Morgunblaðið - 10.05.2007, Page 47

Morgunblaðið - 10.05.2007, Page 47
Góðar minningar fylla hugann og ylja. Kynni okkar Valdimars hófust fyrir tæpum 32 árum er við urðum samstarfsfélagar í lögreglunni í Kópavogi. Ég óharðnaður ungling- urinn að hefja störf og hann reynd- ur og sjóaður í faginu. Ég minnist með miklu þakklæti samstarfsára okkar, þar sem hann tók mig upp á arma sína, leiðbeindi mér og veitti ómetanlegan stuðning og skilning er ég var að fóta mig í nýju starfi. Með fjölskyldum okkar tókust kærleikar og vinátta er hald- ist hefur óslitið frá fyrsta degi er við kynntumst. Aldrei hefur fallið þar skuggi á. Áhugamál okkar Valdimars lágu jafnframt saman á mörgum sviðum og eftir starfslok hans nýttum við okkur Netið til samskipta þess á milli sem við heimsóttum hvor ann- an. Þegar erfið veikindi hans og flutningur á umönnunarstofnun fyr- ir norðan stöðvuðu tölvusamskipti okkar um stund, sá Valdimar sér leik á borði og fól dóttur sinni að hafa milligöngu um áframhaldandi tölvupóstsamskipti okkar. Tókst það með miklum ágætum. Valdimar var snilldar hagyrðing- ur og þekktur sem slíkur. Sam- starfsfélagar hans kynntust og fengu að njóta vísna- og ljóðasmíða hans, er hann við ólíklegustu tæki- færi tjáði sig í bundnu máli. Hann hafði þann sið öll þau ár sem við störfuðum saman að yrkja til mín vísu á afmælisdegi mínum. Til margra ára voru Valdimar og tengdamóðir mín þátttakendur í bridgestarfi aldraðra í Kópavogi og er hún féll frá heiðraði Valdimar minningu hennar með því að fá þátttakendur á næsta spiladegi til að rísa úr sætum. Slík var gæska hans. Valdimar var einstaklega hjartahlýr, kærleiksríkur og gef- andi persónuleiki, sem sárt verður saknað. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan og tryggan vin. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur. Elsku Kristrún, Sigrún og fjöl- skylda og aðrir ættingjar og vinir. Guð veiti ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning Valdimars Lár- ussonar. Minningin um góðan dreng lifir. Þröstur Elfar Hjörleifsson, Dýrborg Ragnarsdóttir. Valdimar Lárusson, lögreglu- varðstjóri og leikari, er látinn. Leiðir okkar Valdimars lágu sam- an er ég byrjaði í Kópavogslögregl- unni, þá 19 ára gamall, í maí 1976. Valdimar tók mjög vel á móti mér og með lotningu og virðingu sagði hann mér að hann hefði unnið með föður mínum, sem þá var látinn, Inga Ólafi Guðmundssyni og móður minni, Kristínu Kjartansdóttur, hjá Silla og Valda. Hann hafði reynst móður minni vel líkt og öllum sem hann átti sam- leið með. Það var allt svo gott við þennan mann. Ég man að það var spennandi að hafa hann nærri því að hann litaði vel upp á hversdags- leikann á lögreglunni. Hann vildi engum gera mein og kom fram við alla af virðingu. Hann var góður kennari fyrir þá sem voru að hefja störf. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir og var fastur á sínu. Hann vildi þjóðinni vel og hélt á lofti vel töluðu íslensku máli og mikill hag- yrðingur var hann. Það voru ófáar vísurnar sem urðu til á þessum ár- um og voru þær flestar skráðar í bók á lögreglustöðinni en bókin hlaut nafnið ,,Dísa“. Það eru gullmolar á vegi okkar á lífsleiðinni og Valdimar Lárusson var einn af stærri molunum. Með þessum fáu orðum vil ég koma á framfæri virðingu og þökk fyrir að hafa fengið að vera á lífsleið hans og hafa hann sem samstarfs- mann í nærri 15 ár. „Ég minnist þín um daga og dimmar nætur en mín hugarrós á leiði þínu grær.“ Ég votta Dúnu, Sigrúnu, fjöl- skyldu og vinum mína dýpstu sam- úð. Minning þín lifir, kæri vinur! Guðmundur Ingi Ingason. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 47 ✝ Una Bára Ólafs-dóttir fæddist á Kóngsbakka í Helgafellssveit 15. september 1911. Hún lést á Drop- laugarstöðum 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Jó- hannsson og Lára Rósa Loftsdóttir. Lára Rósa var ættuð af Snæfellsnesi, en Ólafur uppalinn á Seltjarnarnesi. Á fyrsta ári flutti Bára með foreldrum sínum til Reykja- víkur. Lára Rósa lést ásamt tveim- ur börnum sínum í spænsku veik- inni 1918. Ólst Bára eftir það upp hjá móðurömmu sinni Katrínu Gísladóttur. Eina eftirlifandi systkini hennar, Ingibjörg, ólst upp hjá föðurfólki á Seltjarnar- nesinu. Ólafur giftist aftur um ára- tug síðar Sigríði Magnúsdóttur. Eiginmaður Báru var Guð- mundur Guðmundsson frá Ísafirði, f. 16. september 1917, d. 4. nóv- ember 1968, sonur Guðmundar Magnússonar, sem var frá Kálfa- 1999, börn þeirra Þorvarður, Kristrún og Ástrós, áður átti Guð- rún Tómas Arnarson, síðari maður Guðni Þór Ólafsson; c) Guð- mundur, maki Lísbet Thomson, börn þeirra eru Una Dögg, sam- býlismaður Ómar Helenuson, dótt- ir þeirra Alexandra Líf, Magnús Ingi og Unnur María. d) Ásta Mar- grét, sonur hennar Noah Ralph Byrne, sambýlismaður Steve. Áður átti Magnús e) Halldóru Magn- úsdóttur, fyrri maður hennar var Jón Árnason, skildu, barn Grímur Jónsson, kvæntur Svönu Björk Hjartardóttur. Seinni maður Hall- dóru var Helgi Ragnarsson, nú skilin, þeirra börn eru Magnús og Helgi. Einnig á Magnús f) Bern- harð Laxdal, kona hans er Anna Björnsdóttir, börn: Daníel, Jóhann og Hildur. 3) Lára G. Nielsen, sam- býlismaður Sverrir Garðarsson, áður gift Thomas Goodreau, og Paul Nielsen, báðir látnir. Bára og Guðmundur höfðu þau komið sér upp eigin húsnæði á Langholtsvegi þar sem hún bjó lengi eftir að hann lést. Hún vann við ræstingar hjá Landsbankanum og síðar á saumastofu Landakots. Síðustu árin dvaldi hún á Drop- laugarstöðum. Útför Báru verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. vík í Ögurhreppi, og Guðrúnar Guð- mundsdóttur frá Ing- ólfsfirði í Árnes- hreppi. Bára og Guðmundur hófu bú- skap í Reykjavík 1932 og Guðmundur lauk námi við Sjó- mannaskólann og starfaði síðan á sjó. Börn þeirra eru þrjú: 1) Sigríður Erla (Edda), maður henn- ar var Ásgeir Ás- geirsson, nú látinn, börn þeirra a) Katrín, maki Guðmundur Ólason, börn Haukur, Guðmundur Óli og Guðný Edda, áður átti Katrín Ásgeir Pál Baldursson, b) Lára, maki Brandur Einarsson, börn þeirra eru Bára, Vigdís, Erla og Einar; og c) Hólm- fríður, börn Bjarni, Edda Björk, Lára Rósa og Jóhanna Katrín. 2) Magnús, maki: Ásta Gunn- arsdóttir. Þau skildu. Börn: a) Elín Bára, gift Þorsteini G. Indriðasyni, börn þeirra: Lára Margrét og Indriði Guðmundur; b) Guðrún Lára, fyrri maður hennar var Kristján Einar Þorvarðarson, d. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Hún var smávaxin, fíngerð, góð- leg, bara nákvæmlega eins og barnið gat hugsað sér góða ömmu. Margs er að minnast á þeirri göngu sem ég átti með henni. Hún var ein af þeim kon- um sem þjóðin stendur í þakkar- skuld við vegna þess að hún sinnti öllu því sem varðaði fjölskyldu henn- ar af þvílíkri natni að allir nutu vel, og skilaði sínu í alla staði nánast óað- finnanlega. Hún var ein af þeim kon- um sem gefa sér góðan tíma til að rækta garðinn sinn, fjölskylduna. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt var gert með kærleik og umhyggju fyrir þeim sem áttu að njóta. Margar stundir átti ég hjá henni á Langholtsveginum og ég er foreldr- um mínum þakklát fyrir að hafa látið eftir mér að fá oft að gista hjá ömmu. Nýstraujuð hvít léreftsrúmföt þann- ig að brakaði í þeim og hitapokinn settur undir sængina áður en ég fór í rúmið, þetta var svo notalegt að leggjast í drifhvítt og heitt rúmið. Grjónagrauturinn, pönnukökurnar eru mér ofarlega í huga og kalla fram vatn í munninn. Þegar ég hugsa til baka sit ég í eldhúsinu hjá ömmu og hún er að elda grautinn og smyrja brauðið og handbragðið svo fallegt, allt svo snyrtilegt hjá henni og svo mikil ást lögð í verkin og til þeirra sem nutu. Eins eru stundir þar sem við sitjum yfir saumavélinni, fótstig- in var hún og ég heyri hljóðið sem vélin gaf frá sér. Amma var að sauma föt á dúkkurnar mínar og allt lék í höndum hennar. Það liggja ekki eftir hana klukkustrengir eða annar útsaumur, heldur var saumað það sem hafði notagildi fyrir manneskj- una. Það er svo margs að minnast á kveðjustundu og það er svo gott að eiga góðar minningar um samveru við ömmu. Hún gaf mér svo margt og hún kenndi mér marga hluti, bæði um verklega þætti og góða fram- komu og góðar lífsreglur. Hún amma mín skipti aldrei skapi, hún hafði þægilega nærveru, fyrir það þakka ég nú. Edda, Lára og pabbi og fjölskyld- ur, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Ég og fjölskylda mín þökkum samfylgdina, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún Lára. Elsku amma, það er erfitt til þess að hugsa að þú sért farin frá okkur af þessari jörð, en það er góð tilfinning að vita að þú sért búin að fá hvíldina, eftir nokkur erfið ár í veikindum. Þú varst yndisleg og góð manneskja amma mín, það er margt sem ég lærði af þér og margt af því hef ég reynt að tileinka mér í lífinu. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa aftur í tímann. Það var alltaf svo gott að koma í heim- sókn til þín á Langholtsveginn og ófáar næturnar sem ég fékk að gista hjá þér, bæði sem barn og unglingur. Við áttum frábærar stundir saman, sátum inni í stofu og spjölluðum, spiluðum á spil, hlustuðum á plöt- urnar þínar og ræddum málin. Ekki spillti fyrir að veitingarnar voru eins og á fimm stjörnu hóteli. Ég fékk grjónagraut og smurt brauð, og þú fékkst þér einn lítinn vindil á meðan. Ég lét móðan mása og þú hlustaðir og hvattir mig til dáða. Þetta kunni lítill ömmustrákur vel að meta. Ég var stoltur þegar við Lisbeth eignuðumst fyrsta barnið okkar, og að fá samþykki þitt fyrir að gefa henni nafnið þitt, þú brostir, varst stolt og glöð. Fyrstu ár Unu Daggar varstu svo sannarlega hjálpleg við okkur, á áttræðisaldri stökkstu upp í strætó og komst til okkar á Reyni- melinn til að passa ömmustelpuna, þú vildir að við foreldrarnir stæðum okkur vel í vinnu. Við komum oft í heimsókn til þín með krakkana, mér fannst gaman þegar þú baðst mig þá að spila gömlu plöturnar. Þá vissi ég að við höfðum bæði notið þess, þegar ég var lítill strákur hjá þér. Góðar eru minningarnar sem við eigum þar sem þú varst mikið með okkur Lis- beth og krökkunum á stórhátíðum. Öll skemmtilegu fjölskylduboðin sem voru haldin hjá þér koma upp í hugann, þar komu allir saman og þá var glatt á hjalla, Lára frænka spil- aði á gítarinn og við sungum, spjöll- uðum og skemmtum okkur vel. Takk fyrir allt elsku amma mín, ég bið góðan guð að taka þig í faðm sér, ég þakka honum fyrir að hafa átt samleið með þér. Mig langar að lok- um að þakka starfsfólkinu á Drop- laugarstöðum fyrir alla þá góðu umönnun sem það veitti þér síðustu árin. Guðmundur Magnússon. Þegar mamma sagði mér að amma Bára væri látin hugsaði ég hlýtt til allra yndislegu minninganna sem hún gaf mér og hversu góð og gjaf- mild hún var. Það hlakkaði alltaf í mér að banka á hurðina og sjá móta fyrir ömmu í gegn um glerið þegar hún kom og opnaði, alltaf svo glöð að sjá okkur. Í boðunum hjá ömmu á Langholtsveginum var hún alltaf að snúast í kring um okkur, sækja hitt og þetta passa uppá að allir hefðu nóg af öllu. Svo stóð hún brosandi og naut þess að sjá börnin og barna- börnin skemmta sér og njóta sam- verunnar og allra veitinganna. Ef maður sá hana ekki þá var alltaf hægt að finna hana inní eldhúsi með litlu vindlana sína. Allar mínar bestu æskuminningar eru með ömmu Báru. Þegar ég fékk að lúlla hjá henni þá fékk ég að fara í freyðibað, eftir það fór ég í síðu hvítu nærfötin af afa Mumma upp í hvíta mjúka rúmið hennar með risa hvíta dún- sæng og kodda rétt eins og maður væri að kúra í skýjunum. Þá kom hún með heitt súkkulaði og bruður til að dýfa í, og eldgamlar íslenskar barnabækur sem voru eins og fjár- sjóður. Morguninn eftir vaknaði ég við ilminn úr eldhúsinu þar sem hún var að baka eitthvað handa mér. Flestar minningar á ég af ömmu Báru við gömlu saumavélina sína að búa til dúkkuföt handa mér og ekki má gleyma litlu boðunum okkar með litla bollastellinu mínu. Þá bjó hún til pínulitlar samlokur og setti mjólk í litlu bollana svo sátum við saman drukkum, flissuðum og töluðum um daginn og veginn. Um jól og á af- mælisdögum voru pakkarnir frá henni alltaf bestir. Þá fékk maður kassa með því er virtist endalaust af litlum gjöfum, dúkkum, hárspennum og öðrum gersemum fyrir litlar stelpurófur. Amma var gjafmild, fórnfús og góð kona, alltaf að hugsa um velferð annarra. Eitt sinn þegar ég var fimm eða sex ára var ég í strætó með henni, og var órólegur ölvaður mað- ur aftast í vagninum og þegar vagn- stjórinn opnaði hurðina datt hann út á götuna og lá þar á gangstéttinni. Flestir voru hræddir við hann en amma leiddi mig út úr vagninum, fór úr kápunni sinni og lagði hana á manninn til að hlýja honum. Svo gengum við tvær afganginn af leið- inni heim. Svona var hún gerð og þetta sé ég í pabba, hann er alveg eins og hún með þetta. Er ég eldist og þroskast kann ég að meta þau for- réttindi að hafa átt svona yndislega, umhyggjusama og góða ömmu. Glað- lega hugsa ég til þess að afi Mummi og amma Bára fá nú að njóta þess að vera saman á ný, heilbrigð á líkama og sál. Pabbi hefur alltaf hugsað svo vel um hana, og sérstaklega síðast- liðin ár var hann alltaf hjá henni ásamt Eddu, Láru frænku og öðrum fjölskyldumeðlimum. Pabbi er alveg einstakur, yndislegur maður og er augljóst hvaðan hann hefur það. Guðleg blessun sé yfir ömmu, undir henni og allt um kring. Elsku amma, hjartans þakkir fyrir samverustund- irnar, ég deili öllum þínum ástartöfr- um og minningum með honum Nóa mínum, og segi honum sögur af lang- ömmu Báru í sérstöku boði yfir litlu bollastelli. Ásta Margrét Magnúsdóttir. Bára mágkona mín er látin, 96 ára gömul. Dásamleg kona hefur kvatt. Þegar ég hugsa um Báru mína þá streyma fram minningar, ekkert nema ljúfar og góðar minningar. Bára var einstök kona. Dugnaður hennar, ósérhlífni og hjálpsemi í annarra garð voru meðal hennar eig- inleika. Bára var alltaf til staðar þeg- ar fólk þurfti aðstoð og hjálp. Og glaðlyndi hennar og jákvæðni var við brugðið. Foreldrum mínum var hún ein- stök tengdadóttir og við öll fjölskyld- an eigum henni mikið að þakka. Guð- mundur bróðir, eiginmaður Báru, var mikið á sjó og lést svo fyrir aldur fram. Hann varð aðeins 51 árs. Þá reyndi mikið á okkur öll en þó mest á Báru. Hún hélt vel utan um börnin sín og þeirra afkomendur. Bára var mikil hannyrðakona. Öll fallegu fötin sem hún saumaði á börnin og öll veggteppin, púðarnir og dúkarnir, sem hún gaf okkur öll- um í fjölskyldunni, voru yndislega falleg. Síðustu árin voru henni erfið, en börnin hugsuðu vel um hana og voru henni góð. Eftir að hún greindist með Alzheimer dvaldi hún á Drop- laugarstöðum þar sem vel var hugs- að um hana. Ég og allt mitt fólk sendum börn- um hennar og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning mætrar konu. Margrét Guðmundsdóttir. Una Bára Ólafsdóttir ✝ Hugljúfar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ELÍASAR JÓNS JÓNSSONAR, Smiðjustíg 2, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa lögreglumönnum og fulltrúum félagasamtaka fyrir þátttöku þeirra í útförinni. Oddbjörg Ögmundsdóttir, Jón Elíasson, Björg Ásdísardóttir, Lárus Elíasson, Ingibjörg Óðinsdóttir, Ingi Sturla Elíasson, Guðrún Benedikta Elíasdóttir, Kristján Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR EYFELD, Sóltúni, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudag- inn 3. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. maí kl. 15.00. Þórdís Eyfeld Pétursdóttir, Pétur F. Eyfeld, Guðbjörg E. Karlsdóttir, Njála Vídalín, Gísli Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.