Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagslíf Gleðilega páskahátíð! Ferðamannakirkjan 2007 - 3.-29. júlí nema mánudaga. Opin kl. 10-11 og 16-22. Morgunbæn daglega kl. 10.30 og kvölddagskrá kl. 20. Samkoma í dag 5. júlí kl. 20. Kaffi og meðlæti í boði. Fatabúðin í Garðastræti 6 er opin alla virka daga kl. 13-18. Mikið úrval af góðum fatnaði. Fimmtudagurinn 5. júlí Samkoma í Háborg, Stangarhyl 3A, kl. 20. Vitnisburður og söngur. Predikun, Halldór Lárusson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is. Raðauglýsingar sími 569 1100 Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Glaðheimar 4, fnr.190-391, Hvalfjarðarsveit, þingl. eig. Jón Pétur Líndal, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Sýslumaðurinn í Borgarnesi, þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 13:30. Ljósheimar 4, fnr. 190-399, Hvalfjarðarsveit, þingl. eig. Jón Pétur Líndal, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Sýslumaðurinn í Borgarnesi, þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 14:00. Lækjarás 2, fnr. 229-5597, Skorradal., þingl. eig. Byggja og leigja ehf, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf og Húsasmiðjan hf., þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 10:00. Skálalækjarás 2, fnr. 229-5120, Skorradal., þingl. eig. Byggja og leigja ehf, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 10:30. Skálalækjarás 4, fnr. 229-5122, Skorradal., þingl. eig. Byggja og leigja ehf, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 4. júlí 2007. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Álfkonuhvarf 37, 0108, ásamt stæði í bílag, ehl. gþ. (227-3796), þingl. eig. Kristín Helga L. Kristinsdóttir og Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf, Íbúðalánasjóður og nb.is-spari- sjóður hf, þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 13:00. Engihjalli 8, 0102 (224-7003) , þingl. eig. Prapasiri Sareekhad, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv, þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 14:00. Lyngbrekka 7, 0301, ehl. gþ., þingl. eig. Einar Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi, þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 11:00. Marbakkabraut 13, 0101, ehl. gþ. (206-2910), þingl. eig. Lárus Bjarni Guttormsson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 14:30. Nýbýlavegur 42, 0203 (206-4453), þingl. eig. Jón Þórir Þórisson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 10. júlí 2007 kl. 15:30. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 4. júlí 2007. Ragnhildur Sophusdóttir, ftr. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Austurvegi 6, Hvolsvelli miðvikudaginn 11. júlí 2007 kl.10:30 á eftirfarandi eignum: Dufþaksbraut 11, ehl. gþ., Rangárþing eysta, fnr.2194777, þingl. eig. Guðjón Steinarsson, gerðarbeiðandi Rangárþing eystra. Fossalda 10, Rangárþing ytra, fnr. 219-5898, þingl. eig. Guðmundur Hólm Bjarnason, gerðarbeiðendur Bu.is ehf og Leifur Árnason. Hólavangur 18, Rangárþing ytra, fnr. 225-6800., þingl. eig. Jóna Lilja Marteinsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Rangárþing ytra. Ketilhúshagi, lóð 3, Rangárþingi ytra, fnr. 219-5947, þingl. eig. Hildur Ólafsdóttir og Pétur Gestsson, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. Vestri Garðsauki, Rangárþingi eystra, lnr.164204 ehl. gþ., þingl. eig. Jón Logi Þorsteinsson, gerðarbeiðendur Kaupþing banki hf og Rangárþing eystra. Þrúðvangur 36, eh. gþ., fnr. 226-8822, Rangárþingi ytra., þingl. eig. Magnús Heimisson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Rangárþing ytra. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 4. júlí 2007. Kjartan Þorkelsson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík - 5, sem hér segir: Árvík RE-260, skipaskrárnúmer 1735, fiskiskip, þingl. eig. Þb. Dana ehf, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf, aðalstöðv., mánudaginn 9. júlí 2007 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 4. júlí 2007. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri fullnustudeildar. GLÆSILEGT 300 FM EINBÝLISHÚS Í SELJAHVERFI Um er að ræða mjög fallegt og vand- að einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum tvöföldum bílskúr. Húsið stendur ofan götu í rólegri og gróinni endagötu. Lóðin er gróin og falleg og með miklum trjágróðri. Nýleg og glæsileg sólstofa með heitum potti. Hellulögð verönd til suðurs. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Verð: 80.000.000,- Stærð: 301,7 fm. Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is EINN helsti sérfræðingur Banda- ríkjanna í þróunarmálum, J. Brian Atwood, heldur erindi á vegum ut- anríkisráðuneytisins í dag, 5. júlí, kl. 11. Erindið verður flutt á opnum fundi á vegum utanríkisráðuneyt- isins og Hollvinasamtaka Minne- sota-háskóla. Í fréttatilkynningu segir að Atwood muni í erindi sínu fjalla um þróunarsamvinnu á 21. öldinni, nýj- ustu strauma og stefnur í þróunar- málum og framkvæmd þróunar- samvinnu á alþjóðavettvangi. Fundurinn með Dr. Atwood er sá fyrsti af opnum fundum um al- þjóðamál sem haldnir verða á veg- um utanríkisráðuneytisins. J. Brian Atwood er yfirmaður Hubert H. Humphrey Institute of Public Affairs í Minnesota-háskóla, sem sérhæfir sig í menntun leiðtoga í opinbera geiranum og þverfagleg- um rannsóknum á sviði stjórnmála. Fundurinn er haldinn í húsnæði utanríkisráðuneytisins á Rauðarár- stíg 25. Skráning á fundinn sendist til Auðbjargar Halldórsdóttur, á net- fangið aha@mfa.is Flytur erindi um þróunarmál FRÆÐAKVÖLD Res Extensa verð- ur haldið í kvöld, fimmtudaginn 5. júlí, kl. 20 á efri hæð Café Victors. Í fréttatilkynningu segir að fyrir- lesarar verði Hannes Högni Vil- hjálmsson og Ian Watson. Hannes Högni er lektor í tölv- unarfræði við Háskólann í Reykja- vík og starfar einnig í CADIA: Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík. Fyrirlestur hans nefnist: „Stafrænir holdgervingar í félags- legum sýndarheimi: Hvernig sál- fræði og félagsvísindi nýtast við hönnun og smíði myndrænna sam- skiptakerfa.“ Ian Watson er aðjúnkt við félags- vísindadeild Háskólans á Bifröst, og er menntaður í bæði málvísind- um og félagsfræði. Ian ætlar að fjalla um samskynjun, hið undar- lega en jafnframt áhugaverða ástand þegar skynfærunum virðist slá saman þannig að fólk segist til dæmis sjá tónlist í litum eða finna bragð af orðum. Ian flytur fyrir- lestur sinn aðallega á ensku. Fræðakvöld Res Extensa KVÖLDGANGA á Þingvöllum verður í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Gönguferðin hefst við fræðslumiðstöðina og tekur um tvær klukkustundir. Katrín Jakobsdóttir íslensku- fræðingur ræðir um íslenskar glæpasögur og hlutverk Þingvalla í þeim. Saga íslenskra glæpasagna er almennt talin hefjast 1910 með smásögunni Íslenzkur Sherlock Holmes eftir Jóhann Magnús Bjarnason en sú gerist í byggðum Vestur-Íslendinga. Síðan hafa kom- ið út fjöldamargar hérlendar glæpasögur, flestar þó á síðustu ár- um. Reykjavík er algengasta sögu- svið þessara sagna en Þingvellir koma þó við sögu í nokkrum þeirra, ekki síst í sögum frá síðustu árum þar sem lík finnast ýmist í Drekk- ingarhyl eða glæsilegum sumar- húsum við Þingvallavatn, segir m.a. í fréttatilkynningu. Allir eru velkomnir. Þingvellir í íslenskum glæpasögum LAGT verður af stað í kvöldgöngu frá Grófinni við Tryggvagötu í Reykjavík í kvöld, fimmtudag, kl. 20. Minjasafn Reykjavíkur stendur fyrir göngunni. Gengið verður um elsta hluta borgarinnar og sagt frá landnámi Reykjavíkur og helstu fornleifum sem þar hafa fundist. Þá verður farið í heimsókn á Land- námssýninguna Reykjavík 871+-2. Gönguna leiðir Orri Vésteinsson fornleifafræðingur. Áætlað er að gangan taki rúma klukkustund. Þátttaka er ókeypis og allir eru vel- komnir. Kvöldganga í Kvosinni SAMTÖKIN Saving Iceland bjóða til ráðstefnunnar „Hnattrænar af- leiðingar stóriðju og stórstíflna“ dagana 7. og 8. júlí nk. Ræðumenn frá grasrótarhreyfingum í Suður- Ameríku, Evrópu, Afríku, Asíu og N-Ameríku standa með Íslend- ingum í andstöðu við stóriðju og stórstíflur, segir í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur að ráðstefnan miði að því að styrkja tengslin milli grasrótarhreyfinga um allan heim. Ráðstefnan er hluti af „and- spyrnusumrinu“ með búðum eftir ráðstefnuna, þar sem boðið verður upp á fræðslu og þátttöku í vinnu- hópum, götupartíi í Reykjavík 14. júlí, listasýningu, tónleikum og kvik- myndasýningum og auðvitað beinum aðgerðum. Aðgangur að ráðstefn- unni verður ókeypis, frjáls framlög vel þegin. Nýtt íslenskt ferðaeldhús býður upp á lífrænt grænmetisfæði á kostnaðarverði. Ráðstefnan hefst með erindum Guðbergs Bergssonar og Ómars Ragnarssonar, en hvorugan þeirra þarf að kynna fyrir Íslend- ingum. Guðmundur Beck fyrrum bóndi á Kollaleiru í Reyðarfirði og Einar Þorleifsson fuglafræðingur munu einnig flytja erindi. Ráðstefnan hefst kl. 11 á laugardag, 7. júlí, og fer fram á Hótel Hlíð í Ölfusi. Andstaða við stóriðju og stórstíflur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.