Morgunblaðið - 10.05.2007, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.05.2007, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja frá Tannlæknafélagi Íslands Það er með sorg í huga sem við félagar í Tannlæknafélagi Íslands kveðjum einn af okkar farsælustu félögum. Gylfi Felixson tannlæknir lést nú í maíbyrjun eftir löng og ströng veik- indi. Gylfi var Reykvíkingur að upp- runa, lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands árið 1960 og Tannlæknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1966. Skólafélögum sínum var Gylfi góður og sannur vinur og leit- uðu margir til hans enda var hann úrræðagóður og farsæll maður. Gylfi var virkur í félagsmálum Tannlæknafélagsins og var m.a. í fé- lagsheimilisnefnd, skemmtinefnd og eins ritari stjórnar TFÍ. Gylfi sinnti starfi sínu af alúð og var vinsæll og vandvirkur tannlæknir og augljós- lega hefur starf hans þótt skemmti- legt og virðingarvert því tveir af sonum hans hafa fetað í fótspor föð- ur síns, þeir Oddgeir og Kjartan, en Oddgeir var meira að segja búinn með læknisfræði þegar hann áttaði sig á því að það fag sem faðir hans hafði gert að ævistarfi sínu var ekki svo galið. Ekki er hægt að minnast á Gylfa án þess að minnast eiginkonu hans, gæðakonunnar Jónhönnu Oddgeirsdóttur, sem flestir tann- læknar þekkja sem hana Hönnu í móttökunni á tannlæknadeildinni. Þau hjónin voru samhent við uppeldi barna sinna enda bera þau foreldr- um sínum fagurt vitni. Síðustu ár Gylfa einkenndust af miklum veik- indum og erfiðum meðferðum, en fjölskyldan stóð eins og klettur við hlið hans allt þar til yfir lauk. Tannlæknafélag Íslands vottar eiginkonu, börnum og barnabörnum innilegustu samúð. Minningin um góðan félaga lifir. Ingibjörg S. Benediktsdóttir, varaformaður. Sól rís, sól sezt. Það er skammt stórra högga á milli í okkar litla sundsamfélagi í Ár- bæjarlaug. Á fjórum árum höfum við séð af fjórum félögum og allir hafa þeir greinst með krabbamein Þegar Gylfi upplýsti okkur um þennan vágest ráðlagði hann okkur að fara í rannsókn, þar sem hann hafði aldrei kennt sér meins. Gylfi ræddi sín mál af æðruleysi, ég sem þessar línur skrifa þekkti Gylfa í u.þ.b. 40 ár og sá hann ekki skipta skapi, hann kunni bara að koma sínum skoðunum fram án æs- ings, það sem Gylfi sagði var þunga- vigt og menn virtu. Myndin sem tekin var af Gylfa ásamt Unni dóttur hans og yngsta sólargeisla afa, sólarhring eftir fæð- ingu hennar og fjórum dögum fyrir andlátið er sjálfsagt síðasta mynd af Gylfa, djúp og falleg minning sem fullvissar menn um að „The show must go on“ og eins og upphaf grein- arinnar segir „sól rís, sól sezt“ og texti Tómasar í kvæðinu Hótel Jörð segir allt sem segja þarf. Hægt væri að skrifa langt mál um kosti og drengskap Gylfa, þess ger- ist ekki þörf, því allir sem hann þekktu vita nákvæmlega hvern mann hann geymdi, fölskvalaus og hrekklaus en ákaflega einbeittur og fylginn sér. Elskulega fjölskylda, missir ykk- ar er mikill, en sorgin dvínar, minn- ing ykkar um sterkan og styrkan heimilisföður og eiginmann lifir. Svarthöfðar og sundfélagarnir. Þakklæti er okkur hjónum efst í huga þegar við kveðjum Gylfa Felix- Gylfi Felixson ✝ Gylfi Felixsonfæddist í Reykja- vík 22. september 1939. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 2. maí síð- astliðinn og var jarð- sunginn frá Árbæj- arkirkju 9. maí. son og lítum yfir far- inn veg. Þökkum fyrir að fá að hafa átt hann fyrir vin og nágranna í yfir fjörutíu ár. Fyrst lágu leiðir saman í Fylki þar sem Gylfi var farsæll formaður félagsins og minnumst er við Fylkismenn fögnuðum sigri heima hjá þeim hjónum Gylfa og Hönnu í Glæsibænum. Síðar tóku við skíða-, göngu- og golfferðir, bæði hér heima sem erlendis, þar sem Gylfi setti ætíð sterkan svip á hópinn með lífsgleði sinni og glettni. Við hjónin vorum svo lánsöm fyrir fimm árum er við ákváðum að byggja okkur sumarbústað austur að Flúðum að fá þau Gylfa og Hönnu til að slást með í för. Með því tengdumst við enn frek- ari vinaböndum, því betri granna er vart hægt að hugsa sér. Gylfi ætíð reiðubúinn að veita hjálparhönd eða góð ráð þegar eftir var leitað. Nú áttu að fara í hönd árin sem við höfð- um öll hlakkað til að fá að upplifa, en þá er svo snögglega öllu breytt og umturnað að aldrei verður samt eft- ir. Hann sem elskaði lífið og naut þess að sjá náttúruna lifna við að vori, fær ekki lengur að njóta. Þó svo að Gylfi vissi gjörla hvert stefndi síðustu vikurnar, hélt hann æðruleysi sínu og reisn til síðasta dags -vildi fylgjast með og gerði að gamni sínu sem fyrr. Elsku Hanna, við sendum þér og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur, um leið og við kveðjum okkar kæra vin. Hrefna og Ólafur. Það var glaður hópur sex ungra tannlækna, sem útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands á vordögum árið 1966, fimm karlar og ein kona. Nú kveðjum við þann fyrsta úr þessum hópi, Gylfa Fel- ixson, sem lézt 2. maí s.l. eftir bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Námi í Tannlæknadeildinni var þannig háttað eftir að nemar höfðu náð því stigi að vinna í munni sjúk- linga, að viðvera okkar var allan daginn á staðnum við tannfyllingar að morgni, tannsmíði og tannrétt- ingar eftir hádegi, auk þess sem við þurftum að vinna alla verklega þætti við tannsmíði og krónu- og brúar- gerð. Samveran var því löng og mikil og kynnin urðu náin og góð og hafa haldizt þannig í gegnum árin. Heim- ili þeirra Hönnu og Gylfa á náms- árunum var við Kaplaskjólsveg og þar var jafnan gott að koma. Að námi loknu var farið að huga að tóm- stundum. Meðal annars stigum við Gylfi okkar fyrstu spor í laxveiði, fyrst í Hítará svo í Miðfjarðará. Síðar varð golfið aðaláhugamál hjá Gylfa og Hönnu og voru þau ötul í golfferðum tannlækna og eftir að þau byggðu sér sumarhús austur á Flúðum þá var golfvöllurinn þar mikið notaður. Gylfi var fyrstur í hópnum til að opna eigin tannlækningastofu, á Hverfisgötu 37, strax eftir embætt- ispróf. Hafði hann frá upphafi nóg að gera ásamt félögum sínum. Síðar fluttu þeir stofurnar að Brautarholti 2 og að endingu opnaði Gylfi stofu ásamt Oddgeiri syni sínum og fleir- um í Síðumúla 28, þar sem hann vann meðan heilsa leyfði. Ég tel að Gylfi Felixson hafi verið farsæll maður í lífi og starfi með Hönnu sér við hlið, fríða og fínlega. Saman byggðu þau sér glæsileg heimili, sem Hanna annaðist með myndarbrag, eignuðust fjögur börn, þar sem tveir elstu synirnir, Odd- geir og Kjartan, fetuðu í fótspor föð- urins og gerðust tannlæknar. Svo er að sjá, að Hönnu hugnist einnig vel andrúmsloft tannlæknastofu því að hún hefur síðustu árin unnið hjá Tannlæknadeild Háskólans. Við kveðjum Gylfa Felixson, þökkum honum ljúfa og góða sam- veru og óskum honum velfarnaðar á þeirri braut, sem hann hefur nú lagt út á. Einnig sendum við Hönnu, börn- um hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gylfa Felix- sonar. Ólafur G. Karlsson. Það var glaðlegur hópur 6. bekk- inga sem gekk út í vorið síðasta kennsludaginn í Verslunarskóla Ís- lands 1960. Mynd er tekin og nítján piltar og fimm stúlkur brosa framan í vorsólina og hún á móti. Nokkrum strembnum lestrar- og prófvikum seinna er hópurinn með hvítar húfur þátttakandi í hefðbundnum hátíðar- höldum hins unga lýðveldis sem bíð- ur eftir nýjum árgangi verðandi hagfræðinga,viðskiptafræðinga, lög- fræðinga, tannlækna, lækna, verk- fræðinga, jarðfræðinga, presta, mál- fræðinga og sagnfræðinga, kennslufræðinga o.fl. Það verða fjörutíu og sjö ár í vor frá þessu vori allra vora, stúdentsvorinu okkar. Misjafnt hefur verið gefið og mis- jafnlega spilað á grænu borði lífs okkar skólasystkinanna, eins og gengur. Það stækkar nú skarðið sem höggvið hefur verið í hópinn. Gylfi Felixson er sá fimmti sem kveður. Á sex ára skólagöngu myndast margvísleg tengsl – vinahópar þeirra sem finna samkennd og fylgj- ast meira að en aðrir. Við Gylfi til- heyrðum einum slíkum sem allir héldu áfram til stúdentsprófs eftir fjórða bekk sem þá var ekki sjálf- sagt enda Verslunarskólapróf þá gjaldgeng og vel metin menntun. Og strákar fylgjast að í stelpuleit á þeim þráhyggjunnar árum þegar blóðið ólgar. Böllin í Versló voru góður vettvangur til kynna. Gylfi fann sína ást og ævifélaga meðal skólasystra í yngri bekk, Jóhönnu Oddgeirsdóttur – Hönnu – og þau fóru á fast. Um áramótin 1960 ákvað strákahópurinn að halda veglega matarveislu áður en farið væri á ára- mótaballið – en merkilegt nokk – á heimili Hönnu á Grenimel 16 því þar þótti hentug aðstaða sem boðin var fram með mikilli ánægju. Nokkuð bjó undir því þarna settu þau Hanna upp hringana áður en sest var til borðs. Þótti þar glæsimennið og prúðmennið Gylfi við hæfi kjörinnar fegurðardrottningar úr Versló! Það vildi til – og þó af nokkurri fyrirhyggju – að frænku Hönnu var boðið í þessa veislu. Sú bjó á neðri hæðinni á Grenimel 16. Eftir þetta kvöld gerðust tíðar ferðir sumra á Grenimelinn. Þær ferðir urðu okkur Gylfa jafn vel til fjár því þær frænk- ur, Hanna og Áslaug kona mín, eru gerðar af því efni sem enginn ærleg- ur maður lætur frá sér fara þegar einu sinni er í hendi. Þannig er lífs- þráðurinn spunninn. Og sést þegar á reynir hversu vel er kembt og tvinn- að. Þau Gylfi og Hanna eignuðust 4 börn, Oddgeir, Kjartan, Unni og Felix. Á tímum þar sem hver er sjálfum sér næstur og hjónabönd eru bundin og slitin eftir hentugleik- um hefur þessi fjölskylda og makar barnanna haldið þétt saman á alvör- ustundum lífsins. Gildismatið þeirra Hönnu og Gylfa skilar sér til afkom- enda. Í vikunni sem Gylfi lést kom 10. barnabarnið í heiminn, dóttir Unnar. Hún var með í hópnum þeg- ar afinn var kvaddur hinstu kveðju, til merkis um að líf tekur við af lífi og gleðin tekur við af sorginni. Og nú er komið að kveðjustund. Við Áslaug finnum fyrir vinarmiss- inum og minnumst liðinna samveru- stunda og hugurinn er hjá Hönnu. Við erum minnt á það hvað allir dag- ar eru orðnir dýrmætir. – Þeim þarf að lifa af kostgæfni. Vilhjálmur Lúðvíksson. Í dag er kvaddur heilsteyptur heiðursmaður, Gylfi Felixson tann- læknir. Þótt hann hafi undanfarið átt við alvarleg veikindi að stríða vonaði ég að hann fengi lengri tíma með okkur. Gylfi var eftirsóttur til starfa að margvíslegum málefnum vegna mannkosta sinna og reynslu og naut ég þess m.a. að starfa með honum í stjórn Tannlæknafélags Íslands. Kynntist ég þá vel hans mörgu kost- um. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum. Hann var alltaf ljúfur og kurteis og auk þess tillögugóður og fundvís á góðar lausnir sem hann setti ætíð fram á jákvæðan hátt. Gylfi tók einnig þátt í öðru fé- lagsstarfi og var m.a. formaður íþróttafélags síns, Fylkis, um tíma. Var hann enda mjög áhugasamur um líkamsþjálfun og stundaði skíða- íþróttina meðan heilsan leyfði. Sjúklingum sínum veitti hann góða þjónustu enda mjög vandaður og vinsæll. Var hann góð fyrirmynd sona sinna tveggja, Oddgeirs og Kjartans, sem hafa fetað í fótspor föður síns og eru tannlæknar. Það er mikil eftirsjá í Gylfa frænda mínum sem tannlækni en skarðið sem hefur myndast er stærst fyrir Jóhönnu og fjölskyld- una. Eftir situr minning um góðan dreng. Ég og fjölskylda mín sendum innilegar samúðarkveðjur um leið og við þökkum góð kynni. Magnús R. Gíslason. Mig langar að kveðja vin minn Gylfa Felixson með nokkrum orð- um. Það var í þá daga þegar þrjár ungar meyjar á Grenimel 14 og 16 voru að slá sér upp með flottum strákum, sem voru í sjötta bekk í Verzlunarskóla íslands. Eitt þessara para voru Hanna og Gylfi. Eftir stúdentspróf fór Gylfi á sjóinn um sumarið, en Hanna vann á Morg- unblaðinu og eignuðust þau sitt fyrsta barn Oddgeir þá um sumarið, hinn 18. ágúst 1960. Um haustið inn- ritaðist Gylfi í Tannlæknadeild Há- skóla íslands. Hanna og Gylfi gengu í það heilaga árið 1961. Þau byggðu sér bú á Kaplaskjólsvegi, og bjuggu þar í nokkur ár, en Gylfi útskrifaðist árið 1966. Síðar lá leiðin í Árbæj- arhverfi, þar sem þau byggðu sér glæsilegt einbýlishús að Glæsibæ 8. Þar var oft glatt á hjalla, enda hús- ráðendur góðir heim að sækja. Þar var einskonar félagsheimili unga fólksins. Gylfi var söngelskur mað- ur, söng með karlakórnum Stefni í fjöldamörg ár. Hann var góður á skíðum og var einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Fylkis í Ár- bænum. Gömlu dagarnir í Verzló koma upp í hugann, þegar við kveðjum blessaðan Gylfa. Nemendamótin voru aðalskemmtun vetrarins og svo auðvitað Peysufatadagurinn. Og þá var nú glampi í augum unga fólks- ins, mikið dansað, marserað og jafn- vel tjúttað, en það var fremur erfitt í peysufötunum. Hanna hélt svo áfram námi, fór í fimmta bekk með litla snáðann á brjósti og kláraði stúdentinn. Síðan fæddist þeim ann- ar sveinn, Kjartan, svo kom litla Unnur og síðast Felix. Barnabörnin orðin 11. Hanna og Gylfi voru mjög sam- hent hjón. Myndarleg í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Heimilið, garðurinn, sumarbústaðurinn, og svo voru það skíðin, sundið, golfið og göngugarpar voru þau einnig. Fyrir um þremur árum greindist Gylfi með krabbamein í ristli. Allt gekk vel í byrjun og með ólíkindum hvað meðferðin gekk að óskum. En svo kom að því að ekki varð aftur snúið. Einn kemur þá annar fer. Litla dam- an hennar Unnar yngsta barnabarn- ið, fæddist þremur sólarhringum áð- ur en Gylfi var allur. Hann beið. Og þegar hún var komin í heiminn og Unnur kom með hana á Líknar- deildina til að hann fengi að snerta litlu manneskjuna – eftir það gat hann tekið hvíldina. Ég vil bara þakka þér samfylgd- ina, elsku Gylfi. Ég skal passa Hönnu. Við munum styðja hvor aðra eins og alla tíð. Svo bið ég Guð að blessa fjölskylduna alla. Ingunn Jensdóttir. Þau eru mörg þakkarefnin í lífinu. Eitt þeirra er að eignast góða sam- ferðamenn og nágranna, er gera líf- ið sannara og betra og sem ævinlega má vænta hins besta af. Þessar hugrenningar bærast í barmi við fráfall Gylfa Felixsonar tannlæknis. Með honum er genginn einstaklega prúður maður, er féll frá fyrir aldur fram. Allir hinir fjöl- mörgu, er kynntust honum og áttu með honum samleið á lífsveginum, sakna nú góðs drengs og minnast með þakklæti kynna og samvista við hann. Kynni okkar Gylfa hófust í árs- byrjun 1971 er við ásamt börnum okkar fluttumst í Árbæjarhverfið í Glæsibæ 7. Gylfi og fjölskylda hans átti þá heimili beint á móti okkur í Glæsibæ 8. Þannig urðum við um rúmlega þriggja áratuga skeið næstu nágrannar. Það er dýrmætt að eiga góða ná- granna og við vorum svo lánsöm að eignast þá í Glæsibænum. Þar myndaðist hið ágætasta samfélag milli íbúa götunnar. Gylfi og fjöl- skylda hans átti ekki hvað sístan þátt í því, svo félagslyndur, jákvæð- ur og ljúfur maður, sem hann var. Það fékk engum dulist, að í Glæsibæ 8 var fyrirmyndarheimili, þar sem mannvænleg börn þeirra Gylfa og Jóhönnu ólust upp. Mjög oft höfðum við fjölskyldurnar samband og aldr- ei bar nokkurn skugga á það sam- félag á þessari löngu samleið í Glæsibænum. Gylfi var afar fær á fagsviði sínu og naut vinsælda af öllum, er til hans leituðu, enda var hann ævin- lega glaður og hress í bragði, greið- vikinn og uppörvandi. Það þykir víst ekki öllum þægilegt að leita til tann- læknis en Gylfi gerði þær áhyggjur manna að engu með hlýrri og traust- vekjandi framkomu sinni. Gylfi lét félagsmál Árbæjarhverf- is mjög til sín taka og var áhuga- maður um íþróttir. Var honum vel ljóst gildi íþróttaiðkana fyrir æsk- una og sjálfur var hann mikill úti- vistarmaður. Við í Glæsibænum söknuðum þeirra hjóna, er þau fyrir nokkrum árum fluttust upp í Seláshverfið. Og nú saknar Árbæjarhverfið allt mæts manns og áhugamanns um gott og heilbrigt mannlíf þar. Við þökkum honum heilshugar samvistir og samleið á lífsleiðinni og biðjum honum fararheilla inn í him- in Guðs. Blessuð og heiðruð sé minning Gylfa Felixsonar. Eiginkonu hans, börnum og fjöl- skyldum þeirra vottum við okkar dýpstu hluttekningu og samúð. Ásta og Guðmundur. Gylfi Felixson er látinn um aldur fram. Með honum er genginn einn minna bestu vina. Hann var prúð- menni sem vildi öllum gott gera og oft var stutt í húmorinn hjá honum. Gylfi og Jóhanna stunduðu golf- íþróttina og skíðamennsku af áhuga og dugnaði og fóru saman ásamt fjölskyldunni til Austurríkis á skíði um síðustu jól. Okkar kynni tengjast stofnun Íþróttafélagsins Fylkis (áður KSÁ). Á þeim vettvangi lagði Gylfi mikið til málanna í formi ómælds starfs sem hann vann bæði sem formaður félagsins og einnig sat hann í stjórn knattspyrnudeildar auk ýmissa ann- arra starfa sem hann gegndi af stakri fórnfýsi og prúðmennsku. Fylkir hefur misst einn sinna bestu manna og verður hans ætíð minnst með hlýhug og söknuði. Ég læt þetta nægja um störf þau sem hann vann fyrir Fylki. Þetta var ekki eina félagið sem við vorum tengdir, því að Gylfi söng í mörg ár í Karlakórnum Stefni. Þar áttum við margar ánægjustundir saman. Gylfi söng í 2. tenór og var mikil prýði að honum í röddinni. Hér eru honum færðar þakkar kveðjur kórmanna fyrir samstarfið í mörg ár. Að lokum vil ég geta þess að Gylfi barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm sem að lokum dró hann til dauða. Aldrei bugaðist hann í þess- ari baráttu og ætíð hitti maður fyrir hetju með jafnaðargeð. Ég sendi Jóhönnu og börnum ásamt barnabörnum og öðrum ætt- ingjum og vinum dýpstu samúðar- kveðjur og vona að minning um góð- an dreng verði þeim huggun harmi gegn. Far þú í friði, kæri vinur. Theódór Óskarsson.  Fleiri minningargreinar um Gylfa Felixson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu á næstu dögum. MINNINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.