Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIÐSTJÓRN Bandalags há- skólamanna var- ar eindregið við því að auglýsingaskylda starfa verði afnumin innan Stjórnarráðs Íslands. Miðstjórnin telur ekki að nein rök sé hægt að færa fyrir því að gefa stjórnarráðinu þessa sér- stöðu og telur jafnframt hættu á að þetta verði fyrsta skrefið til að af- nema auglýsingaskyldu vegna starfa hjá hinu opinbera almennt. Miðstjórn BHM bendir enn- fremur á að þessi ráðstöfun gangi þvert á þá þróun sem stefnt hefur verið að varðandi gegnsæi í stjórn- sýslu á Íslandi og lýsir undrun sinni á að reynt sé að færa klukkuna aft- ur á bak á þennan hátt. Auglýsingaskylda verði ekki afnumin SAMTÖK móðurmálskennara veittu á nýafstöðnum vorfundi sín- um þremur aðilum viðurkenning- arskjal fyrir eftirtektarverða mál- notkun. Hljómsveitin Baggalútur og innréttinga- og trésmíðaþjón- ustan Við og Við sf. fengu viður- kenningu „fyrir skapandi og skemmtilega málnotkun“ og Karl Th. Birgisson, stjórnandi útvarps- þáttarins Orð skulu standa, á Rás 1, fékk viðurkenningu ,,fyrir að halda íslensku máli á lofti og fara vel með það“, eins og segir í umsögn um verðlaunahafa. Að sögn Höllu Kjartansdóttur, stjórnarmanns í Samtökum móður- málskennara, er þetta nýbreytni hjá samtökunum, en stefnt sé að því að gera viðurkenninguna að árleg- um viðburði. Segir hún mikilvægt að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja jafnt einstaklinga, fyrirtæki, fjölmiðlafólk og hljóm- sveitir til að veðja á íslenskuna. „Við móðurmálskennarar stöndum í eldlínunni alla daga við að varð- veita málið. En tungumálið á ekki að verða einhvern safngripur, það þarf að vera sívirkt, skapandi og frjótt.“ Verðlauna skapandi mál MENNTARÁÐ Reykjavíkurborgar gekk frá ráðningu tveggja skóla- stjóra á fundi sínum 4. júní. Krist- ín Jóhannesdóttir var ráðin skóla- stjóri í Fellaskóla og Björn Ottesen Pétursson skólastjóri í Melaskóla. Nýir skólastjórar ÞEGAR vetrarstarfinu er lokið í flestum skólum eru nemendur í Menntaskólanum Hraðbraut enn á fullu við nám en eru samt þreyttir á sólarleysi. Þeir tóku til sinna ráða, skemmtinefnd hengdi upp sól og einhverjir nemendur og starfsmenn mættu í sumarfötum! Hengdu upp sól í Hraðbraut Sól á lofti Glaðbeittir nemendur. LUNGNAÞEMBA er ekki eini sjúk- dómurinn sem reykingakonur eiga frekar á hættu að fá en karlar. Spurð um nýlegar frétt- ir þess efnis að fleiri íslenskar konur á fimm- tugsaldri greinist með lungnateppu en karlar á sama aldri bendir Bára Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri tóbaksvarna Lýð- heilsustöðvar, á að það séu fleiri sjúkdómar tengdir reykingum sem konum er hættara við að fá en körl- um. Sem dæmi megi nefna krans- æðastíflu og einnig að nýgengi lungnakrabbameins á Íslandi hafi staðið í stað hjá konum á síðustu ár- um meðan það hafi lækkað lítillega meðal karla en 80-90% allra lungna- krabbameina orsakist af reykingum. Bára nefnir líka að dauðsföllum karla í Evrópu af völdum reykinga fari fækkandi en það sama sé ekki hægt að segja um konurnar. Muninn megi hugsanlega skýra með því að sé horft yfir þróun reykinga yfir lengri tíma hafi konur byrjað seinna að reykja en karlar og því hafi þeir náð hámarkinu fyrr, eða „toppað“, en konur sem hafi reykt í áratugi séu að veikjast núna. Þá staðreynd að ís- lenskar konur fái frekar lungna- teppu en hinar erlendu telur Bára mega skýra með því að reykingar urðu fyrr almennari meðal kvenna hér en annars staðar í V-Evrópu. Góðu fréttirnar séu þó þær að reyk- ingakonum fari sífellt fækkandi hér á landi og síðastliðin sex ár hafi kon- ur reykt minna en karlar. Spurð hvort tískubylgja sé að ganga yfir hvað reykingar varði seg- ist Bára ekki halda að svo sé. Hún bendir þó á að sú umræða sé alltaf í gangi hjá konum hvort þær fitni hætti þær að reykja, en skv. nýlegri, íslenskri rannsókn á barnshafandi konum hafi það komið í ljós að þær fitnuðu ekki meira en vanalega við að hætta. Það sé þó mikið áhyggjuefni hve fáar konur hætti að reykja á meðgöngu. 13% barnshafandi kvenna reyki en í heildina reyki um 17% íslenskra kvenna. Aðstoð ábótavant Þó að Íslendingar standi sig einna best Evrópulandanna í tóbaksvörn- um þá eru þeir ekki nógu góðir í að veita aðstoð við að hætta að reykja, segir Bára. „Ef við horfum á nokkra þætti í tóbaksvörnum þá erum við með auglýsingabann, hátt verð, merkingar á tóbaksvörum og nú reykingabann en þegar kemur að því að veita aðstoð við að hætta að reykja þá mættum við standa okkur betur. Slík þjónusta og hjálp er ekki nógu aðgengileg og margir þurfa á henni að halda.“ Það sé þó ánægju- efni að síðan 1991 hafi reykingafólki fækkað um rúm 35%. Lungnateppa ekki eina hættan Bára Sigurjónsdóttir Í HNOTSKURN »Reykingar kostuðu ís-lenskt samfélag 26-27 milljarða árið 2005. »80-90% tilfella lungna-krabbameins og lungna- þembu orsakast af reykingum. »Árlega látast rúmlega 400Íslendingar af völdum reykinga. »13% barnshafandi kvennareykja en í heildina reykja um 17% íslenskra kvenna. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is STERKASTA röksemdin fyrir rekstri Ríkisútvarpsins er að tryggja lýðræði og margræði í land- inu, en öryggis- og menningarmark- miðum er hægt að ná með öðrum ráðum. Markmiðin með rekstri Rík- isútvarpsins koma ekki skýrt fram í lögum um það. Þetta er meðal nið- urstaðna í lokaverkefni Svavars Halldórssonar fréttamanns á Rík- isútvarpinu sem hann vann í meist- aranámi í opinberri stjórnsýslu og kynnti á dögunum. „Þegar menn voru að endurskoða lögin um Rík- isútvarpið, þá spurðu menn sig ekki hver markmiðin væru og hvernig væri hægt að ná þeim, heldur horfðu þeir annars vegar á stofnunina í nú- verandi mynd og markmiðin hins- vegar og reyndu einhvern veginn að láta þetta tvennt fara saman,“ segir Svavar. Erfiðast að ná markmiðum um lýðræði og margræði Ritgerð Svavars ber nafnið Fjöl- miðlun, margræði og stjórntæki hins opinbera og fjallar um þær rök- semdir sem liggja að því að ríkið haldi úti fjölmiðli. Þeim má skipta gróflega í þrennt. Í fyrsta lagi má nefna það að tryggja öryggi borg- aranna, í öðru lagi að hlúa að ís- lenskri menningu og tungu og í þriðja lagi að styrkja lýðræði og margræði í landinu. Að mati Svavars er rekstur Ríkisútvarpsins ekki nauðsynlegur til þess að ná öllum þessum markmiðum, hægt sé að beita til þess öðrum ráðum. Þar nefnir hann skattaívilnanir, styrki og setningu reglugerða. „Að mínu mati eru markmiðin sem snúa að lýðræði og margræði þau sem erf- iðast væri að ná fram eftir öðrum leiðum,“ segi Svavar. „Öryggishlutverkinu mætti hæg- lega ná fram með því að smíða reglu- gerðir utan um einkareknu fjöl- miðlana. Menn setja reglur um tannlækna, bifvélavirkja og allskyns atvinnurekstur sem oft hafa það markmið að stuðla að öryggi og neytendavernd.“ En Svavar telur rétt að fara varlega í þeim efnum: „Fólkið í landinu treystir enn á þjón- ustu þess þegar vá ber að garði. Á meðan svo stendur er varasamt að leggja það niður.“ „Markmiðum ríkisvaldsins um að styrkja íslenska menningu og ís- lenskt mál má hæglega ná fram án þess að reka Ríkisútvarpið. Hægt væri að setja fjölmiðlum reglur um hlutfall innlends menningarefnis af dagskrá og slíkar reglur hafa verið settar mjög víða í Evrópu, til dæmis í Frakklandi. Önnur fær leið væri að beita skattaívilnunum og styrkjum. Í stað þess að reka sérstaka stofnun til að framleiða dagskrárefni, mætti taka þá peninga og stofna sjóð sem framleiðendur íslensks menningar- efnis gætu fengið úthlutað úr. Síðan gæti hver sem er sýnt það og ég held að einkareknir fjölmiðlar tækju því fagnandi að fá slíkt efni til sýn- ingar.“ Völdin í þjóðfélaginu eru að færast á fleiri hendur Að sögn Svavars er undirliggjandi markmið með rekstri Ríkisútvarps- ins, og það sem erfiðast er að ná með öðrum hætti, að tryggja margræði í samfélaginu. „Völd hafa dreifst meira en áður var. Það hefur dregið mjög úr hinu pólitíska valdi, sérstaklega með sölu bankanna og völd hafa dreifst í at- vinnulífinu. Nú eru á milli tíu og tuttugu valdakjarnar í íslensku við- skiptalífi þar sem áður voru tveir risar á markaðnum, SÍS og Kol- krabbinn.“ Þarna hafi orðið mikil breyting eftir 1990. „Fjölbreytt fjöl- miðlaflóra er grundvallaratriði þeg- ar kemur að því að tryggja þetta ný- fengna margræði.“ Svavar telur því heppilegast að rekstri Ríkisútvarpsins verði haldið áfram en í mjög breyttri mynd. „Fréttastofurnar gætu verið með svipuðu sniði, en síðan væri hægt að taka aðra hluti og bjóða þá út. Rík- isútvarpið gæti þá sótt í þessa sjóði eins og hver annar. Það væri jafnvel hægt að hafa dreifikerfi Rík- isútvarpsins opið og að stofnunin framleiddi fréttatengt efni en síðan gætu aðrir fengið að nota tímann þess á milli. Það eru ótal leiðir til að blanda saman opinberum rekstri og einkarekstri á þessu sviði.“ Þörf á uppstokkun á RÚV Morgunblaðið/G. Rúnar Gagnrýni Svavar Halldórsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur ýmis- legt að athuga við stofnunina í lokaritgerð sinni í opinberri stjórnsýslu. Í HNOTSKURN »Svavar útskrifaðist síðastasumar, en kynnti niður- stöður sínar á dögunum á svo- kölluðum MPA-degi sem Há- skóli Íslands stóð fyrir. »Oft er talað um að öflugtdreifingakerfi Ríkis- útvarpsins sé nauðsynlegt til að hægt sé að sinna öryggi borgaranna, en Svavar bendir á að þó að Ríkisútvarpið yrði lagt niður myndi dreifikerfið standa eftir og væntanlega tæki einhver við rekstri þess. Markmið með rekstri ekki skýr í lögum MIÐBORG Reykjavíkur er nafn nýs félags sem hefur það að markmiði að vera samráðsvettvangur hags- munaaðila og íbúa miðborgarinnar. Júlíus Vífill Ingvarsson borgar- fulltrúi er nýráðinn formaður fé- lagsins og segist vænta mikils af nýrri nálgun Reykjavíkurborgar við að efla og byggja upp miðborg- ina. Félagið mun annars vegar taka við hlutverki hverfisráðs miðborg- arinnar og hins vegar þróunar- félaginu. Það mun m.a. koma að markaðsstarfi auk þess að halda svonefnd Miðborgarþing þar sem málefni miðborgarinnar eru rædd „Það er margt nýtt á döf- inni í þessum efn- um og mjög mik- ill kraftur í því fólki sem koma mun að þessu starfi. Það er blásið til sóknar,“ segir Júlíus. Nýtt félag tekur við hlutverki hverfisráðs miðborgarinnar Júlíus Vífill Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.