Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 41
UMRÆÐAN
GRUNDVÖLLUR þeirra fram-
fara sem orðið hafa á Íslandi á
undanförnum árum var lagður af
fólki sem nú er hætt að vinna og
reiðir sig á sparnað og lífeyr-
isgreiðslur. Þetta er
kynslóðin sem skaut
traustum stoðum
undir atvinnulífið,
sem barðist fyrir
bættum kjörum og
félagslegum rétti,
kynslóðin sem
byggði upp velferðarkerfið sem við
búum við í dag. Þjóðinni ber
skylda til að búa vel að brautryðj-
endum sínum og sjá til þess að
þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af
afkomu sinni og aðbúnaði. Þess
vegna eigum við að hlúa að vel að
öldruðum.
Afnemum óréttlátar
skerðingar
Á það hefur hins vegar skort og
það er afar brýnt að á því verði
breyting. Þegar litið er til þeirra
ára sem Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn hafa farið
með stjórn landsins kemur glögg-
lega í ljós hve hrakleg meðferðin á
öldruðum hefur verið. Á þessu
tímabili hefur lífeyrir ekki fylgt al-
mennri launaþróun og skattalækk-
anir ríkisstjórnarinnar hafa eink-
um komið hinum tekjuháu til góða,
en aldraðir fylla almennt ekki þann
hóp.
Á sama tíma og kaupmáttur hef-
ur almennt aukist í þessu landi,
sérstaklega hjá hátekjufólki, hefur
kaupmáttur lífeyrisgreiðslna ekki
fylgt með. Lífeyrir hækkar ekki
reglubundið eins og laun sam-
kvæmt kjarasamningum og skatta-
lækkanir hafa ekki skilað sér til
tekjulægstu hópanna, þ.m.t. þeirra
sem eru á lífeyri hvers konar.
Hækkum skattleysismörkin
Persónuafslátturinn hefur langt í
frá fylgt almennri verðlagsþróun
frá því að honum var komið á með
staðgreiðslunni á níunda áratugn-
um. En persónuafslátturinn í
skattkerfinu er sá þáttur sem
skiptir lágtekjufólk mestu máli,
hann ræður því við hvaða tekju-
mörk fólk byrjar að greiða tekju-
skatt. Flestir aldraðir hafa ein-
göngu lífeyrisgreiðslur til
framfærslu og hækkun persónu-
afsláttar myndi hafa mikil áhrif til
að bæta kjör þeirra. Vel má hugsa
sér að sérstakur persónuafsláttur
bætist við þá sem eingöngu eru
með lífeyrisgreiðslur, vilji menn
koma í veg fyrir að allir, líka þeir
tekjuhæstu, njóti hækkunar per-
sónuafsláttar. Hugmyndir um
lægra skattþrep fyrir lífeyr-
isgreiðslur koma einnig vel til álita.
Meginatriðið er að það verður að
auka kaupmátt lífeyrisgreiðslna, og
það strax.
Réttlæti, skilvirkni, gagnsæi
Mér verður hugsað til þeirra
mörgu kvenna sem lögðu lífsstarf
sitt í uppeldi barna og heim-
ilisstjórn, en fá nú það starf ekki
metið til lífeyrisréttinda. Það er
réttlætismál ekki síður en jafnrétt-
ismál að bæta kjör þessara kvenna
verulega svo að þær geti lifað með
reisn alla ævi.
Við þurfum líka að gera átak til
að einfalda fyrirkomulag lífeyr-
isgreiðslna verulega. Kerfið er svo
flókið að það er varla annað en
fullfrískt fólk sem hefur færi á að
kynna sér það til hlítar. Þess
vegna þurfa margir lífeyrisþegar
jafnvel að afla sér lögfræðiaðstoðar
til að verja og sækja lífeyrisrétt
sinn. Við þurfum að einfalda kerfið
og gera það manneskjulegra til að
það nýtist þeim sem þurfa á því að
halda.
Bætum kjör lífeyrisþega strax
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð hefur lagt til að fyrsta verk
nýrrar ríkisstjórnar verði að bjóða
heildarsamtökum aldraðra og ör-
yrkja til raunverulegs samráðs og
ákvarðanatöku um þeirra mál. Sett
yrði í framkvæmd sameiginleg
stefnumótun stjórnarandstöðunnar
um að bæta kjör þeirra og til þess
myndu renna viðbótarfjármunir af
stærðargráðunni 7 milljarðar á ári.
Við vinstri græn leggjum áherslu á
að fyrstu áfangarnir í tillögu okkar
um nýja skipan þessara mála
kæmu til framkvæmda strax á
þessu ári. Kjarabót til aldraðra
þolir enga bið.
Kjarabót til aldraðra
Eftir Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður
Vinstri-grænna.
RAGGI rakari í Keflavik er ótrúlegur afreksmaður og hefur unnið
hetjudáð með baráttu og aftur baráttu með hendurnar einar og hugsjón
að vopni við að byggja upp 40 herbergja gæðahótel sem hann opnar í
Reykjanesbæ í dag. Ragnar Jón Skúlason keypti lóðina
Hafnargötu 37 í Reykjanesbæ fyrir 27 árum vegna þess að
hann vantaði nýja aðstöðu fyrir rakarastofu sína. Hann
byggði upp þriggja hæða hús með bílakjallara. Minna
mátti það ekki vera. Rakarastofan fór í húsið á jarðhæð,
barnafatabúð móður hans, Ragnhildar Ragnarsdóttur og
skyndibitastaður. Efri hæðirnar biðu. Fyrir 7 árum kom
upp sú hugmynd að innrétta efri hæðirnar sem hótel.
Mörg hafa ljónin verið á veginum og oft virtist allt komið í
strand, en seigla Ragga, baráttugleði og viljinn til þess að gefast aldrei
upp með stuðningi konu sinnar Bryndísar Þorsteinsdóttur og sonarins
Þorsteins sem lenti í því fremur öðrum góðum systkinum að taka til
hendinni með pabba sínum á stundum. Nú eru 40 tveggja manna herbergi
tilbúin, hvert með sér baðherbergi og öll hin vönduðustu að frágangi.
Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með seiglu rakarans, eljunni,
baráttunni við að brjóta og byggja upp, einn gegn ofureflinu oft á tíðum,
því allt sem þeir gátu gert sjálfir innan fjölskyldunnar, það gerðu þeir
sjálfir. Hótel Keilir heitir ævintýrið við Hafnargötuna, en hvern einasta
dag allan þennan tíma hefur Raggi unnið á rakarastofu sinni, klippt með
annarri hendi, byggt lúxushótel með hinni, 90 manna gistirými. Ef slíkir
eru ekki afreksmenn, hverjir eru það þá og þetta verkefni sýnir á magn-
aðan hátt hvers einstaklingurinn er megnugur ef hann veit hvað hann vill
og fylgir því eftir. Þessum línum fylgja blússandi hamingjuóskir til fjöl-
skyldunnar um góðan og gjöfulan rekstur og margir hljóta að samfagna
þeim.
Raggi rakari, ótrúlegur
afreksmaður í Keflavík
Eftir Árna Johnsen
Höfundur er stjórnmálamaður, blaða- og tónlistarmaður.
ÖFUGT við Íslendinga hafa
Frakkar hafa átt við mikla efna-
hagserfiðleika að glíma á und-
anförnum árum.
Staðan þar minnir
um margt á ástand-
ið hér á landi eftir
valdatíð síðustu
vinstri stjórnar. Á
sama tíma og rík-
isstjórnir undir for-
ystu Sjálfstæðisflokksins hafa
greitt upp erlendar skuldir rík-
issjóðs Íslands og ríkissjóður orðið
nánast skuldlaus hafa skuldir rík-
issjóðs Frakklands hækkað um
235%. Á meðan hagvöxtur hefur
verið um það bil helmingi hærri
hér á landi en að meðaltali í Evr-
ópu hefur hagvöxtur Frakklands
verið vel undir meðaltali. Á meðan
atvinnuleysi mælist vart á Íslandi
hefur atvinnuleysi í Frakklandi
farið í 10%. Á meðan Íslendingar
hafa lagt fyrir í lífeyrissjóði með
þeim árangri að þeir eru nú hærri
hlutfallslega en olíusjóðir Norð-
manna hefur lítið sem ekkert verið
lagt til hliðar í lífeyrissjóði í
Frakklandi og því mun ríkissjóður
þurfa að standa straum af uppi-
haldi eldri borgara á þeim bæ.
Þetta bætist við slæma stöðu rík-
issjóðs.
Af þessu má sjá að staða Íslands
og Frakklands er með öllu ólík.
Frakkar senda komandi kynslóðum
reikninga sína á meðan Íslendingar
leggja fyrir og hafa greitt upp kyn-
slóðareikning síðustu vinstri-
stjórnar sem hér sat við völd.
Þessi ólíka staða þessara
tveggja landa er ekki tilviljun.
Munurinn liggur í þeirri hug-
myndafræði sem liggur að baki að-
gerða stjórnvalda. Með úrslitum
forsetakosninganna þar sem Niko-
las Sarkozy bar sigur úr bítum
gegn Ségolene Royal hefur
franska þjóðin sent skilaboð um að
hún sé búin að fá nóg af tilraunum
um að rétta af efnahaginn í
Frakklandi með hefðbundnum rík-
isforsjárlausnum. Royal boðaði
breytingar á efnahag landsins í
gegnum ríkissjóð og hið opinbera.
Því höfnuðu Frakkar. Sarkozy
vildi fara þveröfuga leið og boðaði
uppstokkun á bákninu, afnám
hafta, lækkun skatta á fyrirtæki
og einstaklinga. Það má því segja
að Sarkosy hafi boðað íslensku
leiðina eða þær lausnir sem Sjálf-
stæðisflokkurinn boðaði þegar
hann tók við völdum 1991 og hefur
skilað okkur þeim árangri sem nú
blasir við öllum.
Þetta er gott að hafa í huga
þegar gengið er til kosninga nú.
Vinstri flokkarnir hafa verið á
móti öllum framfaramálum sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft
að berja í gegn. Skiptir þá engu
máli hvort við erum að tala um
skattalækkanir, einkavæðingu eða
bjórsölu á Íslandi. Ef hér verður
mynduð vinstri stjórn verður horf-
ið á þá braut sem Frakkar hafa
hafnað og reynt á eigin skinni með
vægast sagt afleitum árangri.
Frakkar kusu íslensku leiðina
Eftir Ármann Kr. Ólafsson
Höfundur skipar 3. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í
Suðvestur kjördæmi.
„LANDSFUNDUR leggur til að skoðaðir verði kost-
ir þess að færa eignarhald ríkisins á orkufyrirtækjum
yfir til einkaaðila…“ (Úr ályktun landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins á www.xd.is – Lands-
fundur – Landsfundur 2007: Ályktun
um umhverfismál og auðlindanýtingu.)
„Þeir vilja endilega koma að þessu
með einhverjum hætti og eru reiðbúnir
að leggja fram talsvert fé.“ (Frétta-
blaðið 30. apríl 2007. Ummæli orku-
málastjóra um áhuga þýsks orkurisa á
íslenskum orkumálum, sér í lagi djúp-
borunum.)
„Verðið sem Geysir Green Energy er tilbúið að
greiða fyrir hlut ríkisins er langt umfram verðmat
ríkisins sem þó hefur ekki verið gefið upp.“ (Morg-
unblaðið 1. maí 2007 um sölu á hlut ríkisins í Hita-
veitu Suðurnesja.)
Er líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn sjái kosti einka-
væðingar? Er það oft kosningamál hjá Sjálfstæð-
isflokki, það sem hann framkvæmir á miðju kjör-
tímabili? Hækka orkulindir í verði með hverri
mínútunni sem líður? Býður ríkisstjórnin íslenskar
orkulindir til sölu á undirverði? Bjóða stjórnvöld land-
eigendum núna bætur fyrir aðgang að orkulindum á
því sama undirverði? Munu erlendir orkurisar leggja
fram „talsvert fé“ og „koma að þessu“? Verður örtröð
jakkafatamanna með þúsundkalla upp úr brjóstvas-
anum í túnfætinum hjá hverjum landeiganda og á
hverri hreppsskrifstofu, örtröð við hvern einasta læk,
foss og hver? Getur almenningur fengið til baka orku-
lindir sem búið er að selja fáeinum einkaaðilum eins
og kvótann?
Ef orkulindir eru einkavæddar, verður þá skrúfað
frá krana öðru vísi en að borga einhverju sem kallar
sig Group? Verður þá kveikt ljós öðru vísi en að
borga einhverju myrkrafélagi í útlöndum sem enginn
man almennilega hver á, en það á samt rafmagnið?
Verður þá hellt á könnuna öðru vísi en að borga ein-
hverjum bankanum sitt rétta okurverð fyrir? Öðru
vísi en að með hverri kaffibunu renni dálítill viðbót-
ardreitill í hinn bakkafulla vaxtalæk sem til bankanna
rennur undan hallandi fjárhag heimila og hækkandi
þjónustu? Verður þá almenningur í gapastokki gjald-
tökunnar? Mun hann horfa á kunnugleg andlit úr við-
skiptageiranum fíflast og hafa gaman af? Fíflast, eftir
að hafa fengið frá stjórnvöldum á silfurfati dálítið
sem gat ekki annað en hækkað í verði hundraðþús-
undfalt. Munu kunnuglegir karakterar (gjarnan í fé-
lagsskap Eltons gamla John) hafa gaman af frelsi
fárra á kostnað heillar þjóðar sem lét enn einu sinni
plata sig?
Verður þá öldin önnur og ekkert eftir, því barma-
fullur bikar orkulinda Íslands og náttúruperlna verð-
ur drukkinn í botn af fyrrgreindum aðilum?
Svar: Nei, nei, auðvitað ekki. En þá þurfum við að
velja að eiga Ísland heldur sjálf hinn 12. maí.
Nei, nei, auðvitað ekki
Eftir Kristínu Guðmundsdóttur
Höfundur er Íslendingur, Gnúpverji og Hafnfirðingur,
móðir og opinber starfsmaður.
„Orðið vonleysi er ekki góð íslenska, því
það eitt er góð íslenska að trúa á landið,
fólkið sem það byggir og framtíð þess. Það
gerir Sjálfstæðisflokk-
urinn.“
Davíð Oddsson,
1993.
ÉG er hægri
grænn. Eins og Ill-
ugi.
Við viljum nýta
náttúruna á sjálf-
bæran hátt. Sjálfstæðismenn eru
yfirleitt grænir – þeir skilja hag-
fræðina í því að fara vel með jörð og
menn.
Hitaveita Reykjavíkur, sem sjálf-
stæðismenn settu á laggirnar fyrir
margt löngu, hlífði Reykvíkingum
við kolaryki sem sverti lungu um
allan heim.
72% orkunotkunar okkar er sjálf-
bær innlend orka á móti 13% hjá
öðrum þjóðum. Sjálfstæðismenn
stefna í 100%.
Sjálfstæðis-
flokkurinn –
umhverfi
Eftir Jón Gunnar Hannesson
Höfundur er læknir og starfar í
fjölskyldunefnd Sjálfstæðis-
flokksins.
Í RITSTJÓRNARGREIN í
Morgunblaðinu í dag (í gær) er
fjallað um lóðamál Listaháskólans
og því slegið upp að skólanum sé
ekki í kot vísað í
Vatnsmýri. Leið-
araskrifin bera þess
því miður merki að
höfundur hafi alls
ekki kynnt sér málið
til hlítar, eða vilji
ekki hafa það sem
sannara reynist.
Rétt er að taka fyrst fram að
Listaháskólinn er að sjálfsögðu alls
góðs maklegur og löngu tímabært að
húsnæðismál hans verði leyst, en þar
hefur skort vilja yfirvalda mennta-
mála. Í viðtölum við rektor skólans
kemur fram að hann vilji í raun ekki
vera í Vatnsmýri heldur miklu frem-
ur í miðbænum. Ríkisvaldinu væri í
lófa lagið að leysa þau mál farsæl-
lega, t.d. á svokölluðum stjórn-
arráðsreit milli Sölvhólsgötu og
Skúlagötu, þar sem skólinn er nú
þegar með hluta af starfsemi sinni.
Þar er nægt byggingarrými og þar
vill skólinn helst vera.
Morgunblaðið horfir algerlega
framhjá forkastanlegum vinnu-
brögðum borgarstjóra. Lóðin sem
um er rætt er bundin í samþykktu og
staðfestu skipulagi þannig að hún sé
einungis fyrir Náttúrufræðisafn og
tengda starfsemi Náttúru-
fræðistofnunar. Ekkert samráð var
haft við Náttúrufræðistofnun og
borgarstjóri getur ekki breytt stað-
festu skipulagi með undirskrift sinni
á viljayfirlýsingu sem ekkert hefur
verið rædd í skipulagsráði og/eða
borgarráði.
Morgunblaðið fjallar heldur ekk-
ert um málefni Náttúrufræðistofn-
unar í þessu samhengi og virðist al-
gerlega standa á sama um þau.
Blaðið horfir líka framhjá því að
Listaháskólinn getur ráðstafað lóð-
inni til þriðja aðila ef skólinn vill
heldur byggja upp starfsemi sína
annars staðar. Sem hann jú vill sbr.
yfirlýsingar rektors. Það á sem sagt
að fara að braska með lóð sem er
bundin Náttúrfræðistofnun og Nátt-
úrufræðasafni til þess eins að ráða-
menn Sjálfstæðisflokksins geti bað-
að sig í einhverju dýrðarljósi
nokkrum dögum fyrir kosningar.
Það hefur auk þess verið þver-
pólitískur skilningur að Vatnsmýrin
sé spennandi og áhugavert svæði til
að þróa til framtíðar en ekki búta-
saumur til að setja á markaðstorg
braskara. Sá skilningur virðist vera í
uppnámi.
Það er hins vegar engin von til
þess að Morgunblaðið muni halla
einu orði á borgarstjóra stjórn-
arflokkanna fyrir vinnubrögðin í vik-
unni fyrir kosningar. Það má einu
gilda, en Morgunblaðið setur niður
fyrir vikið.
Morgunblaðið í kosningaleiðangri?
Eftir Árna Þór Sigurðsson
Höfundur er borgarfulltrúi
Vinstri grænna.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn