Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 17 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is UNDIR blaktandi fánum gekk unga fólki um götur Kíev, höfuðborgar Úkraínu, og það virtist vera mikill hugur í því þegar það mótmælti „at- lögu“ stjórnvalda að stjórnarskrá landsins. Sem sagt vestrænt gras- rótarlýðræði í sinni bestu mynd – að því er virtist. Bara rétt áður hafði unga fólkið þó verið upptekið af allt öðru, það er að segja peningunum, sem það fékk fyrir að mótmæla og hvernig það ætlaði að nota þá. Í stjórnarkreppunni í Úkraínu í síðasta mánuði kom það upp á yfir- borðið, sem er þó í sjálfu sér ekkert leyndarmál, að pólitísk mótmæli í sovétlýðveldunum fyrrverandi og kannski stjórnmálin meira eða minna snúast fyrst og fremst um krónur og aura. Oleksander Tsjernenko, félagi í óháðum samtökum, sem vinna að því að upplýsa kjósendur, kynntist þessu af eigin raun þegar hann þótt- ist vera stuðningsmaður Víktors Ja- núkovítsj forsætisráðherra í deilum hans við Víktor Jústsjenko forseta. Tók hann lestina ásamt öðrum mót- mælendum í Donetsk og sagði síðan frá því í grein hvers hann varð áskynja í ferðinni til Kíev. Segir hann, að unga fólkið, flest um tví- tugt, hafi ekki verið að fara neitt í felur með peningana en öllum voru greiddar um 1.670 kr. ísl. Vissu ekki hverju átti að mótmæla Það sama er uppi á teningnum víðar, t.d. í Kírgístan. Þegar stjórn- arandstaðan flutti þúsundir manna til höfuðborgarinnar, Bishkek, í síð- asta mánuði, tóku fréttamenn fólkið tali og spurðu hverju það ætlaði að mótmæla. Fæstir höfðu nokkra hug- mynd um það. Stjórnvöld í sovétlýðveldunum fyrrverandi óttast fjöldamótmæli og þess vegna hefur rússneska stjórnin komið á laggirnar nokkrum ung- mennasamtökum. Hlutverk þeirra er að vera svar við mótmælum rúss- neskra stjórnarandstæðinga og styðja rússneska utanríkisstefnu. Þrenn þessara samtaka, Nashí (við eða okkar), Ungu verðirnir og Mestnje (heimamennirnir), voru til dæmis úti á götu með sitt fólk dag- lega meðan á stóð deilunni við Eista um sovéska minnismerkið í Tallinn. Fólki í þessum samtökum, aðal- lega ungum háskólanemum, er ekki greitt fyrir með beinum peningum, heldur er því lofuð hjálp við að fá vinnu og vist í eftirsóttum sumar- búðum. Er það haft eftir Svetlönu, fyrrverandi félaga í Nashí. Sam Greene, bandarískur stjórn- málagreinir við Carnegie-stofnun- ina í Moskvu, segir, að sovétlýðveld- in fyrrverandi hafi raunar ekkert einkaleyfi á brögðum af þessu tagi. Þau séu ekki óþekkt í Bandaríkj- unum, til dæmis á dögum Richards Nixons forseta. Segir hann, að afstaða margra í Austurvegi sé sú, að það sé sama svindlið alls staðar. Þar sé það vissulega grófara og hrárra en á Vesturlöndum og þá vegna þess, að það hafi ekki gefist tími til að fága það. Allt er falt fyrir fé – líka fjöldamótmæli Fjölmenn mótmæli eru ekki fátíð í sovétlýðveldunum fyrr- verandi en ósjaldan eru þau keypt fyrir beinharða peninga AP Vér mótmælum Stjórnvöld í sovétlýðveldunum fyrrverandi óttast fjölmenn mótmæli og því hafa þau sums staðar komið á fót sínum eigin samtökum til að mótmæla mótmælendunum. Þátttakan er oft tryggð með fégjöfum. STAÐAN hjá tvítyngdum börnum í Danmörku er verri en talið var en nýjar rannsóknir sýna, að annað hvert barn, sem ekki á sér vest- rænan bakgrunn, og tvö börn af þremur með arabískan bakgrunn ljúka grunnskóla án þess í raun að vera læs. Rannsóknin fór fram í 112 skól- um þar sem hlutfall innflytjenda- barna er hátt. Er niðurstaðan raunar að mestu samhljóða niður- stöðu PISA-rannsóknar í Kaup- mannahöfn 2005 en samkvæmt henni var 51% tvítyngdra barna þar allt að því ólæst er grunnskóla lauk. Rannsóknin var þannig, að meðaltalið hvað varðaði getu nem- enda var ákveðið 500. Þeir, sem fengu 600, tilheyra besta sjött- ungnum en þeir, sem fengu 400, lakasta sjöttungnum. Árið 2000 var einkunn tvítyngdra barna í Dan- mörku 426, hún var nokkru lægri eða 414 í Kaupmannahöfn árið 2005 en er nú aðeins 408 fyrir allt landið. Tvítyngdu börnin eru illa læs Stýrifræði Merkjafræði Raforkufræði Fjarskiptaverkfræði Rafeindatækni Tölvuverkfræði Rásafræði Hátækni www.hi.is Umsóknarfrestur er til 6. júní Nánari upplýsingar á www.verk.hi.is VERKFRÆÐIDEILD RAFMAGNS- OG TÖLVU- VERKFRÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.