Morgunblaðið - 10.05.2007, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KOSNINGAR 2007
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
EKKI þarf alltaf fjölmenni til að
fundur verði líflegur og skemmti-
legur. Það kom glöggt fram á
framboðsfundi Sjálfstæðisflokksins
í félagsheimilinu Hlöðum á Hval-
fjarðarströnd í fyrrakvöld, þar sem
Einar Oddur Kristjánsson, þriðji
maður á lista Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi, fór á kostum
í framsöguerindi sínu. Sjálfstæð-
isflokkurinn var eini stjórn-
málaflokkurinn í þessari kosninga-
baráttu, sem efndi til sérstaks
framboðsfundar á Hvalfjarð-
arströnd.
Einar Oddur spurði m.a. hvers
vegna stjórnarandstaðan og fleiri
þyrftu æ ofan í æ að bera þau
ósannindi á borð fyrir þjóðina, að
styrkjakerfi landbúnaðarins hér á
landi næmi 14 til 16 milljörðum
króna, þegar hið sanna væri, að
greiðslur til bænda næmu 8,5 millj-
örðum króna á ári.
„Ég var að segja frá því í Ólafs-
vík í gær, að ég hef nú lítið sést í
sjávarþorpunum, því ég var sendur
til sveita í þessari kosningabaráttu
og hef mest verið að tala um kind-
ur og stundum kýr og hef reyndar
aðeins minnst á svín!“ hóf Einar
Oddur mál sitt, en hann varði
drjúgum tíma í að gera grein fyrir
stefnu Sjálfstæðisflokksins í land-
búnaðarmálum, enda staddur í
landbúnaðarhéraði.
„Ég hef undirstrikað það í mál-
flutningi mínum og geri hér, að
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur
allra stétta og flokkur allra
byggða. Í þessu stóra kjördæmi er
þetta mjög skipt; hér á suðursvæð-
inu er mikil þensla í stórum bæj-
arfélögum; við erum með lítil sjáv-
arþorp og mikinn landbúnað.
Stuðningur Sjálfstæðisflokksins
við íslenskan landbúnað og bændur
er eindreginn og á hann hef ég lagt
mikla áherslu í mínum málflutn-
ingi.“
Einar Oddur sagði að enginn
þyrfti að fara í grafgötur með það,
sem læsi stjórnmálaályktun Sjálf-
stæðisflokksins um landbún-
aðarmál, sem samþykkt hefði verið
á síðasta landsflundi flokksins,
mótatkvæðalaust, að Sjálfstæð-
isflokkurinn stæði heill á bak við
þá ályktun.
Mikil hagræðing í landbúnaði
„Hversu oft hefur það ekki
heyrst á síðustu misserum úr röð-
um stjórnarandstöðunnar, að það
sé höfuðnauðsyn að taka þessu
„gegnumrotna landbúnaðarkerfi
tak og snúa ofan af allri vitleys-
unni, og spillingunni sem þar við-
gengst“ og ég veit ekki hvaða önn-
ur orð hafa verið viðhöfð?
Okkur hefur tekist á und-
anförnum árum að leiða íslenskan
landbúnað til mikillar farsældar og
landbúnaðurinn hefur verið að skila
ekkert síðri hagræðingu og ekkert
síðri framförum en aðrar atvinnu-
greinar og í sumum tilfellum betri.
Ég geri það oft, svona bæði í
gamni og alvöru, að minna menn á
hvernig grafið lítur út um verðþró-
unina á einum lítra á mjólk annars
vegar og hins vegar hvernig grafið
lítur út um verðþróunina á einum
lítra af kók. Kókið hefur hækkað
helmingi meira er mjólkin! Ég
furða mig á því að menn skuli ekki
taka eftir þessu og ég furða mig á
öllum þessum upphrópunum um að
hið gríðarlega háa matarverð sé að
sliga fjölskyldurnar og þetta sé
myllusteinninn sem haldi niðri lífs-
kjörum Íslendinga.“
Einar Oddur sagði að sannleik-
urinn væri sá að það væru rúm 5%
af ráðstöfunartekjum sem vísitölu-
fjölskyldan eyddi í innlend mat-
væli, sem væri nánast sama tala
sem lífskjörin hefðu batnað um á
hverju ári, eða 4–5%.
Einar Oddur sagði að nauðsyn-
legt væri að undirstrika hið sanna í
þessum efnum, „því það yrði skelfi-
legt fyrir byggðir landsins ef svona
ósannindi fengju undirtektir og al-
menningur færi að trúa þessu. Svo
er ekki, til allrar hamingju sér fólk
í gegnum ósannindin.
Ég er sannfærður um, að ef við
hættum að styðja sauðfjárræktina,
þá gæti hér orðið mjög mikil land-
auðn og stór svæði landsins yrðu
bara kalblettir og menningarlega
og sögulega værum við að gera
mjög rangt með því. Þessir rúmir
þrír milljarðar á ári, sem fara í að
styðja við sauðfjárrækt, eru ekki
þeir fjármunir að þeir skipti sköp-
um fyrir ríkisfjármálin og fyrir
stuðningnum við mjólkuriðnaðinn
eru fullkomin efnahagsleg rök. Ég
hef margfarið yfir það í ræðu og
riti.“
Einar Oddur sagði að grundvöll-
ur þess að hægt væri að halda
áfram búskap hér á landi og að ís-
lenskar sveitir héldust í byggð
væri bara einn: „Að bændur hafi
kjör sem eru sambærileg við það
sem aðrir þegnar þjóðfélagsins
hafa.“
Ná ekki norður yfir heiðina
Jákvæð efnahagsleg áhrif af
verksmiðjunum á Grundartanga,
jákvæð menningarleg og efnahags-
leg áhrif af Landbúnaðarháskól-
anum á Hvanneyri og Háskólanum
á Bifröst urðu Einari Oddi einnig
að umtalsefni. Hann benti á hvern-
ig áhrifin teygðu sig um gjörvallt
Vesturland, norður Mýrar, út Snæ-
fellsnesið, til Akraness og Borg-
arness og til uppsveita Borg-
arfjarðar. „En þau ná ekki norður
fyrir Holtavörðuheiði. Það getur
hvert mannsbarn séð. Þannig að
ávinningnum af uppbyggingunni í
þessu stóra kjördæmi, honum er
verulega misskipt.“
Undir lok máls síns sagði Einar
Oddur: „Við eigum og megum og
skulum styrkja byggðirnar og það
er fráleitt annað en halda því
áfram.
Nýja stefnumótunin í byggða-
málum, sem við fengum loksins alla
þingmenn til að skrifa undir í vet-
ur, eftir að við hentum út af borð-
inu hugmyndum Valgerðar Sverr-
isdóttur, þáverandi
viðskiptaráðherra, hún er ekki flók-
in: Menntamál – samgöngumál.
Hún var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum.“
Hann sagði að með frekari upp-
byggingu verkmenntaskóla, há-
skóla, skólasetra, fjarkennslustöðva
og símenntunar í dreifðari byggð-
um landsins, auk stórbættra sam-
gangna, yrði byggð brú á milli
þéttbýlis og dreifbýlis og van-
trausti milli borgar og byggðar
eytt.
Einar Oddur, harður talsmaður bænda, á framboðsfundi Sjálfstæðisflokksins á Hvalfjarðarströnd
Kók hækkað
helmingi meira
en mjólk
Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir
Frambjóðandinn „Þessi stefna hefur ofboðsleg áhrif á vilja manna og getu til
þess að búa í þessu landi og hún mun skila þjóðinni verulegum ávinningi.“
VINSTRI hreyfingin – grænt fram-
boð hefur samið nýtt frumvarp til
laga þar sem kveðið er á um, að ráð-
herrum sé óheimilt að gera samn-
inga sem binda ríkissjóð til útgjalda,
síðustu 90 dagana fyrir kosningar.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
flokksins, kynnti frumvarpið á blaða-
mannafundi í gær og sagði að frum-
varpið yrði eitt af fyrstu frumvörp-
um sem nýr þingflokkur mundi
leggja fram á næsta þingi.
Steingrímur sagði að undirskriftir
og loforð ráðherra um fjárframlög að
undanförnu hefðu gengið fram af
mörgum. Oft hefðu fjárreiður ríkis-
ins gengið fram af fólki en steininn
tekið úr upp á síðkastið og hefðu ráð-
herrar skrifað undir samninga, nán-
ast hvern einasta dag, án fyrirliggj-
andi heimilda í fjárlögum.
Íslendingar hvattir
til að snúa við blaðinu
Á fundinum, sem haldinn var til að
kynna áherslumál flokksins á loka-
spretti kosningabaráttunnar, sagði
Steingrímur kjósendur hafa gildar
ástæður til að kjósa ekki áframhald-
andi ríkisstjórnarsamstarf Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks.
Þá kvaðst hann bjartsýnn á að þær
aðstæður mundu myndast að lokn-
um kosningum að hægt yrði að
skipta um stjórn.
Fimm fulltrúar flokksins sátu
fundinn og sögðu þeir Íslendinga
hafa dökka mynd fyrir augunum í
lýðræðis-, velferðar-, jafnréttis- og
umhverfismálum og að tími væri
kominn til að snúa við blaðinu og
horfa til bjartari framtíðar. Hefur
flokkurinn látið gera spjald með hin-
um dökkum hliðum annars vegar og
framtíðarsýn sinni hins vegar og
sneri við blaðinu, með táknrænum
hætti, á fundinum.
Fram kom í máli þeirra að VG vilji
tryggja 40% hlut kvenna á þingi og í
sveitarstjórnum og afnema launa-
leynd strax enda segja þeir launa-
vernd vera gróðrarstíu kynbundins
launamunar. Einnig kom fram að
flokkurinn vildi stöðva frekari stór-
iðjuframkvæmdir í a.m.k fimm ár og
stofna loftslagsráð til að vinna mark-
visst gegn losun gróðurhúsaloftteg-
unda m.a. með vistvænum sam-
göngum og fræðslu um umhverfis-
mál.
Einnig sögðust frambjóðendurnir
vilja afnema lög um eignarétt á
drykkjarvatni sem eiga að taka gildi
1. nóvember á þessu ári og
tryggja að aðgangur að vatni verði
viðurkenndur hluti af grunnréttind-
um fólks.
Vilja hefta umboð ráðherra
skömmu fyrir kosningar
Morgunblaðið/Ásdís
Áherslumál Frambjóðendur VG snúa við blaðinu með táknrænum hætti í Norræna húsinu.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur fallist á þá kröfu Sálfræðinga-
félags Íslands að lög um heilbrigð-
isþjónustu verði ekki talin ganga
framar samkeppnislögum. Ógilti
dómurinn jafnframt úrskurð áfrýj-
unarnefndar í samkeppnismálum
þar sem ákvörðun Samkeppniseftir-
litsins var felld úr gildi, en í ákvörð-
uninni var það talið samkeppnis-
hamlandi að klínískir sálfræðingar
sætu ekki við sama borð og geðlækn-
ar hvað varðar greiðsluþátttöku hins
opinbera í kostnaði sjúklinga vegna
meðferðar hjá þeim.
Halldór Kr. Júlíusson, formaður
Sálfræðingafélags Íslands, segir nið-
urstöðu dómsins mikilvæga fyrir þá
sem þurfa á sálfræðilegri hjálp að
halda. „Sálfræðingar og samtök
sjúklinga hafa lengi barist fyrir
þessu máli,“ segir Halldór.
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins
frá því í október 2005 sagði að geð-
læknar og klínískir sálfræðingar
ættu í samkeppni og því væri heil-
brigðisyfirvöldum ekki stætt á því að
mismuna starfstéttunum á þann hátt
að semja um greiðsluþátttöku í til-
viki geðlækna en ekki þegar kæmi að
sálfræðingum. Áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála klofnaði í afstöðu sinni,
en meirihlutinn felldi úr gildi ákvörð-
un samkeppniseftirlits. Sá úrskurð-
ur hefur nú sjálfur verið felldur úr
gildi af héraðsdómi.
Mikilvæg
niður-
staða
Sálfræðingar vilja
samning við ríkið