Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 29
meistaramatur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 29 RAGNAR Ómarsson matreiðslu- meistari eldar þessa vikuna á vef- varpi mbl.is rauðsprettu og kartöflu- og sveppagratín. Hitið sveppaostinn og mjólkina í örbylgjunni þar til hann bráðnar. Steikið laukinn og sveppina ásamt hvítlauknum í smá olíu á pönnu þar til að laukurinn er orðin mjúkur, og hell- ið svepparjómanum út á ásamt stein- seljunni. Smakkið til með salti og pip- ar (ekki gleyma því að kartöflur þurfa frekar mikla kryddun). Hellið þessu í eldfast mót, stráið rifna ostinum yfir og bakið í 200°C heitum ofni í um 20 mínútur eða þar til osturinn er farinn að brúnast aðeins. Ofnbakaðar spergil- og Camenbert-fylltar rauðspretturúllur 800 g rauðspretta, flökuð, roðflett og beinhreinsuð. Biðjið fisksalann um að sjá um þessa vinnu fyrir ykkur. 8 ferskir sperglar (einnig má nota spergla úr dós ef erfitt er að fá þá ferska) 8 sneiðar Camenbert (ca. 250 g) 1 msk. sítrónusafi 1 hvítlauksrif, saxað gróft 1/3 laukur, saxaður gróft Stilkur af estragon, eða annað gott krydd eins og timian, rósmarín eða dill 1 dl hvítvín (má sleppa, en þá þarf vatn í staðinn) salt og pipar Byrjið á því að sjóða spergilinn í söltu vatni í um 2 mínútur. Setjið hann síðan í kalt vatn og þerrið loks á pappír. Leggið rauðsprettuna á bretti með roðhliðina upp (samt er ekkert roð) og sláið létt á flakið þannig að það fletjist aðeins út. Stráið salti og pipar yfir, setjið einn spergil ásamt einni sneið af Camenbert ofan á flakið og rúllið upp í snyrtilega rúllu. Legg- ið rúllurnar í eldfast mót og hellið hvítvíninu eða vatninu yfir ásamt hvítlauknum, lauknum, sítrónusaf- anum og kryddstilkunum. Saltið og piprið rúllurnar og setjið álpappír yf- ir formið. Bakið í 200°C heitum ofni í um 20 mínútur, eða þangað til fisk- urinn er orðinn eldaður. Það fer eftir ofninum hversu langan tíma þarf til að elda fiskinn. Kartöflu- og sveppagratín 400 g kartöflur (soðnar, skrældar og sneiddar gróft) 200 g ferskir sveppir (fínt sneiddir), hægt er að nota hvaða uppáhalds- sveppi sem er ½ laukur (fínt saxaður) 1 hvítlauksgeiri (fínt saxaður) 150 g léttsmurostur með villisveppum 2 dl mjólk 2 msk. steinselja (söxuð, má sleppa) salt og pipar 50 g rifinn ostur (einhver góður eftir smekk) Freistandi Ofnbakaðar spergil- og camenbertfylltar rauðspretturúllur. Ljúffengt Kartöflu- og sveppagratín Ofnbökuð fiskmáltíð mbl.is/folk , Kringlunni, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 Tax-free-bomba Fríhafnarverð fimmtudag til sunnudags Fríhafnarverð á öllum vörum í verslunum okkar þessa helgi Verið velkomin Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.