Morgunblaðið - 10.05.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.05.2007, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞAÐ þarf að gera hlé á frekari stór- iðjuskuldbindingum, slá skjaldborg um náttúruperlur Íslands og tryggja að orkuauðlindir landsins safnist ekki á fárra hendur líkt og fiskurinn eftir að kvótakerfinu var komið á. Þá þarf að hækka skatt- leysismörk í 142.600 krónur, styrkja velferðarkerfið og gera betur við þá sem minnst mega sín. Þetta var inntakið í ræðu Jakobs Frímanns Magnússonar, sem skipar 1. sæti Íslandshreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi, á hádegisfundi með starfsmönnum Prentmets í gær. Jakob hóf framsögu sína á að svara gagnrýni á flugvallargerð Ómars Ragnarssonar, sem skipar 1. sæti flokksins í Reykjavík suður, sem hann taldi ómaklega og lýsa því hve stutt væri til kosninga. Jakob rakti svo aðdraganda stofn- unar hreyfingarinnar, þörf hefði verið fyrir nýjan flokk sem væri „grænn í gegn“ og sem setti um- hverfis-, auðlinda-, efnahags- og vel- ferðarmálin í órofa heildarsam- hengi, með náttúruvernd í forgrunni. Vinstri grænir væru að sönnu grænn en sósíalískur flokkur, auk þess sem samstarf hans í sveita- stjórnum hefði leitt til málamiðlana. Slíkt yrði ekki uppi á teningnum kæmist Íslandshreyfingin til valda, ekki yrði samið um þá kröfu að gert yrði hlé á stóriðjustefnu stjórnvalda. Mikilvægt væri að ná sátt í sam- félaginu um þennan mikilvæga málaflokk og að fram færi endurmat á sameiginlegum verðmætum okkar og raunvirði þeirra. Orkan stöðugt verðmætari „Við erum með það sem okkur hefur verið fengið til varðveislu, landið, náttúruna og ekki síst orku- uppsprettur og auðlindir landsins, það dýrmætasta sem við eigum, fyr- ir utan sjálfan mannauðinn, börnin okkar,“ sagði Jakob í framsögunni. Jakob sagði því næst orku lands- ins verða stöðugt verðmætari með degi hverjum. Tekist hefði að bjarga Eyjabökkum um síðustu aldamót en í framhaldinu hefðu verið gerðir samningar um sölu ódýrrar orku til Alcoa. Nú mætti ljóst vera að stjórn- völd hygðust einkavæða orkulind- irnar. Jakob vakti einnig athygli á því að eftir að Alcoa tók yfir Alcan í 2.100 milljarða viðskiptum væri til kominn viðskiptavinur sem keypti liðlega 80% af stóriðjuorkunni í landinu. „Það þarf ansi mikinn þrótt til að standa í lappirnar andspænis þeim sem geta með annarri hendinni reitt út 2.100 milljarða íslenskra kr. til að kaupa eitt álfyrirtæki. Þeir yrðu ansi fljótir að kaupa upp alla þá orku sem við eigum hér eða stæði þeim til boða. Ætlum við að gera fallvötnin, endurnýjanlegu og vistvænu íslensku orkuna, þá eftir- sóttustu í heimi, að láta örlög henn- ar verða þau sömu og fiskimiðanna? Ætlum við að glutra henni úr höndunum, að selja hana á útsölu- prís eins og við höfum verið að selja orkuna til Alcoa? Ætlum við jafnvel að gefa hana eins og við gerðum við fiskimiðin? Um þetta er kosið á laugardaginn. Það er kosið um sam- eignina okkar til frambúðar og með hvaða hætti hún verður nýtt og í hvaða eignarhaldi hún verður. Þetta er mál sem varðar ekki einungis samfélag nútímans heldur ekki síður börn okkar, fædd og ófædd.“ Viðstaddir klöppuðu fyrir fram- sögunni, engar spurningar bárust úr salnum. Morgunblaðið/G.Rúnar Með kjósendum Jakob Frímann færði ýmis rök fyrir því hvers vegna Íslandshreyfingin ætti erindi í stjórnmálin. Orkuauðlindin safnist ekki á fárra hendur Jakob Frímann, frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar, kynnti starfsliði Prentmets stefnumálin á hádegisfundi RAPIDALIGNER-vélin frá Völku ehf. vakti mikla athygli á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem haldin var í lok apríl. Valka kynnti frumgerð af samvalsflokkara sem byggist á algerlega nýrri hugsun og er í senn flokkari, samvalsbúnaður og raðari. Kostir vélarinnar eru fjöl- margir. Vélin hefur verið þróuð af Völku í samvinnu við Ný-Fisk og Háskólann í Reykjavík en verkefnið er styrkt af AVS- sjóðnum og Rannís. Sótt hef- ur verið um einkaleyfi fyrir vélinni og hefur það verið samþykkt hér á landi og al- þjóðleg einkaleyfisumsókn er í gangi. Mikill áhugi á vélinni „Ljóst er að mjög mikil þörf er á vélbúnaði sem meðhöndlar ferskan fisk betur en núverandi flokkunarbúnaður og ekki spillir fyrir að vélin eykur sjálfvirkni um leið með sjálfvirkri röðun. Þetta kom skýrt fram á sýningunni því mikill áhugi er á vélinni og verður ærið verkefni fyrir starfsfólk Völku að fylgja eftir þeim söluábending- um sem fengust á sýningunni. Enn- fremur lýstu margir aðilar áhuga á að gerast söluaðilar fyrir vörur Völku á erlendum mörkuðum en sá áhugi mun auðvelda Völku mjög það verkefni að byggja upp sölunet erlendis,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. Vélin sem sýnd var í Brussel var prófuð mjög ítarlega í Ný-Fiski í 2 mánuði fyrir sýninguna og stóðst allar væntingar sem til hennar voru gerðar. „Í framhaldi af þessum góða árangri er næsta skref því að framleiða vél í fullri stærð sem get- ur pakkað mörgum tegundum sam- tímis og verður hún sett upp í Ný- Fiski í sumar. Sú vél mun aðallega verða notuð við pökkun á ferskum þorskhnökkum en flokka þarf þá í þrjá flokka um leið og valið er sam- an í kassa. Alger nýjung í vélinni er að unnt er að nýta hana til að raða stykkjum beint inn á lausfrysti samhliða því sem raðað er ofan í kassa. Auk þessa ávinnings sparar vélin mikið pláss því vélin er aðeins um þriðjungur af þeirri lengd sem hefðbundin flokkaralína þyrfti að vera.“ Framleiðslu- og pantanakerfi „Auk RapidAligner-vélarinnar kynnti Valka aðrar vörur á sýning- unni. Af þeim vakti RapidTrade framleiðslu- og pantanakerfið mest- an áhuga en forritið einfaldar sam- skipti milli framleiðanda og kaup- anda verulega, innsláttarvinna er lágmörkuð auk þess sem yfirsýn stórbatnar. Þá vakti mikla athygli beintenging pöntunarkerfisins við samvalsflokkarann sem gerir úr- vinnslu pantana sjálfvirkari en áður hefur þekkst,“ segir Helgi Hjálm- arsson. Bætt meðhöndlun og mikil hagræðing Valka kynnti nýjan samvalsflokkara á sjávarútvegssýningunni í Brussel Í HNOTSKURN »Sérlega góð meðferð hrá-efnis. Afurðinni er raðað á algerlega sjálfvirkan hátt í bakka eða í kassa »Yfirvigt er lágmörkuðmeð færri hliðum en áður hefur þekkst og því sparar vélin dýrmætt pláss í fisk- vinnslum. »Vélin getur unnið meðmismunandi skammta- stærðir og vörutegundir sam- tímis. Sýningar Guðmundur Elíasson sölustjóri og Helgi Hjálmarsson framkvæmdastjóri kynna nýju vélina á sýningunni í Brussel. AÐ SÖGN Birgis Kristinssonar framkvæmdastjóra Ný-Fisks ehf. hefur verið áhugavert að taka þátt í þróun vélarinnar með Völku ehf. „Flokkarinn skilar sínu og gott bet- ur en hægt er að pakka 3 mismun- andi afurðum í einu þar sem vigtun er nánast 100% og síðast en ekki síst að leggja og raða flakabitunum varlega í kassann þannig að bitinn verður ekki fyrir hnjaski. Allir þessir þættir eru mikilvægir fyrir rekstarafkomuna en hægt verður að auka afköst verulega án þess að komi niður á gæðum eða yfirvigt,“ segir Birgir. Birgir segir það hafa verið stór- kostlegt að sjá hvernig hugmyndir um óskaflokkara fyrir ferskan fisk urðu að veruleika. Allt frá teikn- ingum sem settar voru í hermilíkön og þaðan yfir í frumgerð vélar- innar sem allt í einu fæddist í fullri stærð og hreinlega virkaði frá fyrsta degi. „Manni fannst þetta eiginlega hálf skrítið að hægt væri að uppfylla eftirtaldar kröfur eða óskir: Það má ekki vera yfirvigt, það verður að leggja fiskstykkin var- lega í kassann, vélin þarf að geta raðað stykkjunum þannig að þau leggist fallega hlið við hlið. Við vorum eiginlega vissir um að þetta væri ekki hægt, því ef svo væri þá hefði einhver verið bú- inn að gera það fyrir löngu. Helgi í Völku var á öðru máli. Eftir aðeins tæpt ár var frumgerð vélarinnar komin í fullri stærð inn á gólf hjá okkur í prufukeyrslur. Það hefur verið gaman að fylgja þessu verkefni og sjá hvað við Íslendingar eigum mikið hugvitsfólki sem hefur frum- kvöðlahugsun og áræði til að leysa hvert verkefni af svo mikilli kost- gæfni. Vissulega hefur vélin breyst frá fyrstu hugmyndum en slípa þurfti af ýmsa vankanta þannig að vélin hentaði nákvæmlega okkar þörfum og aðstæðum. Helgi og hans fólk á heiður skilinn fyrir þetta afrek sem er til þess að við getum haldið forystunni í hinni hörðu alþjóðasamkeppni sjávar- útvegsins. Ég var staddur á sjávarútvegs- sýningunni í Brussel og fann fyrir miklum áhuga kolleganna í iðnað- inum á vélinni enda er þetta vél sem mun örugglega vinna sér sess í þeim fyrirtækjum sem eru í fersk- fiskvinnslu þar sem gæði eru lykil- atriði,“ segir Birgir Kristinsson. Skilar sínu og gott betur Birgir Kristinsson ÚR VERINU www.smjor.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.