Morgunblaðið - 10.05.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.05.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 19 MENNING STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 2007-2008. Veittur er styrkur að upphæð kr. 600 000. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 1. júní nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 8620, 128 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Árið 1922 fluttist rússneskidulspekingurinn G.I. Gur-djieff frá Georgíu til Frakklands ásamt hópi af nem- endum sínum, þ.á m. stærðfræð- ingnum P.D. Ouspensky og sviss- neska dansaranum Jeanne de Salzmann, og settust þau að í ná- grenni við París. Gurdjieff þótti óhefðbundinn og róttækur leiðbeinandi andlegrar visku og var brautryðjandi í að- ferðum til að miðla henni til hins siðmenntaða manns. Hann var þekktur fyrir að ögra nemendum sínum og beitti óspart því sem kall- ast „shock treatment“ til að koma fjarhugum til sjálfra sín. Kennsluaðferð hans var kölluð „fjórða leiðin“, en Gurdjieff áleit að þrjár algengustu leiðir manna til að vakna af andlegum svefni, þ.e. leiðir fakírsins, munksins og jógans, næðu ekki til nútíma- mannsins (fyrir 100 árum), og því þyrfti fjórðu leiðina sem sameinaði helstu þætti hinna þriggja. Þ.e. að vinna með þolmörk líkamans, til- beiðslu og einbeitingu hugans, sem jafnframt sameinaði aðferðafræði múslima, hindúa, kristninnar og búddisma. Gurdjieff lést í París árið 1949 og voru fræði hans þá þegar út- breidd um Evrópu og Bandaríkin. Þetta sama ár fluttist íslenski myndhöggvarinn Gerður Helga- dóttir frá Flórens til Parísar og settist þar að til að sinna list- sköpun.    Í ævisögu Gerðar, ritaðri af El-ínu Pálmadóttur, er G.I. Gur- djieff tvívegis nefndur á nafn. Í fyrra skiptið er það útdráttur úr bréfi Gerðar sem hún sendir föður sínum frá París þar sem hún bend- ir honum á að lesa bækur eftir Gurdjieff og nemanda hans Ou- spensky því að í bókunum megi finna lykilinn að því sem hún sé að gera. Í seinna skiptið er hann nefndur í sambandi við dansþjálfun Gerðar hjá Jeanne de Salzmann, en Gur- djieff og de Salzmann höfðu þróað saman svokallaða „heilaga leik- fimi“ eða „heilaga dansa“ sem byggðust á samhæfðum hreyf- ingum og geómetrískri hrynjandi. Á fyrstu Parísarárunum vann Gerður ágætis höggmyndir undir áhrifum kúbismans og konkret- verka danska myndhöggvarans Roberts Jacobsens, sem bjó einnig í París um þetta leyti. En upp úr miðjum sjötta áratugnum, eftir að hún hafði sökkt sér í fræði Gur- djieffs, tók list hennar á sig per- sónulegri mynd. Verkin urðu merkingarfull með trúarlegar til- vísanir og snerust um hreyfingu og/eða innra rými. En síhreyfing var mikilvægur þáttur í hug- leðslutækni Gurdjieffs til þess að þenja þolmörk líkamans, öðlast til- finningalegt jafnvægi og viðhalda einbeitingu hugans.    Á yfirlitssýningu á verkumGerðar sem ég sá í Gerð- arsafni fyrir einhverjum árum heillaðist ég sérstaklega af högg- myndum hennar frá þessu tímabili, án þess að hafa hugmynd um að hún hefði verið á kafi í fræðum Gurdjieffs. Það var ekki fyrr en ég gluggaði í ævisögu hennar að ég rakst á nafn hans og ljós kviknaði. Ég átt- aði mig á því að hennar bestu verk eru beintengd þessum dul- spekilegu og guðspekilegu fræð- um. Samt eru engar heimildir til um málið; – um lykilinn að því sem hún var að gera. En eins og oft er með áhrif dulspeki og guðspeki á þróun abstraktlistarinnar, þá virð- ast þau fara fram á bak við tjöldin, gleymast síðan í umræðu og detta jafnvel út, eins og raunin er með heimildir um list Gerðar. Þykir mér því tími til kominn að huga að þessu sambandi Gerðar og Gur- djieffs nú þegar sýning á skúlptúr og steindum gluggum frá þessu merka tímabili hennar stendur yfir í Listasafni Kópavogs. Og máski er einhver þarna úti sem þekkir til sambandsins af eigin raun og get- ur upplýst okkur sem reynum að rýna í það þetta löngu síðar. AF LISTUM Jón B.K. Ransu Skúlptúr Útilistaverk eftir Gerði Helgadóttur við Hamraborg í Kópavogi. Heilagur dans Samhæfð hreyfing og geómetrísk hrynjandi. ransu@mbl.is Gerður og Gurdjieff 22 meðlimir kanadíska kórsins University of Alberta Concert Choir eru í tónleikaferð um landið þessa dagana. Á tónleikum kórsins eru flutt verk frá Kanada og Skandinavíu, auk verka eftir Jón Ás- geirsson, Snorra Sigfús Birgisson og Hafliða Hallgrímsson. Einnig mun kórinn flytja trúarleg og veraldleg verk í klassískum sem þjóðlegum stíl. Stjórnandi kórsins, dr. Debra Ca- irns, er prófessor við tónlistardeild háskólans í Alberta, en kórinn var stofnaður árið 1970. Tónleikar kórsins eru sem hér segir: Í Stykkishólmskirkju kl. 20 í kvöld, í Reykholts- kirkju kl. 20 annað kvöld, í Skálholts- kirkju kl. 16 á sunnu- daginn og loks í Frí- kirkjunni í Reykjavík á miðvikudagskvöld kl. 20. Leiðbeinandi miða- verð er 500 kr. og mun aðgangseyrir renna til Umhyggju, styrktarfélags lang- veikra barna á Íslandi. Kanadakór á ferðalagi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.