Morgunblaðið - 10.05.2007, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
ÞAÐ er viðburðarík helgi framundan
hjá mörgum íslenskum fjölskyldum.
Ekki aðeins er keppt í Evróvisjón og
kosið til Alþingis, heldur lauk sam-
ræmdum prófum 10. bekkjar grunn-
skólanna í gær, og víst er að margir
unglingar hyggjast fagna próflok-
unum með einum eða öðrum hætti.
Áður fyrr voru drykkjuskemmtanir
ungmenna eftir lok samræmdra
prófa algengar en við þeim hefur ver-
ið spornað, meðal annars með því að
efna til sérstakra ferða fyrir krakk-
ana að prófunum loknum. Ferðirnar
eru gjarnan skipulagðar af skólum og
foreldrum.
Þrátt fyrir þetta þekkist það enn að
unglingar komi saman í próflok. Ekki
verður þá lokaprófdagurinn endilega
fyrir valinu, heldur hugsanlega helgin
á eftir. Frést hefur af því að á Ak-
ureyri hyggist 10. bekkingar koma
saman eftir miðnætti á föstudags-
kvöld. „Það er stór helgi framundan
og mjög áríðandi að foreldrar fylgist
með börnunum sínum, bjóði vinum
þeirra heim og séu nálægir þessa
dagana,“ segir Björk Einisdóttir,
framkvæmdastjóri Heimilis og skóla,
um próflokin. Því miður séu dæmi
þess að foreldrar leyfi börnum ekki
að bjóða vinum og kunningjum heim
til sín, en þá missi foreldrar yfirsýn
yfir það sem börn þeirra aðhafist.
Raunar sé mikilvægt að slíkt eftirlit
haldi áfram í allt sumar.
Foreldrar taki þátt
Börn og unglingar hafa verið dug-
leg við að taka í notkun ýmiss konar
nýja tækni og nota mikið blogg og
sms til þess að eiga samskipti. Björk
segir að foreldrar þurfi að hafa þessi
atriði í huga, þeir þurfi að vera vak-
andi fyrir símum og tölvum.
Spyrja má hvort ungmennin á Ak-
ureyri, sem ráðgert hafa að hittast í
Kjarnaskógi um helgina, hafi nýtt sér
þá tækni til þess að láta boðin ganga
sín á milli. Bryndís Arnarsdóttir, for-
varnarfulltrúi Akureyrar, segir for-
eldra hafa nokkrar áhyggjur af fyr-
irhugaðri samkomu. Í fyrra hafi
ungmenni hist þar og samkoman far-
ið úr böndunum. Þangað hafi meðal
annars mætt sölumenn fíkniefna.
Bryndís segir að foreldrar allra
barna í 10. bekk á Akureyri hafi feng-
ið sent bréf þar sem þeim er bent á að
þótt sjálfsagt sé að börnin fagni próf-
lokunum sé heppilegra að þau geri
það undir eftirliti foreldra. Foreldrar
hafi verið hvattir til þess að taka þátt
í foreldrarölti á föstudagskvöldið.
Hugsanlegt sé að krakkarnir noti nú-
tímatækni til þess að breyta um stað
með stuttum fyrirvara „en við verð-
um að minnsta kosti í viðbragðs-
stöðu“.
Hún leggur áherslu á að langflest
börnin séu til fyrirmyndar. Stærstu
áhyggjurnar varði sölu fíkniefna og
að ungmennunum sé boðið áfengi.
Ekki lengur „vandræðakvöld“
Eiður H. Eiðsson, lögreglufulltrúi
forvarna hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu, segir að und-
anfarin ár hafi með samstilltu átaki
lögreglu, skóla, foreldrafélaga, ÍTR
og fleiri aðila, tekist að koma í veg
fyrir að kvöldin eftir að samræmdum
prófum lýkur verði „vandræðakvöld“.
Framlag lögreglunnar sé aukið eft-
irlit eftir samræmdu prófin, m.a. á
föstudags- og laugardagskvöld.
Hann segir að lögreglunni finnist
að í ár hyggist færri unglingar taka
þátt í ferðum sem margir skólar hafa
boðið upp á við próflok.
Lögreglan hafi vissar áhyggjur af
laugardagskvöldinu, enda sé þá lík-
legt að margir foreldrar stefni á að
mæta á kosningavökur, eða í Evró-
visjóngleðskap og unglingunum gef-
ist þá færi á að halda eftirlitslaus
partí. „Svoleiðis gleðskapur getur
farið úr böndunum en á augabragði
berast fréttirnar í gegnum gsm-
kerfið og sms-skilaboðin,“ segir hann.
Þá vilji lögreglan að unglingarnir viti
að þeir geti leitað til lögreglu til þess
að ná stjórn á mannskapnum.
Áhyggjur
af laugardegi
10. bekkur fagnar próflokum
Morgunblaðið/Ásdís
Búin Um 4.500 unglingar þreyttu
samræmdu prófin í 10. bekk í ár.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is
Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragn-
arsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„VERNDUN menningarverðmæta
er mikilvæg en þau viðhorf mega
ekki hindra eðlilega framþróun
borgar,“ sagði Björgólfur Guð-
mundsson, stjórnarformaður Lands-
bankans, á fyrsta Miðborgarþingi
Reykjavíkurborgar sem haldið var í
Listasafni Reykjavíkur – Hafnar-
húsi í gær. Þingið bar yfirskriftina
„Hvernig bætum við brunann“ og
fjallaði að mestu um uppbyggingu á
horni Lækjargötu og Austurstrætis
eftir stórbrunann 18. apríl sl.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri tók fyrstur til máls og ítrek-
aði þá skoðun sína að koma þyrfti
framkvæmdum af stað sem fyrst, þó
það tæki sinn tíma að skoða hvernig
byggja ætti upp. „Upp úr þessum
brunarústum munu rísa hús á göml-
um grunni, og sótt verður í sjóði for-
tíðarinnar. Ég hef áður lýst yfir
skoðun minni á þessu máli og hún er
óbreytt,“ sagði Vilhjálmur sem telur
að varðveita eigi götumyndina eins
og kostur er miðað við breyttar að-
stæður, en um leið skoða möguleika
á því að nýta lóðirnar til ákveðinnar
uppbyggingar.
Ekki voru allir á sömu skoðun og
borgarstjóri og varpaði Einar Bjarki
Malmqvist, starfandi arkitekt í Nor-
egi og aðstoðarritstjóri Byggekunst,
öðrum hugmyndum fram. Einar
sagði m.a. að ekki ætti að byggja
upp eftir myndum og hvatti til þess
að hugað yrði að fleiri þáttum. „Við
verðum að skilja að við erum í raun
búin að missa stóran hluta af sög-
unni af því að við kunnum ekki að
byggja lengur, við kaupum hluti og
stöflum þeim saman og þó svo við
stöflum þeim saman í því formi sem
gömlu húsin voru þá erum við ekki
að byggja hið gamla. Við eigum ekki
að byggja fyrir ferðamenn heldur
hugsa út í hvað við getum gert til að
þróa byggingarhefðina.“
Þá sýndi Einar Bjarki myndir af
þeim húsum sem reist voru í miðbæ
Þrándheims, eftir brunann í desem-
ber árið 2002, þar sem hið gamla
sameinast hinu nýja, s.s. með því að
byggt er úr timbri og var ljóst af við-
brögðum áhorfenda, sem sumir tóku
andköf, að hugmyndir Norðmanna
hugnuðust þeim ekki.
Tónskálið Atli Heimir Sveinsson
steig einnig upp í pontu og viðraði
skoðanir sínar. Þær eru ekki full-
mótaðar en byggjast á því að fá arki-
tekt á heimsmælikvarða til að hanna
húsnæði sem gæti kallast á við tón-
listarhúsið og aðrar byggingar sem
rísa munu á svæðinu á næstu árum.
Falla ekki að skipulagi
Segja má að Björgólfur Guð-
mundsson hafi tekið undir þær hug-
myndir að húsnæðið eigi að vera í
takt við þá uppbyggingu sem er á
svæðinu, en honum þótti þó óþarfi
að fá erlenda arkitekta til verksins.
„Eyðing er upphaf nýrrar sögu,“
sagði Björgólfur og benti á að götu-
myndin á svæðinu væri umdeild og
óljós, auk þess sem verið væri að
endurskoða Lækjartorgið og um-
hverfi þess. „Því er komin fram full-
góð ástæða til að skoða hvort brun-
inn gefi tækifæri til að ná fram
áhugaverðri heildarmynd sem muni
þjóna miðbænum til framtíðar. Þessi
hús voru falleg og merkileg en þau
falla ekki vel að skipulagi reitsins
kvosarmegin við Lækjargötuna.“
Hann gagnrýndi þá, varlega,
hversu fljótt stjórnmálamenn úr öll-
um flokkum, sem ekki eiga eignirnar
sem brunnu, höfðu lýst því opinber-
lega að þeir teldu mikilvægt að við-
halda götumyndinni og endurbyggja
húsin í upprunalegri mynd á sama
stað. „Í sjálfu sér er þetta falleg
hugsun en þessi atburður skapaði
nýjar aðstæður, opnaði fyrir ný
tækifæri og skoða á framhaldið í víð-
ara ljósi og kalla til fleiri sem málið
varðar.“
Efla verður miðborgina
Björgólfur vísaði í niðurstöður ó-
birtrar könnunar Capacent Gallup
sem gerð var fyrir fasteignafyrir-
tæki sem hann á aðild að. Þar kemur
í ljós að aðeins 6,7% aðspurðra telja
miðstöð verslunar og þjónustu vera í
miðborginni, 86% nefna hins vegar
aðra af stóru verslunarmiðstöðvun-
um á höfuðborgarsvæðinu. „Í mín-
um huga verðum við að breyta
þessu. Ef okkur á að takast að gæða
miðborgina lífi þá þurfum við að
gera hana að miðstöð verslunar og
þjónustu.“
Í niðurstöðum sömu könnunar
kemur jafnframt fram að 78% að-
spurðra telja mjög eða frekar mik-
ilvægt að efla þjónustu og verslun í
miðborginni.
Tækifæri til að ná
fram heildarmynd
Fjölmennt íbúaþing um uppbyggingu á horni Lækjargötu
og Austurstrætis var haldið í Listasafni Reykjavíkur í gær
Morgunblaðið/RAX
Miðborgarþing Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbank-
ans, var á meðal ræðumanna og sagði mörg tækifæri liggja í miðborginni.
Í HNOTSKURN
»Vilhjálmur borgarstjórisagði mikilvægt að heyra
sjónarmið borgarbúa og boð-
aði regluleg Miðborgarþing
þar sem rætt verður um brýn
málefni sem varða miðborg-
ina.
»Jafnframt tilkynnti hannstofnun félags í tengslum
við hagsmunaaðila sem mun
hafa það hlutverk að efla mið-
borgina og standa að mark-
aðsstarfi.
TEKNAR hafa verið saman upplýs-
ingar um grunnskóla Reykjavíkur,
t.d. um fjölda nemenda og viðhorf
þeirra til viðkomandi skóla, og liggja
þær frammi á vefsíðu grunnskól-
anna, www.grunnskolar.is. Júlíus
Vífill Ingvarsson, formaður mennta-
ráðs Reykjavíkurborgar, kynnti
upplýsingarnar á fundi sem haldinn
var í gær með fulltrúum foreldra-
ráða í grunnskólum borgarinnar.
„Þessum upplýsingum er meðal
annars ætlað að auðvelda foreldrum,
sem eru að flytja til borgarinnar, að
sjá hvaða grunnskóli henti börnum
þeirra best.“ Júlíus segir aðgengi
foreldra að upplýsingum sem þess-
um þekkjast víða erlendis og að sóst
hafi verið eftir þeim af reykvískum
foreldrum.
Upplýsingarn-
ar sem um ræðir
eru m.a. ýmsar
staðreyndir um
fjölda nemenda,
starfsfólks, fjölda
íbúa í hverfi og
hlutfall nemenda
á íbúð í skóla-
hverfinu. Einnig
eru birtar niður-
stöður úr sam-
ræmdum prófum og niðurstöður við-
horfskannana meðal forráðamanna,
starfsfólks og nemenda.
Markmið fundarins í gær var að
kynna upplýsingarnar, sem og að
leita eftir óskum foreldra um frekari
upplýsingar sem þeir teldu að gætu
komið að gagni við val á skóla.
Geta skoðað stöðu
einstakra skóla
Júlíus Vífill
Ingvarsson
SAMKVÆMT könnun sem Fé-
lagsvísindastofnun Háskóla Íslands
gerði fyrir Stöð tvö og birt var í gær-
kvöldi er ríkisstjórnin fallin. Á lands-
vísu fær Framsóknarflokkurinn
8,6% og 5 þingmenn kjörna og Sjálf-
stæðisflokkurinn fengi 38,1% og 25
þingmenn. Vinstri grænir fá 16,2%
samkvæmt könnuninni og 11 þing-
menn og Samfylkingin 29,1% og 19
þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn
fengi 5,2% og 3 þingmenn kjörna og
Íslandshreyfingin fengi 2,7% sem
dygði flokknum ekki til að fá mann
kjörinn á þing.
2400 manna úrtak var í könnun-
inni og svarhlutfall var 63%. Könn-
unin var gerð síðastliðinn fimmtu-
dag, föstudag, mánudag og
þriðjudag.
Ríkisstjórnin
ekki með
meirihluta