Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 61 „Fantagó›ur krimmi.“ Freysteinn Jóhannsson / Morgunbla›i› „Spennandi glæpasaga me› hra›ri atbur›arás … svo spennandi a› flestir hljóta a› lesa hana í einum rykk.“ Ingvi fiór Kormáksson / bokmenntir.is „Brá›skemmtileg spennusaga.“ Sigríður Albertsdóttir / DV „… heldur lesanda föstum tökum.“ Ingvi Þór Kormáksson / bokmenntir.is Komin í kilju GRAHAM Coxon, fyrrum gítarleik- ari bresku hljómsveitarinnar Blur, ætlar að ganga til liðs við sveitina að nýju í sumar. Þeir félagar ætla að sameinast í hljóðveri og taka upp nýja breiðskífu. Alex James bassaleikari segir hins vegar að ef þeir smelli ekki saman muni sveit- in endanlega hætta. „Við förum allir í hljóðver í sumar, Graham kemur líka. Við ætlum að sjá hvort við séum ennþá með þetta. Ef ekki, þá held ég að við munum bara hætta,“ sagði James. Coxon hætti í sveitinni árið 2002 á meðan á upptökum sjöundu plötu hennar, Think Tank, stóð. Talið var að Coxon hafi lent upp á kant við Damon Albarn, forsprakka Blur. Blur Frá vinstri: Coxon, Dave Rowntree, Alex James og Damon Albarn. Coxon tekur upp plötu með Blur „MÉR finnst íslenska lagið ekki nógu gott, mér finnst það eig- inlega bara leiðinlegt. Alltaf þegar það kemur í útvarpinu skipti ég um stöð og það hlýtur að segja mér eitthvað,“ segir Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður spurður hvað honum finnist um ís- lenska Evróvisjónlagið í ár. „Það hreif mig ekki í und- ankeppninni hérna heima og ég var hissa á að það skyldi vinna, reyndar held ég að það hafi að- allega verið út af Eiríki Hauks- syni, hann er frábær söngvari og það er ekki síst honum að þakka að þetta lag fór áfram,“ bætir hann við og viðurkennir að hann hafi ekki viljað sjá neitt af und- ankeppnislögunum fara út í að- alkeppnina. Eyjólfur hefur lítið fylgst með Evróvisjónkeppninni í ár en segir að af því sem hann hefur séð spái hann tyrkneska laginu góðu gengi. „Það er þarna margt ágætt og annað ekki ágætt, ekkert lag hef- ur gripið mig sérstaklega en það er þá helst Tyrkinn sem er eins og Justin Timberlake, ég gæti vel trúað honum til að fara langt. Annars fer þetta líka allt eftir því hvernig fólkið syngur á sviði og kemur fram, ef þessi Tyrki gerir þetta jafn vel og hann gerir í myndbandinu gæti hann unnið.“ Allt Eiríki að þakka Að mati Eyjólfs yrði það al- gjörlega Eiríki að þakka ef Ísland kæmist upp úr undankeppninni úti. „Ég held samt með Íslandi og vona auðvitað að það komist áfram og vinni en ég yrði hissa ef það gerðist. Ég vona að ég sé ekki sannspár um óvelgengnina, það hefur nú komið fyrir að leiðinleg lög hafi lent ofarlega í þessari keppni. Keppnin hefur breyst mikið síð- an Ísland tók fyrst þátt í henni og það til hins verra. Í dag er erfitt að átta sig á Evróvisjón, það er orðið svo mikið af „amatörum“ sem eru með, sem er leiðinlegt því keppnin sjálf er mjög fagleg. Það á að senda fagfólk í keppnina og ég held að við gerum það alltaf en margar þjóðir leggja ekki neitt í þetta,“ segir Eyjólfur en áhugi hans á keppninni hefur minnkað með árunum og nú er svo komið að hann verður ekki einu sinni staddur í Evrópu þegar keppnin fer fram. „Ég verð í Afríku Evróvisjón- kvöldin. Auðvitað væri gaman að sjá okkar mann en ég græt það nú ekki og ég ætla ekki að láta taka keppnina upp fyrir mig því þegar ég kem heim fer ég beint út á golfvöll og horfi ekki á sjónvarp fyrr en sumri er lokið.“ 5 dagar í Söngvakeppni Finnst íslenska lagið leiðinlegt Lélegt Eyjólfur Kristjánsson er ekki hrifinn af Valentine Lost.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.