Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 43
GREINARGERÐ
Á dögunum undirrituðu Geir H.
Haarde forsætisráðherra, Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra, Soffía
Lárusdóttir, forseti
bæjarstjórnar
Fljótsdalshéraðs og
Eiríkur B. Björg-
vinsson, bæjarstjóri
Fljótsdalshéraðs,
samninga um stofn-
un Þekkingarseturs
á Egilsstöðum ehf. Með undirrit-
uninni er stigið stórt skref til fram-
tíðaruppbyggingar þekkingarsam-
félags á Austurlandi og í raun á
landsbyggðinni allri.
Kraftmikil og
metnaðarfull markmið
Markmiðin eru metnaðarfull og
kraftmikil í anda Austfirðinga. Með
Þekkingarsetrinu verður stuðlað að
og eflt rannsókna- og þekking-
arstarf á Héraði og búinn til sam-
starfsvettvangur fyrir aðila er vinna
að verkefnum á sviði rannsókna og
háskólamenntunar. Skapaður er far-
vegur fjölþjóðlegra samstarfsverk-
efna, nýsköpunar og byggða- og at-
vinnuþróunar. Þekkingarsetrið
hyggst ná því markmiði sínu með því
að koma upp starfs- og rannsókn-
araðstöðu fyrir rannsókna- , tækni-
og menntastofnanir, fyrirtæki og
tengda aðila. Lögð verður áhersla á
að byggja upp, háskólanám, rann-
sóknir og nýsköpunarstarf í
tengslum við þrjú meginfræðasvið,
þ.e. umhverfismál, verk- og tækni-
fræði og félagsvísindi.
Umfang rannsóknastarfs á Aust-
urlandi er frekar lítið á landsvísu
eða einungis um 0,5% af fjölda árs-
verka landinu á meðan íbúafjöldi á
Austurlandi er um 4% af heildar-
íbúafjölda. Menntunarstig á Austur-
landi er lágt bæði miðað við höf-
uðborgarsvæðið og landsbyggðina,
þar sem einungis 17% íbúa á Aust-
urlandi hafa háskólapróf, sam-
anborið við 34% íbúa höfuðborg-
arsvæðisins. Til að stuðla að
jákvæðri byggðaþróun á Austur-
landi er mikilvægt að auka hlutfall
rannsóknastarfs og hækka mennt-
unarstig í fjórðungnum og það verð-
ur best gert með uppbyggingu á að-
stöðu og mannauði.
Tækifæri til framtíðar
Í framtíðarmarkmiðum setursins
er lagt upp með að hækka mennt-
unarstig og auka rannsóknastarf til
samræmis við landsmeðaltal auk
þess að koma upp svæðisbundnum
sjóðum til rannsókna og nýsköp-
unarstarfs. Slík breyting fæli meðal
annars í sér fjölgun starfa við rann-
sóknir á Austurlandi úr 11 í 100 á 10
árum, hækkun á árlegu svæð-
isbundnu rannsóknarfé frá 2–7 millj-
ónum í 70 milljónir árið 2016.
Með undirskrift samnings um
Þekkingarsetrið tel ég óhætt að full-
yrða að enn einu mikilvægu hags-
munamáli í uppbyggingu atvinnulífs
á Austurlandi er skilað í heila höfn.
Það er sannfæring mín að uppbygg-
ing Þekkingarsetursins og þekking-
arnets Austurlands muni hafa veru-
leg áhrif á byggðaþróun og
tvímælalaust á menntamál á Austur-
landi. Hér er ekkert nema tækifæri
til framtíðar.
Þekkingarsetur á
Egilsstöðum lyftistöng
fyrir fjórðunginn
Eftir Arnbjörgu Sveinsdóttur
Höfundur er þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins
og í 2. sæti á lista flokksins í
Norðausturkjördæmi.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi greinargerð frá Hirti
Magna Jóhannssyni, forstöðumanni
og presti Fríkirkjunnar í Reykjavík:
„Átta ríkislaunaðir prestar þjóð-
kirkjunnar hafa ákært undirritaðan
fyrir lúterska hugsun og athæfi.
Annarsvegar varða ákærurnar
skyldur presta gagnvart starfssystk-
inum sínum. Hinsvegar, frumskyldur
prestsþjónustunnar að boða „orð Guðs
opinberlega í prédikun guðsþjónust-
unnar“. Hið síðarnefnda er mun alvar-
legra og þar er vitnað beint í predik-
anir mínar og greinar um stöðu
samkynhneigðra og mína guð-
fræðilegu afstöðu til þeirra. Ég er
sagður koma mínum persónulega mál-
flutningi áleiðis úr predikunarstól en
hafa ekki framgang fagnaðarerind-
isins að leiðarljósi.
Ákærugögnin eru predikanir mín-
ar, greinaskrif og annað sem fjallar
annarsvegar um mismunun trúfélaga
hér á landi og hinsvegar um mín af-
stöðu til mannréttindamála samkyn-
hneigðra.
Hef að hætti Lúters gagnrýnt
ókristilega mismunun
Að kenna sig við Martein Lúter
merkti eitt sinn; skapandi og gagn-
rýna hugsun og stöðuga endurnýjun í
anda Krists. Því þannig kemst fagn-
aðarerindið best til skila. Það fól í sér
að viðkomandi vildi stuðla að lýðræði,
samfélagslegu réttlæti og jöfnu að-
gengi allra að hinum trúarlega arfi.
En það á greinilega ekki við lengur
hér á landi. Á landinu eru starfandi
um 150 þjóðkirkjuprestar sem að öll-
um öðrum forspurðum, eru að taka út
kirkjusögulegan arf allra Íslendinga,
allt frá kristnitöku. Yfir 50.000 Íslend-
ingar eru nú látnir greiða fyrir sína
hönd, formæðra sinna og forfeðra, –
þúsund ár aftur í tíma – verulegar
fjárupphæðir. Greiðslurnar renna til
trúfélags sem þeir tilheyra ekki og
kæra sig alls ekki um að tilheyra. For-
mæður þeirra og forfeður áttu heldur
engan valkost á sínum tíma.
Ákærendur mínir taka út arf
forfeðra minna
Ég tilheyri þessum ört vaxandi
fjölda Íslendinga sem er utan þjóð-
kirkju en er látinn greiða laun starfs-
manna þjóðkirkjunnar. Átta af þess-
um sjálfskipuðu einkaerfingjum
Krists hafa nú ákært mig m.a. fyrir að
hafa orð á þessu.
Ég hef í fjölmörg ár gagnrýnt rík-
iskirkjuna fyrir þá hróplegu mis-
munun trúfélaga sem er til staðar.
Þjóðkirkjustofnunin ber þar mikla
ábyrgð.
Ég hef vissulega bent á ótrúverð-
ugleika þessa að fjórir milljarðar
króna eru árlega látnir streyma til
eins trúfélags af mörgum, undir yf-
irskyni jafnræðis. Slíkt stríðir gegn al-
mennri lýðræðisvitund og hæðir
kristna samfélagsvitund.
Að kæfa með stofnunarþunga
Forsvarsmönnum kirkjustofnunar-
innar ber auðvitað að bregðast mál-
efnalega við gagnrýni, ræða hana og
leita kristilegra lausna. Kristur hefur
kallað þá til þess. Kirkjustjórnin hefur
reynt að þegja málið í hel og einangra
gagnrýnandann. Það er háttur stórra
og þunglamalegra stofnana að setjast
yfir þau mál þar sem málstaðurinn er
veikur og kremja og kæfa hægt og ró-
lega með öllum sínum stofnanaþunga.
Síðan þegar vandamálið hverfur ekki,
þá lenda neikvæðu áhrifin á starfs-
mönnunum, pirrar þá og ergir. Þeir
rjúka til og kæra. Og þannig finnur
kirkjustjórnin sér enn eina und-
ankomuleiðina frá því að takast á við
vandann og axla ábyrgð.
Átta ríkislaunaða ákærendur mína
hef ég aldrei nefnt á nafn né heldur
vísað til þeirra í gagnrýni minni á rík-
iskirkjuna, hvað þá í sambandi við
réttindi samkynhneigðra.
Það að stofnun og hennar ytri um-
gjörð sé gagnrýnd þarf alls ekki að
fela það í sér að starfsmenn hennar
liggi allir persónulega undir ámælum.
Ég er boðberi tíðinda sem eru ákær-
endum mínum óþægileg. Þeirra við-
brögð eru þau að ráðast á boðberann í
stað þess að bregðast við boð-
skapnum. En mál þetta verður aldrei
skilið án eftirfarandi forsögu.
2001 – gullið og asninn
á kirkjuþingi
Fjölmiðlum var tilkynnt að nú ætti
að bjóða lúterskum fríkirkjum að
ganga inn í þjóðkirkjuna, gera þeim
tilboð sem ekki væri hægt að hafna.
Sá hugur sem að baki lá var allt
annað en kristilegur.
Það sem fyrir mönnum vakti var að
kirkjustofnunin fengi sjálf enn meira
fé frá ríki við inngöngu fríkirknanna.
Síðan eftir inngöngu ætti að vera
hægt að afmá öll sérkenni og aðdrátt-
arafl fríkirknanna. Peningasjónarmið
réðu.
Þar var talað um kristilegt grasrót-
arstarf af mikilli fyrirlitningu og háði.
Síra Geir Waage líkti fríkirkjufólki
við asna sem stendur hlaðinn gulli ut-
an við borgarmúrana. Prestar, pró-
fastar, biskupar sem prófessorar
ræddu þessi mál sín á milli. Fjallað
var um asna-líkingu Geirs og það
hvernig hægt væri að lokka asnann
(hinn almenna fríkirkjumann) inn fyr-
ir borgarmúrinn (þjóðkirkjustofn-
unina), ná gullinu af baki hans en
senda asnann síðan aftur út fyrir
borgarmúrinn þar sem hann ætti helst
heima. Nú virðist enginn af þeim
æðstu mönnum þjóðkirkjunnar sem
þar voru og tóku þátt í umræðunni
hafa fundið neitt að þessum líkingum
eða fundist þær ósæmilegar.
Umræðurnar opinbera brot kirkju-
þingsmanna á þeim ákærum sem
bornar eru á mig varðandi „skyldur
presta gagnvart starfssystkinum sín-
um“.
2002 – biskup á ríkislaunum
sendir umvöndunarbréf
„Það er ekkert til sem heitir „rík-
iskirkja“ á Íslandi. Það er engin rík-
iskirkja hér, þjóðkirkjan er ekki rík-
isrekin stofnun. Það er vel þekkt að
menn beiti fyrir sér orðaleppum í
áróðursskyni.“
Umvöndun biskups var svarað með
ítarlegu og vönduðu fimm blaðsíðna
bréfi þar sem guðfræðileg og söguleg
staða fríkirkjunnar var útskýrð. Það
bréf var skrifað af trúarlegri einlægni
og gleði þeirra sem skynjuðu Guðs
köllun þar sem söfnuðurinn fór ört
vaxandi. Í sakleysi væntum við hvatn-
ingar og uppörvunar frá biskupi. Þar
var einnig látinn í ljós einlægur fögn-
uður yfir því tækifæri að fá að eiga já-
kvæð samskipti og umræður við bisk-
up. Í niðurlagi bréfsins segir m.a.
„Fríkirkjan er ætíð reiðubúin að ræða
við biskup Íslands og einkum allt það
sem stuðlar að eflingu Guðs ríkis á
meðal manna.“
Karl Sigurbjörnsson biskup hefur
nú í fjögur og hálft ár látið sem hann
hafi ekki fengið þetta bréf. Svar bisk-
ups er köld og hávær þögn. Boð-
skapur Krists fjallar um kærleiksríkt
samfélag og samtal. Ég hef sjálfur
persónulega spurt biskup um móttöku
bréfsins sem hann kannaðist við að
hafa fengið og honum er fullvel kunn-
ugt um að Fríkirkjan hefur vænst
svars frá honum, nú á fimmta ár.
Svo til árlega hef ég skrifað greinar
í stærstu prentmiðla landsins þar sem
ég hef minnt á bréf þetta og það
hversu langur tími er liðinn.
2003 – formaður Prestafélags-
ins sendir kveðju
Þjóðkirkjuprestar voru hvattir til
að skrá sem flesta úr frjálsum kristn-
um trúfélögum inn í þjóðkirkjuna, svo
sem við fermingar. Formaður skrifaði
„…og getum þannig án efa fjölgað enn
hraðar í þjóðkirkjunni … Börn þess-
ara barna verða síðan skráð eftir trú-
félagi þeirra, þetta er snjóbolti sem er
fljótur að hlaða utan á sig. Bar-
áttukveðjur.“ Ástæðan fyrir þessari
herkvaðningu formannsins var ekki sú
að geta náð til enn fleiri með fagnaðar-
erindi Jesú Krists. Nei, hvatinn og
markmiðið var að fá fleiri stöðugildi
frá ríkinu, meiri pening og bætt kjara-
mál ríkispresta, umfram önnur trú-
félög. Svona hvatning væri skiljanleg
ef jafnræði væri með trúfélögum og að
prestafélaginu tilheyrðu einungis rík-
islaunaðir þjóðkirkjuprestar. En það
er fáránlega langt frá því að svo sé.
Fagmennska?
Prestafélagi Íslands er ætlað að
vera stéttarfélag, fagfélag og málsvari
íslenskra presta og efla stéttvísi og
samstarf. Hvað var gert við þessa bar-
áttuhvatningu formannsins um að
þjóðkirkjuprestar beittu sér gegn öðr-
um kristnum trúfélögum? Var brugð-
ist faglega við? Vék formaður sæti
meðan stjórnin fundaði? Var haft sam-
band við presta þessara „hinna trú-
félaga“ sem vissulega eru meðlimir í
P.Í. og reynt að ræða málin? Ekkert
af þessu var gert. Eftirfarandi bókun
var fljótlega send út til félagsmanna:
„Ummæli prests Fríkirkjunnar í
Reykjavík um presta þjóðkirkjunnar
rædd og eftirfarandi ályktun sam-
þykkt: Stjórn P.Í. þykir miður að um-
ræða á lokuðum póstlista skyldi vera
gerð opinber og harmar sömuleiðis al-
varlegar ásakanir fríkirkjuprests á
hendur þjóðkirkjuprestum í út-
varpspredikun…“
Skömmu síðar var ég útilokaður af
þessum samræðuvettvangi presta,
fyrir að segja frá. Að vísu var mér
hleypt inn aftur eftir að það komst í
fjölmiðla. En síðan hefur ný rás verið
búin til, þar sem ég er útilokaður og
ríkisprestar geta þar pukrað af sinni
stéttvísi og fagmennsku um dýrðir
ríkiskirkjunnar og það hvernig helst
megi fækka í frjálsum kristnum trú-
félögum, óáreittir.
2007 – Kompás 19. febrúar
Fjallað var faglega um stöðu trú-
félaga. Biskup var afar ósáttur við
þann þátt þó svo að hann hafi sjálfur
verið þar einna mest áberandi.
Aftur ritaði biskup harðort um-
vöndunarbréf. Reiðin leyndi sér ekki
og bréfin flugu í ýmsar áttir. Hann
fékk uppgefin heimilisföng allra í safn-
aðarráði Fríkirkjunnar og sendi bréf
heim til hvers og eins. Neðst á því
bréfi stóð „samrit sent presti Fríkirkj-
unnar í R.“. Það samrit sendi hann á
heimilisfang sem hefur ekki verið mitt
í allmörg ár. Allur annar kurteis-
ispóstur sem biskupsstofa sendir mér
ratar yfirleitt samdægurs. Biskupi er
kunnugt um að fyrir áratugum síðan
var ósætti milli prests og safn-
aðarstjórnar rétt eins og víða innan
þjóðkirkjunnar. Biskup óskaði eftir að
fá safnaðarráð til sín á fund án mín, til
að ræða sjónvarpsþáttinn. Safn-
aðarráð Fríkirkjunnar svaraði biskupi
og lýsti yfir fullum stuðningi við mig
og sagðist tilbúið að funda með bisk-
upi ásamt mér, til að ræða stöðu trú-
félaganna en ekki einhver stök um-
mæli. Rétt fyrir þann fundartíma sem
biskup lagði til, hringdi ritari hans til
að ítreka og fá staðfestingu á að ráðið
kæmi á óbreyttum forsendum, án mín.
Aftur lætur biskup sem hann hafi ekk-
ert bréf fengið. Ekkert varð af fundi.
Að svipta prest kjól og kalli
Siðanefnd PÍ er skipuð þrem
fulltrúum. Stjórn P.Í. skipar formann
og biskup skipar annan. Ef mín
meintu brot reynast mjög alvarleg
skal siðanefnd vísa málinu til stjórnar
PÍ og biskups! Í ljósi þess sem hér er
fram komið væri undirritaður þá í
slæmum málum. Formaður Presta-
félags Íslands finnur til valdsins þegar
haft er eftir honum að heimilt sé að
svipta menn kjól og kalli fyrir brot
gegn siðareglum.
Haft hefur verið eftir formanni
siðanefndar að ákærðir geti haft svona
mál hangandi yfir höfði sér í marga
mánuði og ef meint brot er alvarlegt
segir hann „það er ekki gott að fá á sig
slíkt álit og að það kærir sig enginn
um að fá á sig slíka umsögn“.
Nú hvarflar að mér sú hugsun, að í
ljósi þess hverjir að þessu standa, að
þá væri það illbærilegt, mannorðs
míns vegna og vegna minnar lútersku
kristni að fá léttvæga niðurstöðu frá
þessari siðanefnd. Allt er þetta á svo
lágu plani að það skaðar málstað
Krists. En „Hér stend ég. Ég get ekki
annað“.“
(Ákæru og bréfaskriftir sem vísað er í má
finna á frikirkjan.is)
Ákærður fyrir evangelískt
lúterskt athæfi
ÞAÐ er vor í lofti, það eru kosn-
ingar handan við hornið. Þá er
tímabært að líta yfir farinn veg og
hugleiða á hvaða
siglingu þjóð-
arskútan er. Hvern-
ig hefur þú það í
samfélaginu?
Hvernig hafa þínir
það? Hvað getur þú
gert fyrir sam-
félagið og hvað get-
ur samfélagið gert fyrir þig? Hvað
hefur vel verið gert og hvað má
gera betur?
Framsókn er miðjuflokkur sem
hefur lagt aðaláhersluna á vinnu –
vöxt – velferð. Það hefur skilað
þjóðinni atvinnu, miklum vexti og
góðri velferðarþjónustu. Við viljum
halda áfram á grænu ljósi og við
eigum fullt erindi við þjóðina með
hugsjón, hugmyndir og ný verkefni
að leiðarljósi. Nú er tækifærið að
halda þeirri góðu uppbyggingu á
velferðarkerfinu áfram sem þegar
hefur verið unnið að síðustu ár og
meira fjárhagslegt svigrúm er til
þess núna en nokkru sinni áður.
Ég hef starfað að málefnum fatl-
aðs fólks frá árinu 1999. Það er
mín hugsjón í stjórnmálum að
leggja hönd á plóg við að byggja
upp samfélag sem er betur sniðið
að öllum sínum þegnum. Samfélag
fyrir alla er mitt hjartans mál. Allt
það sem snýr að manneskjunni eru
mín mál, málefni fatlaðs fólks, aldr-
aðra, innflytjenda, barna, fjöl-
skyldna, samkynhneigðra og annað
sem snýr að manneskjunni í sam-
félaginu. Saman getum við byggt
upp samfélag sem gefur öllum
tækifæri og nýtur góðra krafta
hvers og eins. Það er mikilvægt að
samfélagið sé aðgengilegt öllum
sínum þegnum og þá má til dæmis
nefna manngert aðgengi eins og
byggingar en einnig aðgengi að
upplýsingum. Þetta er forsenda
þátttöku í samfélaginu sem er afar
mikilvæg. Þannig opnum við dyrn-
ar að margbreytileikanum með
ólíku fólki og ólíkri menningu.
Ég hef talsvert leitt hugann að
því að undanförnu hversu mikil
hlaup eru á okkur Íslendingum upp
til hópa og tel mikilvægt fyrir fólk
að líta til Norðurlandaþjóðanna
með það að skilja betur að vinnu og
einkalíf. Það er mikilvægt að skila
sínu starfi vel en leggja jafnframt
áherslu á einkalífið og fjölskylduna.
Þannig farnast okkur öllum betur.
Við framsóknarmenn höfum á
stefnuskrá okkar að lengja fæðing-
arorlof í 12 mánuði. Jú, það eru
heilmiklir fjármunir sem fara í það
en það er mjög góð fjárfesting.
Með því erum við að fjárfesta í
framtíðinni, í börnunum og einnig
að gera fjölskyldum betur kleift að
rækja sitt starf vel. Við þurfum að
leggja áherslu á þessi mannlegu
gildi. Okkur liggur oft svo mikið á
að vinna fyrir þeim miklu efnislegu
gæðum sem við sækjumst eftir að
það sem mikilvægast er, sem eru
hin andlegu gæði, lýtur í lægra
haldi. Það er mjög dýrmæt stund
að fara niður á tjörn og horfa á
svanina. Gæðastundir með börnum
okkar og öldruðum foreldrum til
dæmis eru stundir sem eru gulls
ígíldi. Sanna hamingju okkar og
velferð sköpum við með því að hlúa
að okkur, okkar fólki og samfélag-
inu í heild.
Kjósandi góður, ég hvet þig til að
hugsa vel málið og hugleiða framtíð
þína og þinna og merkja X við B
laugardaginn 12. maí. Ég og aðrir
frambjóðendur Framsóknar erum
tilbúin að vinna fyrir þig og leggja
mikið á okkur til að byggja betra
samfélag fyrir alla.
Hey þú
Eftir Kristbjörgu Þórisdóttur
Höfundur skipar 4. sæti Fram-
sóknar í Suðvesturkjördæmi
og starfar sem forstöðumaður
á sambýli á vegum SSR.