Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.06.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2007 23 „QUATUOR pour la fin du temps“ [54’], hið áttþætta og jafnframt mik- ilvægasta kammerverk organistans Oliviers Messiaen, mun nafntogað í evrópskum módernisma; samið meðan höfundur dvaldi í þýzkum stríðsfangabúðum og frumflutt þar 1941 af honum og samföngum hans. Það var flutt á listahátíð Hafn- arfjarðar, Björtum dögum, á mið- vikudag við allgóða aðsókn miðað við kröfuhörð nútímatónverk. Líkt og önnur verk Messiaens bar kvartettinn kunnuglegan keim af djúpri íhugun sem á köflum virt- ist kalla á e.k. „trans“, er eins og gengur fer misjafnt í hlustendur eftir upplagi hvers og eins. Per- sónulega hef ég að jafnaði lítið verið gefinn fyrir slíkt, en þó skal við- urkennt að mér kom á óvart hvað athyglin hélzt lengi óslævð þrátt fyrir oft hægferðugt og á köflum kyrrstæðulegt tónferli, sem hjá smærri spámönnum hefði getað koðnað niður í útjaskaða mók- hyggju. Sennilega þökk sé því hvað tjábrigði („gestík“) framsetningar voru þrátt fyrir allt – þ.m.t. spek- úlatífa talnasymbólík – sterk og innileg. Fyrir utan hressilega and- stæðukafla sem ku eiga að miðla uppnumdri vímu. Og þrátt fyrir of- ureinfaldan, jafnvel hjakkkenndan, rithátt á sumum stöðum gat verkið einnig breitt úr sér í nærri sinfón- íska litabreidd, einkum í VII („Regnbogaglundroða“). Einlæg túlkun Camerarctica- félaga átti drjúgan þátt í að skila verkinu fersku, og er vonandi á eng- an hallað þó minnzt sé á klarín- ettsóló Ármanns Helgasonar í Hyl- dýpi fuglanna (III) er bar dýnamískt af annarri spilamennsku með djúpseiðandi teygðum söng- línum e niente við andstætt líflegt fuglakvak. Sinfónísk litabreidd TÓNLIST Víðistaðakirkja Messiaen: Kvartett fyrir endalok tímans. Camerarctica (Örn Magnússon píanó, Ár- mann Helgason klarínett, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla og Sigurður Hall- dórsson selló). Miðvikudaginn 6.6. kl. 20.30. Kammertónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson FYRSTU ljóðabækur höfunda veita innsýn inn í framtíðina. Emil Hjörvar Petersen nefnist ungskáld sem um þessar mundir kemur fram með sína fyrstu bók. Gárungagap nefnist hún. Þetta er nokkuð róttækur skáld- skapur og margt í honum eru galsakenndar tilraunir með hljóð og orð eða lausbeislað hugarflug sem minnir á undirmeðvitund- armuldur súrrealismans og erfitt er að henda reiður á. Annað er njörvað og ljóst þykir mér að Emil henti betur fastmótað myndmál. Það er oft á tíðum kraftmikið og safaríkt þegar hann beitir sig aga. Um ljóðabókina leikur einhvers konar andstæðumynd sem Emil persónugerir annars vegar í róm- antíker og hins vegar í kaldrifj- uðum nútímamanni sem á stundum fær á sig mynd uppans. Þetta er einhvers konar uppgjör við neyslu- menninguna. Í einu ljóðanna segir: „Ég er fartölva, uppafífl!“ Á bak við slíka fordæmingu, sem virst gæti samfélagsleg róttækni, er ákveðin íhaldssemi eða varð- veisluhyggja sem auðvitað á vel heima í rómantískri heimssýn. Annar fylgifiskur rómantíkurinnar er bölsýni á framtíð jarðar. Í kvæð- inu Foldarfeigð segir m.a.: „úr heil- ögum höndum / fellur hún og kur- last / á endilangan viðinn // inni leika þrumur / fyrir dauðum eyr- um“. Þótt ég sé ekki sérstaklega hall- ur undir slíka bölsýni er hér ágæt- lega haldið utan um myndsköp- unina. Sá þáttur skáldskapar Emils ber raunar af öðru. Besta kvæðið í bókinni að mínu mati nefnist Eik- arlosti. Þar er vandlætingin og böl- sýnin víðsfjarri en ljóðrænt líking- armál myndar ástríðufulla og jafnvel lostafulla mynd. Þetta er organísk mynd full af sköp- unargleði. Í kvæðinu segir frá kraumandi hrauni þar sem tvær eikur festa rætur í ólgandi hita sem ósjálfrátt dregur þær saman: í áköfum lotum nerist brennandi börkur þeirra saman greinarnar uxu hver inn í aðra ræturnar laumuðust tilviljanakennt í hnúta lífsmark sameinaðist og í eiturgufunum urðu eikurnar að lostafullri einingu sannleika og syndar Það er að vísu orðið langt síðan ég hef séð orðin synd, sannleika og losta saman í nútímaljóði. En þau orð undirstrika hina íhaldssömu og rómantísku heimsmynd sem ein- kennir þessa ljóðabók. Hér er vel ort. Það er því óhætt að vænta nokkurs af Emil í framtíðinni. Morgunblaðið/Ásdís Emil Hjörvar Hér er vel ort. Það er því óhætt að vænta nokkurs af Emil Hjörvari í framtíðinni. Eining sannleika og syndar BÆKUR Ljóð Eftir Emil Hjörvar Petersen. Nykur. 2007 – 62 bls. GÁRUNGAGAP Skafti Þ. Halldórsson Fullkomnir jeppar fyrir íslenskar aðstæður… …upplifðu ósvikinn kraft og fegurð D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Hinn nýi KYRON er fullvaxinn jeppi með hátt og lágt drif, byggður á grind og er stærri en ætla má við fyrstu sýn. Tækninýjungar eru fjölmargar og skila sér í einstakri nýtingu á afli og frábærum aksturs- eiginleikum. Sjón er sögu ríkari, komdu til okkar á Tangarhöfðann og kynntu þér úrvalið frá SsangYong. Þú gerir einfaldlega ekki betri kaup í jeppum í dag! Tangarhöfða 8-12 112 Reykjavík Sími 590 2000 www.benni.is ACTYON ACTYON SPORTS REXTON II Komdu í heimsókn, upplifðu kraftinn og fegurðina. Auk Kyron jeppans eru á staðnum nýi Actyon jeppinn, Actyon Sports pallbíllinn og 186 hestafla Rexton II jeppinn sem er flaggskip flotans frá SsangYong. Bílabúð Benna: Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00. Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri. Bílasala Austurlands, Egilsstöðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.