Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 49 Krossgáta Lárétt | 1 hraust, 8 snjói, 9 ráðleysisfum, 10 lengd- areining, 11 seint, 13 kjánar, 15 öflug, 18 lóð, 21 bókstafur, 22 hor- aður, 23 frumeindar, 24 hörkutóla. Lóðrétt | 2 ríkt, 3 skilja eftir, 4 svipta, 5 góð- mennskan, 6 eldstæðis, 7 vex, 12 meis, 14 eyða, 15 heiður, 16 reika, 17 ílátið, 18 skjögra, 19 fatnaður, 20 kvenfugl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gláka, 4 hópur, 7 skæri, 8 lokum, 9 nýt, 11 reit, 13 arga, 14 etinn, 15 þjöl, 17 nekt, 20 egg, 22 órótt, 23 álk- an, 24 tjara, 25 annar. Lóðrétt: 1 gosar, 2 ámæli, 3 alin, 4 hælt, 5 pukur, 6 rimma, 10 ýring, 12 tel, 13 ann, 15 þrótt, 16 ölóða, 18 eikin, 19 týnir, 20 etja, 21 gáta. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Einhver sagði þér ekki hvað hann eða hún var að hugsa og nú þarft þú að eiga við þá hvatvísu gjörð. Nú reynir á yfirnáttúrulega þolinmæði þína. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er ekkert sem þú ræður ekki við – kýldu á það! Öðrum á eftir að þykja erfitt að sjá þig fá meðferð er sæmir kóngi. Það er þeirra mál. Vertu stoltur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Settu spurningarmerki við vald. Þú ert nógu sjarmerandi til að gera það á fínlegan hátt. Eftir þetta skilurðu ástæð- una á bakvið reglurnar sem snerta líf þitt mest. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Taktu á gömlum skuldum. Að skulda greiðslukortareikning eða vini góðan greiða getur hindrað þig í að taka á móti. Þú þarft að opna faðminn fyrir nýjum hlutum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú lítur vel út, sérstaklega þegar þú leggur hart að þér við vinnu. Yfir- mönnum finnst þú mjög aðlaðandi. Nefndu kaupið sem þú vilt og stattu við það. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú vilt vera mjög hjálpsamur, en gott ráð er gagnslaust ef það er ekki gef- ið í anda jafnræði. Ekki predika og frekj- ast. Lærðu að meta framlag annara. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hristu upp í rútínunni. Gerðu þetta skemmtilega sem þig hefur lengi langað til að gera. Ekkert er of villt, og vinirnir munu fylgja þér. Jibbý! (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert uppfinningasamur og ert með þroskaða hugmynd sem er tilbú- in fyrir heiminn. Mundu eftir höfund- arréttinum. Taktu á móti góðvilja og gleði. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Einhver blómstrar nálægt þér. Og þótt honum finnist óþægilegt að heyra það, eru athugasemdir þínar rétt- ar. Bíddu þar til hann hefur róast. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það má sjá hlutina á óteljandi vegu. Og í dag uppgötvar þú einn til við- bótar. Ekki nóg með það – þú getur grætt vel á þessari uppgötvun. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Fylgdu áætlun einhvers ann- ars, svona til tilbreytingar – þú sérð ekki eftir því. Þú rekst á eitthvað sem þú viss- ir ekki að þú fílaðir. Leyfðu ljóni að leiða þig áfram. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Allt í lagi, fiskar! Standið upp frá vinnunni og finnið vatnið ykkar. Hvort sem það er stöðuvatn, tjörn eða tárapoll- ur. Froðubað er skylda einu sinni í viku. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. O-O Rge7 5. c3 a6 6. Be2 d5 7. exd5 Rxd5 8. d4 cxd4 9. Rxd4 Bd6 10. Rxc6 bxc6 11. Rd2 O-O 12. Bf3 Dc7 13. g3 Hd8 14. De2 a5 15. Re4 Be5 16. He1 Ba6 17. c4 Bd4 18. Rg5 Da7 19. Kg2 h6 20. Dc2 hxg5 21. cxd5 g4 22. Bxg4 cxd5 23. Bf4 Db6 24. Hab1 Hac8 25. Dd2 a4 26. h4 Hc6 27. Hbc1 Hdc8 28. Hxc6 Hxc6 29. Be3 Bxe3 30. Hxe3 d4 31. He5 d3 32. Bd1 Bb7 33. Kh2 Hc1 34. He3 Hb1 35. Hxd3 Staðan kom upp á minningarmóti Capablanca sem er nýlokið í Havana á Kúbu. Vassily Ivansjúk (2729) hafði svart gegn Lazaro Bruzon (2620). 35 … Hxd1! 36. Dxd1 Dxf2+ 37. Kh3 Bg2+ og hvítur gafst upp enda stutt í að hann yrði mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Leikur að eldinum. Norður ♠654 ♥543 ♦-- ♣ÁKDG1065 Vestur Austur ♠G2 ♠ÁK9873 ♥ÁDG106 ♥97 ♦96532 ♦Á74 ♣9 ♣72 Suður ♠D10 ♥K82 ♦KDG108 ♣843 Suður spilar 3G – dobluð! Jón Baldursson lék sér að eldinum í þessu spili, en slapp óbrenndur. Þetta var í fyrri viðureign Íslands og Nor- egs á NL í Lillehammer, sem nú stendur yfir. Tundal í vestur hóf sagnir með „multi“ opnun á tveimur tíglum – veikir tveir í hálit. Þorlákur Jónsson kom inn á þremur laufum, pass í austur og Jón sagði þrjú grönd. Sú sögn gekk til Grötheims í austur, sem doblaði. Hjá mörgum pörum bið- ur dobl í slíkri stöðu um ákveðið út- spil, en þar eð Norðmennirnir höfðu ekki samtalaðan skilning ákvað Jón að sitja sem fastast. Með útspili í spaða (eða tígli) út fara gröndin þrjú ÁTTA niður (sem er 2000 kall, utan hættu), en Tundal valdi á endanum hjartagosa, svo Jón slapp með skrekkinn – fór bara einn niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Flateyringur hefur fest kaup á húseignum Kambs áFlateyri. Hvað heitir hann? 2Múlalundur fékk kærkomna heimsókn í fyrradag.Hver var gesturinn? 3 Ungur maður, dr. Kristján Leósson, fékk hvatningar-verðlaun Vísinda- og tækniráðs. Á hvaða sviði starf- ar hann? 4 Gjörningaklúbburinn var sæmdur verðlaunum á dög-unum. Hvar? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hver veiddi fyrsta laxinn sem kom úr Norðurá.? Svar: Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. 2. Hvaða heiti hefur getnaðarvarnapillan sem mest er í umræðunni nú vegna blóðtappatilfella? Svar: Yasmin. 3. Lýsi hefur eignast dýrafóðursframleiðandann IFEX að fullu. Hver er forstjóri Lýs- is? Svar: Katrín Pétursdóttir. 4. Íslendingar áttu markahæsta leikmanninn í franska handknattleiknum. Hver er það? Svar: Ragnar Óskarsson. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR HAMINGJA og innri friður er meginviðfangsefni jóganámskeiðs sem haldið verður í Gerðubergi um helgina. Til landsins eru komnir frá Indlandi og Bandaríkjunum víðfrægir jógameistarar, þeir Gurudev og Sri Asutosh Muniji, ásamt hægri hendi sinni Sanyasi Prajna Ma. Að sögn Kristbjargar Kristmundsdóttur jóga- kennara er mikill fengur í heimsókn þessara meist- ara, ekki síst Sri Asutosh Muniji, því hann er nýlega snúinn aftur úr 27 ára einangrun þar sem hann stundaði jóga og íhugun í þögn. Gúrúar tendra ljós viskunnar „Muniji hefur lokað sig af svo lengi og ekki viljað taka þátt í neinu svona starfi, en hann kom úr þess- ari einangrun fyrir tveimur árum og er svo hreinn og tær að við, þessir venjulegu jógar sem lifum fjöl- skyldulífi og tökum þátt í veraldlegu amstri, finnum strax hversu mikið hann hefur að gefa af sér.“ Í þessi 27 ár sem Muniji stundaði íhugun lifði hann mein- lætalífi og segir Kristbjörg að þau Sanyasi Prajna Ma séu í raun munkur og nunna og hafi því hafnað veraldlegu lífi. Gurudev er hins vegar íslenskum jógaiðkendum að góðu kunnur því þetta er í fimmta sinn sem hann heimsækir landið. Hann starfar sem kennari og rekur Amrit Yoga Institute í Salt Springs í Flórída. Hann er það sem kallað er gúrú í jógaheiminum, en það merkir „sá sem kveikir ljós viskunnar“ að sögn Krist- bjargar. „Það sem tengir þessa tvo ólíku meistara saman er að þeir eru gúrúbræður, og Prajna Ma er gúrúsystir þeirra, vegna þess að þau lærðu öll hjá sama kennara. Þau kenna þannig sama grunninn en á mismunandi máta.“ Jóga miðar að því að losa hindranir úr huga og hjarta og umbreyta þannig neikvæðri orku yfir í já- kvæða svo innra myrkur víki fyrir ljósi. Kristbjörg segir nærveru jógameistaranna því vera mjög örv- andi og hvetjandi fyrir þá sem vilja vinna með sjálfa sig og lifa í ljósi og kærleika. „Ég er mjög glöð fyrir hönd minna nemenda að fá að hitta svona frábært fólk. Þetta verður æðislega gaman.“ Fyrirlestur með Gurudev verður í Austurbæ í kvöld klukkan 20 en á laugardag verður námskeið í Gerðubergi klukkan 8-17 og loks samverustund með þeim öllum kl. 19-22 annað kvöld. Dagskráin er öllum opin. Jógameistari heimsækir Ísland eftir 27 ára íhugun MINNINGARHÁTÍÐ vegna 200 ára fæð- ingarafmælis séra Tómasar Sæmunds- sonar Fjölnismanns verður haldin á Breiðabólstað í Fljótshlíð laugardaginn 9. júní og hefst klukkan 14. Tómas fæddist á Kúfhóli í Austur- Landeyjum. Hann varð prestur á Breiða- bólstað og lést þar aðeins 28 ára að aldri. Hvílir hann í kirkjugarðinum á Breiða- bólstað en í tilefni afmælisins hefur leg- steinn hans verið endurgerður. Hátíðin hefst á afhöfn í Breiðabólstað- arkirkju þar sem lífshlaup Tómasar verður rakið í leikgerð undir stjórn Guð- rúnar Ásmundsdóttur. Þá mun séra Ön- undur Björnsson sóknarprestur einnig minnast Tómasar. Boðið verður upp á kirkjukaffi að gömlum sið og kl. 16 sama dag hefst málþing um Tómas í Sögusetr- inu á Hvolsvelli þar sem m.a. Sigurður Líndal, Gunnar Kristjánsson, Þórður Tómasson, Sváfnir Sveinbjörnsson og Önundur Björnsson munu fjalla um ævi og störf Tómasar. Minningarhátíð um Tómas Sæmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.