Morgunblaðið - 10.05.2007, Side 6

Morgunblaðið - 10.05.2007, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 BREYTTU GLITNIS PUNKTUNUM Í DRAUMA FERÐALAG Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞÓTT ofbeldi gegn lögreglumönn- um hafi minnkað síðasta áratuginn eða svo, vill ríkislögreglustjóri eigi að síður bregðast við því ofbeldi sem lögreglumenn verða fyrir og hefur þegar verið gripið til aðgerða á vissum sviðum. Ný rannsókn fyrir ríkislög- reglustjóraembættið á ofbeldi gegn lögreglu var kynnt í gær og kemur þar fram að tilkynntum ofbeld- isbrotum gegn lögreglu hefur fækkað á ársgrundvelli úr 212 í 147 á árabilinu 1998–2005. Rannsóknin sýnir að 70% lögreglumanna hafa orðið fyrir hótunum um ofbeldi í starfi og 26% utan vinnutíma. 40% urðu fyrir ofbeldi í starfi sem leiddi til minniháttar meiðsla. Það voru hins vegar 15% lögreglumanna sem urðu fyrir ofbeldi sem leiddu til stórvægilegra meiðsla. Þetta kom fram í þeim hluta rannsóknarinnar sem framkvæmd var með spurn- ingakönnun en niðurstöður hennar byggjast á svörum 397 lögreglu- manna, eða 61% starfandi lögreglu- manna vorið 2005. Voru þeir spurð- ir um reynslu sína undanfarin fimm ár í starfi. 15% eða 54 lög- reglumenn sögðust hafa upplifað að einhverjum úr fjölskyldum þeirra hefði verið hótað á þann hátt að þeir tækju hótunina alvarlega. Allir þessir 54 lögreglumenn sögðu að barni þeirra hefði verið hótað auk fleiri fjölskyldumeðlima. Rannsak- endur telja að alvarlegt áreiti við börn og maka lögreglumanna beri að líta alvarlegum augum í ljósi þeirra afleiðinga sem hótanir geta haft á börn sérstaklega og á fjöl- skyldu- og einkalíf almennt. Helgarnar hættulegastar Um þriðjungur ofbeldismála gegn lögreglumönnum átti sér stað á lögreglustöð og er hættulegasti tími vikunnar að þessu leyti um helgar og að næturlagi. Oftast voru brotamennirnir á aldrinum 18-25 ára og flestir með sakaferil. Í yfir helmingi tilvika átti ofbeldið sér stað við handtöku en einnig var al- gengt að ofbeldi kæmi fram við af- skipti af störfum lögreglu, við rann- sókn máls eða þegar fyrirmælum lögreglu var ekki hlýtt. Í fæstum tilvikum var um fyrirvaralausa árás að ræða. Það vakti athygli rannsak- enda að aðeins 14% leituðu sér að- stoðar og einnig vakti athygli hve hátt hlutfall lögreglumanna upplifði sig einangrað þegar kom að hvatn- ingu til að tilkynna ofbeldi. Fram kom í rannsókninni að lög- reglumenn voru í þriðjungi mála sáttir eða mjög sáttir við hvernig málin voru meðhöndluð innan lög- reglunnar en um 35% voru mjög óánægðir með málarekstur innan lögreglunnar. Þegar lögreglumennirnir voru spurðir hvað gæti dregið úr líkum á ofbeldi gegn þeim sjálfum nefndu 28% þeirra að aukin fagmennska á vettvangi gæti hjálpað. Þessu til út- skýringar voru nefnd atriði eins og dómgreind, þolinmæði, sanngirni, góðvild, ákveðni og kurteisi. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri fellir sig ekki við það hversu mikið er um ofbeldi gegn lögreglumönnum í landinu og sagð- ist ekki hafa búist við því hve hátt hlutfall lögreglumanna hefðu orðið fyrir ofbeldi eða hótun. „Ég held að við verðum með ein- hverju móti að ná þessu niður og ég held að almenningur í landinu hljóti að vinna með lögreglunni í þeim efnum,“ sagði hann á blaðamanna- fundi í gær. Sagðist hann telja að almenningur gæti með ýmsum hætti stutt lögregluna enda nyti lögreglan mikils trausts. „Ég held að lögreglan verði að finna það að hún er ekki ein að störfum, heldur með fólkið í landinu að baki sér við störf sín.“ Veitt hefur verið fé til fé- lagslegra umbóta innan lögregl- unnar og þá hafa lög verið hert gagnvart þeim sem gerast sekir um ofbeldi gegn lögregluþjónum. Há- marksrefsing er nú 8 ára fangelsi í stað 6 áður. 4 af hverjum 10 beittir ofbeldi Langflestum lögregluþjónum hefur verið hótað Morgunblaðið/Júlíus Stjórnun Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri í miðið ásamt Páli E. Winkel, yfirmanni stjórnsýslusviðs ríkislögreglustjóraembættisins, og Sigríði Björk Guðjónsdóttur aðstoðarríkislögreglustjóra. Morgunblaðið/Eggert Hætta Lögreglustöðin sjálf er hinn dæmigerði vettvangur þar sem lög- reglumenn verða fyrir ofbeldi. Það kann að vera skýringin á því að hér eru fjórir lögreglumenn að tjónka við ölvaðan karlmann. Í HNOTSKURN »Einu sinni gengu hót-anir svo langt að lög- reglumönnum var ógnað með skammbyssu, árið 2001. Þetta telst þó eins- dæmi því vopn eru sjaldan notuð gegn lögreglu ef um ofbeldi er að ræða. Helst eru notuð eggvopn eða bar- efli. »Þegar lögreglumaðurverður fyrir ofbeldi er algengast að sparkað sé í hann eða hann kýldur. » Lögreglumenn eru líkastundum bitnir eða hrækt á þá, þeir skallaðir, teknir hálstaki og klóraðir, þó er þetta hlutfall lágt eða innan við 5% tilvika. LEIT að Madeleine McCann, þriggja ára breskri stúlku sem numin var á brott úr herbergi sínu á Alg- arve í Portúgal, hefur verið útvíkkuð enn frekar og í gær sendi breska sendiráðið á Ís- landi tilkynningu, að beiðni portúgalskra yf- irvalda, þar sem þeir Íslendingar sem kunna að hafa ein- hverjar upplýsingar eru beðnir að hafa samband við portúgölsku lögregluna, í síma 00 351 282 405 400. Stúlkunni var rænt 3. maí sl. úr sum- arhúsi á Praia da Luz, þar sem hún lá sofandi ásamt tveggja ára tvíburum hjónanna Kate og Gerry McCann. For- eldrarnir sögðust í gær ekki hafa misst vonina og væru þau vongóð um að Made- leine fyndist á lífi. Tveir sérfræðingar í hegðun kynferð- isglæpamanna hafa bæst í hóp rannsókn- arlögreglumanna í Portúgal sem vinna að leitinni að Madeleine. Þeir koma frá samtökum sem vinna gegn kynferðisof- beldi á börnum í Bretlandi og ástæða þess að þeir voru kallaðir til við rann- sókn málsins er sú að portúgalska rann- sóknarlögreglan fékk upplýsingar um breska barnaníðinga með tengsl við Alg- arve. Leit að Madeleine stendur enn yfir Madeleine McCann Í KJÖLFAR samkomulags Öryggis- miðstöðvarinnar og JB Byggingarfélags í fyrra mun fyrrnefnda fyrirtækið sjá um öryggisgæslu í Grandahvarfi, þyrpingu húsa sem eru í byggingu við Elliðavatn. Mun Öryggismiðstöðin hafa umsjón með öryggisgæslu og almennri hús- og garð- umhirðu í hverfinu og er öryggiskerfi og reykskynjarar innifalið í íbúðaverðinu. Talsmenn Öryggismiðstöðvarinnar telja í ljósi þessa að spurningarmerki megi setja við þá fullyrðingu í Morgunblaðinu 9. maí að Urriðaholt væri fyrsta vaktaða hverfið. Vöktun fer fram í Grandahvarfi ÁRLEGUR fundur vestnorrænna þing- forseta verður haldinn í Reykjavík dagana 9.-10. maí. Forseti Alþingis, Sólveig Pét- ursdóttir, stýrir fundinum sem forseti fær- eyska lögþingsins, Edmund Joensen, og forseti grænlenska landsþingsins, Jonat- han Motzfeldt, sækja. Meðal þess sem rætt verður á fundinum eru öryggismál í Norðurhöfum, vestnor- rænt samstarf í samgöngu- og ferða- málum og starfsemi þinganna og Vestnor- ræna ráðsins. Þingforsetar þinga hér JÓNÍNA Bjartmarz umhverfisráð- herra afhjúpaði í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar í gær sýningarkassa með dýrum og plöntum í útrýmingar- hættu sem óheimilt er að versla með samkvæmt hinum alþjóðlega CITES samningi. Sýningunni er ætlað að fræða ferðafólk um samninginn og tegundir sem ólöglegt er, eða þarf leyfi til að flytja inn og út úr landinu. Meðal þeirra fjölmörgu tegunda sem eru háðar leyfum eru fílar, nas- hyrningar, hvítabirnir, tígrisdýr og fleiri tegundir kattardýra, krókó- dílar, ýmsar eðlur, antilóputegundir, skjaldbökur, fjöldi skrautfugla, hval- ir, styrjur, nokkrar tegundir kakt- usa, orkideur og nokkrar tegundir harðviðar, svo og afurðir og fullunn- ar vörur úr afurðum þessara teg- unda. CITES reglur gilda um öll ein- tök tegunda óháð því hvort þau eru keypt, fengin gefins, fundin, ræktuð o.s.frv. Afurðir CITES tegundar geta t.d. verið skinn, tennur, bein, klær, fjaðrir og þess háttar. CITES er samningur um alþjóða- sem eru í útrýmingarhættu með því að stjórna alþjóðlegum viðskiptum með þær. Samningurinn gildir um verslun með tegundir eða afurðir um 5.000 dýrategunda og 25.000 plöntu- tegunda. verslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu gerður í Washington 3. mars 1973 ásamt síðari breytingum og viðauk- um. Markmið samningsins er að vernda tegundir dýra og plantna Apar, ljón og ísbirnir Morgunblaðið/Hilmar Bragi Sjaldgæf dýr Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og Höskuldur Ásgeirs- son, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, afhjúpuðu skápana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.