Morgunblaðið - 10.05.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 51
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30.
Botsía kl. 10. Útskurðarnámskeið kl. 13.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16.30 handav. Kl.
9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9.30 Boccia. Kl.
10.30 helgistund. Kl. 11 leikfimi. Kl. 13.30 myndlist.
Bingó fellur niður á morgun.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl.
9.55. Rammavefnaður kl. 9.15. Málm- og silfur-
smíði kl. 9.30. Bókband kl. 13. Stólajóga kl. 17.15.
Jóga á dýnum kl. 18.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 handa-
vinna, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13
handavinna og Bridsdeild FEBK (tvímenningur),
kl. 18.15 jóga.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vorsýning kl. 14-
19 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Allir velkomnir.
Vatnsleikfimi kl. 13 í Mýri, karlaleikfimi kl. 13 og
Botsía kl. 14 í Ásgarði. Garðaberg lokað.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund,
umsj. sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Frá hádegi
vinnustofur opnar m.a. leiðsögn við myndlist, um-
sj. Nanna S. Baldursd. Kl. 14.20 kóræfing. Í kvöld
er leikhúsferð í Borgarleikhúsið á leikritið Ást,
sýning hefst kl. 20 lýkur um kl. 22. Uppl. á staðn-
um og s. 575-7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9-12.30 postulín. Kl. 10-11
botsía. Kl. 11-12 leikfimi. Kl. 12-12.30 hádeg-
ismatur. Kl. 14-16 félagsvist. Kl. 15 kaffi.
Hraunbær 105 | Kl. 12-14 verður sölukynning á
hinum vönduðu vörum Volare. Vörur fyrir bæði
konur og karla. Vörurnar eru afhentar á staðnum.
Hraunsel | Leikfimi kl. 11.20. Opið hús kl. 14.
Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl.
9-16. Boccia kl. 10-11. Félagsvist kl. 13.30, 1. og 2.
verðlaun, kaffi og meðlæti. Fótaaðgerðir, hár-
snyrting.
Hæðargarður 31 | Fjölbreytt félagsstarf. Kíktu í
kaffi og kynntu þér dagskrána. Fastir liðir eins og
venjulega. Tölvuleiðbeiningar þriðjud. og miðvi-
kud. kl. 13-15. Draumadísir og draumaprinsar í dag
kl. 14. Stjórnandi Hjördís Geirs. Allir velkomnir. S:
568-3132. asdis.skuladottir@reykjavik.is
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun föstudag er
sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og
Listasmiðja á Korpúlfsstöðum kl. 13.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverks- og
bókastofa kl. 9. Sögustund og léttar æfingar kl.
10.30. Boccia, karlaklúbbur kl. 10.30. Boccía,
kvennaklúbbur kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30.
Bingó kl. 15. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 10 boccia, kl. 9-12
leirvinna, kl. 9-16.30 opin vinnustofa, kl. 13-16 leir-
vinna.
SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður
laugardaginn 12. maí í Ásgarði Stangarhyl 4. Vist-
in hefst kl. 20. Kiddi Bjarna leikur fyrir dansi.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30-12,
bókband kl. 9-13, morgunstund kl. 9.30, gler-
skurður kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13-16.30.
Hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofa opnar, handa-
vinnustofa lokuð vegna vorsýningar sem verður
um helgina. Komið og kynnið ykkur starfið og
skoðið fallegt handverk.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera.
Kl. 13 opinn salurinn. Kl. 13.15-14 leikfimi.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl.
12. Léttur hádegisverður á eftir.
Akureyrarkirkja | Aðalfundur Kvenfélags Akur-
eyrarkirkju kl. 19.30.
Áskirkja | Kl. 10-12 foreldramorgunn í umsjá Jó-
hönnu og Tinnu. Ferð í húsdýragarðinn. Kl. 17
klúbbur 8-9 ára barna og kl. 18 TTT-starfið í
umsjá Laufeyjar Fríðu og Guðrúnar Höllu. Dag-
skrá: Útileikir.
Bústaðakirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Sam-
verustund fyrir foreldra og börn þeirra. Boðið upp
á hressingu á vægu verði í vinalegu og eflandi
umhverfi kirkjunnar. Láttu sjá þig.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Foreldra-
morgunn kl. 10 í fræðslusal, lokafundur. Bæna-
stund kl. 12. Barnastarf 6-9 ára kl. 17.15, loka-
fundur. Unglingastarf fyrir 13 ára kl. 19.30-21.30,
lokafundur. www.digraneskirkja.is
Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin öll fimmtu-
dagskvöld kl. 20-22. Komið og njótið kyrrðar-
innar, takið þátt í bænastund kl. 21 eða 22. Kveik-
ið á kerti og leggið fram bænarefni. Allir vel-
komnir.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12.
Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss
konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og
brauð fyrir börnin. TTT fyrir börn 10-12 ára í
Víkurskóla kl. 17-18.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur,
íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Laugarneskirkja | Kl. 12 kyrrðarstund. Gunnar
Gunnarsson leikur ljúfa tóna á orgelið. Sigurbjörn
Þorkelsson framkvæmdastjóri og meðhjálpari
kirkjunnar les orð úr Biblíunni, íhugar textann
stutta stund og leiðir fyrirbænir við altarið. Máltíð
í boði í safnaðarheimilinu á eftir. Allir velkomnir.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar-og fyrir-
bænastund kl. 21. Tekið er við bænarefnum af
prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stund-
arinnar.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sín-
um að kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með tveggja
daga fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynningum og/
eða nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í síma
569 1100, senda tilkynningu og
mynd á netfangið ritstjorn-
@mbl.is, eða senda tilkynningu og
mynd í gegnum vefsíðu Morg-
unblaðsins, www.mbl.is, og velja
liðinn „Senda inn efni“. Einnig er
hægt að senda vélritaða tilkynn-
ingu og mynd í pósti. Bréfið skal
stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 10. maí, 130. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.)
Úlfar Hauksson aðjúnkt í stjórn-málafræði við Háskóla Íslands helduropinn fyrirlestur í Þjóðminjasafninu ídag kl. 12.15. Yfirskrift fyrirlestrarins
er Lýðræði í ljósi hnattvæðingar.
„Í auknum mæli eru hin sígildu hugtök um
lýðræði, fullveldi og þjóðríki að þróast og sýnist
sitt hverjum um stöðu lýðræðisins á tímum
hnattvæðingar,“ segir Úlfar. „Þó þjóðríkið sé að-
algerandinn í alþjóðakerfinu virðist vægi þess
fara minnkandi og dregið hefur úr hefðbundinni
lagahyggju kringum fullveldið. Þar sem fullveldi
og þjóðríki hafa verið nátengd lýðræðishugtakinu
allt frá frönsku byltingunni hljóta að vakna
spurningar hvort og hvernig lýðræðishugtakið er
að þróast og hvernig því muni reiða af.“
Úlfar bendir á að virkt lýðræði eins og það
birtist á vesturlöndum sé frekar ungt og ómótað:
„Tiltölulega fá ríki hafa búið við stöðugt lýðræði
og fullyrða má að lýðræði er enn í þróun og eng-
in ein rétt skilgreining á merkingu hugtaksins er
til. Það er t.d. spurning hvort raunhæft sé að
gera sömu kröfur til lýðræðisins á alþjóðavett-
vangi og við gerum innan þjóðríkisins, s.s. hvað
varðar framsal á valdi til kjörinna fulltrúa og
taumhalds- og eftirlitshlutverk þeirra sem fram-
selja valdið,“ segir Úlfar. Í fyrirlestrinum ætlar
Úlfar að bera saman kenningu um fulltrúa og
umbjóðendur annars vegar og svokallaða lög-
mætiskenningu hins vegar: „Sú fyrri leggur
mikla áherslu á þingræðishefðina og bein tengsl
kjósenda og fulltrúa þeirra. Sú síðari gerir minni
kröfur um formleg tengsl, en leggur þess í stað
áherslu á lögmæti fulltrúa og að þeir starfi innan
afmarkaðs lagaramma,“ segir Úlfar. „Evrópu-
sambandið er dæmi um svæðisbundin samtök
sem hafa gengið hvað lengst í tilraunum til að
þróa lýðræði og ákvarðanatökuferla utan þjóð-
ríkisins. Þar birtist t.d. annars vegar Evr-
ópuþingið þar sem finna má bein tengsl fulltrúa
við kjósendur, þar sem þingmenn eru kosnir
beinni kosningu. Hins vegar hefur fram-
kvæmdastjórnin óljósara umboð en vinnur eftir
fastmótuðum reglum og skýrt afmörkuðu vald-
sviði og samkvæmt kenningunni nýtur hún lög-
mætis svo framarlega að hún fari ekki út fyrir
valdsvið sitt.“
Úlfar segir vandasamt að spá fyrir um hvernig
lýðræðið muni þróast: „Ég sé þó fyrir mér að
lagskipting muni aukast, þannig að ákvarð-
anataka á ýmum sviðum færist í auknum mæli til
lægri stjórnsýslustiga innan þjóðríkisins. Evr-
ópusambandið verður þriðja eða jafnvel fjórða
lagið í stjórnskipan aðildarríkja en skýr laga-
rammi mun tryggja lögmæti þess. Uppbyggingin
verður flókin en markmiðið er að ná fram mála-
miðlun milli hugsjóna um lýðræðislegt umboð,
lögmæti og skilvirkni,“ segir Úlfar.
Stjórnmálafræði | Opinn fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í dag kl. 12.15
Lýðræði í ljósi hnattvæðingar
Úlfar Hauksson fæddist á
Akureyri 1966. Hann lauk
námi í vélfræði frá Vélskóla
Íslands 1992, stúdentsprófi af
raungreinadeild VMA 1994,
B.A. í stjórnmálafræði frá
Háskóla Íslands 1999, M.A. í
evrópufræðum 2000 frá Kaþ-
ólska háskólanum í Leuven í
Belgíu og leggur nú stund á
doktorsnám við HÍ. Úlfar var lengi vel háseti og
vélstjóri á togurum en hefur frá árinu 2000
kennt stjórnmálafræði við HÍ og verið aðjúnkt
frá 2004. Úlfar er í sambúð með Kristjönu Stellu
Blöndal doktorsnema. Hann á tvær dætur og tvö
stjúpbörn.
Tónlist
DOMO Bar | OC/DC Kvartettinn.
Hljómsveitin hefur unnið í meist-
araverkum Ornette Coleman, en
hann er einn af helstu frum-
kvöðlum „Free Jazz“ tónlistar-
innar. Steinar Siguðarson, Alto
Sax, Snorri Sigurðarson, vasa-
trompet, Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson, kontrabassi, Matt-
hías MD Hemstock, trommur.
Mannfagnaður
Slysavarnadeildin Hraunprýði |
Kaffisala Svdk.Hraunprýði Hafn-
arfirði. Hin árlega kaffisala verður
föstud. 11. maí í safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju kl. 15-20.
Hvetjum alla til að mæta og
styrkja gott málefni. Nú byggjum
við Björgunarmiðstöð í Hafnar-
firði. Pantanasími er 692–3129 og
netfang stinag@internet.is
Myndlist
Listasafn ASÍ | Fimm norrænir
textíllistamenn og ítalskt tón-
skáld stilla saman strengi sína.
Þau sem standa að sýningunni
heita Agneta Hobin, Anna Þóra
Karlsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir,
Kristiina Wiherheimo, Marianne
Mannsaker og Paola Livorsi. Sýn-
ingin er opin alla daga nema
mánudaga kl. 13-17 og aðgangur
er ókeypis.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn
| Steindir gluggar eftir Gerði
Helgadóttur úr þýskri kirkju,
barnateikningar af heimsþekktri
fegurðardrottningu eftir Barböru
Árnason og fleiri athyglisverð
verk. Allir velkomnir. Ókeypis að-
gangur. Safnbúð og kaffistofa. Op-
ið kl. 11-17.
Skemmtanir
NASA | DJ Páll Óskar ætlar að
halda Eurovision partí á Nasa,
fimmta árið í röð, og spilar bestu
Eurovision lög allra tíma, alla
nóttina. Sérstakir gestir hans
þetta kvöld eru: Selma Björns,
Silvía Nótt, Friðrik Ómar, Helga
Möller, Pálmi Gunnarsson og fleiri.
Fyrirlestrar og fundir
Nordica Hótel | Kl. 9-12. Paul
Feldwick mun flytja fyrirlestur á
námstefnu Samtaka auglýsenda
og Birtingahússins um hvað hafi
verið rangt við auglýsingagerð
síðastliðin 50 ár og hvernig bæta
má árangur auglýsingaherferða.
Skráning á sau.is.
Fréttir og tilkynningar
Neistinn styrktarfélag hjart-
veikrabarna | Aðalfundur Neist-
ans verður haldinn 24. maí að
Síðumúla 6 kl. 20. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundastörf.
SAPPOS, sem rekur í dag tvær lág-
vöruverðs-skóverslanir í Garðabæ
og á Akureyri, hefur ákveðið að
styrkja samtökin Vímulausa æsku
með hluta af sölu í verslunum sín-
um. Af heildarsölu Sappos síðustu
helgar og þeirrar næstu munu
renna 10% til samtakanna og er
styrknum sérstaklega ætlað að
styðja sjálfsstyrkingarnámskeiðin
sem ætluð eru ungmennum á aldr-
inum 10-17 ára.
Í tilkynningu segir að verslanir
Sappos hafi skófatnað fyrir alla
fjölskylduna. Því sé tilvalið að
styðja við bakið á foreldra-
samtökum eins og Vímulausri
æsku.
Vímulaus æska / Foreldrahús
hafa staðið fyrir fjölbreyttu for-
varna- og vímuvarnastarfi síðan
1986. Vefsíða samtakanna er
www.vimulaus.is.
Skóverslun styrk-
ir Vímulausa æsku
FRÉTTIR
Í umfjöllun Morgunblaðsins um et-
anól á bls. 12 í gær kom fram að gal-
lonið á bandarískum bensínstöðvum
samsvaraði 4,54 lítrum. Hið rétta er
að bandarískt gallon jafngildir 3,78
lítrum, breskt 4,54 lítrum. Endur-
skoða þarf því tölur um lítramagn í
greininni með hliðsjón af þessu.
LEIÐRÉTT
Bandarískt gallon
Skartgripir
Fjallkonunnar
Reynomatic
Café Mílanó
Gó› rá› og gagnlegar
uppl‡singar um heita vatni›
www.stillumhitann.is
Inniheldur 22 valin bætiefni,
12 vítamín og 10 steinefni.
Reuters
STARFSMAÐUR Puerto Vallarta dýragarðsins
heldur á 20 daga gömlum tígrisdýrum í Jalisco-
héraði í vesturhluta Mexíkó á þriðjudaginn.
Litlar kisur