Morgunblaðið - 10.05.2007, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Menntun er ein arðbærasta fjár-
festing einstaklinga og samfélaga.
Fyrir jafnaðarflokk eins og Sam-
fylkinguna er því lykilatriði að
tryggja jöfn tækifæri
til menntunar. Sam-
félagið allt nýtur góðs
af því að hver ein-
staklingur þroski
hæfileika sína og
færni eins og kostur
er. Þess vegna eru
opinber framlög til
menntamála fjárfest-
ing en ekki bara
rekstrarkostnaður.
Efla þarf
framhaldsskólann
Til þess að tryggja
jöfn tækifæri verða
námsleiðir að vera í
boði sem henta fólki
með mismunandi
hæfileika og áhuga.
Það er ekki hægt að
steypa alla í sama
mót. Þess vegna verð-
ur að bjóða upp á
aukna fjölbreytni í
námsvali á framhalds-
skólastigi. Að mati
okkar fremstu sér-
fræðinga er skortur á
fjölbreytni ein helsta
skýring þess að rúm
30% af hverjum ár-
gangi lýkur ekki
formlegu prófi frá framhaldsskóla.
Ísland er þar eftirbátur annarra
ríkja eða í 23 sæti af 30 OECD-
ríkjum.
Samfylkingin vill að iðn-, list- og
tækninám á framhaldsskólastigi fái
þann sess sem því ber. Til þess að
það verði eftirsóknarverður kostur
fyrir ungt fólk þarf að skapa þessu
námi bestu aðstæður bæði hvað
varðar tækjabúnað og kennara.
Þetta kostar fé en undan því verður
ekki vikist.
Önnur skýring er sú að víða á
landsbyggðinni eiga nemendur ekki
kost á námi í framhaldsskóla í sinni
heimabyggð. Tryggja þarf að ung-
lingar njóti menntunar í heima-
byggð a.m.k. tvö fyrstu árin í fram-
haldsskóla.
Börn innflytjenda
fái betri stuðning
Samfylkingin leggur
áherslu aukna á ís-
lenskukennslu og ann-
an stuðning fyrir börn
innflytjenda. Innflytj-
endum hefur fjölgað
mjög hér og er vandséð
hvernig við höldum
uppi margs konar þjón-
ustu, fiskvinnslu og
byggingariðnaði án
þeirra. Börnin ganga í
íslenska skóla og mörg-
um þeirra vegnar ekki
nógu vel, einkum vegna
takmarkaðrar íslensku-
kunnáttu. Lítill hluti
lýkur framhalds-
skólanámi og fara þau
þannig á mis við tæki-
færi og ábata, sem slík
menntun veitir. Miklir
hæfileikar fara for-
görðum og við það
verður ekki unað.
Vinnandi fólk fái
nýtt tækifæri til
náms
Á íslenskum vinnu-
markaði eru 40 þúsund
manns á aldrinum 25–
64 ára sem ekki hafa
lokið formlegu fram-
haldsnámi. Þetta er allt að helmingi
hærra hlutfall en á hinum Norð-
urlöndunum. Þörf er á aðgerðum í
samstarfi við aðila vinnumarkaðar-
ins, fyrirtæki og stofnanir um að
gefa þessum einstaklingum annað
tækifæri til menntunar. Samfylk-
ingin mun jafnframt hlutast til um
að breyta reglum Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna í þeim tilgangi
að auðvelda fólki sem ekki lauk
framhaldsmenntun að koma til
baka og afla sér formlegrar mennt-
unar. Ein leið er að hlutanám sé
lánshæft og tekjutengingar taki mið
af aðstæðum og aldri viðkomandi.
Búum vel að kennurum
Í grein í The Economist á síðasta
ári var leitað skýringa á þeim ár-
angri sem náðst hefur í finnska
skólakerfinu á ýmsa alþjóðlega
mælikvarða. Niðurstaða blaðsins
voru þessi þrjú orð; „Kennarar,
kennarar, kennarar“. Fram kom að
í Finnlandi nyti stéttin mikillar
virðingar og velvildar og kapp væri
lagt á að kennarar fengju sem
besta menntun til að sinna mik-
ilvægu hlutverki sínu.
Af þessu eigum við að læra.
Menntun kennara þarf að efla
bæði í kennslugreinunum sjálfum
en einnig þarf að undirbúa þá vel
undir þær miklu kröfur sem í dag
eru gerðar til uppeldis- og stuðn-
ingshlutverks skóla. Það þarf að
gera þeim kleift að ná árangri með
sínum nemendum sem jafnast á við
það sem best gerist.
Menntun eykur jöfnuð
Menntun veitir einstaklingum
ekki aðeins aðgang að betri störfum
og hærri launum. Menntun hefur
margvísleg önnur jákvæð áhrif á líf
fólks. Menntun er lykill að fé-
lagslegum hreyfanleika í sam-
félögum og eykur sveigjanleika
fólks á vinnumarkaði. Menntun
fólks hefur áhrif á félagsvirkni
þess, sem aftur hefur jákvæð áhrif
á heilsu og almenna vellíðan. Líf-
aldur og heilsufar ræðst af mörgum
þáttum, en menntun er einn þeirra
mikilvægustu eins og Matthías
Halldórsson landlæknir rekur í
nýrri grein í Læknanemanum. Af
þessu má m.a. ráða hversu mjög
jöfnuður þegnanna ræðst af mennt-
un þeirra.
Menntun og hagsæld þjóða
Lykill að hagsæld einstaklinga,
fyrirtækja og hagkerfisins í heild er
fólginn í menntun og til mikils er að
vinna. Rannsóknir OECD sýna að
aukning menntunarstigs um eitt ár
að meðaltali hækkar varanlega
landsframleiðslu á íbúa um þrjú til
sex prósent. Samkvæmt því mætti
auka tekjur íslenska þjóðarbúsins
um 40 milljarða króna á ári með því
að auka menntunarstig þjóðarinnar
um eitt ár á mann að meðaltali.
Á Íslandi hefur verið ágætur
hagvöxtur undanfarin ár en á bak
við hann liggja mun fleiri vinnu-
stundir en hjá nágrannaþjóðum
okkar. Vinnuvika Íslendinga er með
því lengsta sem gerist í Evrópu og
þegar litið er á landsframleiðslu á
hverja unna vinnustund stöndum
við Norðurlöndunum langt að baki.
Samfylkingin stefnir að því að
koma Íslandi í fremstu röð í fjár-
festingum í menntun sérstaklega
með tilliti til þess að þjóðin er
yngst norrænna þjóða og mennt-
unarstig er hér lægra en annars
staðar. Við viljum þannig skapa öll-
um jöfn tækifæri til að finna sér
menntun við hæfi og vinna gegn
vaxandi stéttaskiptingu í þjóðfélag-
inu.
Menntun er arðbær
fjárfesting
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir skrifar um
menntun einstaklingsins
» Samfylk-ingin vill
auka jöfnuð og
hagsæld ein-
staklinga og
samfélags með
markvissum
umbótum og
fjárfestingu í
menntun. Það
er allra hagur.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.
Á fréttamannafundi föstudaginn 4.
maí var kynnt skýrsla samráðshóps
samgönguráðherra og borgarstjór-
ans í Reykjavík um framtíð Reykja-
víkurflugvallar. Helsta
niðurstaða skýrslunnar
er að fórnarkostnaður
samfélagsins af áfram-
haldandi flugstarfsemi í
Vatnsmýri sé slíkur að
flytja beri innanlands-
flugið á annan flugvöll.
Skýrsluhöfundar telja
að innanlandsflugi sé
best fyrir komið á nýj-
um flugvelli á Hólms-
heiði.
Sturlu Böðvarssyni
samgönguráðherra
tekst að skrifa grein í
Morgunblaðið laug-
ardaginn 5. maí um
skýrslu samráðshóps-
ins um framtíð Reykja-
víkurflugvallar án þess
að nefna einu orði þá
meginniðurstöðu
skýrslunnar að árlegur
fórnarkostnaður sam-
félagsins af flug-
starfseminni í Vatns-
mýri sé 3.500 milljónir
kr. miðað við 5% vexti
af bundnu fé, sem ligg-
ur í ónýttum bygging-
arlóðum undir flugvell-
inum.
Í ákafri viðleitni sinni
til að viðhalda fluginu í
Vatnsmýri fjölyrðir ráðherrann í
grein sinni um mikilvægi nýrrar sam-
göngumiðstöðvar í Vatnsmýri og um
þá óvissu, sem hann telur að ríki um
nýjan flugvöll á Hólmsheiði vegna
skorts á upplýsingum um vindafar,
skýjahæð og skyggni á heiðinni. Að
þar þurfi að stunda alhliða veð-
urathuganir í 5 ár og fyrr verði ekki
unnt að ræða um flutning flugsins úr
Vatnsmýri. Hér er ráðherrann kom-
inn út á hálan ís. Hann nefnir t.d. ekki
að auðvelt er og fljótlegt að kanna
vindafar í tölvuhermi eins langt aftur
í tímann og upplýsingar ná.
En verra er að ráðherrann lét und-
ir höfuð leggjast að láta hefja athug-
anir á skýjahæð og skyggni á Hólms-
heiði þann 1. janúar 2006, á sama
tíma og Veðurstofa Íslands hóf þar
athuganir á úrkomu, hitastigi og
vindafari vegna könn-
unar á skilyrðum fyrir
nýjan flugvöll þar. Þess-
ar athuganir, sem Flug-
stoðum ohf. er ætlað að
annast, eru enn ekki
hafnar.
Skýringar Þorgeirs
Pálssonar á frétta-
mannafundinum 4. maí
sl. á því að ekki hefðu
enn verið keypt tæki
handa Flugstoðum ohf.
til að kanna skyggni og
skýjahæð á Hólmsheiði
vegna þess að þau kost-
uðu nokkrar milljónir
og að Flugstoðarmenn
hefðu viljað sjá hvort
ákveðið yrði að flytja
flugvöllinn upp á
Hólmsheiði áður en
tækin væru keypt,
vekja furðu. Þetta
minnir óþægilega á
söguþráð frægrar kvik-
myndasögu, „Catch 22“.
Sé rétt að miða við
það sem sagt er í
skýrslu samráðshópsins
að árlegur fórnarkostn-
aður samfélagsins
vegna áframhaldandi
flugs í Vatnsmýri sé 3,5
milljarðar kr. og að
kanna verði veður á Hólmsheiði í 5 ár
hafa ráðherrann og hans menn nú
þegar valdið því að ákvarðanataka
um flutning flugsins hefur tafist um
1,35 ár og þar með hafa þeir skaðað
samfélagið um tæpa 5 milljarða kr.
Kjósendur ættu að íhuga vel sinn
gagn áður en þeir greiða atkvæði í
kjörklefanum 12. maí nk., þeir eiga
skilið að fá til þjónustu skárri kjörna
fulltrúa en þennan ráðherra.
Framtíð Reykjavík-
urflugvallar
er ekki í Vatnsmýri
Örn Sigurðsson er óánægður
með grein samgönguráðherra
og skoðanir í Morgunblaðinu
Örn
Sigurðsson
» Fórnar-kostnaður af
flugi í Vatns-
mýri 3.500 millj-
ónir kr. á ári.
Innanlandsflug
best á Hólms-
heiði. Sam-
gönguráðherra
svíkst um að
rannsaka veður
þar.
Höfundur er arkitekt.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
HELGUBRAUT - RAÐHÚS
M/ AUKAÍBÚÐ
Vorum að fá fallegt 289 fm
raðhús með 102 fm sér
íbúð í kjallara. Á hæðinni
er forstofa, eldhús, hol,
gesta wc og tvær stórar
stofur. Í risi eru 4 stór her-
bergi þ.a. 2 með skápum
og 2 með útg. út á flísal. s-
svalir. Garður er fullbúinn
með nýrri girðingu. Hús sem býður uppá mikla möguleika.
Nánari upplýsingar á skrifstofu GIMLI. Verð 58,5 miilj.
Traust þjónusta í 30 ár
TIL LEIGU VIÐ MIÐBÆ HAFNARFJARÐAR
Mjög gott atvinnuhúsnæði í þekktu húsi við Strandgötuna í Hafnarfirði.
Húsið er alls tæpir 1000 fm og hentar einstaklega vel undir t.d. verslun,
veitingastað o.fl. möguleiki getur verið á að skipta húsinu niður í minni
einingar. Góð bílastæði eru fyrir framan húsið.
Allar frekari upplýsingar á Ás fasteignasölu