Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 33 HJÚKRUNARFRÆÐINGAR við sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Akranesi vilja vekja athygli á að mikil óánægja er með launamál. Stofnanasamningur sem gerður var út frá miðlægum kjarasamningi hef- ur ekki verið uppfylltur út frá þeim ákvæðum sem samþykkt voru innan hans vegna skorts á fjármagni til stofnunarinnar frá fjármálaráðu- neytinu. Ályktun um þessi atriði og undir- skriftir 82% hjúkrunarfræðinga inn- an SHA voru sendar til fram- kvæmdastjórnar stofnunarinnar og heilbrigðisráðuneytisins þann 15. febrúar sl. án nokkurra viðbragða. Hjúkrunarfræðingum finnst starf- ið ekki metið að verðleikum og fyr- irséð er að hjúkrunarfræðingar muni með þessu áfram- haldi hverfa til ann- arra starfa sem eru betur launuð og með mun minna álagi. Að lokum skorum við á nýja ríkisstjórn að efna loforð um að rétta hlut hjúkr- unarfræðinga sem kvennastéttar strax. ANNA ÞÓRA ÞORGILSDÓTTIR, HALLVEIG SKÚLADÓTTIR OG RANNVEIG BJÖRK GYLFADÓTTIR. hjúkrunarfræðingar Störf hjúkrunarfræðinga lítils metin Frá Önnu Þóru Þorgilsdóttur, Hall- veigu Skúladóttur og Rannveigu Björk Gylfadóttur Anna Þóra Þorgilsdóttir Hallveig Skúladóttir Rannveig Björk Gylfadóttir Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is YFIRLEITT nota menn tvenns konar röksemdafærslu í daglegu lífi, afleiðslu (deduction) og aðleiðslu(induction). Afleiðsla er það nefnt þegar ný staðhæfing er leidd af öðrum stað- hæfingum, sem maður veit að eru réttar (A=B, A=C, ergo B=C). Aðleiðsla er hins vegar rökfræðileg samsetning þar sem maður kemst að álykt- uninni út frá fjölda staðreynda sem maður upplifir sem reynslu sína. Báðar aðferðirnar, afleiðsla og að- leiðsla, eru nauðsynlegar í skyn- samlegri rökfærslu og jafnréttháar, líka í guðfræði. Mér virðist að í þeim fræðum sé almenn tilhneiging al- mennings jafnt sem fræðimanna að reiða sig fremur á afleiðslu en að- leiðslu og jafnvel gleyma alveg síð- arnefndu aðferðinni. Þetta á við t.d. þegar guðfræðingur vill sannreyna hvort ákveðið málefni, t.d. samkyn- hneigð, sé í samræmi við kristna trú og boðskap. Iðulega vísar hann í Biblíutextann sem forsendu og þró- ar út frá honum röksemdafærslu sína. Þetta er alls ekki röng aðferð í guðfræðinni en sum samfélagsmál- efni, eins og t.d. samkynhneigð, eru þess eðlis að falla ekki vel inn í þenn- an rökfræðiramma. Tökum annað dæmi. Segjum að guðfræðingur fari til Taílands í fyrsta skipti á ævinni og þar hitti hann á hverjum degi fjölmarga búddista. Af reynslu sinni dregur hann þessa ályktun: ,,Yfirleitt eru búddistar hógværir og elskulegir“. Síðan spyr hann spurningar eins og: ,,Hverjir eru búddistar í skilningi guðfræðinnar?“ Ályktunin er stað- hæfing sem orðin er að staðreynd í huga guðfræðingsins í gegnum upp- lifun hans og reynslu. Þá staðhæfingu er ekki hægt að setja í neinn sérstakan bás út frá guðfræðilegum þanka- gangi um hvort að hún sé t.d. rétt eða röng. Guðfræðin getur reynt að skilgreina búddista út frá kenningum kristninnar en hún get- ur ekki hreyft við þess- ari staðhæfingu guð- fræðingsins sem fór til Taílands og upplifði búddistana á þennan hátt. Guðfræðilegur skilningur á búddista getur aðeins þróast á skap- andi hátt með því að viðurkenna reynslu eins og upplifun Taílands- farans. Umræðan um málefni samkyn- hneigðra, sérstaklega þessa daga um ,,hjónaband“ af sama kyni, er virk enn og aftur í kirkjunni. Um- ræðan virðist vera mjög góð og fróð- leg og ég ber virðingu fyrir henni. Engu að síður finnst mér hún dálítið festast í sömu hjólförunum og ekki komast upp úr þeim. Íslenskt sam- félag veit að innan þess býr samkyn- hneigt fólk. Gagnkynhneigt fólk, sem er meirihlutinn, veit að samkyn- hneigt fólk er alveg eins og það, nema hvað varðar kynhneigðina. Þetta eru forréttindi okkar sem bú- um á Íslandi í dag að vita það. Þetta er alls ekki sjálfsagt mál, þar sem samkynhneigðir þurfa því miður enn að lifa í felum svo víða í heiminum. Við vitum að það er enginn munur á draumum samkynhneigðra og gagnkynhneigðra – langflest viljum við eignast lífsförunaut og stofna hamingjusama fjölskyldu. Það er staðreynd, eins og að Esjan er fjallið nærri höfuðborginni og búddistar eru milljónir. Á þá guðfræðin ekki að viðurkenna samkynhneigða, líf þeirra og vonir, drauma og þrár sem staðreynd, rétt eins og gagnkyn- hneigðra? Þetta er guðfræðileg að- leiðsla. Ef guðfræðingar nálgast málefni samkynhneigðra að mestu leyti með guðfræðilegri afleiðslu, þ.e. rökfærslu með tilvísun í Biblíu- textann, þá er erfitt að komast upp úr hjólförunum. Einfaldlega vegna þess að Biblían var færð í letur á öðru menningartímabili, þar sem stefnur og straumar voru aðrir en nú og samkynhneigð ekki viðurkennd opinberlega og því eðlilega ekki skýrt frá henni. Ef einhverjir geta ekki eða vilja ekki viðurkenna ofangreindar stað- reyndir um samkynhneigt fólk, þá má segja að þeir nálgist málið frem- ur út frá eigin skynsemi sem er bundin við ákveðna siði eða menn- ingu fremur en út frá guðfræði. Það er skoðun mín að við sem til- heyrum guðfræðisamfélaginu ætt- um að vera skýrari í umræðunni um málefni samkynhneigðra í íslensku þjóðkirkjunni, hvort hún sé guð- fræðilegs eðlis eða menningar- og mannlegs. Biblían, guðfræði og staðreynd Tölum skýrar um málefni samkynhneigðra segir Toshiki Toma » Gagnkynhneigt fólk,sem er meirihlutinn, veit að samkynhneigt fólk er alveg eins og það, nema hvað varðar kynhneigðina. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. LAUGARDAGINN 2. júní var grein í Morgunblaðinu eftir fyrrver- andi orkumálastjóra, sem rótaði svolítið við huga mínum og knúði mig til andsvara, enda þótt ég sé nú bara peð á taflborði að ræða þessi mál. Ég hef látið mér nægja að lesa fyrirsagnirnar að greinum þessa höfundar þangað til nú, því það er svo lítið sem maður kemst yfir að lesa í öllu þessu blaðaflóði, en þegar ég hafði lesið fyrirsögn áðurnefndr- ar greinar fannst mér að ég yrði að lesa hana alla enda þótt hún væri í lengra lagi. „Það er hnattræn skylda að virkja á Íslandi“, segir höfundur. Í þessu felst að við eigum svo mikið af orkugjafa, sem mengar minna en kol og olía, að okkur beri siðferðileg skylda til að leggja orku fallvatna og jarðvarma að fótum iðnvæðingar heimsins. Þessar raddir mátti líka merkja innan stóriðju- stjórnarinnar sálugu og hafa þær líklega orðið til þess að hún fékk hægt andlát. Í fljótu bragði getur manni fundist þetta meiri háttar hugsjón. Það má líka líta á mál- in frá fleiri hliðum. Með álverunum erum við ekki aðeins að auka mengun hjá okkur heldur erum við líka að auð- velda öðrum þjóðum að viðhalda og auka hvers konar mengandi fram- leiðslu. Ál er mikið notað í einnota umbúðir sem ekki eru endurunnar, það gæti verið óhagkvæmt fyrir markaðinn, svo hvarvetna hrúgast upp ruslahaugar og eitruð leðja fylgir þess- um ófögnuði. Ísland býr heldur ekki yfir svo ótakmörkuðum auðlindum, að þær skipti sköpum á heims- mælikvarða. Hvernig líta svo þessir „hug- sjónamenn“ á framtíð barna okkar? Eigum við á nokkrum áratug- um að gjörnýta orku- lindir landsins svo að ekkert verði eftir fyrir komandi kynslóðir? Er græðgi- svæðingin orðin svo stjórnlaus að við gleymum því, að afkomendur okkar þurfa líka að lifa í þessu landi og að okkur ber skylda til að taka fullt tillit til þess? Nú höfum við fengið nýja ríkisstjórn og það er eins og andi ferskum blæ yfir land og þjóð. Í stjórninni er mjög traust- vekjandi fólk sem auðsjáanlega vill gera vel og við hana eru miklar von- ir bundnar og margt virðist mjög jákvætt í yfirlýsingum hennar. Ég óttast þó nokkuð að hún verði of eftirlátssöm í stóriðjumálum. Við verðum bara að vona hið besta. Stóriðjan er ekki bara meng- unarmál, heldur ógnar hún líka sjálfstæði okkar og mannréttindum. Þegar álkóngarnir eru búnir að ná tökum á atvinnulífinu, þá þarf ein af smæstu þjóðum heims að gæta rétt- inda sinna gagnvart voldugasta auð- valdi heims, og mættu allir sjá að það verður ójafn leikur og eru þessi mál að koma upp á yfirborðið nú þegar. Yfirlýsingin í Íraksmálinu var nú hvorki fugl né fiskur. Hver skyldi svo sem vera þannig inn- rættur að hann harmaði ekki ástandið í Írak? Samt sem áður væntum við þess að ferskur blær leiki nú um þjóð- lífið, og stjórn og stjórnarandstaða taki hæfilegt tillit hvor til annarrar og vinni saman í góðum málum, en á það hefur nú ævinlega mikið skort í íslenskum stjórnmálum. Kapp er best með forsjá Gunnþór Guðmundsson skrifar um samfélagsmál »Er græðgisvæðinginorðin svo stjórnlaus að við gleymum því, að afkomendur okkar þurfa líka að lifa í þessu landi og að okkur ber skylda til að taka fullt tillit til þess? Gunnþór Guðmundsson Höfundur er fyrrverandi bóndi og rithöfundur. V i n n i n g a s k r á 6. útdráttur 7. júni 2007 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 2 7 7 6 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 6 6 7 9 3 1 6 1 4 5 4 3 6 4 6 9 0 1 5 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 20373 40533 44211 53347 57773 65033 39472 42087 51533 54216 58585 67966 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 8 9 7 4 3 2 2 0 0 0 3 5 3 1 8 4 7 7 9 3 6 0 5 5 8 6 6 8 9 9 7 4 8 9 7 3 3 1 6 9 7 6 4 2 2 8 6 4 3 5 5 4 9 4 9 0 6 0 6 0 7 4 8 6 7 8 7 4 7 4 9 8 2 3 7 5 5 1 0 7 7 9 2 3 1 2 5 3 6 4 6 0 5 0 5 4 8 6 0 8 7 5 6 7 8 9 1 7 5 7 7 4 3 8 9 2 1 2 0 8 6 2 3 7 7 6 3 6 8 9 5 5 2 3 9 5 6 2 0 4 2 6 8 0 3 7 7 5 9 5 2 3 9 9 6 1 3 0 0 1 2 5 0 9 1 3 8 2 8 8 5 3 1 8 7 6 2 1 5 9 6 8 3 0 2 7 6 2 8 8 4 3 2 9 1 3 5 0 4 2 6 6 7 9 3 9 7 1 2 5 4 3 3 6 6 2 2 7 3 6 8 9 8 4 7 7 5 4 2 6 2 4 8 1 5 1 0 1 2 6 9 3 2 3 9 7 1 3 5 4 6 2 5 6 2 7 5 3 6 9 3 8 3 7 8 5 3 9 6 2 8 1 1 5 4 4 9 2 6 9 5 0 3 9 9 6 8 5 5 0 4 9 6 4 2 9 0 6 9 7 9 4 7 9 6 1 3 6 5 4 8 1 5 6 9 7 3 2 1 1 1 4 1 0 8 4 5 5 7 0 3 6 4 5 5 0 7 0 0 4 2 7 9 6 4 1 8 5 5 9 1 6 6 4 0 3 3 5 5 5 4 1 5 1 9 5 6 5 0 2 6 5 1 1 3 7 0 2 7 2 9 1 1 2 1 7 4 6 6 3 3 6 6 3 4 2 8 5 2 5 7 8 4 2 6 5 3 1 6 7 0 9 7 6 9 1 6 7 1 8 0 3 6 3 4 7 6 8 4 4 1 3 4 5 8 2 5 3 6 6 0 1 6 7 1 9 3 0 9 2 6 9 2 1 0 2 3 3 5 1 6 8 4 5 4 6 3 5 9 9 6 4 6 6 5 0 2 7 2 7 5 8 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 2 9 4 9 0 5 2 2 1 8 3 2 3 2 9 1 1 4 1 2 7 5 5 2 5 1 4 6 1 4 5 8 7 1 3 7 0 3 7 8 9 4 8 7 2 2 1 5 1 3 3 1 5 6 4 1 6 9 6 5 2 6 3 8 6 1 5 4 4 7 1 6 0 4 5 6 3 9 5 0 6 2 2 3 7 7 3 3 7 2 3 4 2 6 9 7 5 2 8 8 9 6 1 7 0 0 7 1 7 8 9 5 6 7 1 0 5 0 9 2 2 4 2 8 3 3 8 8 8 4 2 7 3 5 5 3 3 3 0 6 1 7 6 9 7 1 8 5 3 6 3 4 1 0 6 4 8 2 2 6 0 6 3 3 9 6 4 4 2 9 8 8 5 3 7 0 9 6 1 9 0 6 7 1 9 9 8 8 4 5 1 0 8 2 5 2 2 8 3 8 3 4 6 4 7 4 3 3 1 8 5 3 7 5 1 6 2 8 8 9 7 2 8 1 8 1 0 3 5 1 0 9 9 8 2 2 9 3 3 3 5 3 2 2 4 3 8 3 0 5 4 3 3 0 6 3 1 3 4 7 2 9 1 5 1 0 7 3 1 1 0 0 8 2 3 1 8 3 3 5 4 7 0 4 3 8 8 3 5 4 3 6 3 6 3 2 3 6 7 3 2 6 3 1 4 1 8 1 1 8 7 4 2 3 9 1 2 3 5 6 7 0 4 4 0 7 6 5 4 7 6 9 6 3 4 1 3 7 3 8 3 1 1 6 9 0 1 3 9 7 6 2 4 0 5 1 3 6 7 4 6 4 4 2 6 1 5 5 0 5 5 6 3 5 9 0 7 4 2 0 1 2 0 4 4 1 4 0 2 5 2 4 1 5 7 3 6 8 6 5 4 4 5 0 8 5 5 0 9 3 6 3 6 0 1 7 4 6 3 1 2 1 9 0 1 4 6 5 9 2 5 1 6 5 3 7 5 2 2 4 5 4 5 6 5 5 2 3 3 6 3 6 6 7 7 4 6 7 7 2 7 7 7 1 5 2 0 1 2 5 2 0 4 3 7 6 1 9 4 5 5 1 7 5 5 3 7 0 6 3 7 6 1 7 4 8 7 4 2 8 4 6 1 5 2 1 2 2 5 5 0 9 3 7 6 4 9 4 5 6 3 8 5 5 5 3 7 6 3 8 0 4 7 5 1 4 6 3 0 1 8 1 5 2 2 4 2 5 8 6 4 3 7 6 6 3 4 5 8 0 4 5 5 6 3 5 6 4 5 0 2 7 5 3 7 9 3 0 3 1 1 5 7 2 4 2 5 9 2 1 3 8 1 9 4 4 5 8 4 1 5 5 8 2 5 6 4 9 4 2 7 5 4 5 5 3 1 5 0 1 5 7 8 2 2 6 1 5 2 3 8 3 1 8 4 5 9 3 3 5 6 1 3 3 6 5 2 0 2 7 6 1 9 7 3 7 5 2 1 6 2 9 4 2 6 4 0 1 3 8 4 6 6 4 6 5 6 1 5 6 7 3 5 6 5 6 8 2 7 6 3 3 5 4 3 6 2 1 6 5 6 0 2 6 7 8 9 3 8 7 3 3 4 7 2 4 8 5 7 6 8 4 6 6 9 9 6 7 6 3 7 7 4 7 5 8 1 6 8 0 7 2 7 1 5 8 3 9 4 7 9 4 7 4 1 4 5 7 6 9 9 6 7 1 7 3 7 6 8 7 4 4 8 3 3 1 7 0 5 5 2 7 1 7 2 3 9 5 7 4 4 8 5 5 3 5 7 7 1 8 6 7 9 8 2 7 8 4 9 7 5 8 6 8 1 7 2 5 0 2 7 5 8 9 3 9 6 4 1 4 8 7 9 0 5 7 8 2 9 6 8 1 5 0 7 8 6 5 8 7 0 3 9 1 8 6 1 1 2 9 5 0 5 3 9 8 2 9 4 8 8 3 1 5 8 0 8 1 6 8 2 3 9 7 8 7 6 1 7 0 9 7 1 9 6 7 9 2 9 5 8 8 3 9 8 3 5 4 8 8 3 7 5 8 4 3 0 6 9 6 8 1 7 9 5 2 9 7 2 9 4 2 0 1 6 1 2 9 7 6 6 3 9 9 4 1 4 9 0 0 5 5 8 5 1 4 7 0 0 3 7 7 9 6 2 3 7 5 9 7 2 1 0 5 4 3 0 6 9 7 4 0 1 3 6 4 9 5 5 4 5 9 1 0 7 7 0 0 4 1 7 9 9 1 3 7 8 4 6 2 1 3 5 2 3 1 2 6 5 4 0 3 6 2 4 9 8 7 1 5 9 3 0 1 7 0 1 2 4 8 1 6 7 2 1 5 9 0 3 1 5 0 6 4 0 5 8 6 4 9 9 7 0 5 9 3 4 3 7 0 2 6 0 8 3 4 1 2 1 6 0 4 3 2 2 3 3 4 0 7 8 5 5 0 8 8 8 5 9 7 4 1 7 0 3 7 4 8 4 7 9 2 1 6 0 6 3 2 5 7 0 4 0 9 5 4 5 1 4 8 3 5 9 7 6 9 7 0 5 0 5 8 6 1 3 2 1 7 2 8 3 2 8 2 8 4 1 0 5 4 5 1 4 8 5 6 0 5 8 3 7 1 1 7 4 9 0 1 6 2 1 7 4 8 3 2 8 4 5 4 1 2 7 3 5 2 2 0 1 6 1 0 9 7 7 1 3 4 2 Næstu útdrættir fara fram 14. júní, 21. júní & 28. júní 2007 Heimasíða á Interneti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.