Morgunblaðið - 09.06.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 09.06.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 23 „QUATUOR pour la fin du temps“ [54’], hið áttþætta og jafnframt mik- ilvægasta kammerverk organistans Oliviers Messiaen, mun nafntogað í evrópskum módernisma; samið meðan höfundur dvaldi í þýzkum stríðsfangabúðum og frumflutt þar 1941 af honum og samföngum hans. Það var flutt á listahátíð Hafn- arfjarðar, Björtum dögum, á mið- vikudag við allgóða aðsókn miðað við kröfuhörð nútímatónverk. Líkt og önnur verk Messiaens bar kvartettinn kunnuglegan keim af djúpri íhugun sem á köflum virt- ist kalla á e.k. „trans“, er eins og gengur fer misjafnt í hlustendur eftir upplagi hvers og eins. Per- sónulega hef ég að jafnaði lítið verið gefinn fyrir slíkt, en þó skal við- urkennt að mér kom á óvart hvað athyglin hélzt lengi óslævð þrátt fyrir oft hægferðugt og á köflum kyrrstæðulegt tónferli, sem hjá smærri spámönnum hefði getað koðnað niður í útjaskaða mók- hyggju. Sennilega þökk sé því hvað tjábrigði („gestík“) framsetningar voru þrátt fyrir allt – þ.m.t. spek- úlatífa talnasymbólík – sterk og innileg. Fyrir utan hressilega and- stæðukafla sem ku eiga að miðla uppnumdri vímu. Og þrátt fyrir of- ureinfaldan, jafnvel hjakkkenndan, rithátt á sumum stöðum gat verkið einnig breitt úr sér í nærri sinfón- íska litabreidd, einkum í VII („Regnbogaglundroða“). Einlæg túlkun Camerarctica- félaga átti drjúgan þátt í að skila verkinu fersku, og er vonandi á eng- an hallað þó minnzt sé á klarín- ettsóló Ármanns Helgasonar í Hyl- dýpi fuglanna (III) er bar dýnamískt af annarri spilamennsku með djúpseiðandi teygðum söng- línum e niente við andstætt líflegt fuglakvak. Sinfónísk litabreidd TÓNLIST Víðistaðakirkja Messiaen: Kvartett fyrir endalok tímans. Camerarctica (Örn Magnússon píanó, Ár- mann Helgason klarínett, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla og Sigurður Hall- dórsson selló). Miðvikudaginn 6.6. kl. 20.30. Kammertónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson FYRSTU ljóðabækur höfunda veita innsýn inn í framtíðina. Emil Hjörvar Petersen nefnist ungskáld sem um þessar mundir kemur fram með sína fyrstu bók. Gárungagap nefnist hún. Þetta er nokkuð róttækur skáld- skapur og margt í honum eru galsakenndar tilraunir með hljóð og orð eða lausbeislað hugarflug sem minnir á undirmeðvitund- armuldur súrrealismans og erfitt er að henda reiður á. Annað er njörvað og ljóst þykir mér að Emil henti betur fastmótað myndmál. Það er oft á tíðum kraftmikið og safaríkt þegar hann beitir sig aga. Um ljóðabókina leikur einhvers konar andstæðumynd sem Emil persónugerir annars vegar í róm- antíker og hins vegar í kaldrifj- uðum nútímamanni sem á stundum fær á sig mynd uppans. Þetta er einhvers konar uppgjör við neyslu- menninguna. Í einu ljóðanna segir: „Ég er fartölva, uppafífl!“ Á bak við slíka fordæmingu, sem virst gæti samfélagsleg róttækni, er ákveðin íhaldssemi eða varð- veisluhyggja sem auðvitað á vel heima í rómantískri heimssýn. Annar fylgifiskur rómantíkurinnar er bölsýni á framtíð jarðar. Í kvæð- inu Foldarfeigð segir m.a.: „úr heil- ögum höndum / fellur hún og kur- last / á endilangan viðinn // inni leika þrumur / fyrir dauðum eyr- um“. Þótt ég sé ekki sérstaklega hall- ur undir slíka bölsýni er hér ágæt- lega haldið utan um myndsköp- unina. Sá þáttur skáldskapar Emils ber raunar af öðru. Besta kvæðið í bókinni að mínu mati nefnist Eik- arlosti. Þar er vandlætingin og böl- sýnin víðsfjarri en ljóðrænt líking- armál myndar ástríðufulla og jafnvel lostafulla mynd. Þetta er organísk mynd full af sköp- unargleði. Í kvæðinu segir frá kraumandi hrauni þar sem tvær eikur festa rætur í ólgandi hita sem ósjálfrátt dregur þær saman: í áköfum lotum nerist brennandi börkur þeirra saman greinarnar uxu hver inn í aðra ræturnar laumuðust tilviljanakennt í hnúta lífsmark sameinaðist og í eiturgufunum urðu eikurnar að lostafullri einingu sannleika og syndar Það er að vísu orðið langt síðan ég hef séð orðin synd, sannleika og losta saman í nútímaljóði. En þau orð undirstrika hina íhaldssömu og rómantísku heimsmynd sem ein- kennir þessa ljóðabók. Hér er vel ort. Það er því óhætt að vænta nokkurs af Emil í framtíðinni. Morgunblaðið/Ásdís Emil Hjörvar Hér er vel ort. Það er því óhætt að vænta nokkurs af Emil Hjörvari í framtíðinni. Eining sannleika og syndar BÆKUR Ljóð Eftir Emil Hjörvar Petersen. Nykur. 2007 – 62 bls. GÁRUNGAGAP Skafti Þ. Halldórsson Fullkomnir jeppar fyrir íslenskar aðstæður… …upplifðu ósvikinn kraft og fegurð D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Hinn nýi KYRON er fullvaxinn jeppi með hátt og lágt drif, byggður á grind og er stærri en ætla má við fyrstu sýn. Tækninýjungar eru fjölmargar og skila sér í einstakri nýtingu á afli og frábærum aksturs- eiginleikum. Sjón er sögu ríkari, komdu til okkar á Tangarhöfðann og kynntu þér úrvalið frá SsangYong. Þú gerir einfaldlega ekki betri kaup í jeppum í dag! Tangarhöfða 8-12 112 Reykjavík Sími 590 2000 www.benni.is ACTYON ACTYON SPORTS REXTON II Komdu í heimsókn, upplifðu kraftinn og fegurðina. Auk Kyron jeppans eru á staðnum nýi Actyon jeppinn, Actyon Sports pallbíllinn og 186 hestafla Rexton II jeppinn sem er flaggskip flotans frá SsangYong. Bílabúð Benna: Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00. Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri. Bílasala Austurlands, Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.