Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING OC/DC-kvartettinn spilar í djassklúbbi Múlans á Domo í kvöld, og hefjast tónleikarnir kl. 21. Að undanförnu hefur kvartettinn lagt sig eftir að spila meistaraverk Ornette Co- lemans, eins helsta frum- kvöðuls frjálsa djassins, eða free jazz, eins hann kallast á djasslensku. OC/DC-piltarnir lofa mjög „hröðum“ lögum og asastuði, en lofa líka að kynna úrslit Evróvisjónundankeppninnar í hléi. Kapp- arnir heita: Steinar Sigurðarson, Snorri Sigurð- arson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Matth- ías MD Hemstock. Tónlist Asahraði í anda Ornettes Colemans Ornette Coleman ÚTGÁFUFORLAGIÐ Nýhil afhendir í dag Mæðrastyrks- nefnd allan ágóða af sölu met- sölubókarinnar Hannes – Nótt- in er blá, mamma eftir Óttar M. Norðfjörð. Fer afhendingin fram í húsakynnum Mæðra- styrksnefndar í Hátúni 12 og hefst klukkan 15. Hannes – Nóttin er blá, mamma er 1. bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hún kom út fyrir síðustu jól og sat í margar vikur í efsta sæti metsölulista Eymundsson og varð jafnframt ein mest selda bók ársins. Ágóði af sölu bókarinnar reyndist rúmlega 300.000 kr. Bókmenntir Nýhil gefur mæðr- um bókargróða Óttar M. Norðfjörð ÚTVARPSSTÖÐIN Rondó FM 87,7 tónlistarrás Rík- isútvarpsins útvarpar í dag frá setningu Listahátíðar. Tón- leika- og útvarpshljóðverkið Radíum verður flutt, en höf- undar þess eru Finnbogi Pét- ursson myndlistarmaður og Ghostdigital: Einar Örn Bene- diktsson og Curver Thorodd- sen. Útsending hefst kl. 15. Verkið er mjög nýstárlegt, þess verður einungis notið í útvarpi og byggist á því umhverfi sem það er flutt í. Við Listasafnið verður 1.000 litlum útvarpsviðtækjum með heyrn- artólum dreift til gesta svo þeir geti upplifað. Hljóðlist Radíum í Radíó Rondó Finnbogi Pétursson Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „MÉR þykir þú heldur stressuð, andaðu aðeins að þér og má ekki bjóða þér í glas?“ á þessum orðum hóf franski leikstjórinn Jean Luc Co- urcoult viðtal mitt við sig. Ég afþakk- aði glasið en þorði ekki annað en að anda djúpt að mér fyrir þessa staðal- ímynd franska listamannsins með von um að geta hafið viðtalið. Jean er staddur hér á landi til að setja upp sýningu franska götuleikhússins Ro- yal de Lux sem hann stofnaði sjálfur árið 1979 og er í dag eitt frægasta götuleikhús í heimi. „Ég stofnaði Ro- yal de Luxe til að betla pening út á götu, auðvitað dreymdi mig um þessa velgengni en taldi það óraunhæfan draum,“ segir Jean sem titlar sig sögumann. „Ég elska að segja sögur úti á götu þar sem allir geta fylgst með og ég vil að fólk finni fyrir ham- ingju í hjarta sér þegar það horfir á.“ Finnur ekki alúð og umhyggju Royal de Luxe verður á ferðinni um miðbæ Reykjavíkur á morgun og laugardag og segir söguna af Risess- unni og reiða risanum. „Þetta er falleg saga. Ég fékk hug- myndina að henni þegar ég kom hingað í fyrsta sinn, það sem hreif mig strax voru hverirnir og þjóðsög- urnar, bókmenntaarfleifð Íslendinga er einstök og ég nýtti mér hana. Ég vissi reyndar lítið um Ísland áður en þetta verkefni kom til en nú er ég að kynna mér það og upplifa þessa ótrú- legu náttúru.“ Jean segist reyndar ekki vera nógu ánægður þessa dagana því hann finni ekki fyrir íslenskum áhorfendum. „Þegar Frakkar eru að byggja eitthvað upp þurfa þeir alúð og umhyggju og ég finn það ekki hér á landi,“ segir hann hálfstúrinn en ég hughreysti hann með því að segja honum að það sé mikil spenna í borg- inni fyrir sýningu götuleikhússins. „Kannski eru Íslendingar bara kald- ari en Frakkar en ég vil að fólk hér finni ástríðuna í sér þegar það sér sýninguna okkar.“ Jean segir það ekki erfitt að setja upp jafnviðamikla sýningu í jafnlítilli borg og Reykjavík sem er fyrsta borgin á Norðurlöndunum sem Ro- yal de Luxe heiðrar með sýningu og sú minnsta hingað til. Raunveruleikinn leikmynd Spurður hvort hann hafi alltaf vilj- að vera götulistamaður jánkar Jean strax. „Ég vil vera frjáls á götunni, ekki í leikhúsum, þau eru of lítil og ég get ekki andað innan þeirra. Allar hugmyndir mínar koma vegna þeirra möguleika sem borgirnar bjóða upp á, leikhúsið er takmarkandi. Raun- veruleikinn er mín leikmynd. En Ro- yal de Luxe er samt meira í átt við leikhús en skemmtun, leikhús er að segja sögur frá hjartanu en skemmt- un er Disney.“ Jean svelgist á drykknum sínum þegar ég spyr hvort fólki finnist hann ekki stundum klikkaður að vera að ferðast með þessa risasýningu í kringum hnöttinn og umbylta borg- um til að segja eina sögu. „Auðvitað er ég smáklikkaður,“ svarar hann og hlær hrossahlátri. „Ég verð stundum þreyttur á þessu en ég mun líklega halda áfram að segja sögur á þennan hátt þangað til ég dey.“ Sýning Royal de Luxe hér á landi er upphafsatriði Listahátíðar í Reykjavík og jafnframt lokahnykk- urinn á frönsku menningarhátíðinni Pourquoi pas? Franskt vor á Íslandi 2007. Íslendingar ættu að vera farnir að sjá eitthvað af uppsetningu götu- leikhússins í bænum nú þegar þó sagan hefjist ekki formlega fyrr en kl. 10:30 í fyrramálið við Hljómskál- ann. Jean segir mjög mikilvægt að áhorfendur þekki söguna sem Royal de Luxe segir. „Ef fólk þekkir ekki söguna þá verður þetta aðeins skemmtun fyrir því, ekki upplifun.“ Jean Luc Courcoult er leikstjóri franska götuleikhússins Royal de Luxe Segir sögu frá hjartanu JEAN Luc Courcoult er leikstjóri, hugmyndasmiður og stofnandi franska risagötuleikhússins Royal de Luxe sem fer um miðbæ Reykjavíkurborgar með söguna um Risessuna og reiða risann á morgun og laugardag. Morgunblaðið/G.Rúnar Sögumaðurinn TILNEFNINGAR til Turnerverð- launanna bresku hafa verið op- inberaðar, en verðlaunin hafa á síðustu árum vakið mikla at- hygli og oft vak- ið umtal og úlfa- þyt. Að mati Charlotte Higg- ins, myndlist- arpenna dag- blaðsins Guardian, hafa verkin sem til- nefnd eru í ár aldrei verið jafn pólitísk, og jafn- framt sterk. Verðlaunin verða í fyrsta skipti veitt utan Lundúna, þar sem Liverpool hýsir viðburð- inn í tilefni af því að verða Menn- ingarborg Evrópu 2008. Listamennirnir fjórir eru Mark Wallinger, Mike Nelson, Zarina Bhimji and Nathan Coley. Wallinger er tilnefndur fyrir verkið State Britain, innsetningu sem samanstendur af ríflega 600 flöggum, fánum, myndum og boð- um, sem friðarbaráttumaðurinn Brian Haws hafði á fimm árum komið fyrir andspænis Westminst- er-höllinni. Í fyrra létu yfirvöld rífa allt stríðsmótmælaverkið niður með valdi, á grundvelli þess að um glæpsamlegt athæfi væri að ræða. Ljósmyndarinn og kvikmynda- gerðarmaðurinn Zarina Bhimji var gerð útlæg frá heimalandi sínu Úg- anda í tíð Idi Amins. Verk hennar tengjast fósturjörð hennar, en Bimji hefur verið tilnefnd til fleiri verðlauna að undanförnu. Mike Nelson er tilnefndur fyrir tvær innsetningar og Nathan Coley fyrir innsetningu sem sýndi trúar- legar byggingar huldar með felu- litum hermannaklæða. Sterkt ár í myndlistinni Haft er eftir dómnefndarmann- inum Michael Bracewell, að ekki hafi verið ætlunin að viðurkenna pólitíska list umfram aðra; árið í ár hafi hins vegar verið sterkt og áhrifamikið, og margir góðir lista- menn komið til greina. Smám sam- an hafi komið í ljós, þegar farið var að skoða listann yfir þá sem til greina komu, að sterk hneigð virt- ist vera til pólitískrar tjáningar í myndlistinni, en einnig hafi mörg verk tekið á andlegum þörfum manneskjunnar. Þeir Wallinger og Nelson hafa báðir verið tilnefndir áður til Tur- ner-verðlaunanna, Wallinger 1995 og Nelson 2001. Sýning á verðlaunaverkunum verður opnuð í Liverpool í haust og um leið verður Tate Britain í London með sýningu á vinnings- verkum frá árinu 1984 til dagsins í dag. Pólitískur Turner í ár Friðarbarátta og andleg efni áberandi Mark Wallinger Í HNOTSKURN » Royal de Luxe segir sögu umFornleifastofnun Frakklands sem uppgötvar goshver undir götum Reykjavíkurborgar. Leið- angursmenn rekast þá á sofandi risa sem í hundrað ár hefur legið í dvala undir miðborginni. Þegar ró risans er raskað lætur hann öllum illum látum og eyðileggur nálæga bíla með tröllvöxnum hnífapörum sínum. Yfirvöld setja sig í samband við dóttur risans, Risessuna, og biðja hana að koma til Reykjavíkur og róa al- menning. Hún dvelur í borginni í tvo daga og reynir að tæla föður sinn í átt að höfninni þar sem hún heggur hausinn af honum svo hann skoppar út í sjó. Leiðir götuleikhússins um borgina föstudag og laugardag má sjá á: www.listahatid.is EF það er eitthvert vit í menning- arvitum þá stunda þeir Listahátíð ekkert síður en barina. Listahátíð í Reykjavík hefst í dag með opnun á sýningu um Cobra. Vonandi verða Gullfjöll (1946) Svav- ars Guðnasonar sýnd þar en á sínum tíma voru þau held ég dýrasta verk sem Listasafn Íslands hafði keypt. Það var spurning um sjálfstæði landsins að fá þetta verk heim eins og handritin. Ég man ekki hvað verkið kostaði en sé nafni þess slegið inn á Emblu má sjá að það er til annað málverk með þessu nafni eftir Ingimar Ólafs- son Waage (málað 2005). Það kostar 325.000 kall en hægt er að leigja það á 10.000 kall! Síðan er það Gyðjan í vélinni. Á síðustu stundu fyrir kosningar. Kannski hún bjargi okkur úr fram- sóknarklípunni. Gullfjöll og gyðjur MENNINGARVITINN Þröstur Helgason vitinn.blog.is Svavar Gullfjöll, frá 1946. Dagskráin í dag  Setning Listahátíðar í Reykjavík Bein útsending í Sjónvarpinu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra setur hátíðina í Listasafni Ís- lands kl. 17.45.Fram koma: Konono N°1 frá Kongó og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur sem m.a. flytur nýtt verk eftir Jón Nordal við ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.  Opnun sýningarinnar Cobra Reykjavík.  Forleikur að Listahátíð frá kl 15.00: Gho- stigidal og Finnbogi Pétursson hita upp á Rondo FM 87,7 í samstarfi við Rás 1 og CCP. Þeir koma einnig fram við opunina. Sjónvarpað verður frá setningu hátíðarinnar.  Gyðjan í vélinni – viðburður í varðskipi Frumsýning í varðskipinu Óðni við Reykjavík- urhöfn kl. 20. Listahátíð í Reykjavík TENGLAR ........................................... www.listahátíð.is Gyðjan Davíð Þór Jónsson gleður gyðjurnar með Harmónikkuleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.