa og kaffi,
áður en fundur hefst með ferming-
arbörnum og foreldrum þeirra kl.
12:15.
Rætt verður um fyrirkomulag
fermingartíma, fermingarathafnir
2008 og fyrirkomulag skráningar,
fermingarferðalag og gefinn kostur
á fyrirspurnum. Allt fólk velkomið
til guðsþjónustunnar og í messu-
kaffið. Sjá www.gardasokn.is
Gideonmenn og Robert
Führer í Garðakirkju
SUNNUDAGINN 6. maí kl. 14 verð-
ur messa í Garðakirkju. Gideon-
menn þjóna í messunni ásamt sr.
Þórhildi Ólafs og Nönnu Guðrúnu
Zoëga djákna. Fyrir utan að lesa
ritningarlestur munu Gideon-menn
SAFNAÐARSTARF