Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 59 www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Lives of Others kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára Next kl. 10.15 B.i. 14 ára Mýrin 2 fyrir 1 kl. 5.40 - 8 B.i. 12 ára Köld slóð 2 fyrir 1 kl. 5.50 - 8 B.i. 12 ára Sunshine kl. 10.20 B.i. 16 ára Hot Fuzz kl. 5.40 - 10.10 B.i. 16 ára Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára M A R K W A H L B E R G eeee SV, MBL eee MMJ, Kvikmyndir.com eee LIB Topp5.is SPRENG- HLÆGILEG MYND FRÁ BEN STILLER Fór beint á toppin í USA SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFNVEL SAMAN! eee S.V. - MBL MÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY" FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS Sýnd kl. 4, 7 og 10-POWERSÝNING B.i. 10 ára -bara lúxus Sími 553 2075 10 V.I.J. Blaðið SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI? 2 fyr ir 1 2 fyr ir 1 Heimavöllur íslenskra kvikmyndagerðar www.laugarasbio.is eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is 15.000 MANNS Á AÐEINS 3 DÖGUM! Sýnd kl. 6 Ísl. tal eeee „Afbragðs spennumynd sem allir ættu að sjá.“  K. H. H., FBL eeeee „Ómissandi kvikmyndaperla!“  S.V., MBL eeee „Einstök mynd sem enginn má misssa af!“  KVIKMYNDIR.COM ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. faste ignasal i Opið hús í dag milli kl. 17 og 19 Þórsgata 17 - Glæsileg eign Afar glæsileg og vönduð 92,9 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Þar af er ca 30 fm rými í kjallara. Íbúðin er öll nýtekin í gegn. Vönduð eldhúsinnrétting með granítborðplötu. Falleg halogenlýsing í loftum. Glæsilegt flísalagt baðherb. m/sturtuklefa. Hvíttað eikarparket á gólfum, fallegar flísar á forstofu og baði. Góðir skápar. Glæsileg og björt eign í 101 Reykjavík sem vert er að skoða. Verð 20,9 millj. Rósa og Kristján taka á móti gestum milli kl. 17 og 19 í dag. Fyrir fáeinum árum fóru aðbærast í brjósti mér tilfinn-ingar sem ég átti ekki von á að myndu læðast þar inn. Aldrei nokkurn tímann. Ég var allt í einu farinn að sjá kassettuna – þessa hornreku tónlistarmiðlanna; þetta ræfilslega, ómerkilega form – í róm- antísku ljósi. Ég var farinn að gjóa mildum augum í átt að þeim í Kola- portinu, þar sem þær lágu saman illa hirtar á tvist og bast í bleikum þvottabala. Einhverra hluta vegna var ég nú farinn að handleika þær af áhuga, jafnvel strjúka þeim varlega líkt og um vínylplötu væri að ræða. Ég uppgötvaði enn fremur að ég hafði aldrei leitt hugann sérstaklega að þessu formi. Í öll þessi ár hefur maður haldið innblásnar, tár- stokknar ræður um ástina sína, víny- linn, og hatast í viðlíka vígamóð út í helvítis geisladiskinn. Kassettan var hins vegar aldrei rædd neitt sér- staklega. Hún bara var þarna ein- hvers staðar, afskipt. Þar til nú. Mér finnst kassettan í dag … kúl.    Það er einkennilegt að maðurskuli hafa tekið hana sem svo sjálfsagðan hlut. Eða hvað? Kassett- an var í raun alltaf meira svona praktískt tól en vínyllinn getur verið listform í sjálfu sér. Maður kaupir oft vínyl ef pakkningin er flott, skurðurinn á plötunni góður, þykkt- in/þyngdin á plötunni væn o.s.frv. Þetta er allt burtséð frá sjálfu inni- haldinu. Og ástæðan fyrir öllu hatr- inu í garð geisladiskanna er sú, að þeim var ætlað að leysa vínylplötuna af hólmi. Þessum köldu, dauðyfl- islegu, smágerðu plasthylkjum var í alvörunni ætlað að koma í stað vín- ylplötunnar mjúku og yndislegu! Litlu kassettunni var ekkert blandað í þann slag. Notagildi kassettunnar var þó í raun mun meira en vínylsins ef út í það er farið. Líkt og með æpoddinn (spilastokkinn, tónhlöðuna) í dag hlustaði maður á tónlist í bílnum fyr- ir tilstuðlan hennar. Þá var hægt var að fara í göngutúra með „Walk- manninn“, spila kassettuna svo í tjaldferðalaginu með hjálp „Gettó- blasters“ og að maður tali ekki um hversu vel hún fór í vasa. Þá var al- gert lykilatriði að maður gat búið til eigin spólur, með því að taka upp úr útvarpinu eða þá afrita af öðrum kassettum eða formum. Menn skipt- ust á spólum á milli landa og heilu tónlistarsenurnar voru ræktaðar og þeim haldið gangandi með þeim hætti. Ungsveitir gáfu þá út sín fyrstu verk á þessu formi, nokkuð sem er gert í dag með skrifuðum geisladiskum eða þá einfaldlega með myspace. Fjögur lög inn á myspace- setrið, og vessgú, fyrsta stuttskífan þín er „komin út“.    Þegar „kassettudagarnir“ erurifjaðir upp minnist maður ým- issa handbragða sem verða gleymd innan einhverra áratuga, svona eins og með íslenskar hannyrðir. Þið munið hvernig maður þurfti að strekkja á slöknuðu bandi með því að stinga blýanti inn í annað hjólið og spenna svo. Sumir voru jafnvel orðnir hámenntaðir í því að skrúfa ónýtar snældur í sundur og lagfæra þær þannig. Svo þurfti að spóla aft- ur á bak, og áfram, og aftur á bak og áfram til að finna réttu lögin. Þetta form var sumpart fyrir þá alla hörð- ustu, þá sem voru reiðubúnir að eyða tíma og orku í tónlistina. Svo voru það kóperingarnar, bæði á tölvuleikjum og tónlist. „Rec“- takkinn á græjunum mínum brotn- aði undan álaginu, þannig að prjónn var brúkaður til þess arna í mörg ár. Já, eftir á að hyggja eyddi maður heilmiklum tíma með blessaðri kass- ettunni, án þess að leiða hugann neitt sérstaklega að henni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur …    … því að nú berast þær fréttir að þetta form sé endanlega á leiðinni út. Framleiðslu hætt, líkt og með Volkswagen-bjölluna. Fréttir þessa efnis hafa reyndar poppað upp við og við undanfarin ár en í nýlegu NME kemur fram að raftækja- og plötuverslanir eru hættar að panta kassetturnar og því er auk þess spáð að framleiðslu á segulbandstækjum verði hætt innan tíðar. Grein þessi er því skrifuð með netta sorg í hjarta. Og ég þykist vita, að fleirum er svipað innanbrjósts. Kassettan er dauð … lengi lifi kassettan!!! Kassettan er dáin (snökt, snökt …) Einu sinni var... „Menn skiptust á spólum á milli landa og heilu tónlist- arsenurnar voru ræktaðar og þeim haldið gangandi með þeim hætti.“ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Þið munið hvernigmaður þurfti að strekkja á slöknuðu bandi með því að stinga blýanti inn í annað hjólið og spenna svo arnart@mbl.is Flottir Hljómsveitin New Kids On The Block kom m.a. út á kassettu undir lok níunda áratugarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.