Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 24
|fimmtudagur|10. 5. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Sigurður Guðmundsson fór í
sannkallaða ævintýraferð til Ví-
etnam og fylgdist með þegar ný-
árshátíðin var undirbúin. » 30
ferðalög
Lamba-, svína- og kjúklingakjöt
er áberandi í tilboðum verslana
þessa helgina. Grilltímabilið er
greinilega hafið. » 28
helgartilboð
Að ýmsu þarf að huga er heitum
potti er komið fyrir í garðinum,
hvort sem það er við sumarbú-
staðinn eða heimilið. » 28
neytendur
Börnin í leikskólanum á Reyð-
arfirði njóta góðs af álvers-
framkvæmdunum, en um þau er
nú mun rýmra en ella. » 26
daglegt
Plássleysi þykir vera vandamál
í flugi. British Airways býður
farþegum á viðskiptafarrými
upp á lúxusrými. » 31
flugferðir
Þetta byrjaði eiginlegaþannig að þegar ég var íþessu þarna í Frakklandifór ég að taka eftir því
að það var svo mikið af rauðhærð-
um konum í málverkum og mynd-
list, auglýsingum, og já, bara alls
staðar. Í fyrra þegar ég var að
flytja heim fattaði ég svo eiginlega
bara hvað ég átti mikið af mynd-
um af rauðhærðum konum og
hugsaði þá með mér: Ég verð að
gera eitthvað við þetta,“ segir
Nína Gautadóttir myndlistar-
maður, sem ásamt fleiri rauðhærð-
um konum hefur ákveðið að koma
á fót samtökum rauðhærðra
kvenna hérlendis. Nína bjó í París
í mörg ár og þegar félag rauð-
hærðra kvenna var stofnað þar
fyrir nokkrum árum fékk hún inn-
göngu. „Ég man nú ekki nákvæm-
lega hvernig það kom til að ég
komst þar inn en ég tók með mér
aðra íslenska konu,“ heldur hún
áfram. Sú heitir Guðný og þær
stöllur fóru í „stórt partí“ í
tengslum við félagsskapinn.
Eru alvarlega þenkjandi
Þegar Nína flutti heim datt
Guðnýju í hug að sniðugt gæti
verið að endurtaka leikinn hér
heima. „Hún vissi að ég var búin
að vera að vinna með rauðhærðar
konur í myndlist,“ segir Nína. Þá
kom röðin að Guðnýju sem kvað
upp úr með að Nína yrði að halda
sýningu og „við stofnum félag á
Íslandi“. Það varð úr en Nína
leggur áherslu á að allt sé þetta
nú í léttum dúr. „En samt … við
erum alvarlega þenkjandi og lítum
svo á að við séum í útrýmingar-
hættu,“ segir hún sposk. „Sagan
segir það, sko, en ég er að vísu
ekki búin að hringja í Kára [Stef-
ánsson hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu] til að fá álit hans. En maður
hefur þó heyrt það að þetta sé
víkjandi gen,“ segir Nína og hlær,
„eftir svona hundrað ár verðum
við ekki á jörðinni.“
Sex konur hittust ekki alls fyrir
Morgunblaðið/Ásdís
löngu til að koma félagsskapnum í
gang. „Allar þekkjum við ein-
hverjar aðrar rauðhærðar og við
ákváðum að láta þetta bara verða
keðjuverkandi,“ segir Nína. Hún
mun á sama tíma og stofnfund-
urinn verður haldinn hinn 11. maí
opna myndlistarsýningu sína helg-
aða rauðhærðum konum. „Þá
verður Eiríkur búinn að vera í
forkeppninni í Evróvisjón,“ segir
Nína glettin. „Þær eru voða
spenntar fyrir því að rauða hárið
sé í umræðunni í sambandi við Ei-
rík,“ segir hún og hlær. Þess ber
kannski að geta að forkeppnin þar
sem Eiríkur Hauksson mun þenja
raddböndin er í dag, 10. maí, og
þá er bara að krossa fingur og
vona að rauða hárið komi rokk-
aranum alla leið í úrslitin sem
verða 12. maí. Stofnfundurinn
verður daginn þar á milli; 11. maí.
„Í París var þetta alveg ótrú-
legt,“ segir Nína og að það hafi
verið vegna þess að í daglegu
frönsku lífi séu rauðhærðar konur
ekki áberandi. „Svo þegar þær
komu saman svona margar var
þetta mjög merkilegt,“ segir Nína
sem hlæjandi gengst við því að
vera rauðhærð sjálf. „Frönsku
konurnar eru samt miklu montn-
ari af því að vera rauðhærðar,“
segir hún, „íslenskar konur taka
það ekki eins hátíðlega. Samt,“
segir hún eftir smáumhugsun,
„þegar við vorum komnar nokkrar
saman í hóp og fórum að tala sam-
an kom í ljós að hver og ein hafði
sína upplifun af því að vera rauð-
hærð. Það er eitthvað sérstakt við
að vera rauðhærður.“
Allar rauðhærðar konur eru
hvattar til að mæta á stofnfundinn
á Ásvallagötu 59 hinn 11. maí. kl.
18. Þar sem Nína sendi ekki út
nein boðskort fyrir sýninguna vildi
hún taka sérstaklega fram að eftir
stofnfundinn verður sýningin opin
almenningi milli klukkan 14 og 18
þriðjudaga til sunnudaga til 27.
maí.
Sameinast í háralitnum
Hún var í félagi rauð-
hærðra kvenna í París
og ætlar nú að stofna
samskonar félag hér
heima. Sigrún Ásmund-
ardóttir ræddi við Nínu
Gautadóttur.
Allar þekkjum við ein-
hverjar aðrar rauð-
hærðar og við ákváðum
að láta þetta bara
verða keðjuverkandi.
Í útrýmingarhættu? Allar eiga þessar konur það sameiginlegt að vera rauðhærðar.
ÞEIR sýndu svo sannarlega til-
þrif dansararnir sem tóku þátt
í magadanskeppninni Ungfrú
magadans sem fór fram í
Búdapest í Ungverjalandi á
dögunum. Glitrandi, íburð-
armiklir og litríkir búningar
gáfu rétta tóninn fyrir dansinn
og svo var skrokkurinn sveigð-
ur, beygður og hnykktur á
meðann stiginn var trylltur
dans í takt við tilheyrandi
tóna.
Magadans nýtur mikilla vin-
sælda í Ungverjalandi og er
stundaður af þúsundum kvenna
í landinu.
Trylltur
dans
Slæðudans Dramatískur rauður búningur setur rétta tóninn
fyrir slæðudansinn sem þessi dansari stígur.
hreyfing
Reuters
Sveigja Það kemur sér óneitanlega
vel að vera liðugur í dansinum.
Sveifla Þessi dansari sýnir svo sannarlega til-
þrifamikla sveiflu sem tekur sig vel út á filmu.