Morgunblaðið - 10.05.2007, Page 29

Morgunblaðið - 10.05.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 29 fólk sem hefur skaðbrennst við að fara ofan í allt of heitan pott.“ Sigurður segir að fólk verði að taka inn í reikningsdæmið við upp- setningu potts, þann kostnað sem fylgir því að byggja pall undir pott- inn en það er misjafnt hversu mikið fólk leggur í það. Kostnaður vegna pípulagningavinnu við það að setja heitan pott í garðinn hjá sér, segir hann að geti verið mjög misjafn eftir hverju tilfelli og aðstæðum. „Það fer eftir því hversu langar lagnir þarf að leggja, eftir því hve langt potturinn er frá húsinu, hvern- ig hann snýr að húsi og svo fram- vegis. Ég legg mikla áherslu á að hafa allar tengingar einfaldar. Alls ekki að hlaða of miklum stýritækj- um því það vill verða til þess að þau fari úr lagi. Þegar ég tengi heitan pott þá tengi ég innrennslið inn í afrennslið þegar innrennslið er búið að fara í gegnum góðan hitastýrðan blönd- unarventil. Þannig kemur enginn sérstakur stútur, heldur kemur vatnið beint upp um botnrennslið úr pottinum. Síðan set ég kúluloka á af- rennslið með spindli upp úr sem er við hliðina á pottinum, þannig að þar er skrúfað fyrir og frá. Ég legg mikla áherslu á þennan einfaldleika. Oft þarf að leggja lagnir í jörðina út að pottinum og það er gott að ein- angra þær saman, því þá hitar heita vatnið kalda vatnið og heldur því alltaf frostfríu. Í tengiboxið við hlið- ina á pottinum setti ég venjulegan Danfoss retúrkrana sem fer að blæða heitu vatni ef hitastig í boxinu nálgast frostgráðu.“ Sigurður segir það tvímælalaust kost að hafa heita og kalda leiðslu að pottinum og einangra þær saman til öryggis gegn frosti, en hafa blönd- unartækið við pottinn en ekki inni í húsi. Þá er hægt að sitja í pottinum, láta renna í hann og hækka og lækka hitann eftir óskum hverju sinni. Sigurður er sjálfur með hitaveitu- pott í garðinum heima hjá sér í Þor- lákshöfn sem hann kom sjálfur fyrir með þessum hætti sem að framan er lýst. En hitaveitupottar eru ekki eini kosturinn, því það er líka hægt að fá rafmagnspotta sem nota kalt vatn eingöngu og þeir hafa verið að sækja í sig veðrið. „En þeir eru margfalt dýrari, vegna þess að í þeim þarf bæði að vera upphitunarelement sem hitar vatnið og líka þarf að vera hreinsibúnaður, því það er alltaf sama vatnið í pottinum. Potturinn er aldrei tæmdur, vatnið er aðeins hreinsað. Gallinn sem ég sé við þetta er sá að það er nauðsynlegt að hreinsa hreinsunartækið, einu sinni á ári eða svo, því eðlilega safnast fyrir í hreinsunartækinu húðfita, hár og annað sem af mannfólkinu kemur þegar það fer í heitan pott. Ég valdi hitaveitupott og hef sannreynt hjá mér með því að setja rennslismæli á heita vatnið að það er mun ódýrara að reka pott sem er beint á hitaveitu heldur en þá sem eru rafhitaðir. Mér finnst líka hálfgert öfugmæli í okkar hitaveitulandi að hita upp kalda vatnið með rafmagni. En það er að sjálfsögðu eðlilegt að nota slíka potta í sumarbústaði þar sem ekki er hitaveita í boði.“ Sigurður segist fara nokkuð oft í pottinn heima hjá sér og barnabörn- in noti hann líka heilmikið. „Ég get séð á mæli hjá mér að ég eyði um 100 tonnum af heitu vatni í pottinn á ári og tonnið kostar um 75 krónur, þannig að þetta eru ekki nema 7.500 krónur á ári og það finnst mér lítill kostnaður. Þeir sem nota rafmagns- potta segja mér að þeir borgi um tvö til þrjú þúsund í rafmagnskostnað á mánuði, enda þarf að halda þeim frostfríum með því að hafa vatnið alltaf heitt í þeim. Það er því kostn- aður upp á rúmar þrjátíu þúsund krónur á ári.“ Misjafnt verð eftir stærð og aukahlutum Hitaveitupotta er hægt að fá hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og þar á meðal er Norm-x í Kópavogi. Þar er ódýrasti potturinn 1.200 lítra og kostar 90.000 kr. en sá dýrasti er 2.000 lítra og kostar 135.000 kr. Hægt er að kaupa ýmsa aukahluti eins og nudd, ljós og lok. Til dæmis kostar 2.000 lítra potturinn 294.000 kr. ef hann er með nuddi, ljósi og loki. Nokkur fyrirtæki selja rafmagns- potta og Húsasmiðjan er þeirra á meðal. Þar er hægt að fá rafmagns- potta frá kanadíska fyrirtækinu Hy- dropool og sá ódýrasti kostar 460.000 kr. og er hringlaga með fimm sætum. Ýmsar útfærslur eru á pottunum en allir eru þeir með nuddi. Hægt er að velja um að vera með minnst fimmtán nuddstúta en mest fjörutíu og fjóra nuddstúta. Síðan er hægt að kaupa ýmsar við- bótargræjur eins og legubekk sem er þá ofan í pottinum og hluti af hon- um, foss í höfuðpúða, stereógræjur og sérstaka lýsingu. Dýrasti raf- magnspotturinn í Húsasmiðjunni kostar 1.120.000 kr. en hann er með fimm sætum og legubekk, 44 nudd- stútum, tveimur höfuðpúðum með fossi og sérstakri lýsingu, sem er þess eðlis að aðeins þarf að ýta á takka til að breyta litnum á ljósinu. Í honum eru líka stereógræjur með geislaspilara. Þessi pottur er klædd- ur með setrusviði, hann er með loki, lyftu og tröppum. Í Húsasmiðjunni er einnig hægt að fá litlar sundlaugar. khk@mbl.is upp heitum potti Í UMFJÖLLUN á neytendasíðum Morgunblaðsins fyrir skömmu um sumardekk, var ranglega staðhæft að umhverfisvænu dekkin Green Dia- mond fengjust ekki hér á landi. Hið rétta er að þau hafa verið til sölu um langt árabil á Íslandi. Efnir ehf. flytur þau inn og þau fást í smásölu hjá Ný- barða í Garðabæ. Eftirfarandi leiðrétt- ing barst frá Efni efh: „Ekki er notaður mulningur í Green Diamond harðkornadekkin heldur sér- framleiddir iðnaðardemantar sem eru allir af sömu stærð (ca 2 mm í þvermál). Í þessum dekkjum er sérstaklega slitsterkt gúmmí þar sem Bandaríkja- menn gera kröfu um góða endingu dekkja. Iðnaðardemantarnir gefa gott grip í bleytu og hálku. Ástæða þess er sú að þeir rjúfa vatnsfilmuna sem myndast ut- anum dekkið þegar ekið er í bleytu og því hefur dekkið lengur snertingu við veginn. Aldrei hafa verið notaðar valhnetuskeljar í Green Diamond dekkin. Val- hnetuskeljar virka verr enda langt því frá jafn hart efni og iðnaðardemantar. Þá valda iðnaðardemantarnir sem slíkir ekki svifryki, þeir leysast ekki upp frekar en náttúrulegir demantar. Green Diamond dekkin valda ekki svifryki vegna þess að þau slíta malbiki eins og hefðbundin dekk, hins vegar rífa nagladekk upp bindiefnið í malbikinu og valda svifryki. Vegagerðin lét á sínum tíma gera rannsóknir á Green Dia- mond dekkjunum. Til verksins var fengin Þýska vegagerðin, en Þjóðverjar standa framarlega í slíkum rannsóknum enda bönnuðu þeir nagladekk árið 1971. Vert er að taka fram að sóluð dekk eru umhverfisvæn, því með gerð þeirra sparast t.d. mikið magn olíu, en u.þ.b 70% af sóluðu dekki eru endurunnin. Við sólun á þessum dekkjum er notuð nýjasta tækni, sú sama og notuð er við sóln- ingu á breiðþotudekkjum. Sóluð dekk frá Bandaríkjunum sem hafa svokallaða DOT merkingu (Dep- artment of Transportation) eru lögleg á Íslandi.“ Umhverfisvæn dekk á Íslandi Dekkjahrúga Öryggi dekkja skipt- ir máli í umferðinni. Lesandi spyr: Eru sætar kartöflur miklu hollari en venjulegar ís- lenskar kartöflur og af hverju þá? Hver er munurinn? „Sætar kartöflur eru orkuríkari en „íslenskar“ kartöflur þar sem þær fyrrnefndu innihalda minna af vatni en meira af kolvetnum,“ segir Elva Gísladóttir, verkefn- isstjóri næringar hjá Lýðheilsu- stöð. „Sætar kartöflur innihalda einnig meira af trefjum, C- vítamíni og E-vítamíni heldur en venjulegar kartöflur. Venjulegar kartöflur innihalda þó meira af fó- lati heldur en sætar kartöflur. Þó ber að nefna að næringarinnihald getur verið mismunandi eftir teg- und kartöflu, sem valin er, og einnig á hvaða árstíma mæling fer fram,“ segir Elva. Sætu kartöflurnar eru orkuríkari ,'- /0 1 2 3*. ' -) 4 5 67 8 ' '* #0 9 :;< 3='     ' - )  "  /0 ' ' "  #0          4- = /$$  !   )' >' ?'  @7)= ;7)=  A 3 6 30 30 30 30 30 30 3B0 30            Næringin Sætar kartöflur. SÉRSTÖK tegund verkja sem tengj- ast maga og meltingu hrjáir um 30% Norðmanna að því er segir á norska vísindavefnum forskning.no. En nú er víst komið á daginn að draga má úr slíkum verkjum með sérstökum öndunaræfingum. Verkirnir lýsa sér sem óþægindi í efri hluta magans og margir tala í þessu sambandi um stressmaga. „Mínar niðurstöður benda til að um lífsstílssjúkdóm sé að ræða,“ segir Ina Hjelland sem hefur skrifað dokt- orsritgerð um efnið við háskólann í Bergen. Maginn fyllist fljótt en séu gerðar einfaldar öndunaræfingar sem hægja á púlsinum getur magapláss aukist til muna. Þátttakendur í til- rauninni voru 40 og var skipt í tvo jafnstóra hópa. Fyrst voru allir próf- aðir, en síðan fékk annar hópurinn kennslu í öndunaræfingum og var látinn stunda þær heima. Eftir fjórar vikur voru báðir hóparnir prófaðir á ný, þarmavirkni mæld og hve marga desilítra af súpu þeir gátu drukkið innan tiltekins tíma. Hópurinn sem gerði öndunaræf- ingar gat drukkið meira en viðmið- unarhópurinn og magnið var í sam- hengi við virkni þarmanna. Öndun- aræfingarnar draga úr stressi og laga magaverkina, en þær má gera liggjandi, auk þess sem fólk á að taka sér góðan tíma til að matast. Magaverkirnir hverfa með öndunaræfingum H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 BREYTTU GLITNIS PUNKTUM Í PENINGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.