Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga SigríðurKristinsdóttir fæddist í Leirhöfn á Melrakkasléttu 27. febrúar 1921. Hún andaðist 1. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sesselja Benedikts- dóttir húsmóðir, f. 10.6. 1892, d. 24.1. 1972 og Kristinn Kristjánsson, bóndi og járnsmiður í Ný- höfn, f. 17.8. 1885, d. 7.8. 1971. Börn þeirra: Kristján, f. 9.1. 1919, d. 14.4. 1995; Helga, f. 27.2. 1921, d. 1.6. 2007; Benedikt, f. 15.9. 1923, d. 8.5. 1943; Steinar, f. 8.12. 1925, d. 16.7. 1997; Sigurður Jóhann, f. 30.3. 1929 og Guðmundur, f. 16.6. 1931, d. 28.2. 2003. Helga giftist 16. júní 1945 Árna Pétri Lund, f. 9.9. 1919, d. 1.3. 2002. Synir þeirra eru: 1) Maríus Jóhann, f. 11.6. 1946. K.: Ásdís Karlsdóttir, f. 2.4. 1947. Synir þeirra eru; a) Árni Pétur (látinn), b) Bergþór. K.: Ásdís M. Brynj- ólfsdóttir, börn þeirra Maríus Pétur og Dagný Edda, c) Karl. 2) Kristinn, f. 11.4. 1948. K.: Guðný Kristín Guttormsdóttir, f. 18.6. 1952. Börn þeirra; a) Ármann Einar, k.: Sigríður Lára Guð- mundsdóttir, börn þeirra Óskar Gauti og Hekla Kristín; b) Helga, m.: Tómas Ingi Tómasson, dóttir þeirra Ruth. c) Auðunn Guðni; d) Guðrún. 3) Níels Árni, f. 1.7. 1950. K.: Kristjana Benedikts- dóttir, f. 8.7. 1952. Börn þeirra; a) Steinunn, sambýlismaður Hilmir Þór Gunnarsson, sonur Stein- hennar þar sem annars staðar at- hygli og var hún eindregið hvött til að halda þar áfram. Helga giftist Árna Pétri Lund frá Rauf- arhöfn 16. júní 1945. Hugur beggja sneri að búskap, en hon- um hafði Árni sinnt frá 14 ára aldri eftir fráfall föður síns á besta aldri. Fimm ára sagðist Helga ætla sér að byggja á svo- nefndu Hólmaholti við Leirhafn- arvatn og þar reistu þau hjónin nýbýlið Miðtún úr Nýhafnarjörð og bjuggu þar allan sinn búskap. Árni og Helga voru með ákaflega vel rekið og vel ræktað sauð- fjárbú þar sem Helga var í for- svari hvað heimilið varðaði. Hún þótti einstaklega fær í allri handavinnu, mikil húsmóðir sem aldrei féll verk úr hendi. Miðtún stóð opið að nóttu sem degi, hjón- in ákaflega gestrisin og glaðvær og gestagangur mikill, þeim til ánægju. Ræðupúlt Helgu var eld- húsbekkurinn og þaðan sinnti hún og stjórnaði þeim fé- lagsstörfum sem henni henta þótti. Hún var stálminnug, greind, sögufróð og ljóðelsk. Skap hennar var létt og hún næm fyrir spaugilegum hliðum tilver- unnar en jafnframt ákveðin í skoðunum ef henni fannst taka því að blanda sér í slíkar umræð- ur. Bæði Árni og Helga voru söngvin, höfðu gaman af að dansa og spila bridge. Síðustu fjögur árin dvaldi hún á Heimili aldraðra, Hvammi, Húsavík, og undi hag sínum vel innan um gott fólk og frábært starfsfólk. Útför Helgu verður gerð frá Snartarstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. unnar og Valdimars Sveinssonar er Sveinn Andri; dóttir Steinunnar og Hilm- is Þórs er Kristjana Guðný, b) Elvar Árni, k.: Arna Ýrr Sigurðardóttir, son- ur þeirra Níels Árni, c) Helgi Þór. 4) Benedikt, f. 4.3. 1952. K. 1: Dóra Hlín Ingólfsdóttir, f. 17.8. 1949, dóttir þeirra Sigrún Helga, m.: Erling Jóhann Brynjólfsson, dætur þeirra Bryn- hildur Inga og Hólmfríður Lára, K. 2: Anna Vigdís Ólafsdóttir, f. 21.12. 1959. Börn þeirra eru a) Sigríður Arna, b) Ólöf og c) Árni Pétur. 5) Sveinbjörn, f. 30.12. 1955. K.: Jóhanna Hallsdóttir, f. 5.6. 1958. Börn þeirra: a) Hróðný, m.: Jónas Hreiðar Einarsson. Synir þeirra Hinrik Marel og Ein- ar Annel, b) Steingrímur Hallur, sambýliskona Katrín Laufdal, dætur hennar, Ísabella og Birta. c) Kristinn Jóhann, samýliskona Anna Leifsdóttir, d) Sveinbjörn Árni. 6) Grímur Þór, f. 25.2. 1961, k.: Eva Nörgaard Larsen, f. 25.5. 1961. Börn þeirra Jens og Laura. Helga flutti sem barn ásamt foreldrum sínum í Nýhöfn, nýbýli sem faðir hennar byggði úr Leir- hafnarjörð. Að loknum barna- skóla stundaði Helga nám við Al- þýðuskólann á Laugum veturinn 1937-1938 og við Húsmæðraskól- ann á Laugum 1938-1939. Einn vetur dvaldi hún í Reykjavík og vann þá á saumastofu Dýrleifar Ármann og vakti handbragð Norður við nyrstu strönd næðir vetrarstormur. Sól sígur, – sést ekki. Fugl hljóður; frosin jörð. Norður við nyrstu strönd er náttlaus vorblíða. Sól sígur, – sest ekki. Fugl kvakar; fegurðin ein. Með móður minni er horfinn á brautu síðasti afkomandi Kristjáns Þorgrímssonar frá Hraunkoti og Helgu Sæmundsdóttur, sem byggðu upp og bjuggu á Leirhafn- artorfu; samfélagi við nyrsta haf þar sem voru 9 eldhús og yfir 50 manneskjur, þar sem samheldni, vinátta og hjálpsemi réð ríkjum. Á þessu leiksviði lífsins hafði hver sitt hlutverk og sumir stærri en aðrir. Mamma var í aðalhlutverki samkvæmt mínum handritum; stóð á sviðinu allan tímann með rulluna óskrifaða en hvikaði aldrei og hvergi frá þeim lífsins rétta texta sem henni var trúað fyrir. Ung þar að árum afréð að byggja á Hólmaholti hús sitt og býli. Giftast góðum bónda geta af sér börnin. Allt gekk það eftir óskirnar rættust. Glöð var er giftist góðum Árna Pétri. Á Hólmaholti heimilið byggðu. Sex fæddi syni sönn móðurástin. Æskustað unni alla sína daga. Það var líf og fjör í Miðtúni; harðdugleg hjón stunduðu sauð- fjárbúskap; árangurinn bréfaður í metabækur. Pabbi ræktunarmaður á lönd og fé, áræðinn, ósérhlífinn og jafnan fremstur í flokki. Mamma stjórnaði heimilinu, vann öll störf enda lítið gagn í sex son- um við að skipta á rúmum, sauma, baka, sjóða og prjóna, auk þess mun fljótari að því sjálf heldur en segja öðrum fyrir verkum. Hand- tök hennar voru þó lifandi sýni- kennsla fyrir synina og hafa nýst þeim í bústangi síðar. Bæði þó ein- staklega lagin við að láta okkur vinna öll tilfallandi verk um svipað leyti og við höfðum í það burði. Guði sé lof að ekki var verið að stúdera barna- og unglingaþrælk- un á Íslandi í þann tíð. Trúðu okk- ur fyrir öllu, leiðbeindu, hvöttu og hrósuðu. Mamma gaf okkur mik- inn og góðan mat, passaði að við fengjum að sofa nóg, klæddi okkur út og þá tók pabbi við hópnum. Þau kenndu okkur að segja já við beiðnum og segja það strax, bera virðingu fyrir lífinu; mönnum jafnt sem skepnum. Gott veganesti það. Á barnaskólaárum settist mamma í kennarastólinn við eld- húsborðið og leiðbeindi að hálfu á móti skólanum, jafnfær í ljóðum, reikningi, íslensku eða sögu. Ég nefndi ljóð. Gunnarshólma lærði hún á kvöldstund 10 ára og flutti síðast fyrir mig og gesti mína við eldhúsborðið fyrir tveimur árum. Bætti auk þess við Skjaldbreið Jónasar og Helgu Jarlsdóttur(23 erindi) eftir Davíð auk annarra smærri ljóða og rak hvergi í vörð- urnar. Miðtún var í þjóðbraut og margir renndu við, þáðu mat, kaffi og spjall hjá „ferðaþjónustunni í Miðtúni“. Reikningseyðublöð hvergi til. Glaðværðin í Miðtúni spurðist út og gestkvæmt hjá mömmu og pabba þeim til ánægju og gestunum líka sem flestir komu aftur – og aftur og sumir gistu þar einhver ár. Sonum sínum, tengdadætrum og barnahópnum öllum var hún ákaf- lega stolt af. Hún var gæfumann- eskja og einstök kona. Ég vona að afkomendur hennar allir erfi ríku- lega þá mannkosti sem móðir mín hafði til að bera. Guð blessi hana að eilífu. Níels Árni Lund. Mömmu verður hvorki lýst með fáum orðum né löngum texta. Hún var einstök kona, með stórt hjarta, taldi ekkert eftir sér, vildi ekki hól. Vildi láta eiginleika sína mæl- ast í verkum fremur en orðum. Hún var greind og einstaklega vel máli farin. Gerði ekki grín á kostn- að annarra en óspart að sjálfri sér og sá spaugilegu hliðarnar á tilver- unni. Var í raun gleðigjafi og skemmtikraftur og í kringum hana vildu allir vera. Ég á skaparanum mikið að þakka fyrir foreldra mína og fyrir að hafa alist upp í Miðtúni. Hef farið um fjölmörg heimsins lönd og kynnst mörgu umhverfinu en engu þeirra vildi ég skipta á við æsku- slóðir mínar í Miðtúni. Ekkert bíó, sjoppa né leiktæki sem nú þykja nauðsynleg, aftur á móti ómældur kærleikur, traust og hlýja. Þar var spjallað, hlegið og sungið. Nóg að gera, seint farið að sofa og stund- um þreyttur. Gleðin við að geta orðið að gagni var margfalt meira virði en sú sem nú er greidd í vasapeningum. Mamma hafði innri ró og sterkar taugar. Búskapur á Melrakka- sléttu gat verið erfiður. Harður vetur, kalár og stundum naumar tekjur. En samt var alltaf nóg af öllu og það sem ekki var til skipti ekki máli. Frekar eitthvað látið vanta en fá það að láni. Alltaf stað- ið í skilum, annað ekki til umræðu. Sambúð mömmu og pabba var einstök. Ekki þannig að þau héld- ust eilíft í hendur eða gátu ekki orðið ósammála, en milli þeirra ríkti gagnkvæmur kærleikur og virðing. Verkaskipting skýr. Pabbi sá um útiverk og ræktaði eitt af- urðamesta sauðfjárbú á landinu, en mamma um heimilishaldið sem ekki var minna verk, ala upp sex syni, sauma öll föt, eiga alltaf nóg- an og góðan mat, brauð og kökur – fór oftast síðust að sofa. Þar að auki ýmiss tilfallandi vinna utan heimilis. Mömmu féll aldrei verk úr hendi og ef hún hafði aukastund þá sat hún gjarnan við handavinnu. Hún var listræn í höndum og skilur hún eftir sig fjölda verka sem vitna um það. Miðtúnsfjölskyldan var stór. Of- an á bættist mikill gestagangur og gestum fagnað. Alltaf matur og rúm, veggirnir virtust vera fær- anlegir. Húsið var í raun eins stórt og þurfti á hverjum tíma. Aldrei þröngt. Mamma bjó alla tíð við Leirhöfn, fyrst hjá ömmu og afa í Nýhöfn og seinna á Hólmaholtinu, þar sem hún aðeins fimm ára barn sagði við afa „hér ætla ég að búa“. Seinustu árin dvaldi hún á Hvammi. Þar leið henni vel og nefndi margsinnis hversu vel var að henni búið og hve allt starfsfólkið var hlýlegt og gott. Þeim sendi ég mínar bestu kveðjur og þakkir. Það sem for- eldrar mínir gáfu mér get ég aldr- ei endurgoldið. Í mínum huga lifir minning þeirra sem er mér dýr- mætasta veganesti lífsins. Það verður aldrei frá mér tekið og er með mér í öllum ferðum og talar eigið tungumál. Mamma var alla tíð heilsuhraust þar til undir það síðasta og fannst þá tími til kominn að hitta pabba. Margir munu sakna hennar, ekki síst hópurinn hennar stóri sem hún var svo stolt af. Við minnumst hennar næst þegar við komum saman heima í Miðtúni. Guð blessi og varðveiti móður mína og minningu hennar. Grímur Þór Lund. Oft um ljúfar ljósar sumarnætur læðist kvæði fram í skáldsins önd. Yfir dal er draumabjarmi nætur djúpur friður gjörvallt sveipa lætur. Báran andar létt við lága strönd. Og um þessar yndislegu stundir er ég að fullu sáttur heiminn við. Sit ég hugrór húsvegg mínum undir hljóður aftanblærinn strýkur grundir. Andvarp verður mitt að kvæðaklið. (Jón Trausti) Helgu tengdamóður mína tel ég hafa verið eina af íslenskum kven- hetjum. Full ástæða er til að halda á lofti verkum þeirra ekki síður en karlmannanna. Með öll þægindi nútímans innan seilingar er erfitt að setja sig í spor þeirra en verkin þekki ég einnig frá móður minni og ömmu. Ósjaldan hef ég spurt hvernig þær fóru að þessu. Helga var stolt kona, hreinskipt- in og glaðlynd og hreif fólk með sér. Hún sinnti öllum heimilisstörf- um af einstökum myndarskap. Meðan kýr voru í Miðtúni sá Helga alfarið um að nýta mjólk- urafurðirnar. Allur matur var unn- in heima. Kjötið saltað, reykt og niðursoðið. Slátur sett í súr, fiskur þurrkaður og saltaður og signi fiskurinn hennar þótti lostæti. Farið í berjamó og grasamó. Lengi seldi hún fjallagrös til heilsuversl- unar í Reykjavík og grösin hennar eftirsótt eins og annað sem hún fór höndum um. Helga prjónaði og saumaði á sig, Árna Pétur og drengina og aðra sem leituðu til hennar, þar á meðal karlmannafatnað. Í dag er svona vinna kölluð „hönnun“ en sjálfsagt þótti að húsmæður sinntu þessari vinnu ásamt öðrum heimilisverk- um. Við saumaskapinn var setið fram á nótt þegar aðrir voru gengnir til náða. Helga og Árni Pétur voru af- burða gestrisin og gestir þeirra fundu að þeir voru hjartanlega vel- komnir. Ekkert var sjálfsagðara en að víkja úr rúmi fyrir þreytta ferðalanga og oft bjuggu þau um sig á eldhúsgólfinu. Miðtún var menningarheimili. Þar var lesið og sungið. Spilað bridge við vinafólk og þá var æv- inlega kátt í koti. Þau Helga og Árni Pétur leiddu mig einmitt fyrstu skrefin í bridge. Barnabörnunum gaf Helga sér alltaf tíma til að sinna. Spila „ein- hverja vitleysu“, fara með þulur, kenndi að prjóna og sauma og leyfði þeim að hjálpa sér með eld- húsverkin. Hún var þolinmóð, góð og hlý amma. Hennar yndi voru hannyrðir og eftir hana liggja meistaralega vel gerð stykki. Áttræð var hún enn að sauma listavel í dúka og í vöggusett handa barnabörnunum og ótrúlegt hve styrkur handanna og sjónin hélst fram undir það síð- asta. Helga var bráðvel gefin og heilu ljóðabálkana og þulurnar fór hún gjarnan með fyrir barnabörnin sín og fullorðna ef svo bar undir. Þeg- ar Alzheimer-sjúkdómurinn fór að hrjá hana á síðasta ári komu samt stundir þar sem ljóðin sem hún unni brutust fram og hún hafði þau fyrir okkur, þar á meðal ljóðið sem er í upphafi þessarar greinar. Þegar ég kom inn í Miðtúnsfjöl- skylduna sem tengdadóttir Helgu og Árna Péturs var mér tekið af mikilli elskusemi og vináttu sem varði alla tíð. Fyrir það vil ég þakka innilega fyrir. Með þessum fáu orðum þakka ég tengdamóður minni fyrir ein- staklega gott og hlýtt viðmót frá okkar fyrstu kynnum. Far þú í friði Helga mín. Þín tengdadóttir Ína. Það er komið fram á haust á Melrakkasléttu, langt norður í landi. Ég banka létt á útihurðina, geng svo inn í forstofu þar sem kunnugleg lykt fyllir vit mín, opna svo inn í eldhús þar sem amma Helga stendur við eldavélina og steikir kleinur. Afi Árni Pétur sit- ur í stólnum sínum við eldhús- borðið og hefur greinilega verið að bíða eftir gestum. Ömmu heilsa ég fyrst, faðma og kyssi, og eins og ævinlega segir hún, ertu þá kom- inn elskan, mikið er nú gott að sjá þig. Næst heilsa ég afa og við föðmumst innilega og kyssumst, svona eins og fólk gerði „í gamla daga“. Þetta er ein af ótal minningum sem ég á frá ömmu og afa í Mið- túni. Sem barn var ég sendur í sveit til ömmu og afa eins og geng- ur og gerist. Þar naut ég lífsins og gott betur en það. Oftar en ekki dreymdi mig sem lítill strákur að fjölskyldan væri á leið norður í sveitina, til ömmu og afa í Miðtúni. Það segir í raun allt sem segja þarf um hve gott var að vera hjá þeim hjónum í Miðtúni, mann hreinlega dreymdi um að komast þangað. Amma og afi kenndu mér ótal margt sem ungum dreng er gott veganesti út í lífið. Tala rétta íslensku, umgangast aðra af virð- ingu, ekki gefast upp þótt móti blási, fyrirgefa og síðast en ekki síst að elska; maka, börn og ætt- ingja. Afkomendur þeirra eru orðnir margir, og er hópurinn samheldinn. Það held ég að sé þeim að þakka, þau kenndu sonum sínum að láta sér líka hver við annan, annað kom ekki til greina. Nú er röðin komin að okkur, barnabörnum Helgu og Árna, skyldan er okkar núna að kenna okkar afkomendum þessa hugsun og hegðun. Af þessu tel ég að amma hafi verið óskaplega stolt og vitandi það að allir hafi verið sáttir held ég að hafi glatt hana mikið. Ömmu var umhugað um íslenska tungu og þoldi illa að heyra afkom- endur sína „sletta“ og nota erlend orð. Hún benti manni á að íslensk- an hefur að geyma öll þau orð sem við þurfum að nota til að geta tjáð okkur. „Ekki segja hæ og bæ, við segjum: sæll og blessaður, og vertu blessaður“. Orð eins og „heillin“, „elskan“ og „vinur“ voru ósjaldan notuð, hvort sem um var að ræða ástvin eða gamlan kunn- ingja sem birtist í kaffi. Fara aldr- ei án þess að kveðja, því þá tekur maður kveðjuna með sér að heim- an. Ömmu og afa kynntist ég mjög vel, kanski betur en barnabörn gera yfirleitt. Við ömmu var hægt að ræða alla hluti á milli himins og jarðar. Hún hafði reyndar alið upp sex syni og vissi því ýmislegt um lífið og hvað ungir menn þurfa að kljást við. Þótt amma sé nú fallin frá verð- ur áfram gott að koma í Miðtún, bæinn sem amma og afi byggðu á stað sem amma ætlaði sér að byggja á frá því hún var lítil stúlka. Í Miðtúni lifir minning þeirra og þótt amma beri ekki lengur fram kjötsúpu, silungssúpu og annan „uppáhaldsmat“ verður hennar matur áfram á borðum. Aðrir hafa tekið við kyndlinum og næst þegar farið verður norður í gæs, í göngur eða til rjúpna verður maturinn hennar eldaður og við munum láta okkur líða vel eins og alltaf áður. Blessuð sé minning ömmu Helgu. Elvar Árni Lund. Helga Sigríður Kristinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Helgu Sigríði Kristinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.