Morgunblaðið - 05.07.2007, Page 1

Morgunblaðið - 05.07.2007, Page 1
Í HNOTSKURN »Landlæknir sá í fyrstuekkert því til fyr- irstöðu að umsækjendur fengju aðgang að umsókn- um um fóstureyðingar að því tilskildu að Persónu- vernd og vísindasiðanefnd samþykktu. »Þegar ljóst var hvernig málum varháttað var rannsakendum tjáð að eyða þyrfti öllum gögnum sem aflað hafði verið og var það gert. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is PERSÓNUVERND hefur synjað beiðni land- læknis um leyfi til að veita aðgang að upplýs- ingum úr fæðingaskrá, sem og gögnum um fóst- ureyðingar, sem safnast hafa hjá embættinu, í þágu rannsóknar á sviði kvensjúkdómafræði. Matthías Halldórsson landlæknir segir að embættið hafi gert mistök í málinu í aðdraganda úrskurðar Persónuverndar. Rannsóknin er framhald eldra verkefnis, sem unnið var á grundvelli leyfis forvera Persónu- verndar, tölvunefndar. Það leyfi var m.a. bundið því skilyrði að öll nafngreind gögn yrðu eyðilögð eigi síðar en 1. október 1999. Persónuvernd segir á heimasíðu sinni að sam- kvæmt umsókninni nú hafi hins vegar staðið til að vinna frekar með umrædd gögn. Umsóknin var einnig send vísindasiðanefnd, sem hafnaði henni vegna þess að ekki væri gert ráð fyrir að leita eftir samþykki kvennanna sem um ræðir og þar sem í fyrri rannsókn frá 1999 hefði verið tekið fram að öllum gögnum yrði eytt og þannig ótvírætt gefið í skyn að gögnin yrðu ekki notuð í öðrum tilgangi en þar kom fram. Í bréfum landlæknisembættisins til Persónu- verndar kom hins vegar fram að þrátt fyrir að tilskilin leyfi lægju ekki fyrir hefði aðgangur að umræddum gögnum þegar verið veittur fyrir mistök. Tekið hefði verið á málinu sem örygg- isfráviki og öllum gögnum verið eytt. Þá gerði landlæknir grein fyrir þeim ráðstöfunum sem hann hefði gripið til í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Eftir sem áður lá fyrir beiðni landlæknisemb- ættisins um heimild til þess að veita aðgang að upplýsingum úr fæðingaskrá og gögnum um fóstureyðingar. Persónuvernd synjaði beiðninni á þeirri forsendu að hvorki væri fyrirhugað að fræða konurnar um umrædda vinnslu né að afla samþykkis þeirra. Landlæknir segir að mistökin hafi falist í því að embættið tók trúanleg þau orð rannsakend- anna að vísindasiðanefnd hefði fyrir sitt leyti veitt leyfi um aðgang. Í ljós hafi síðan komið að umrætt leyfi var ekki fyrir hendi. Munnlegt leyfi samræmist ekki vinnureglum embættisins, en skýringin á frávikinu er sú að rannsakendurnir eru þaulvanir í sínu fagi að sögn Matthíasar og því var leyfið „óvart“ veitt. „Það eru mistök sem við hörmum,“ segir Matthías. „Misskilningurinn hefur verið leiðréttur, rannsóknin fer ekki fram og gögnunum sem hefur verið aflað vegna rann- sóknarinnar hefur verið eytt.“ Lét eyða gögnum Landlæknir veitti kvennarannsakendum óvart leyfi til að afla gagna úr um- sóknum um fóstureyðingar og lét eyða þeim gögnum er mistökin komu í ljós Matthías Halldórsson STOFNAÐ 1913 181. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÓSKÖP DULARFULLT ALLT Á HULDU MEÐ HLJÓÐFÆRI OG LIÐSMENN NÝRRAR SVEITAR STEINARS ORRA >> 40 INGIBJÖRG ÓLAFS- DÓTTIR Í DANAVELDI DROTTNINGIN FÉKK SJALIÐ >> 20 FRÉTTASKÝRING Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is EINAR K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra mun á næstunni kunngera ákvörðun sína um aflamark á næsta fiskveiðiári. Sam- hliða því verða aðgerðir til þess að vega upp á móti yfirvofandi skerðingu þorskkvóta kynntar. Einar hefur sagt að markmið að- gerðanna verði fyrst og fremst að bregðast við skerðingunni í þeim byggðum sem harð- ast verða úti. Í viðamikilli skýrslu Hagfræðistofnunar, Þjóðhagsleg áhrif aflareglu, kemur fram að sjávarútvegur er hlutfallslega mikilvægastur fyrir atvinnulíf á Vestfjörðum en tæplega þriðjungur vinnufærra manna á svæðinu fæst við störf tengd sjávarútvegi. Þar að auki tengjast um 40% af efnahagsstarfsemi á Vestfjörðum sjávarútvegi með beinum hætti. Byggðarlög á Suðurnesjum, Austurlandi og Vesturlandi eru einnig mjög háð blómlegum sjávarútvegi; um 15% starfa á þeim svæðum má rekja til útgerðar og vinnslu sjávarfangs. Fasteignir geta orðið lítils virði Áhrifa niðurskurðarins á ekki síst eftir að gæta í röðum erlendra starfsmanna í grein- inni. 1.400 útlendingar unnu í fiski árið 2005 eða 14% af þeim útlendingum sem starfa hér á landi á móti 3,3% Íslendinga sem starfa í greininni. Sé litið til einstakra svæða kemur í ljós að nærri tveir af þremur erlendum starfsmönnum á Vestfjörðum starfa við út- gerð og vinnslu. Í niðurlagi skýrslu Hagfræðistofnunar benda sérfræðingar hennar á að þrátt fyrir að fjármálastofnanir geti létt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum róðurinn þegar tímabundin áföll verða er óvíst að slíkt hið sama gildi um það starfsfólk í sjávarútvegi sem hugsanlega missir vinnuna í kjölfar aflasamdráttar. Eftirspurn eftir vinnuafli sé ekki endilega bundin við þá staði sem verst verða úti og íbúar þeirra byggðarlaga geti því átt mjög óhægt um vik að flytja á brott til að sækja aðra vinnu, auk þess sem fast- eignir þessa fólks geti orðið lítils virði í kjöl- farið. Í skýrslunni er mælt með því að gripið verði til mótvægisaðgerða ef samdráttur verður í þorskafla, eins og nú virðist óumflýjanlegt. Opinberir styrkir til sveitarfélaga, stofnsetn- ing atvinnumiðlunar og aukin áhersla á menntun, sérstaklega með tilliti til þjálfunar kvenna, eru meðal úrræða sem skýrsluhöf- undar benda á. Þá sé hugsanlegt að lækka veiðigjald og auka tímabundið aflamark ann- arra botnfisktegunda en þorsks. | 12 Morgunblaðið/ÞÖK Vinna Sjávarútvegur er hlutfallslega mik- ilvægastur fyrir atvinnulíf á Vestfjörðum. Aðgerðir undirbúnar Þriðjungur starfa á Vest- fjörðum í sjávarútvegi Hörkutól Þeir virðast alls óhræddir við kríuna, kylfingarnir á myndinni, enda er hún heimilisföst á golfvellinum á Seltjarnarnesi þar sem myndin er tekin. Tæpast er heldur óhugsandi að samvistirnar við hina geðstirðu kríu bæti forgjöfina, hún heldur leikmönnum a.m.k. á tánum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Golf í góðviðrinu Réttur dagsins Engjaþykkni “crème de la crème” borið fram með hnetu-, karamellu- og kornkúlu-mélange Nýtt bragð SVENSKA Dagbladet fjallar á afar neikvæðan hátt um Stoðir Group í fréttaskýringu í gær og kallar félagið spilaborg. Þá er sagt að með yf- irtökutilboði sínu í danska fasteignafélagið Keops séu Stoðir að bjarga æru Pálma Haraldssonar og félaga hans í Fons eignarhaldsfélagi þar eð danskir bankar hafi í hyggju að draga til baka fjármögnun sína á kaup- um Fons á hlut í Keops. „Það kom mér mjög á óvart að sænskir fjölmiðlar skuli hafa fallið í sömu gryfju og danskir, að fjalla á óvandaðan hátt um fjárfestingar Ís- lendinga erlendis. Greinin er vart svaraverð. Þessi einstaka fjárfesting er hvorki fjármögnuð í Svíþjóð né Danmörku,“ sagði Pálmi í gærkvöldi. Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða, segir að í öllum grundvallaratriðum sé fréttin byggð á röngum upplýsingum og sýni í raun afar takmarkaða þekkingu á fasteignafélögum og fjármögnun þeirra. „Fons fjármagnar þetta ekki í Danmörku og því geta danskir bankar illa kippt að sér höndum,“ segir Skarphéðinn. | Viðskiptablað Stoðum Group líkt við spilaborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.