Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ ER svo illa komið fyrir
Vestfirðingum að þeir neyðast til
að taka fagnandi hvaða tilboði sem
er um atvinnusköpun. Já, lesandi
góður, ég er að tala
um þá tillögu að
byggja olíuhreins-
unarstöð á Vest-
fjörðum. Í kjölfar
þess að þessi hug-
mynd var kynnt í
sjónvarpi, var viðtal
við fólk á götunni á
Ísafirði og flestir
töldu þetta alveg fyr-
irtaksmál enda um
500 ný störf að ræða.
Þessi afstaða er tekin
þátt fyrir að fólk viti
að með byggingu ol-
íuhreinsunarstöðvar
með tilheyrandi olíu-
flutningum er tekin
stórkostleg áhætta
um framtíð og ímynd
Vestfjarða, sem eru
þekkir fyrir hágæða
sjávarafurðir og nátt-
úrutengda ferða-
mennsku. Þessi af-
staða á ekki að koma
neinum á óvart og
það er ekki við íbúa
Vestfjarða að sakast
þótt hugmyndinni sé
tekið fagnandi. Íbúar
hafa um árabil upp-
lifað fólksflótta og
uppgjöf samborgara sinna og er
það staðfest með 28% fólksfækkun
frá Vestfjörðum frá 1984. Það eru
að renna upp þeir tímar þegar
börnin hætta að flytja heim eftir
skólagöngu og þá verður ekki aft-
ur snúið í huga margra.
Þeir íbúar sem eftir eru hafa
þolinmóðir hlustað á pólitíska lof-
orðalista um úrræði og byggðaað-
gerðir. Á meðan er Byggðastofnun
vængstýfð, nýsköpunarsjóður fjár-
sveltur og byggðaþróun látin í
hendur á markaðsöflunum. Í land-
inu hefur í raun verið rekin öfug
byggðastefna, með flutningi fjár-
magns og fólks til SV-hornsins.
Litið er á búsetu fólks sem þess
einkamál og „þú getur bara flutt ef
þú ert ekki ánægður“ er viðkvæðið
og eftir sitja skuldug sveitarfélög.
Á Vestfjörðum eru stórkostleg
tækifæri í nýsköpun og nýjum at-
vinnutækifærum með því að nýta
strandsvæði, óbeislaða náttúru og
menningararf. Með raunhæfum og
vel útfærðum aðgerðum er t.a.m.
mögulegt að margfalda fjölda
ferðamanna, rækta 30
þús. tonn af kræklingi
og ala 50 þús. tonn af
þorski. Til að það
gangi eftir þarf að
skapa umgjörð fyrir
menntun, rannsóknir
og ráðgjöf. Byggja
þarf þekkingar- og
þróunarsetur á Pat-
reksfirði, Hólmavík og
efla Háskólasetur á
Ísafirði. Eingöngu
þannig mun okkur
takast að stöðva fólks-
flótta og byggja upp
spennandi ný atvinnu-
tækifæri með unga
fólkinu okkar. Pólitísk-
ur vilji er allt sem
þarf. Eru kannski at-
kvæðin okkar ekki
nógu mörg?
Og Vestfirðingar
þurfa aðgerðir strax.
Jafna þarf samkeppn-
isstöðu fyrirtækja og
bæta búsetukosti.
Grípa þarf til tíma-
bundinna aðgerða til
næstu tíu ára með
lækkun á trygging-
argjaldi fyrirtækja og
endurgreiðslu á náms-
lánum. Slík framlög munu skila sér
margfalt til baka sem auknar
skatttekjur á fáum árum. Til að
mynda er ekkert nema réttlæt-
ismál að Vestfirðingum verði bætt-
ur sá skaði sem varð þegar þeir
voru skildir eftir með handónýta
vegi þegar reglulegar strand-
siglingar voru felldar niður. Ef
ekki er hægt að bregðast við að-
stæðum Vestfirðinga þá er vænt-
anlega ekki hægt að bregðast við
sérstæðum aðstæðum á höfuðborg-
arsvæðinu þar sem fólk hefur valið
að setjast að í umferðaröngþveiti.
Það getur þá bara flutt ef það er
ekki ánægt!
Hugvekja
um byggðamál
Á Vestfjörðum eru stórkostleg
tækifæri í nýjum atvinnutæki-
færum, segir Jón Örn Pálsson
Jón Örn Pálsson
»Með raun-hæfum og
vel útfærðum
aðgerðum er
t.a.m. mögulegt
að margfalda
fjölda ferða-
manna, rækta
30 þús. tonn af
kræklingi og ala
50 þús. tonn af
þorski.
Höfundur er atvinnuráðgjafi
AtVest og sérfræðingur Matís.
NÚ GET ég ekki lengur setið á
mér. Ég er einn þeirra sem teljast
til vatnsréttarhafa vegna Kára-
hnjúkavirkjunar. Ég
hef stutt við skyn-
samlega nýtingu auð-
linda okkar og hef því
verið hlynntur bygg-
ingu Kárahnjúkavirkj-
unar og þeim atvinnu-
tækifærum sem byggð
eru upp á Austurlandi
í tengslum við hana.
Ef mér hefði verið
heimilað að nýta eigur
mínar sjálfur, þá hefði
ég einmitt gert það
með virkjun í þágu ná-
lægrar starfsemi. Það
er svo ansi skynsamlegt.
Ég er einn þeirra sem féllust á að
marka matsferlinu fljótlegra og að
því er talið var vandaðra ferli, við að
ákveða um umfang og fjárhæð bóta
til mín sem vatnsréttarhafa. Svo við
skipuðum matsnefnd. Í matsnefnd-
ina völdust tveir lögfræðingar, tveir
verkfræðingar og viðskiptafræð-
ingur, því málið snýst ekki bara um
lögfræði, heldur matsaðferðir, ein-
greiðsluútreikning og fleiri flækju-
orð.
Ég er einn þeirra sem lögðu
áherslu á að nefndin skyldi skila af
sér fyrir 1. september 2006. Því þá
átti að taka eignina af
mér. Svo við settum í
matsnefndarsamning-
inn, að stefnt væri að
því að skila af sér fyrir
1. september 2006.
Ég er einn þeirra
sem horfðu í forundran
þegar Landsvirkjun
hélt því fram að vatns-
réttindin mín væru
einskis virði. Eða alla-
vega næstum því. Að
ég ætti, ásamt öðrum
bændadurgum á Jök-
uldal og sjálfsagt ann-
ars staðar á Héraði, að sætta mig
við það að af mér væru tekin verð-
mæti og þau nýtt í þjóðfélagsins
þágu. Austurland slyppi við að
leggjast í eyði og því mætti ég glað-
ur þiggja þá fórnfýsi Landsvirkj-
unar, að þeir skyldu koma hér aust-
ur í eyland raforkuframleiðslunnar
og glíma við flækju rennslis og falls.
Þetta var fyrir rúmu ári. Þá hrós-
aði ég happi yfir því að hafa þó
mæta menn í matsnefnd, sem vissu
að markaður væri til staðar fyrir
hráefnið: vatnsréttindi; og umfram
allt þyrðu að dæma sanngjarnar
bætur, jafnvel þó það þýddi að við
bændadurgarnir fengjum fjármuni í
hendurnar sem dygðu fyrir meiru
en næstu kaupfélagsferð. Að þeir
þyrðu að segja að sömu reglur giltu
um mig og þá sem eitthvað eiga
undir sér.
Málið byrjaði að dragast. Fyrst
átti að flytja það í desember. Svo í
janúar. Þá í mars og nú segja þeir
maí! Nema hvað, matsnefndin –
hinir óvilhöllu og mætu – skrifuðu
gagnaðila mínum í málinu, Lands-
virkjun, víst eitthvert bréf, þar sem
þeir óskuðu eftir aðgangi að leyni-
skjölum Landsvirkjunar um raf-
orkuverðið. Ekki sögðu þeir mér frá
því. Ekki sögðu þeir mínum lög-
manni frá því. Nema hvað, Lands-
virkjun gat ekki annað en samþykkt
þetta og fékk Alcoa til að sam-
þykkja þetta. Nefndin skoðaði
gögnin á einkafundi með Lands-
virkjun og lofaðist til að segja eng-
um frá, hvað var skoðað, hvað var
sagt og hvað var hlegið. En nefndin
sagði reyndar að þetta hefði verið
afar gagnlegt, afar fróðlegt og afar
mikilvægt.
Lögmaður minn benti þeim víst á,
að ekki væri við hæfi, að mats-
nefndarmenn hefðu fengið aðgang
að leyndustu upplýsingum síðari
ára, þ.e. um raforkuverðið til Alcoa
Fjarðaáls, þar sem ég og aðrir að-
ilar hefðu ekki fengið aðgang að
þessum gögnum. Það er víst svo, að
til er eitthvað sem heitir jafnræði
aðila. Í samningi okkar við Lands-
virkjun um meðferð málsins segir
svo:
Matsnefnd skal hafa sjálfstæðar
rannsóknarheimildir enda verði
þær upplýsingar og gögn sem
nefndin aflar á þeim grundvelli
kynnt málsaðilum, þannig að þeir
hafi möguleika á gerð athuga-
semda.
Þessi regla er víst svo sjálfsögð,
að ekki hefði þurft að taka hana
fram. En það var gert. Þegar nefnd-
inni var bent á, að það væri óeðli-
legt að nefndarmenn og mótaðili
minn í málinu byggju yfir upplýs-
ingum sem ég fengi ekki aðgang að,
þá sögðu þeir: Matsnefndin hefur
rannsóknarskyldu. Nefndarmenn
líta svo á, að nefndinni sé frjálst að
afla upplýsinga um hvað eina, sem
að hennar dómi kunni að varpa ljósi
á það álitaefni, sem henni er falið að
fjalla um. Niðurstaða nefndarinnar
verður ekki byggð á upplýsingum,
sem málsaðilar hafa ekki haft jafn-
an aðgang að.
Mér er sagt að þegar efast er um
hæfi dómara, þá skipti ekki máli
hvort hann muni láta vanhæfi sitt
hafa áhrif á niðurstöðuna í raun,
heldur hvort sá möguleiki sé til
staðar.
Ef dómari er skyldur málsaðila,
þá þurfi hann að víkja sæti, jafnvel
þó hann hafi ekki í hyggju að láta
skyldleikann hafa áhrif á niðurstöðu
sína.
En matsnefndin segir við mig, að
þó Landsvirkjun sé þeirra bróðir,
þá lofist þeir til að láta það engu
breyta. Því styn ég hér á orðsins
torgi, nú á ég ekki fleiri vanga.
Skyldi þetta alltaf viðgangast, eða
verður matsferlið vegna Kára-
hnjúkavirkjunar það sem kallast
einnota réttarfar?
Skyldi matsnefndin vera til í að
koma til mín, skoða með mér og
bara mér – án Landsvirkjunar,
hvað ég hefði getað virkjað góða
virkjun í mínu landi, hvað ég hefði
getað selt aðgang að vatnsrétt-
indum mínum fyrir miklu meira en
áður þekktist.
Þegar vangana þrýtur – Er rétt-
arfar vegna Kárahnjúka einnota?
Vilhjálmur Snædal
skrifar um nýtingu auðlinda » ... að ekki væri viðhæfi, að matsnefnd-
armenn hefðu fengið að-
gang að leyndustu upp-
lýsingum síðari ára, þ.e.
um raforkuverðið til Al-
coa Fjarðaáls ...
Vilhjálmur Snædal
Höfundur er bóndi
á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal.
1. MAÍ lokaði iðjuþjálfunardeild
geðdeildar LSH v/Hringbraut.
Hvernig getur slíkt gerst? Hver ber
ábyrgð að þessari lok-
un? Það er ég, deild-
arstjóri deildarinnar,
sem tók þessa ákvörð-
un. Af hverju? Vegna
skorts á iðjuþjálfum
tel ég mig ekki geta
starfað lengur sam-
kvæmt hugmynda-
fræði iðjuþjálfunar. Ég
treysti mér ekki leng-
ur til að tryggja fagleg
vinnubrögð og öryggi
þeirra skjólstæðinga
sem fá þjálfun á deild-
inni. Mér finnst ég
vera að vanvirða bæði
skjólstæðinga og að-
standendur þeirra sem
sækja hingað þjónustu.
Ég er einnig að van-
virða kollega mína og
samstarfsmenn.
Er ég hrokafull að
leyfa mér að loka þeg-
ar það er daglegt
brauð flestra deilda
hér við Landspítala-
háskólasjúkrahús að
vera undirmönnuð eða
að starfa í of litlu
rými? Já eflaust, en ég
held að það sé tíma-
bært fyrir yfirmenn
deilda að endurskoða hvers konar
þjónustu þeir eru að bjóða upp á.
Hve lengi ætlum við að afsaka
ófremdarástand með því að útskrifa
sjúklinga of snemma, eða láta þá
bíða of lengi eftir innlögn, greiningu
eða þjálfun, af því að það vantar
pláss eða starfsfólk? Hve lengi höld-
um við út að biðja fólk afsökunar á
að þurfa að sofa inni á baðherbergi
eða á göngunum eða að láta ein-
staklinga missa tekjur vegna þess
að það þarf að bíða eftir að komast í
endurhæfingu eða greiningu mán-
uðum saman? Getum við sem yf-
irmenn endalaust beðið undirmenn
okkar að hlaupa hraðar? Hve lengi
getum við verið meðvirk með kerfi
sem endalaust fer fram á það við
okkur að redda hlutum, að vinna
fleiri og fleiri störf vegna aukinnar
eftirspurnar, veikinda starfsfólks
eða sumarfría? Þetta getur ekki
haldið svona áfram nema á kostnað
gæða þjónustunnar og með því er-
um við að svíkja faglegar forsendur.
Eiga notendur þjónustunnar líka að
vera endalaust meðvirk og fyrirgefa
okkur að við þurfum
að láta þau bíða eða að
sofa á göngunum? En
hafa þeir eitthvert
annað val en að vera
meðvirk? Hvert annað
geta þeir leitað og
hverjum öðrum geta
þeir treyst fyrir lífi
sínu? Hvaða réttlæti
er í því að 20 ára gam-
all maður þurfi að bíða
í 6 mánuði eftir end-
urhæfingu þegar hver
dagur í lífi hans skiptir
máli um hvernig hon-
um muni vegna í fram-
tíðinni. Hver dagur í
lífi hans skiptir máli
um hvort hann haldi
sjálfsvirðingunni eða
hvort hann muni yf-
irleitt skila sér út á at-
vinnumarkaðinn eða í
skóla aftur.
Ég ber ábyrgð á því
að iðjuþjálfunardeild
geðdeildar LSH lokaði
1. maí 2007, sem það
þýðir að einstaklingar
sem leita aðstoðar hjá
geðdeild LSH v/
Hringbraut eftir mati,
greiningu, virkni og/
eða endurhæfingu eru nú sviptir
þessum réttindum. Þessi ákvörðun
var þungbær, en ég varð að setja
mörk, hingað og ekki lengra. Hve-
nær ætla yfirvöld að skilja að
sparnaðurinn er kominn á ystu nöf
og ekki er hægt að tryggja öryggi
skjólstæðinga lengur. Í svona
ástandi verður þjónustan tilvilj-
unarkennd og langt frá að vera sú
besta í heimi. Ég vil taka það fram
að á LSH vinnur frábært fólk sem
vinnur hvern dag fáliðað, undir
miklu álagi með allt of mörg verk-
efni.
Mitt mat er að það er ekki hús-
næðið sem er aðalvandamálið hér.
Það er starfsmannaskortur. Launa-
stefnu LSH verður að endurskoða
svo hægt sé að halda í reynslumikið
og gott fagfólk og fá áhugasama
unga fagmenn. Sveltistefnan hefur
haft þau áhrif að þeir fagmenn sem
eru með langa starfsreynslu og geta
farið annað eru farnir og enginn
komið í staðinn fyrir þá. Einok-
unarstaða LSH heldur enn dýr-
mætum starfskröftum sem er vert
að halda í. Það var aðeins skamm-
tímalausn að halda launum fólks
niðri, langtímaáhrifin eru að koma í
ljós núna.
Það vantar heilsteypta heil-
brigðis- og félagslega stefnu, það
vantar að vinna með rætur vandans
ekki alltaf með afleiðingar hennar.
Það þarf að efla samfélagslega
þjónustu og hætta sjúkdómsvæð-
ingunni. Þjónustuna þarf að færa
nær fólkinu sjálfu þar sem það
vinnur, í skólana, inn á heimilin.
Efla þarf heilsugæsluna svo hún
geti unnið nær vettvangi og meira
fyrirbyggjandi, efla þarf endurhæf-
ingu, starfsendurhæfingu og eft-
irfylgd. Hætta þarf að auglýsa LS-
háskólasjúkrahús sem stóra verk-
stæðið þar sem er hægt að laga allt
með hátækni og pillum. Tengja þarf
þessi kerfi á einhvern hátt saman
svo úr verði samfelld þjónusta, fólk-
inu í landinu til góðs. Í 300.000
manna samfélagi ætti yfirsýn og
heildræn nálgun að takast og þá
væri fyrst hægt að tala um bestu
heilbrigðisþjónustu í heimi, en eins
og staðan er í dag er þetta aðeins
klisja.
Ég vil að lokum þakka öllum
þeim skjólstæðingum og aðstand-
endum sem hafa komið fram og
reynt að koma í veg fyrir lokun
iðjuþjálfunardeildinni. Ég vil á
sama tíma lýsa undrun minni á að
yfirstjórn LSH hefur ekki talið mik-
ilvægt að hitta þessa einstaklinga
og heyra beint frá þeim hverju
þessi þjónusta skilaði og hvaða áhrif
þau telji að lokunin muni hafa. Það
undirstrikar enn og aftur fyrir mér
að þegar fyrirtæki eins og LSH er í
einokunarstöðu þá þarf það ekki að
hafa áhyggjur af því hvort við-
skiptavinurinn skili sér aftur eða
ekki. Eftirspurnin er alltaf næg,
alltaf biðlistar og þó að einhver hóp-
ur sé ósáttur þá hefur hann ekki í
nein önnur hús að venda.
Besta heilbrigðis-
kerfi í heimi?
Sylviane Pétursson-Lecoultre
skrifar um lokun iðjuþjálf-
unardeildar v/Hringbraut og
um heilbrigðiskerfið
»Hve lengihöldum við
út að biðja fólk
afsökunar á að
þurfa að sofa
inn á baðher-
bergi eða á
göngunum eða
að láta ein-
staklinga missa
tekjur…
Sylviane Pétursson-
Lecoultre
Höfundur er deildarstjóri
í iðjuþjálfun á geðdeild v/Hringbraut.