Morgunblaðið - 10.05.2007, Qupperneq 26
Morgunblaðið/ÞÖK
Gleði Fjóla, Alexandra, Þórður og Bóas með leikskólastjóranum Lísu Björk Bragadóttur.
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
Áleikskólanum Lyngholti áReyðarfirði eru 70 krakk-ar, en þegar fækkunin varhvað mest í byggðarlaginu
fór fjöldinn niður í 45. Byggð hefur
verið ný álma við leikskólann, lóðin
stækkuð og aðstaðan bætt til muna
bæði fyrir nemendur og kennara.
„Deildirnar eru stærri en leyfilegt
er og því er mikið rými fyrir hvert
barn,“ segir Lísa Björk Bragadóttir
leikskólakennari. „Það má segja
arkitektum og byggingaraðilum til
hróss. Nú er glæsilegt eldhús þar
sem áður var kaffistofa starfsmanna
og þar er eldað og bakað fyrir 55 til
60 manns. Ég efast um að farið hefði
verið út í svona mikla stækkun ef
ekki hefði orðið af álveri. Þörfin hafði
lengi verið til staðar, en fram-
kvæmdum var alltaf frestað og við
bjuggum mjög þröngt þar til ákvörð-
un lá fyrir.“
Krakkar af ellefu þjóðernum eru í
leikskólanum, en samt hefur starfið
gengið afar vel á heildin litið, að sögn
Lísu. „Auðvitað er heilmikið átak eða
ögrun að takast á við að mæta þörf-
um þeirra sem tala ekki sama tungu-
mál og hinir. Krakkarnir eru lengur
að aðlagast ef þeir tala ekki tungu-
málið, einkum þeir stærri, en það má
ekki gleyma því að leikur er tungu-
mál. Þetta hefur auðgað starfið mik-
ið, veitt ólíkri menningu og við-
horfum inn í leikskólann og
krakkarnir öðlast meiri víðsýni fyrir
vikið. Auk þess læra þeir smávegis í
öðrum tungumálum, kunna til dæmis
að telja á íslensku, pólsku og ensku,
en það eru tungumálin sem við
vinnum með.“
Aðspurð um viðhorfin á Reyðar-
firði til Fjarðaáls segir hún að um-
ræðan hafi einkum snúist um áhrifin
sem stækkunin hafi haft á bæjarlífið.
Flestir séu jákvæðir en sumir finni
að því að hraðinn og áreitið sé meira
en áður. „Auðvitað tekur þetta á.
Margir tala um alla þessa uppbygg-
ingu sem mikið ævintýri, en auðvitað
eru mínusar við allt.“
– Hefur álverið sogað til sín starfs-
fólk?
„Ég finn aðeins fyrir því og það á
ef til vill eftir að verða meira um það.
Í flestum tilvikum bjóðast þar betri
laun. En á móti kemur að hingað
flytur meira af menntuðum
leikskólakennurum. Við njótum góðs
af því.“
Hún segist ekki hafa sett sig mikið
inn í þá neikvæðu umræðu sem verið
hefur í þjóðfélaginu um álver og
virkjanir. „En mér fannst skondið að
horfa til þess að öll þjóðin hafði skoð-
un á þeirri uppbyggingu sem orðið
hefur hér, en bara ákveðinn hópur
manna kaus um stækkunina fyrir
sunnan – Hafnfirðingar.“
Hún segir álver eins og hvað ann-
að; það sé ekki töfralausnin við öllu
en það megi glögg sjá í Fjarðabyggð
hverju það munar fyrir samfélagið
og byggðaþróunina.
– Er bjartara yfir?
„Sjáðu bara,“ segir hún og lítur út
um gluggann, – í sólskin og 14 stiga
hita. „Jú, ég held það; það hefur
færst þróttur í samfélagið og það er
miklu meiri hugur í fólki og bjart-
sýni.“
– Ert þú héðan?
„Nei, ég er ættuð ofan af Héraði,
en hef búið hér í sextán ár, þannig að
mér finnst ég eiginlega vera Reyð-
firðingur. Þar sem börnin eiga sama-
stað er alltaf sterkasti staður fjöl-
skyldunnar.“
Lísa segir svipmót bæjarins hafa
breyst, mikið hafi verið byggt af hús-
um og nýja fjölnota íþróttahúsið sé af-
ar stórt í miðjum bænum. „Mér finnst
það ekki fallegt á þessum stað, en ég
er ánægð með að hafa það svona ná-
lægt leikskólanum. Við förum þangað
með krakkana einu sinni í viku.“
– Þú talar um að íþróttahúsið sé
stórt, en hvað um álverið?
„Maður sér það ekki frá bænum, en
þegar maður kemur að, hvorum meg-
in sem er, þá kallar það nú á mann,“
segir hún brosandi.
Krakkarnir öðlast meiri víðsýni
daglegt líf
26 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Örn Ingi, listamaður á Akureyri, stundum kall-
aður fjöllistamaður, fær oft skemmtilegar
hugmyndir. Sú nýjasta er bygging lítillar
menningarmiðstöðvar á gömlu Öxnadals-
árbrúnni neðan við Bakkaselsbekkuna en
sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur þegar
rætt um málið.
Listamaðurinn sér fyrir sér náttúrulega
miðstöð fyrir myndlistarskóla og vinnustofu
listamanns. Hann telur staðsetninguna frá-
bæra, bæði í náttúrulegu tilliti og vegna ná-
lægðar við æskustöðvar þjóðskáldsins, Jón-
asar Hallgrímssonar.
Það var dýrt, hnefahöggið sem karlmaður sló
annan á útihátíð í Hrísey í fyrrasumar. Sá sem
fyrir árásinni varð hlaut skurð á kinn og fleiri
áverka á andliti og krafðist 329 þúsund króna
skaðabóta en sá sem sló hefur verið dæmdur í
fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir
höggið og til að greiða fórnarlambinu 149 þús-
und krónur og 175 þúsund kr. sakarkostnað.
Brynhildur Pétursdóttir, safnstjóri Nonna-
safns, undirbýr nú sýningu vegna þess að 100
ár eru liðin frá fæðingu hins víðkunna barna-
bókarithöfundar og jesúítaprests. Brynhildur
rakst á skemmtilegt samtal sem Valtýr Stef-
ánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, tók við
Nonna á heimili sínu, þegar Nonna var boðið
til landsins vegna Alþingishátíðarinnar 1930.
Valtýr skrifar svo:
Fjórði bekkur MA heldur flóamarkað í Kvos
Menntaskólans í dag kl. 17–19. Flóamarkaður-
inn er haldin til styrktar Barnaheillum í sam-
bandi við verkefnið Stöðvum barnaklám á
Netinu og rennur allur ágóði óskiptur til verk-
efnisins. Allir eru velkomnir.
Fyrsti knattspyrnuleikurinn utanhúss á Ak-
ureyri í sumar verður á Nývangi, nýjum gras-
velli KA-manna, þegar þeir taka á móti Vík-
ingi frá Ólafsvík í 1. deild Íslandsmótsins á
sunnudaginn kl. 16. Í tilefni leiksins efnir
knattspyrnudeild KA til kynningarkvölds í
KA-heimilinu annað kvöld, 11. maí, kl. 21.
„Jeg man glöggt þegar hann kvaddi mig eft-
ir einasta samtalið sem ég átti við hann, hve
heitt og innilega hann tók í hönd mjer og
mælti á þessa leið:
„Líði ykkur öllum vel. Hættið að rífast, eins
og þið gerið. Jeg hefi talað við menn af öllum
flokkum. Þið eruð ekki eins ósammála eins og
þið haldið. Í rauninni viljið þið allir það sama.
Hag og velferð fósturjarðarinnar.““
Brynhildi finnst þessi ummæli Nonna eiga
við enn í dag – a.m.k. í aðdraganda kosninga!
Ævintýralegur franskur leikhússirkus verður
með sýningar á Akureyri á sunnudag og
mánudag. Sýningin er hluti af Listahátíð.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hugmyndaverksmiðja Örn Ingi Gíslason hefur fengið marga óvenjulega hugmyndina.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Hornstrendingurinn BjargeyArnórsdóttir sendir þættinum vísu sem
skýrir sig sjálf:
Ekki setja X við B.
Það engum gagnast lengur.
Að hafa svona flekkótt fé
á fóðrum, aldrei gengur.
Bjargey á sér göldrótta alnöfnu sem er
vísnavinum að góðu kunn og orti meðal
annars í fréttabréf Iðunnar:
Gleður augun gæðakarl
gægist ofar brúna,
þessi heiðurs himnajarl
hífaður er núna.
Jóna Guðmundsdóttir heldur uppteknum
sið að blogga limru á dag. Hún orti þegar
fjölgaði í dönsku konungsfjölskyldunni:
Frést hefur fátt eitt betra
í fæðingarvottorð skal letra:
Stúlkubarn fætt
frísklegt og sætt
um fimmtíu sentimetra.
Geitin Rósa í Súdan er fallin frá, en eftir
að eigandi hennar var staðinn að mökum við
hana voru þau neydd í hjónaband, geitin og
hann. Már Högnason bloggar:
Burt úr heimi er gengin geit
sem guma þótti myndarleg.
Eina man úr minni sveit
sem mórauð var og kindarleg.
VÍSNAHORNIÐ
Af geit og
bloggi
úr bæjarlífinu
Í sandkassanum við leikskólann Lyngholt á Reyð-
arfirði meiðir fimm ára stelpa sig og brestur í grát.
Vinkona hennar snýr sér að henni og segir: „Þetta
grær áður en þú giftir þig.“ Stelpan hvæsir á móti á
milli ekkasoganna: „Ég ætla ekki að gifta mig!“
Leikskólakennarar á Lyngholti halda til haga
ýmsum heimspekilegum vangaveltum nemenda.
Þriggja ára strákur sagði:
„Kennarinn minn þarf ekki til tannlæknis. Karíus
og Baktus eru í leikhúsinu á Akureyri.“
Annar þriggja ára strákur:
„Ég er með ofnæmi. Það er heima.“
Fjögurra ára stelpa:
„Mamma verður amma eftir tvö ár.“
Þriggja ára strákur:
„Ég er eldhress og duglegur!“
Fjögurra ára stelpa:
„Einu sinni voru við mamma að elda lauk og fórum
að skelligráta!“
Og að lokum þriggja ára strákur við kennarann
sinn:
„Hvað ert þú mikið þriggja ára?“
Hvað ert þú mikið þriggja ára?
„Álver? Hvað er það?“ spyr
Reyðfirðingurinn í einlægni. Þrír
félagar hans lýsa líka vanþekk-
ingu sinni á þessu fyrirbæri.
Einn kveðst að vísu hafa keyrt
nokkrum sinnum framhjá ál-
verinu.
Það er ekki hlaupið að því að
finna Reyðfirðinga, sem ekki
hafa skoðun á álverinu. Á leik-
skólanum Lyngholti þótti smá-
fólkinu ekkert áhugavert við
þessa risastóru verksmiðju út
með firði.
Alexandra, Bóas, Fjóla og
Þórður eru hæstánægð með leik-
skólann sinn. Fyrir stuttu var
byggt við húsið, enda hefur börn-
um þar fjölgað hratt. Mörg
þeirra eru fædd á Reyðarfirði, en
önnur flust þangað nýlega. Flest
tala íslensku, en allmörg tala
ensku eða pólsku. Þarna hafa
reyndar verið börn af 11 þjóð-
ernum þegar flest var.
Vinnur svo lengi
að hann þarf að gista
„Nei,“ segja þau stutt og lag-
gott þegar þau eru spurð hvort
þau viti hvað álverið er. Nema
Fjóla, hún hefur „alltaf farið
framúr því“, eins og hún orðar
það. Og hún veit alveg hvað er
gert þar. „Fólk er að vinna.“
Alexandra, Fjóla og Þórður
segjast engan þekkja sem vinnur
í álverinu, en halda að það sé
erfitt að vinna þar. Kannski erf-
itt og gaman.
Bóas á hins vegar pabba sem
vinnur í álverinu og vinnur
stundum svo lengi að hann þarf
að gista í vinnunni.
En hvað ætla ungir Reyðfirð-
ingar að verða þegar þeir verða
stórir? „Kafari, eða Batman sem
er kafari,“ segir Bóas.
„Ég ætla að verða bakari,“
segir Alexandra.
„Ég ætla að verða alvöru
sterkur Súperman,“ segir Bóas.
„Ég ætla að verða ballerína,“
segir Fjóla.
„Álver?
Hvað er það?“