Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ VAR með mikilli ógleði
sem ég las grein Þorgerðar Katr-
ínar Gunnarsdóttur um mennta-
mál nýverið. Þetta er dæmigerður
kosningavaðall, fullur af mærð-
arlegum frösum og staðhæfingum
sem líta vel út en standast engan
veginn þegar vel er að gáð.
Tökum sem dæmi: ,,Flutningur
grunnskólans frá ríki til sveitarfé-
laga hefur reynst einstakt heilla-
skref og grunnskólinn blómstrar
sem aldrei fyrr.“
Staðreynd: Grunnskólakennarar
voru með hótunum þvingaðir til að
skrifa undir arfavonda samninga
sem leiddi til þess að á milli 2005
og 2006 flúðu 15% af starfandi
menntuðum kennurum frá starfi.
Brottfall úr kennarastétt hefur
aldrei verið meira.
Annað dæmi: ,,Á örskömmum
tíma hefur Ísland siglt fram úr
nær öllum öðrum þjóðum þegar
kemur að sókn ungmenna í
menntun.“
Staðreynd: Íslendingar eru aft-
arlega á merinni í alþjóðlegum
námskönnunum og færast aftar.
Í PISA könnun á
stöðu 15 ára nemenda
OECD og fleiri landa
í þremur greinum árið
2003 mælist marktæk
afturför á árangri Ís-
lendinga í lestri og
stærðfræði, frá því í
PISA könnun árið
2000. Hérlendir ung-
lingar eru rétt í með-
allagi í lestri, í með-
allagi í stærðfræði og
undir meðallagi í nátt-
úrufræði.
Í PIRLS, al-
þjóðlegri lestr-
arkönnun 9 ára barna
2001 eru íslensk
skólabörn í 20. sæti,
standa sig síður en
t.d. börn í Grikklandi,
Rússlandi, Tékklandi
og Ungverjalandi. Hins vegar eru
þau með álíka mörg stig og nem-
endur í Rúmeníu, Slóvakíu og Ísr-
ael. Íslendingar eru 12 stigum yfir
meðaltalinu 500. Enn stöndum við
okkur þó betur í lestrarkunnáttu
en Belize, Tyrkland og Kólumbía.
Athygli vekur að ef kunnáttu
barna í lestri er skipt í upplýs-
inga- og bókmenntalestur eru ís-
lensk börn enn lægri
í að lesa til að afla
sér upplýsinga, með
504 stig.
Alþjóðleg könnun
um upplýsingamennt
í skólum, SITES,
tekur til 4. og 8.
bekkjar grunnskóla
og 2. bekkjar í
menntaskóla. Önnur
lönd í könnuninni eru
t.d. Danmörk, Finn-
land, Noregur, Rúss-
land og Frakkland.
Íslensk fjórða bekkj-
ar börn eru lang-
lægst í tölvukunn-
áttu, hvort sem um
er að ræða að skrifa
skjöl, nota töflureikni
eða almenna notkun.
Í öðrum bekk í
menntaskóla er ástandið ennþá
þannig að Íslendingar eru á botn-
inum þegar kemur að því að leita
upplýsinga (30% móti 60–70%) og
í sjálfsnámi (5% móti 20%).
Þetta er ,,stórsóknin“ í hnot-
skurn. Í mínum huga kallast 17.–
20. sæti í þrautalausnum, 13.–16. í
stærðfræði, 19.–23. í náttúrufræði
og 17.–24. í lestri (PISA) eitthvað
allt annað.
Ástandið í grunnskólum lands-
ins er ekki gott. Og fer versnandi.
Ég veit að flestir vilja í lengstu
lög halda í þá trú að allt sé í lagi í
skólum barna sinna. Það er bara
ekki þannig. Kennsla verður sífellt
erfiðara starf. Kennarar og annað
starfsfólk vinna kraftaverk á
hverjum degi, þrátt fyrir það að-
stöðuleysi og peningasvelti sem
þeim er búið af metnaðar- og
skilningslitlu ríkisvaldi. Sveit-
arfélög hafa velflest hvorki bol-
magn til að mæta vaxandi kröfum
samfélagsins – né síversnandi
hegðunarerfiðleikum og vanda-
málum sem hin mannfjandsamlega
stefna ríkisstjórnarinnar hefur
skapað í landinu – með hærri
launum handa þeim sem við hana
starfa. Lítil sveitarfélög eru þvert
á móti að kikna undan rekstri
skóla. En það er hægt að skrifa í
blöðin og slá um sig.
Nú er kominn tími til að hætta
að láta ljúga að sér. Kjósa allt
annað en þetta valdaspillta lið sem
grúfir yfir okkur, sjá loksins til
sólar.
Sannleikurinn
um menntamálin
Ingunn Snædal gerir
athugasemd við grein
menntamálaráðherra
» Ástandið ígrunnskól-
um landsins er
ekki gott. Og
fer versnandi.
Ingunn Snædal
Höfundur er kennari.
Í FIMM ár hefur þjóðin í gegnum
fjölmiðla orðið ítrekað vitni að því
sem nú má fara að kalla Stóra flug-
vallarmálið. Upphaf þessa máls var
það að fyrir fimm árum fékk ég skrif-
legt leyfi hjá Náttúruverndarráði til
að lenda flugvélum á sethjalla í frið-
landi Kringilsárrana.
Það var auðsótt mál
þótt um friðland væri
þá að ræða, því að lend-
ingarstaðurinn var eins
og fjórir sambærilegir
lendingarstaðir sem
Flugmálastjórn hefur
látið valta á hálendinu,
sléttur melur sem ekki
markar í ef hann er
valtaður. Munurinn á
svona lendingarstað og
slóð eftir bíla er sá að
hjólför bílaslóðarinnar
grafast niður en hins
vegar fer lending-
arbrautin í upp-
runalegt horf á vorin
eftir frostlyftingu vetr-
arins og er þá sem
ósnortin væri. Lend-
ingarstaðurinn í Kring-
ilsárrana er að sökkva í
aur Hálslóns þessa
dagana þannig að
menn verða að fá sér
froskbúning til að
rannsaka það mál frek-
ar. Varðandi kæru þess
efnis að ég hafi farið
þangað með bíl inn á
friðlýst svæði og valdið
náttúruspjöllum er það
að segja að ég fór þangað með bíl í
fyrravetur í snjó og á hjarni. Og ekki
um friðlýst svæði. Ég lenti líka und-
anfarin sumur á harðri braut á botni
Hjalladals sem nú er komin á kaf í
aur á botni Hálslóns. Ég málaði hvíta
nokkra steina og gæti svo sem vel
málað þá aftur gráa eða borið í burt
ef ég ætti kafbát og neðansjávargröfu
til að grafa ofan í drulluna sem þessir
steinar eru nú komnir ofan í. Á Sauð-
ármel norðan Brúarjökuls valtaði ég
þrjár brautir, 1400, 1000 og 700
metra langar og hafði mikið fyrir því
að fá þangað til skoðunar fulltrúa frá
Umhverfisstofnun, sveitarfélaginu,
Landsvirkjun og Impregilo. Auk þess
heimsóttu mig tveir lögregluþjónar
frá Egilsstöðum. Engin athugasemd
var gerð. Hér er um öryggismál að
ræða sem sést af því að Fokker F50
flugvél Flugfélags Íslands gerði að-
flug að lengstu brautinni sem neyð-
arlendingarstað enda er þetta besti
lendingarstaðurinn á öllu hálendinu
og sá eini austan Jökulsár á Fjöllum.
Síðan hafa fjölmargir lent með mér á
þessum brautum svo
sem fjölmiðlamenn og
alþingismenn, forsætis-
ráðherra, mennta-
málaráðherra og Jónína
Bjartmarz umhverf-
isráðherra og ég skil því
vel að spurning um
þetta hafi komið flatt
upp á hana í Kast-
ljósþætti í gær. Á korti
Landmælinga hefur
verið sýnd lending-
arbraut við Kára-
hnjúkaveg sem ég hef
lent á eins og fleiri flug-
menn, en vinnuvélar
hafa nú tætt í spað. Það
er ekki eina sýnilega
umhverfisröskunin á
vegum Landsvirkjunar
á svæðinu því að gervall-
ur dalbotn Sauðárdals
vestan við Kára-
hnjúkastíflu er nú sund-
urtættur af mal-
argryfjum sem blasa
munu við á margra kíló-
metra svæði allt fram í
júlí að minnsta kosti.
Leyfi fékkst fyrir því að
hafa þetta svona galopið
og ljótt á þeim for-
sendum að dalurinn
lenti undir vatni síðsumars. Ég and-
mæli því harðlega að hafa staðið að
umhverfisspjöllum á Kárahnjúka-
svæðinu og undrar mig að það skuli
nú vera orðið að stóru máli á sama
tíma og þarna fara nú fram mestu
mögulegu umhverfisspjöll sem hægt
er að framkvæma á Íslandi. Það er at-
hyglisverð tilviljun að eftir öll þessi ár
skuli þetta nú koma upp fjórum dög-
um fyrir kosningar. En máttur
smjörklípunnar blívur til að leiða at-
hyglina frá stærsta máli samtímans.
Stóra
flugvallarmálið
Ómar Ragnarsson skrifar
um lendingarstaði
flugvéla á hálendinu
Ómar Ragnarsson
» Frá upphafifyrir fimm
árum hafði ég
leitað leyfa og
umsagnar hjá
öllum hugsan-
legum aðilum,
fyrst hjá Nátt-
úruverndarráði.
Enginn hefur
hreyft athuga-
semdum.
Höfundur er formaður
Íslandshreyfingarinnar.
JÓN Sigurðsson viðskiptaráð-
herra ber sér á brjóst í viðtali við
Morgunblaðið í gær og vill nú
fara að bæta stöðu skuldugra
heimila. Þar nefnir hann sér-
staklega lög um greiðsluaðlögun
einstaklinga og stöðu ábyrgð-
armanna. Framsóknarflokkurinn
hefur haft 12 ár til að koma á
greiðsluaðlögun fyrir skuldug
heimili til þess að hjálpa fólki að
vinna sig út úr fjárhagserf-
iðleikum án þess að missa eigur
sínar í gjaldþrot. Þeir hafa líka
haft 12 ár til að koma á lögum
um ábyrgðarmenn sem tryggi að
ekki sé hægt að gera fjárnám í
heimili einstaklings sem ábyrgst
hefur skuldbindingar annarra.
Gera má ráð fyrir að um 90 þús-
und einstaklingar yfir 18 ára
aldri séu í slíkri ábyrgð. Fram-
sóknarmenn hafa samt ekki lyft
litla fingri í þessi 12 ár til að
koma þessum brýnu hagsmuna-
málum skuldugra heimila í höfn.
Þvert á móti hafa þeir komið í
veg fyrir að þessi tvö mál um
greiðsluaðlögun og ábyrgð-
armenn, sem við í Samfylking-
unni höfum flutt sl. 12 ár, hafi
náð fram að ganga. Bjarga hefði
mátt fjölda einstaklinga frá því
að missa heimili sín ef þessi mál
hefðu verið orðin að lögum. En
nú ætlar Framsóknarflokkurinn
að skreyta sig með stolnum
fjöðrum þremur dögum fyrir
kosningar. Er nema von að
manni verði bumbult af því að
lesa þetta viðtal við Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra?.
Jóhanna Sigurðardóttir
Bumbult
Höfundur er alþingismaður.
ÉG KOM fram fyrir
hönd Íslandshreyfing-
arinnar í Kastljósi sjón-
varpsins á Egilsstöðum
í fyrradag, þar sem
rætt var um umhverf-
ismál, og bjó mig undir
líflegar umræður um
þau mál sem hafa verið
efst á baugi og skipta
þjóðina verulegu máli:
Loftslagsmengun,
virkjanir, stóriðju, nátt-
úruvernd og einkavæð-
ingu orkugeirans.
Það kom alveg flatt
uppá mig, og reyndar
einnig Jóhönnu Vigdísi
fundarstjóra, þegar
spurt var úr sal hvort
Ómar Ragnarsson hefði einkaleyfi á
að leggja stórar flugbrautir á há-
lendinu. Ég skildi ekki spurninguna
en sagði víst að ég teldi hana út-
úrsnúning. Eftir á að hyggja tel ég
hana lágkúrulegan útúrsnúning.
Það kom mér enn meira á óvart að
ritstjóri Morgunblaðsins skyldi
finna sig knúinn til að höggva í sama
knérunn í Staksteinum
í gær, þremur dögum
fyrir kosningar. Ég
hef í fjögur sumur
gengið um hjallana og
melana við Jöklu þar
sem Ómar lenti flug-
vélinni sinni og get
upplýst þá sem hafa nú
allt í einu miklar
áhyggjur af nátt-
úruspjöllum á bökkum
Jöklu sunnan við
Kárahnjúka, að þarna
sáust ekki einu sinni
hjólför eftir flugvélina
hans Ómars.
Mér finnst það varla
sæmandi fyrir Morg-
unblaðið að taka þátt í
útúrsnúningum og
hálfgerðu níði gagn-
vart hugsjónamann-
inum Ómari Ragnarsyni sem hefur í
þrjátíu ár varið kröftum sínum til að
kenna íslensku þjóðinni að meta
landið sitt að verðleikum.
Ósk Vilhjálmsdóttir
svarar Staksteinum
Ósk Vilhjálmsdóttir
Höfundur er fjallaleiðsögukona
og myndlistarkona sem skipar 2.
sæti Íslandshreyfingarinnar í
Reykjavík suður.
Svar við
útúrsnúningi
» Þarna sáustekki einu
sinni hjólför
eftir flugvélina
hans Ómars.