Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÁHERSLUMÁL í kosningum eru
að sjálfsögðu þeir punktar sem hver
flokkur telur mikilvæga og tímabært
að ræða í kosninga-
baráttunni. En sum
málefni verða sjald-
an áherslumál í
kosningum, þótt
menn telji þau mik-
ilvæg. Slík mál eru
t.d. mannréttinda-
mál, friðarmál, flóttamannamál eða
jafnréttismál minnihlutahópa í sam-
félaginu. Þetta er kannski vegna
þess að beinir hagsmunaaðilar mála-
flokkana eru ekki margir og stjórn-
málaflokkarnir vilja frekar einbeita
sér að stærri markaði, s.s. almenn-
um kjósendum.
En það þýðir alls ekki að mann-
réttindamál eða jafnréttismál minni-
hlutahópa séu lítils virði eða að þau
eigi ekki erindi við meirihlutann, því
mannréttindahugtakið er jú grund-
völlurinn að uppbyggingu nútíma
samfélags og án þess mun sam-
félagið fara villt vegar.
Ég tel því mikilvægt og nauðsyn-
legt að kosningastefna og áherslu-
mál í kosningum almennt end-
urspegli mannréttindahugsjónina og
tillitssemi við minnihlutahópa í sam-
félaginu, þótt þau atriði birtist ekki á
beinan og skýran hátt. Ef maður
getur ekki séð nein merki um mann-
réttindahugsjónina í tiltekinni
stefnu, verður maður að álykta sem
svo að viðkomandi stefna hafi verið
búin til fyrir tiltekin hagsmunahóp
sem er annað í valdastöðu eða meiri-
hluta.
Nú langar mig til að vitna í stefnu
VG um innflytjendamál sem dæmi.
(Þessi stefna fæst á vefsíðu VG,
www.vg.is undir Landsfundur 2007,
ályktanir). Nefnd Evrópuráðs gegn
kynþáttafordómum og mismunun
(ECRI) er eins konar „vakt“ á mann-
réttidamálum. Hún birti skýrslu sína
í febrúar sl, en í henni standa ábend-
ingar um stöðu Íslands í mannrétt-
indamálum innflytjenda ásamt til-
mælum til úrbóta. Það er t.d.:
að tryggja og efla starfsemi
frjálsra mannréttindasamtaka
að setja raunhæf lög gegn kyn-
þáttafordómum og mismunun,
að breyta reglum um tímabundin
atvinnuleyfi sem nú eru bundin
við atvinnurekendur,
að tryggja réttindi erlendra
kvenna og barna,
að endurskoða 24 ára reglu í lög-
um um útlendinga,
að hvetja innflytjendur til að taka
þátt í kosningum.
Það eru fleira áhugaverð atriði í
skýrslunni en ekki hægt að telja upp
allt hér. Málið er að næstum allar
ábendingar ECRI og tilmæli til úr-
bóta sjást í stefnu VG. Má sér-
staklega benda á þá staðreynd að
þetta er ekki vegna þess að VG hafi
haft skýrslu ECRI til hliðsjónar,
heldur vegna þess að álit VG á inn-
flytjenda- og mannréttindamálum
reyndist vera svipað og álit ECRI
þegar málið var rætt. Þess vegna
leyfi ég mér að fullyrða að stefna VG
t.d. í innflytjendamálum er stefna
sem byggist á mannréttindum.
Að lokum vil ég biðja lesendur um
að muna að við lifum ekki á miðöld-
um þegar mismunandi lög giltu fyrir
mismunandi samfélagshópa. Hér eru
lögin bara ein og allir eiga að vera
jafnir fyrir lögum. En sú staðreynd
að hér séu ein lög þýðir ekki að
„framkvæmd lagana“ sé ekki mis-
munandi eftir því hvort um mann í
valdastöðu er að ræða eða alþýðu-
mann. Framkvæmd laganna ætti að
vera jöfn og hún er líka mikilvæg
mannréttindi okkar. Hugsum málið
og kjósum viturlega!
Mannréttindi
eru líka kosningamál
Eftir Toshiki Toma
Höfundur er
stjórnmálafræðingur.
ÞEIR sem eru að velta fyrir sér,
hvernig atkvæði þeirra í alþing-
iskosningunum verður bezt varið,
geta t.d. litið til árangurs núverandi
þingmeirihluta á kjörtímabilinu, sem
nú er senn á enda
runnið, og stefnu-
mörkunar stjórn-
málaflokkanna fyrir
næsta kjörtímabil.
Víglínan liggur á
milli stjórnarflokk-
anna og stjórnarand-
stöðu, sbr „kaffibandalag“. Þess
vegna er rétt að skoða fyrst, hversu
ríkisstjórninni tókst til um markmið
sín.
Markmiðin 2003-2007
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar frá 22. maí 2003 voru sett 24
markmið fyrir kjörtímabilið. Rík-
isstjórnin náði 18 þessara markmiða
eða 75 %. Það er talin góð einkunn.
Hér verða nú talin upp markmið,
sem ríkisstjórnin náði, en ólíklegt er,
að stjórnarandstaðan hefði náð mið-
að við „stefnu“ hennar og yfirlýs-
ingar, sbr skýringar höfundar í svig-
um: næg atvinna (fjandskapur við
atvinnulífið), jafnvægi í fjármálum
ríkisins (aðför að skattstofnum, fjár-
málaóreiða – sbr skuldasöfnun R-
listans), tekjuskattsprósenta lækkuð
(yfirlýsingar um skattkerfið sem
jöfnunartæki, sem er misskilningur á
hlutverki þess), eignarskattur felldur
niður (vinstri menn eru á móti einka-
eign), erfðafjárskattur lækkaður
(sameignarsinnar lækka aldrei eign-
artengda skatta), skattfrjáls viðbót-
arsparnaður lífeyris (vinstri menn
skilja ekki gildi sparnaðar fyrir hag-
kerfið), Landssíminn seldur (sam-
eignarsinnar berjast alltaf gegn sölu
ríkiseigna), varnarsamstarfi við
Bandaríkin, BNA, haldið áfram
(fjandskapur við BNA hefði senni-
lega leitt til uppsagnar varnarsamn-
ingsins við BNA, þannig að hern-
aðarlegum bakhjarli Íslands í
hugsanlegum ófriði hefði verið fórn-
að og sú þjóð, sem veitti okkur dýr-
mætastan stuðning við lýðveldistök-
una 1944, gefin upp á bátinn um
lengri eða skemmri tíma).
Nú verða talin upp tvö markmið,
sem ekki náðust, og geta lesendur
sjálfir gert sér í hugarlund, hvort
stjórnarandstaðan hefði verið lík-
legri til að ná þeim: stöðugt verðlag
og stöðugleiki í efnahagsmálum.
Um þessi tvö markmið er það að
segja, að þau eru nú komin á góðan
rekspöl, verðbólguhraðinn er lítill
sem enginn og viðskiptahallinn mun
hjaðna, þegar „ofurkrónan“ gefur
eftir með lækkandi vöxtum.
Stefnumiðin 2007-2011
Hver eru megineinkenni á stefnu-
miðum stjórnarandstöðu fyrir næsta
kjörtímabil ? Nauðsynlegt er að
skoða það til að kanna, hvort henni er
treystandi. Ef hún er ótraustverð, er
engin ástæða til fórna efnahags-
árangri undanfarinna ára á altari til-
raunastarfsemi.
Vinstri hreyfingin – grænt fram-
boð, VG, er í utanríkismálum sér á
báti. VG er á móti aðild Íslands að
varnarbandalagi vestrænna ríkja,
NATO, og einnig á móti samstarfi
norrænna ríkja um öryggismál á
Norður-Atlantshafi. VG rekur með
öðrum orðum einangrunarstefnu í
utanríkismálum, sem er ósamboðin
þegnum í fullvalda ríki á 21. öld.
Innanlands eru hagsmunir verka-
lýðsstéttanna gjörsamlega fyrir borð
bornir með því að reka hatramman
áróður gegn fyrirtækjum, sem búa
verkamönnum beztu kjör, beztan að-
búnað og mesta atvinnuöryggi, sem
þeir eiga kost á. VG kýs fremur ein-
hæft atvinnulíf og lítið vinnuframboð
en erlendar fjárfestingar í verk-
smiðjum, sem kaupa íslenzka raf-
orku við verði, sem nægir til að
greiða upp virkjanir á innan við ein-
um tíunda af endingartíma þeirra.
Þeir, sem ekki fella sig við út-
úrboruhátt í utanríkismálum og
stefnu hinna glötuðu tækifæra í inn-
anlandsmálum, forðast Vinstri hreyf-
inguna – grænt framboð.
Hinn vinstri flokkurinn, Samfylk-
ingin, er opinn í báða enda, með eina
stefnu á höfuðborgarsvæðinu og aðra
í dreifbýlinu. Hún heldur uppi fárán-
legum rökum um Reykjavík-
urflugvöll, þar sem hún reiknar með
lóðaverði í Vatnsmýrinni, en ekki á
Hólmsheiði, þó að byggðin hafi nú
teygt sig í um 500 m fjarlægð frá
þeim stað, er lagt hefur verið til að
leggja flugvöll á. Þar sem flugvöllur
er ekki á aðalskipulagi þar, væri
komið illilega aftan að íbúunum að
troða flugvelli á Hólmsheiðina í jaðar
vatnsverndarsvæðis. Íbúakosning-
arnar í Hafnarfirði 31. marz 2007
voru að undirlagi Samfylkingar, sem
hefur meirihluta í bæjarstjórn. Af-
stöðuleysi forkólfa Samfylkingar í
Hafnarfirði varpar ljósi á djúp-
stæðan klofning í flokknum, sem sóp-
að var undir teppið með þögninni.
Þetta mál sýnir í hnotskurn, að Sam-
fylking guggnar, þegar stórmál er til
úrlausnar, og þá sér undir iljar henni.
Slíkur stjórnmálaflokkur á ekkert
erindi í ríkisstjórn.
Forkólfar Íslandshreyfingarinnar
fara með fleipur, þegar þeir bera
saman mengun frá álverum og ferða-
mönnum. Því er haldið fram, að jafn-
ist á merinni, ef tekið er tillit til flutn-
ings aðfanga og afurða. Hið rétta er,
að 200 sinnum meira eldsneyti þarf
til að flytja hvert tonn af erlendum
ferðamönnum til og frá og á Íslandi
en áltonnið að hráefnisflutningi með-
töldum eða 0,15 t olíu/t Al miðað við
30 t olíu/t ferðamanna.
Eftir klofninginn í vetur virðist
Frjálslyndi flokkurinn eiga við upp-
dráttarsýki að stríða og lítil eftirsjá
að honum.
Stefna ríkisstjórnarinnar hefur
fært Íslendingum betri lífskjör en
nokkru sinni áður, og við stefnum að
óbreyttu að beztu lífskjörum í heimi.
Höldum áfram á sömu braut.
Hvernig á að verja atkvæðinu?
Eftir Bjarna Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.
ÞÁ er komið að Alþingskosningum eina ferðina enn. Er eitthvað sér-
stakt á ferðinni núna? Ætla ekki allir að gera gott fyrir alla og er ekki
öruggast að halda með gamla liðinu? Við höfum það að meðaltali nokk-
uð gott. Er ekki hættulegt að kjósa eitthvað nýtt? Mér líst
vel á þetta nýja framboð þeirra Ómars og Margrétar. Það
er eitthvað ferskt þar á ferðinni og þarna er fólk með
skýra framtíðarsýn, fólk með hugsjónir um að vernda og
nýta gæði lands og sjávar með sjálfbærum hætti, fólk sem
kemur auga á aðrar leiðir en mengandi stóriðju til að
skapa atvinnu og sér lausnir í efnahagsmálum til að
standa undir velferðarkerfi. Getur verið að ég kasti at-
kvæði mínu á glæ ef ég kýs Íslandshreyfinguna? Sumir
segja það stuðla að því að stjórnin haldi velli, aðrir að það leiði til
vinstri stjórnar. Að mínu viti eru svona bollaleggingar ekki raunhæfar.
Við vitum aldrei fyrirfram hverjar niðurstöður kosninga verða. Það sem
skiptir máli er að standa með sannfæringu sinni. Það er raunverulegt
lýðræði.
Endurnýjanleg auðlind
Því miður er sá áróður rekinn að nýjar hugmyndir séu aðeins til að
rugla fólk í ríminu og til þess fallnar að „stela“ atkvæðum og eyðileggja
áform þeirra sem fyrir sitja á þingi. Ef einhver leyfir sér að ógna tilvist
þeirra sem þar sitja þá sameinast þeir um að gera lítið úr nýja liðinu.
Mörgum er hins vegar orðið ljóst að án Íslandshreyfingarinnar á Al-
þingi mun bardaginn við stóriðjudrauginn tapast. Ástæðan er einfald-
lega sú að náttúruverndarar, innan þeirra flokka, sem bera ábyrgð á
stóriðjustefnunni, hafa ekki næg áhrif til að opna augu félaga sinna fyr-
ir nýrri framtíðarsýn. Um þetta vitna staðreyndir og því er ekki er fyr-
irsjáanlegt annað en haldið verði áfram á stóriðjubrautinni. Þess vegna
þarf endurnýjun á þingi þar sem Íslandshreyfingin – lifandi land getur
með beinum hætti beitt sér gegn þeirri skammsýni sem þar ræður ríkj-
um. Stjórnmálamenn eru endurnýjanleg auðlind.
Áskorun
Til þess að koma fram vilja þeirra þúsunda sem unna íslenskri náttúru
dugar ekkert minna en allt það fólk sem á einn eða annan hátt hefur
beitt sér gegn náttúruspjöllum sameinist í kosningum um að verja landið
gegn eyðingaröflunum. Náttúran á sér ekki aðra málsvara, og þá ætti
ekki að skipta máli hvaðan úr litrófi stjórnmálanna atkvæðin koma.
Það hefur verið og er þungbært að horfa á náttúruauðæfin hverfa eitt
af öðru, allt fyrir hagsmuni fárra og í þágu vafasamrar atvinnusköp-
unar. Að óbreyttu mun þessi skelfing halda áfram og heimurinn verður
fátækari eftir. Því skora ég á alla náttúruunnendur, sama hvar í flokki
þeir hafa staðið, að ljá Íslandshreyfingunni atkvæði sitt hinn 12. maí og
tryggja þannig að raunhæf umhverfisstefna komist að á Alþingi Íslend-
inga.
Áskorun til allra
náttúruunnenda
Eftir Snorra Sigurjónsson
Höfundur er lögreglufulltrúi.
VIÐ höfum verið að ganga í hús,
Samfylkingarmenn, boðum fagn-
aðarerindið í bæklingum og gefum
kjósendum rós – sem í senn er al-
þjóðlegt tákn jafnaðarstefnunnar og
hlýleg, íslensk kveðja í sum-
arbyrjun.
Við erum líka á vinnustöðum og á
fundum og í fjöl-
miðlum, stöndum í
Kringlunni og Kola-
portinu, förum
Laugaveginn og
dreifum fyrir utan
verslunarmiðstöðv-
arnar. Á öllum þess-
um stöðum myndast tengsl, fólk
spyr og sumir vilja beinhörð loforð á
stundinni – aðrir viðra efasemdir um
stefnumál eða framjóðendur. Til eru
þeir sem strunsa framhjá, jafnvel
með stóryrðum, en flestir hlusta,
forvitnir og tortryggnir í senn: Er
ekki sami rassinn undir ykkur öll-
um? Og hvað er að marka öll þessi
loforð? Svarið er að nú verði íslensk-
ir kjósendur bara að láta á reyna –
Samfylkingin er tilbúin að taka við
og gera betur.
Best samband myndast samt við
þröskuldinn hjá nágrannanum.
Flestir taka okkur ljúflega, margir
þakka fyrir og þeir sem telja sig
annars staðar í pólitík láta vita kurt-
eislega – virða það við okkur að
reyna. Ótrúlega oft kveikir rósin
bros – sem maður túlkar auðvitað
sem samhug, ef ekki beinan stuðn-
ing. Víða segist heimilisfólkið þegar
vera búið að ákveða að kjósa Sam-
fylkinguna og vill jafnvel ekki taka
við rósinni. En einmitt þar á hún vel
heima. Rósin sér ekki til gjalda. Hún
merkir sameiginlega von, ósk um
skynsamlegra samfélag, fegurri ver-
öld.
Kona á óræðum aldri í Fellunum
uppi í Breiðholti vildi vita af hverju
við Sigurborg værum ekki með
þyrnalausar rósir, sem nú væri byrj-
að að rækta. Ég taldi af og frá að slík
blóm væru til – og að lokum var nið-
urstaðan að það væru ekki góð skila-
boð að gefa svoleiðis rós. Samfylk-
ingin væri heiðarlegur flokkur og
einlægur, lofaði því einu sem hann
gæti staðið við, og teldi fólki ekki trú
um að pólitíkin gæti framleitt rósir
án þyrna.
Efst í einni Sóltúnsblokkinni kom
til dyra brosandi kona, tók við
stefnuritinu af okkur Leifi, og svo
við blóminu, og sagðist vera á þeim
aldri að hún gæti verið móðir mín. –
Ja, þá verðurðu að vera minnst
svona um sjötugt, sagði ég (mamma
hefði orðið 72 í haust). – Ég verð það
bráðum, sagði konan, – en það er svo
skrýtið að sjá þig hérna, mig
dreymdi nefnilega um daginn að við
værum að ganga Laugaveginn, ég og
dóttir mín, og þú, og allt í einu vor-
um við tvö orðin trúlofuð!
Við skildum með miklum kær-
leikum. Hana hlyti að hafa dreymt
fyrir rósinni!
Á þriðju hæð í Eskihlíð komu
hjónin bæði til dyra þegar við
hringdum bjöllunni. Frúin tók við
riti og rós glöðu geði og setti strax í
vasa – kom svo með vasann til að sjá
hvernig okkur Eddu litist á. Við vor-
um alsæl með vasann. Húsbóndinn
horfði á þetta sposkur, kominn
svona undir áttrætt, og vildi vita
hvað mér fyndist um Reykjavík-
urflugöll. Ég sagðist halda að
Reykjavíkurflugvöllur hefði ákveðið
sjálfur að setjast í helgan stein – en í
miðri þeirri ræðu leit bóndinn á mig
glottandi: – Ert þú ekki fallinn?
– Ekki ennþá, tókst mér að svara,
og þótt við værum ekki alveg sam-
mála um vilja Reykjavíkurflugvallar
til afreka í ellinni virtust hjónin bæði
ætla að hjálpa þingmanninum við að
halda sætinu. – Já, ég kannast við
foreldra þína. Ágætis fólk.
Árbærinn – mesta hverfið
Hverfin í Reykjavík þykist ég auð-
vitað þekkja öll einsog handarbakið
á mér. Göngur einsog þessar gefa þó
ótrúlega sýn á lífið í hverfunum. Og
allt er alltaf að breytast. Það kemur
ekki á óvart hvað margir heita er-
lendum nöfnum í Hólum og Fellum –
og þó segir það sína sögu um breyt-
ingarnar á einu kjörtímabili, og um
verkefnin sem blasa við í stjórn-
málum næstu ár. Það er gaman að
sjá hvað gamli Austurbærinn inn við
Snorrabraut er að breytast með nýj-
um ungum íbúum – og fyrir mann
sem varði hluta af unglingsárum sín-
um kringum Ármannsvöllinn er æv-
intýralegt að sjá nýbyggðina dreif-
ast frá gömlu Höfðaborginni austur
að Kringlumýrarbraut.
Árbæinn þekkti ég hins vegar
ekki áður að ráði – varla komið þar í
áratugi nema þá með KR á Fylk-
isvöllinn, en er núna kominn á þá
skoðun að þar sé mesta hverfi
Reykjavíkur. Árbærinn er einsog
eyja, öðrum megin iðnaður og um-
ferð, hinum megin dalurinn góði –
þarna hlýtur að vera gaman að alast
upp! Fljótt verður maður var við að
allir þekkja alla, og ungt fólk sem
hefur flust úr hverfinu niðrí bæ eða
út í lönd linnir ekki látum fyrr en það
er komið aftur upp eftir, búið að
klæða sín börn í appelsínugular
treyjur og orðið fastagestir í laug-
inni.
Rósunum okkar er líka tekið vel í
Árbænum. Náttúrunálægð og hlýjan
í hverfinu valda því kannski að skila-
boð Samfylkingarinnar eiga þar
einkar vel við: Góð velferðarþjón-
usta og menntun, barnvænt sam-
félag, traust atvinnulíf, umhverf-
ismál og náttúruvernd í öndvegi.
Við erum á stöðugri hreyfingu
með rósirnar, í sókn síðustu vikur,
og ætlum okkur að breyta samfélag-
inu til hins betra. Með skynsemi og
ábyrgð en alveg örugglega. Og ég er
ekki fallinn. Ekki ennþá! Aldrei átt
meira erindi á þing.
Alveg einsog flokkurinn minn hef-
ur aldrei átt meira erindi til áhrifa
fyrir Árbæinn og fyrir Vesturbæinn
og Hlíðarnar og Túnin og Löndin og
Fellin.
Ert þú ekki fallinn?
Eftir Mörð Árnason
Höfundur er frambjóðandi
í Reykjavík suður.