Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EKKI LÁTA SVONA GRETTIR! LEYFÐU MÉR AÐ TAKA EINA MYND AF ÞÉR Í PEYSUNNI SEM MAMMA PRJÓNAÐI VERTU ALVEG KYRR... ÉG VIL NÁ GÓÐRI MYND ERTU AÐ BROSA? ÞÚ MÁTT GETA TVISVAR ÞAÐ ER ERFITT AÐ VERA ÚTI Í RIGNINGU! AUÐVITAÐ HEF ÉG ÞAÐ BETRA EN MARGIR HUNDAR... ÉG Á MINN EIGINN HUNDAKOFA FJÓRIR... ÞRETTÁN... FIMM... TUTTUGU... ÞÚ FÓRST AFTUR UM FIMM METRA VIÐ VERÐUM AÐ FÁ FLEIRI LEIK- MENN! ÉG ER MEÐ KÁRAHNJÚKA Í NEFINU HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ SÉRT MEÐ „KÁRAHNJÚKA Í NEFINU“? AUÐVITAÐ Á ÉG VIÐ AÐ ÉG SÉ MEÐ STÍFLAÐ NEF! ÉG ÞARF AÐ KOMAST Í LANGT FRÍ EF ÞÚ ÁTT ENNÞÁ Í ERFIÐLEIKUM MEÐ AÐ SOFNA ÞÁ MÆLI ÉG MEÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ HAFIR SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN ÓLI HVAÐA EINKUNN FÉKKST ÞÚ FYRIR INDÍÁNAÞORPIÐ SEM ÞÚ BJÓST TIL? ÉG FÉKK „B“ ÞRÁTT FYRIR ALLA HJÁLPINA SEM ÞÚ FÉKKST? MAGGA VAR MEÐ INDÍÁNA SEM HREYFÐ- UST OG ÞORPIÐ HANS ADDA VAR FULLT AF LJÓSUM EN MÖMMUR ÞEIRRA ERU HEIMAVINNANDI VIÐ EIGUM AÐ SMÍÐA HVÍTA HÚSIÐ FYRIR NÆSTU VIKU LÁTTU BLAÐIÐ ÞITT VITA AÐ HANN BJARGÐI MÉR! ÞAÐ MINNSTA SEM ÉG GAT GERT, BORGARI SVONA HLJÓTA OFURHETJUR AÐ TALA ÉG VERÐ AÐ ÞJÓTA! ÁÐUR EN ÞAU KOMAST AÐ ÞVÍ HVER ÉG ER HVAÐ? ENGINN VEFUR? dagbók|velvakandi Gott að búa í Kópavogi GUNNAR Birgisson er bæjarstjóri í Kópavogi. En af hverju má hann ekki fara á staði sem hann langar til að fara á í sínum frítíma? Er það öðruvísi með hann en aðra? Hann skilar okkur, Kópavogsbúum, vinnu frá 8-18 hvern dag. Gættu að þér, hvítklæddi maður, áður en þú kastar næsta steini. Hvað varst þú að gera þarna? Er þetta þín atvinna? Þá, sem betur fer, vinnur þú ekki hjá mér. En undir stjórn Gunnars Birgissonar er gott að búa í Kópa- vogi og ég er stolt af mínum bæj- arstjóra. Dúlla. Ísland taki ekki sæti í Öryggisráðinu ÉG skil ekki hvers vegna Íslend- ingar vilja taka sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Til hvers? Að vera meðlimir í apparati sem tók við öðru verra eftir heimstyrjöldina síð- ari, eftir hverju erum við þá að sækj- ast? Okkur Íslendingum er svo hjartanlega sama um Sameinuðu þjóðirnar, hvað þá Öryggisráðið. Okkur skiptir meira máli hvað er að gerast hér heima. Er allt í lagi? Ég vona innilega að vinstrimenn eða jafnaðarfólk, og hægri öfl nái að núa af agnúa sem byggðir og fólk þurfa því miður að upplifa. Einnig er til fólk á Íslandi sem minna má sín. Hvað með það? Ef fólk er heiðarlegt og lærir að bera virðingu fyrir landi og þjóð þá klárum við allt innan- lands. Helgi Steingrímsson. Rannsóknarréttur Tryggingastofnunar ríkisins LESA má í dagblöðum um herferð Tryggingastofnunar gegn þeim sem slitið hafa sambúð til að fá trygg- ingabætur en búa saman eftir sem áður. Sagt er að sá árangur sem náðst hafi sé vegna ábendinga. Það eru sérlega ógeðfelldar aðferðir sem minna á galdraofsóknir. Fyrir kosn- ingar boðuðu talsmenn allra flokka fjölskylduvæna framtíð. Þeim ætti að vera í lófa lagið að leysa téð vandamál með því að breyta lög- unum þannig að ekki sé ábótasamt að sundra fjölskyldum. Lögin ættu að stuðla að samheldni fjölskyldna en ekki að sundrungu þeirra. Sigríður Jónsdóttir. Ullarlagður í súpunni Í EINU dagblaðanna las ég að kaup- menn ættu gám með nýsjálensku lambakjöti á hafnarbakkanum, án þess að hafa leyfi. Ekki veiti ég „leyfi“ en ég hef „val“ um hvort ég kaupi nýsjálenskt lambakjöt. Fyrr á árum bjó ég í Kaupmannahöfn og gladdist mikið er ég sá lambakjöt, sem reyndar var nýsjálenskt, hjá kaupmanninum. Keypt var í kjöt- súpu og eldað með mikilli eftirvænt- ingu. Mikil urðu vonbrigðin við mat- borðið því kjötið var með þvílíku ullarbragði að óætt var. Eigum við ekki nægilegt lambakjöt í landinu? Veljum íslenskt lambakjöt. Já takk. 250829-3379. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ERLENDIR ferðamenn taka upp á ýmsu glensi til að mynda minningar um framandi land. Hún var ánægð í landinu okkar unga konan frá New York sem lét vinkonu sína mynda sig við tjörnina í Reykjavík. Morgunblaðið/Ásdís Kát blómarós FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Eitrunarmiðstöð LSH: Starfsmenn miðstöðvarinnar hafa orðið varir við talsverðan misskilning hjá fólki og í fjölmiðlum þegar verið er að tala um eitranir sem geta orðið við notkun hitatækja. Gaseitrun eða kolmónoxíðeitrun? Gaseitrun getur orðið ef gas lek- ur út í miklu magni í lokuðu rými og byggist á því að gasið rekur í burtu súrefnið úr loftinu og menn verða fyrir súrefnisskorti. Kolmónoxíð er hins vegar litlaus og lyktarlaus loft- tegund sem myndast við bruna, binst blóðfrumum líkamans og kemur í veg fyrir að nægjanlegt súrefni berist til líffæra. Báðar þessar eitranir geta valdið dauða. Kolmónoxíð er þó mun líklegra til að valda alvarlegum eitrunum þar sem mun minna þarf af því en gas- inu og erfiðara er að greina hvort það er til staðar. Kolmónoxíð mynd- ast við allan bruna en ef súrefn- isflæði er nægjanlegt verður styrk- ur þess ekki það mikill að skaði hljótist af. Hvernig á að forðast kolmónoxíðeitrun Algengast er að fólk verði fyrir kolmónoxíðeitrun þegar verið er að nota tæki innan dyra sem brenna gasi eða olíu. Gæta þarf að því að loftræsting sé í lagi við notkun á gashiturum, olíuhiturum, arinofn- um, gaseldavélum, gasgrillum, kolagrillum o.s.frv. Gasgrill og kolagrill má að sjálfsögðu aldrei nota í lokuðu rými, og passa þarf upp á að tæki sem ætluð eru til notkunar innan dyra séu rétt tengd og sett upp þannig að loftræsting eða útblástur sé tryggður. Einnig er rétt að minna á að láta aldrei bíla, mótorhjól, báta eða önnur far- artæki í gang innan dyra. Frá Eitrunarmiðstöð LSH Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.